Dagblaðið Vísir - DV - 10.06.1996, Blaðsíða 27
MÁNUDAGUR 10. JÚNÍ 1996
39
Fréttir
Flkniefnamál þar sem annar sakborningurinn hætti við að bera félaga sinn sökum:
Afturköllun framburðar
um sekt var markleysa
- Hæstiréttur þyngdi þess í stað dæmda refsingu héraðsdóms upp í 3ja ára fangelsi
Hæstiréttur hafnar alfarið breytt-
um framburði Gunnars Valdimars-
sonar um sakleysi Engilberts Run-
ólfssonar, félaga hans, eftir að hér-
aðsdómur var kveðinn upp yfir
þeim þar sem þeir voru báðir sak-
felldir fyrir innflutning á verulegu
magni af amfetamíni. Engilbert hef-
ur því verið dæmdur í 3ja ára fang-
elsi og var héraðsdómurinn þyngd-
ur.
í málinu hafði Gunnar ávallt, hjá
lögreglu og fyrir dómi, haldið því
fram að Engilbert hefði staðið að
kaupunum og innflutningnum með
sér. Engilbert neitaði hins vegar al-
farið sakargiftum. Þegar dómur
gekk í héraði fékk Engilbert 30 mán-
aða fangelsi en Gunnar 24 mánaða
fangelsi. Engilbert áfrýjaði sinni
niðurstöðu en Gunnar undi sínum
dómi.
í kjölfar héraðsdómsins fóru
mennirnir báðir í afplánun á Litla-
Hrauni. Gunnar vegna amfetamín-
málsins en Engilbert vegna fyrri af-
brota. Þann 6. mai síðastliðinn,
skömmu fyrir málflutning í Hæsta-
rétti í máli Engilberts, bar Gunnar
síðan óvænt skýrslu fyrir héraös-
dómi sem átti að leggja fyrir Hæsta-
rétt í áfrýjunarmáli Engilberts.
Framburður hans var þá algjörlega
á skjön við fyrri skýrslur - hann
kvað Engilbert saklausan.
Gunnar sagði að þegar hann hefði
farið að hugsa málið hefði hann
fengið samviskubit yfir því að Eng-
ilbert þyrfti að sitja saklaus í fang-
elsi vegna gjörða annars manns.
Gunnar hefur einnig undirritað
plagg þar sem hann fullyrðir að
Engilbert hafi ekki beitt sig þrýst-
ingi eða haft í hótunum við hann.
Hæstiréttur telur „hina síðbúnu
afturköllun" Gunnars á framburði
sínum og skýringar hans á henni
engu að síður ótrúverðugar og var
hann metinn marklaus.
„Við ákvörðun refsingar verður
til þess litið að um var að ræða mik-
ið magn af stórhættulegu fikni-
nefni,“ segir i dómnum um refsiá-
kvörðun vegna Engilberts. Önnur
og fyrri brot hans höfðu ítrekunará-
hrif. „Hefur ákærði sýnt einbeittan
brotavilja og ekki látið skipast við
fyrri refsidóma." 3 ár þóttu hæfileg
refsing.
-Ótt
Blanda:
Veiðiskapurinn
gengur feiknavel
- 75 laxar komnir á land
Laxveiðin byrjar alls ekki eins
vel og „margir“ áttu von á þetta
sumarið. Vatn er frekar lítið orðið í
mörgum veiðiám og laxagöngurnar
eru alls ekki eins sterkar og veiði-
menn áttu von á. Þó virtist laxveið-
in vera að glæðast verulega í Norð-
urá í Borgarfirði um helgina, þar
sem hún byrjaði rólega.
Veiðivon
Gunnar Bender
Verið er að opna veiðiárnar
hverja af annarri þessa dagana og
um helgina var hin fornfræga Laxá
í Kjós opnuð. Sést höfðu tugir
sporða í ánni fyrir veiðitímann en
opnunin var róleg. I gærkvöldi voru
komnir um 15 laxar á land, sem
þykir sæmileg byrjun í Laxá í Kjós.
Fyrsti veiðidagurinn gaf sjö laxa.
Reyndar hefur fiskurinn dreift sér
um alla á og er kominn i Þórufoss-
inn, efsta veiðistaðinn.
Veiðin gengur feiknavel í Blöndu.
Áin var opnuð á miðvikudaginn og
voru komnir 77 laxar í gærkvöldi.
