Dagblaðið Vísir - DV - 10.06.1996, Blaðsíða 15

Dagblaðið Vísir - DV - 10.06.1996, Blaðsíða 15
MÁNUDAGUR 10. JÚNÍ 1996 15 Verða Vissulega er undanþága frá lög- um um að sjómenn skuli vera í fríi á sjómannadag. Undanþágan skal aðeins gilda ef samkomulag er gert milli áhafnar og útgerðar. Þrir reykvískir togarar voru á veiðum á Reykjaneshrygg á sjó- mannadag. Áhöfn eins þeirra hafði fellt í skoðanakönnun að fall- ast á undanþáguna, en það var áhöfnin á Frera. Eigi að síður var haldið á sjó örfáum dögum fyrir sjómannadag. Áhöfnin á Þerney var aldrei spurð hvort vUji væri til að vera á sjó og mannskapur- inn á Vigra var kallaður fyrir skipstjórann, einn í einu. Þar lét meirihlutinn beygja sig. Ég held að ekki þurfi mörg orð um undir hvaða kringumstæðum áhöfnin á Vigra samþykkti að vera á sjó á sjómannadag.- Skoðum aðeins betur samþykkt áhafnarinnar á Vigra. Fjórir af áhöfninni komu með Örfirisey þegar hún kom i land föstudaginn 31. maí. Ástæða þess að fjórmenn- ingarnir gátu ekki beðið þess að Vigri kæmi í land var sú að þeir áttu pantaðar utanlandsferðir. Segir það okkur ekki að mennirn- ir hafi alltaf átt von á að vera heima þessa helgi? Gjöf til sjómanna Þegar lögum um sjómannadag var breytt árið 1987 var það meðal annars gert þar sem ekki þótti lengur við það unandi að sjómenn væru við vinnu á sjómannadag en flestir aðrir gerðu sér dagamun. I greinargerð með lagafrumvarpinu var þess getið að frí sjómanna á sjómannadag væri gjöf þjóðarinn- ar til sjómanna. Nú er verið stela gjöfinni sem var gefin fyrir níu árum. I mínum huga jafngildir það sem gerðist á sjómannadaginn frelsissviptingu. Það er margt í þessum málum sem vekur furðu. Freri fór á sjó fáum dögum fyrir sjómannadag og Vigri átti pantað bryggjupláss tveimur til þremur dögum eftir sjómannadag. Það hefði því ekki breytt áætlunum út- gerðarinnar mikið hefði verið far- ið að lögum, í stað þess að þvinga sjómennina til að vera á sjó á há- tíðisdegi sjómanna. Þvinganir Því miður heyrast æ fleiri dæmi jólin tekin næst? Kjallarinn Jónas Garðarsson formaður Sjómannafélags Reykjavíkur þess að sjómenn beygi sig undir kröfur útgerðarmanna, kröfur sem oft á tíðum eru ósanngjarnar, ólöglegar og stangast á við allt réttlæti. Þetta hefur ágerst sam- tímis því sem atvinnuöryggið hef- ur minnkað. Það vakti athygli mína að ræðu- maður útgerðarmanna sagði í ræðu á sjómannadaginn að treysta þyrfti trúnað milli útgerða og sjó- manna. Svo mikið er víst að síð- asta þvingunaraðgerð útgerðar- manna er ekki liður í auknum trúnaði á milli aðila. Tvö „trygg“ frí á ári Engin starfsstétt býr við aðrar eins og útiverur og sjómenn. Þess- ar miklu útiverur snerta fleiri en sjómennina sjálfa. Flestir eru þeir fjölskyldumenn og það bitnar því á eiginkonum þeirra og börnum þegar pabbarnir eru neyddir til að vera að heiman í öðru cif tveimur „öruggum" fríum sínum. Því er nefnilega þannig farið að sjómenn hafa talið sig eiga aðeins tvö örugg frí á ári og því aðeins hægt að skipuleggja með fyrirvara samveru með fjölskyldunni um sjómannadag og um jól. Er kannski einhver hætta á að út- gerðarmenn reyni að svipta sjó- menn jólafríinu? Það kæmi ekki á óvart eftir það sem á undan er gengið. Jónas Garðarsson „Það hefði því ekki breytt áætlunum út- gerðarinnar mikið hefði verið farið að lög- um, í stað þess að þvinga sjómennina til að vera á sjó á hátíðisdegi sjómanna.