Dagblaðið Vísir - DV - 10.06.1996, Blaðsíða 14
14
MÁNUDAGUR 10. JÚNÍ1996
Útgáfufélag: FRJÁLS FJÖLMIÐLUN HF.
Stjómarformaður og útgáfustjóri: SVEINN R. EYJÓLFSSON
Framkvæmdastjóri og útgáfustjóri: EYJÓLFUR SVEINSSON
Ritstjóri: JÓNAS KRISTJÁNSSON
Aðstoðarritstjóri: ELIAS SNÆLAND JÓNSSON
Fréttastjóri: JÓNAS HARALDSSON
Auglýsingastjóri: PÁLL STEFÁNSSON
Ritstjóm, skrifstofur, auglýsingar, smáauglýsingar: ÞVERHOLT111,
blaðaafgreiðsla, áskrift: ÞVERHOLTI 14,105 RVIK, SÍMI: 550 5000
FAX: Auglýsingar: 550 5727 - RITSTJÓRN: 550 5020 - Aðrar deildir: 550 5999
GRÆN númer: Auglýsingar: 800 6272. Áskrift: 800 6270
Stafræn útgáfa: Heimasíða: http://www.skyrr.is/dv/
Ritstjórn: dvritst@centrum.is - Auglýsingar: dvaugl@centrum.is. - Dreifing: dvdreif@centrum.is
AKUREYRI: Strandgata 25, sími: 462 5013, blaðam.: 462 6613, fax: 461 1605
Setning og umbrot: FRJÁLS FJÖLMIÐLUN HF.
Filmu- og plötugerð: ÍSAFOLDARPRENTSMIÐJA HF. - Prentun: ÁRVAKUR HF.
Áskriftarverð á mánuði 1700 kr. m. vsk. Lausasöluverö 150 kr. m. vsk., helgarblað 200 kr. m. vsk.
DV áskilur sér rétt til að birta aðsent efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds.
Aukið vægi þingforseta
Ólafur G. Einarsson, forseti Alþingis, hefur að ýmsu
leyti hafið starf þingforsetans til þeirrar virðingar og
þeirra valda sem því starfi ber. Það sem hefur mistekist
er að koma böndum á yfirgang framkvæmdavaldsins.
Vandinn er að halda stöðu þingsins gagnvart því valdi.
í liðinni viku lauk fyrsta þingi þessa kjörtímabils. Þar
reyndi á Ólaf G. sem forseta og um leið ríkisstjóm Sjálf-
stæðisflokks og Framsóknarflokks, stjóm sem hefur öfl-
ugan þingmeirihluta á bak við sig.
Ólafur G. Einarsson var í erfiðri stöðu eftir síðustu
kosningar. Hann var eini ráðherra Sjálfstæðisflokksins,
úr samsteypustjóm Sjálfstæðisflokks og Alþýðuflokks,
sem ekki hélt ráðherrasæti þegar sá fyrrnefhdi gekk til
samstarfs við Framsóknarflokkinn. Það var auðvitað
pólitískt áfall fyrir mann sem lengi hefur verið í forystu-
sveit flokksins, þingflokksformaður og síðar ráðherrá og
auk þess fyrsti þingmaður Reykjaneskjördæmis. Segja
má að Ólafur hafi fengið starf forseta Alþingis í sárabæt-
ur fyrir glataðan ráðherrastól.
Það verður að segja Ólafi til hróss að hann hefur spil-
að vel úr sínum spilum og upp á sitt eindæmi gert þing-
forsetaembættið að ígildi ráðherraembættis. Hann hefur
stjómað þingfundum af myndugleik og haldið uppi góð-
um aga og sjálfsagðri virðingu fyrir hinni öldnu stofnun
og starfsemi hennar. Það vakti til dæmis athygli í vetur
þegar þingforseti aflýsti þingfundi, kallaði nefndafor-
menn fyrir sig og bað þá að afgreiða mál frá sér. Forseta
þótti of hægt miða í nefndastörfum og bað menn að koma
verkum frá sér. Til þessa hefur þingforseti vald og sjálf-
sagt er að hann beiti því þegar þurfa þykir.
Það sem hinum nýja þingforseta hefur ekki tekist er
að hafa hemil á framkvæmdavaldinu þegar kemur að
þingstörfunum. Eftirtekt hefur vakið á þessu þingi að
prentaðri dagskrá þingsins var oft breytt nær fýrirvara-
laust. Þetta var gert vegna þess að ríkisstjómin, stjömar-
flokkamir eða einstakir ráðherrar vildu ný mál á dag-
skrá. Þessi vinnubrögð hafa viðgengist í mismiklum
mæli en eru ekki líðandi. Þingmenn hljóta að undirbúa
sig fyrir þau mál sem eru á dagskrá hverju sinni. Þegar
til kastanna kemur er þeim málum umsvifalaust ýtt til
hliðar og ný tekin inn.