Stærsti laxinn er 16 pund og veiddi
Hannes Reynisson laxinn í Bug á
maðk. Það eru maðkurinn, spúnn-
inn og flugan sem gefa jafna veiði
þessa dagana. Sverrir Sveinsson og
félagar voru þar á laugardaginn og
Laxá á Ásum hefur gefið 13 laxa og hefur SÖ-hollið veitt best, eða fimm laxa.
Sá stærsti á land til þessa er 16 pund. DV-mynd FER
Sveinbjörn Jónsson hefur farið á kostum tvisvar sinnum síðan Blanda var
opnuð á þessu sumri. Hann hefur veitt níu laxa og hér er einn þeirra á leið í
land með dyggri aðstoð Helga Magnússonar, 11 punda lax.
DV-mynd G.Bender
veiddu þeir 18 laxa sem er mjög góð
veiði.
Norðurá hefur gefið 90 laxa
„Þetta er allt að koma hjá okkur í
Norðurá, núna eru komnir 90 laxar
og hann er 16 pund sá stærsti. Hann
veiddist í morgun," sagði Halldór
Nikulásson, veiðivörður I Norðurá í
Borgarfirði, í gærkvöldi.
„Hollið sem hætti á hádegi í dag
veiddi 30 laxa og þennan 16 punda
veiddi Rögnvaldur Sigurðsson í
Kýrgrófarhylnum á míkrótúbu. Það
fóru 100 laxar um teljarann i Lax-
fossi í nótt og núna eru komnir þar
í gegn 200 fiskar. Það er miklu betra
en á sama tima í fyrra, miklu betra.
Veiðimenn voru í Stekknum í dag
og sögðu að laxinn æddi bara áfram.
Hann horfir hvorki til hægri né
vinstri," sagði Halldór enn fremur.
Rólegt í Laxá á Ásum
Laxá á Ásum hefur gefið 13 laxa
og hefur Arnór Stefánsson veitt
þann stærsta hingað til, 16 punda, í
Efri- Dulsum en líka er komin 15
punda í Langhyl. Veiðimenn hafa
ekki orðið varir við mikinn fisk í
ánni enn sem komið er. Vatnið
minnkar dag frá degi í ánni og gæti
orðið vandamál þegar líður á júlí-
mánuð.
Veiðin í Kjarrá
byrjaði vel
Á laugardaginn veiddust 20 laxar
við opnun Kjarrár í Borgarfirði sem
er góð byrjun. Veiðin í Þverá hefur
verið róleg síðustu dagana og hollið
sem hætti í gærdag veiddi tvo laxa.
Kalt var á svæðinu, alls ekki gott
veiðiveður það. -G.Bender
Þorlákshöfn:
Eilíföar-
verk að
græða
upp
„Það er mikið verk í gangi að
ýta úr öldum og græða upp sand-
inn hérna í kring,“ segir Sigurð-
ur Jónsson, byggingarfulltrúi í
Ölfushreppi. Á laugardaginn var
efnt til sáningardags fyrir íbú-
ana í hreppnum og tókst að sá
fræjum í 16 hektara sandöldur í
nági'enni Þorlákshafnar.
Sandfok og uppblástur hafa
verið til mikilla vandræða i Ölf-
ushreppi og litaði sandur húsin I
Þorlákshöfh brún í slæmu veðri
í vetur. í framhaldi af því var
gerð fjögurra ára landgræðsluá-
ætlun í hreppnum og er stefnt að
því að setja 15 milljónir i upp-
græðsluna á ári.
„Þetta er 7.100 hektara svæði í
allt þannig að við náum náttúru-
lega aldrei að klára þetta á einni
mannsævi en við sjáum árangur
þar sem við höfum verið að
vinna. Þetta verður eilífðarverk
en við verðum að sinna því vel,“
segir Sigurður.
Umhverfisráðherra heimsótti
Þorlákshafnarbúa í tilefni dags-
ins ásamt starfsfólki sínu og full-
trúum Landgræöslunnar.
-GHS
- barnaafmæli
götuparti - ættarmót o.fl.
Verð frá kr. 4.000 á dag án vsk.
Herkúles
Sími 568-2644, boósimi 846-3490
fallegt sterkt tjald
ttentaTmt
— .Tjaldaleigan .. . ,
Skemmtilegt hf.
Krókháls 3, 712 Reykjavík
Sími 587-6777