Nú er það svo að meirihluti þings ræður ferðinni og
því em mál hans fyrirferðarmikil á dagskrá þingsins,
eðli málsins samkvæmt. Það breytir ekki því að halda
ber dagskrá. Ráðherrar verða að una því að mál þeirra
bíði. Sú bið þarf ekki að vera löng. Haft var eftir Svavari
Gestssyni, þingflokksformanni Alþýðubandalagsins, í
helgarblaði DV, að afskipti ríkisstjómarinnar á þessu
þingi hefðu verið meiri en hann hefði vitað um áður.
Hann segir það niðurlægjandi fyrir Alþingi að láta fram-
kvæmdavaldið segja sér fyrir verkum.
Ólafur G. Einarsson sýndi það á liðnu þingi að hann
er röggsamur forseti Alþingis. Kjör forseta hafa verið
færð að því sem gerist með ráðherra. Það var eðlilegt og
tímabært. í rauninni ætti það að vera eftirsóttara að
stýra valdamestu og virðulegustu stofnun landsins en að
vera ráðherra í fagráðuneyti. Með breyttum áherslum
eykur núverandi þingforseti líkumar á því.
Það sem forseta Alþingis bíður nú er að halda stöðu
þingsins gagnvart framkvæmdavaldinu. Hann hefur orð-
ið að láta undan þrýstingi ráðherra varðandi dagskrá
þingsins. Ólafúr G. Einarsson sýndi á liðnu þingi að
hann hefur burði til þess að koma þessu í eðlilegt horf.
Jónas Haraldsson
f f *, f, =4jfitfv: ¥11 trjp
r p { 'A Æ.
„Leigjendur sleppa við fasteignaskatta, viðhald og fyrningu sem lendir á húseigendum," segir Stefán m.a. í
greinlnni.
Hvernig má mæla
húsnæðiskostnað?
íbúðum og eignaríbúðum er þessi
þáttur sérstaklega mikilvægur.
Menn gagnrýna hæga eignamynd-
un i verkamannabústöðum. Lækk-
un afskrifta mundi hraða eigna-
myndun og lækka húsnæðiskostn-
að þó greiðslubyrði lána héldist
óbreytt.
Eignarhaldskostnaður
Til að mæla húsnæðiskostnað
verður að taka tillit tU sem flestra
þátta. Svonefndur eignarhalds-
kostnaður gerir það skilmerkUega.
Þá eru taldir saman aUir kostnað-
arliðir sem fylgja því að kaupa eða
leigja íbúðarhúsnæði, búa í því
ákveðinn tíma og flytjast síðan út.
Til kostnaðar má telja húsaleigu,
búseturéttargreiðslur, afborganir,
vexti og verðbætur, viðhald, hús-
sjóð, rafmagn, hita, fasteignagjöld
„Húsaleigu- og vaxtabætur hafa umtals-
verð áhrif á húsnæðiskostnað fólks. Mat
sem ekki tekur tillit til þeirra gefur
skakka mynd.
Kjallarinn
Stefán Ingólfsson
verkfræðingur
Algengar aðferðir sem ætlað er
að mæla húsnæðiskostnað eru
ófúUkomnar. Þær taka tiUit tU of
fárra þátta. Samanburður á húsa-
leigu, búseturéttargreiðslum og af-
borgunum húsnæðislána er tU
dæmis ófaglegur. Sanngjarnt, hlut-
laust mat á húsnæðiskostnaði
verður að taka tiUit tU allra mikU-
vægra þátta eins og skatta, raf-
magns og hita, hússjóða, viðhalds
og fyminga. Hvorki má sleppa op-
inberum bótum né eignamyndun.
Svonefndur eignarhaldskostnaður
er góður mælikvarði á húsnæðis-
kostnað.
Margir kostnaðarliðir
Sumir telja að mæla megi hús-
næðiskostnað á marga vegu. Engu
að síður hefur vafist fyrir þeim að
skUgreina aðferð sem dugir í hús-
næði með ólíku eignarhaldi. Al-
gengt er að menn líti aðeins á
greiðslubyrði húsnæðislána, beri
jafnvel athugasemdalaust afborg-
anir þeirra saman við húsaleigu.
Það em ekki sambærUegar stærð-
ir. Leigjendur sleppa við fasteigna-
skatta, viðhaid og fymingu sem
lendir á húseigendum. Mánaðar-
greiðslur í búseturéttaríbúðum
hafa athugasemdaiaust verið bom-
ar saman við afborganir lána í
verkamannabústaðaíbúðum. í bú-
seturéttargreiðslunum er þó auk
afborgana, verðbóta og vaxta,
innifalinn kostnaður vegna við-
halds úti og inni, greiðsla í hús-
sjóð, fasteignagjöld og hiti. I þess-
um aðferðum eru bornir saman
þættir sem ekki mæla það sama.
Sanngjarn samanburður verður
að taka tiUit til sem flestra kostn-
aðarþátta og byggjast á sambæri-
legum fjárhæðum. Mönnum hætt-
ir tU að líta á húsnæðiskostnaðinn
út frá greiðsluflæðinu einu.
Greiðslur af húsnæðislánum í
eignaríbúðum eru bornar saman
við húsaleigu og búseturéttar-
greiðslur og niðurstööumar túlk-
aðar sem mismunur á húsnæðis-
kostnaði í þessum ólíku íbúðum.
Við mat á húsnæðiskostnaði er
ekki nóg að líta aðeins á kostnað-
arhliðina. Frá útlögðum kostnaði
verður að draga vaxtabætur og
húsaleigubætur. Bætumar fara
eftir aðstæðum á borð við tekjur,
vaxtagreiðslur, eignir og fjöl-
skyldustærð. Sömu reglur gilda
um greiðslu vaxtabóta alls staðar
á landinu. Húsaleigubætur eru
hins vegar ekki greiddar í öllum
sveitarfélögum. Húsaleigu- og
vaxtabætur hafa umtalsverð áhrif
á húsnæðiskostnað fólks. Mat sem
ekki tekur tiilit til þeirra gefur
skakka mynd. Ekki veröur heldur
komist hjá þvi að taka tillit til
eignamyndunar sem verður þegar
húsnæðislán eru greidd niður.
Eignamyndunin skilur á milli
eignaríbúða og annarra íbúða-
gerða. Samanburður sem ekki tek-
ur tillit tii hennar getur ekki talist
sanngjarn. Við samanburð á leigu-
og fyrningar. Frá kostnaðinum
em dregnar bætur og eignamynd-
un. Eignarhaldskostnaðurinn
mælir þá hversu miklu hafi, þegar
ailt er talið, verið kostað til hús-
næðis á tímabilinu. Aðferðin er
vel þekkt og viða notuð þó henni
hafi sjaldan verið beitt á íbúðar-
húsnæði hér á landi. Ófullkomn-
ari aðferðir, sem byggjast á
greiðslu húsnæðislána og húsa-
leigu, lýsa því hvernig hluti hús-
næðiskostnaðarins fellur árlega á
fjölskylduna en líta alveg ffam hjá
fjárhagslegri stöðu hennar þegar
upp er staðið. Fjölskylda sem býr
við þunga greiðslubyrði en greiðir
upp skuldir getur staðið betur en
sú sem hefur létta greiðslubyrði
en greiðir ekki niður lán sín.
Stefán Ingólfsson.
Skoðanir annarra
Ný lög frá Alþingi
„Frumvarp um fjármagnstekjuskatt var eitt af
vandmeðfamari málum þingsins. Lögin um þann
skatt, sem nú liggja fyrir, em og umdeild, sem vænta
mátti. En með þeim hefur engu að síður verið tekin
ákvörðun um að leggja skatt á fjármagnstekjur. Það
er árangur út af fyrir sig. Tíminn leiðir síðan í ljós,
hvort nauðsynlegt verður að endurskoða þessa lög-
gjöf.“
Úr forystugrein Mbl. 7. júni.
Úthafsveiöar á laxi
„Vísindamenn hafa talið mjög óheppilegt að veitt
væri verulegt magn í sjó úr blönduðum laxastofnum,
bæði við stendur heimalanda og fjær. Slíkar veiðar
vom stundaðar á hafsvæðinu kringum Færeyjar á
línu og við Grænland í reknet, auk þess í smugu
milli marka íslands, Noregs og Færeyja, sem menn
nefna um þessar mundir síldarsmuguna."
Einar Hannesson í Tímanum 7. júní.
Umferðarslysin þjóðarböl
„Fyrir skömmu vom birtar niðurstöður ítarlegra
rannsókna sem leiddu í ljós að árlegur kostnaður
þjóðfélagsins af umferðarslysum geti numið 16 til 18
milljörðum á ári. Það má með sanni tala um þjóðar-
böl í þessu sambandi, og ábyrgum stjórnvöldum ber
skylda til þess að bregðast við.“
Úr forystugrein Alþbl. 7. júní.