“ „í mínum huga jafngildir það sem gerðist á sjómannadaginn frelsissviptingu," segir Jónas m.a. í greininni. hátíðahöldum í Reykjavík á sjómannadaginn. Fiskistefnan: Norsk-íslenski stofninn Hafi menn verið vongóðir um skynsamlega nýtingu á þeim 190.000 tonnum af síld úr norsk- ís- lenska stofninum, sem samist hafði um við Norðurhafsríkin, þ.e. Færeyinga, Norðmenn og Rússa, að skyldu koma í hlut Islands á þessu fiskveiðiári, þá er sá draum- ur næstum úti í dag. Degi áður en skipin máttu hefja veiðar voru yfir 30 skip á siglingu til veiðislóð- anna. Fiskiráðuneytið úthlutaði um 180.000 tonnum til loðnu- og síldarskipa, og afganginum til to'g- ara. Skilyrði fyrir úthlutuninni er að útgerðir skuldbindi sig til að hefja veiðar í síðasta lagi í byrjun júnímánaðar, en togarar fyrir 20. júní. Þetta verður vart skilið öðru- vísi en svo að áskilið sé að flotinn veiði þennan aflahlut sem horaða smásfld, sem er það eina sem veiðist á þessum tíma. Þeim var víst eitthvað brátt í brók í fiski- ráðuneytinu. Þeir vUja tryggja sér sem mesta kræðu í bræðslu af þessum úthlutaða kvóta landsins. Fiskistefna ráðuneytisins er jafn- an söm við sig. Gleymdu þeir kannski í samningunum að heim- Ua geymslu á óveiddum afla þessa árs tU næsta árs? Fullt af stórsíld Núna 5. júní, þegar skýrt er frá því að búið sé að veiða 130.000 tonn, eða yfir 70% ársheimildar- Kjallarinn Önundur Ásgeirsson fyrrv. forstjóri Olís innar, skýrir fiskifræðingur Hafró frá því að Norðurhafið sé fullt af stórsUd. (Fiskilögsaga Jan Mayen er ekki tU því að þetta er eyðisker, sem hefir enga fiskUögsögu.) Von- andi á þessi stórsUd eins og áður eftir að ganga til íslands þegar kemur fram í síðari hluta júlímán- aðar, feit og pattaraleg, og væri þá vandræðalegt fyrir flotann að vera kvótalaus. í 30 ár hafa íslenskir fiskifræð- ingar verið að biðja Norðmenn og Rússa að hætta smásUdardrápi, þannig að unnt væri að nýta þenn- an sUdarstofn til manneldis á skynsamlegan hátt. Það er því meira en lítið vandræðalegt þegar útgerðir hér nota fyrsta tækifærið sem gefst til að beita sömu óskyn- samlegu aðferðunum nú hér við land. Þessu er stjórnað af fiski- ráðuneytinu, þar sem þeir eru að venju klofblautir við stjórnunar- störfin. Hvenær skyldi það gerast að fiskiráðuneytið læri að gera mun á fiskistjórnun og fiskifræði? Fiskiráðherrann hælir sér í sjón- varpi af að hafa bjargað sUdar- stofninum, sem er verk fiskifræð- inga. Fiskistjórnunin hefur hingað tU falist í að leggja aUa veiði með framseljanlegum heimildum undir stjóm LÍÚ, með þeim afleiðingum að flestar fisktegundir eru í út- rýmingarhættu. Smásíldardrápið nú er bara framhald á þessu. Bann á smásíldarveiðum ísland á að beita sér fyrir banni á öUum smásUdarveiðum í Norð- urhafinu fram í miðjan júlí árlega, sem myndi auka verðmæti aflans margfaldlega þegar mestur hluti hans gæti farið í verðmæta vinnslu til manneldis. Um slíka stefnu ætti að vera unnt að ná samstöðu miUi aUra aðliggjandi ríkja að Norðurhafinu, þe. íslands, Færeyja, Noregs og Rússlands, sem saman eiga að stjórna veiðum á þessu hafsvæði. Það er hreinn klaufaskapur í samningsgerð að geta ekki náð samkomulagi um þetta því að aUir hagnast á þessu. Svokallaðir ráðamenn ættu að hafa þetta í huga í samningum um veiðar næsta árs, og ekki að gleyma því að veiðiheimildir sem ekki nýtast á þessu veiðiári skuli geymast til næsta árs. Sú regla myndi einnig öllum þjóðunum í hag því að sUdin næstum tvöfald- ast í þyngd. Önundur Ásgeirsson „Það er því meira en lítið vandræðalegt þegar útgerðir hér nota fyrsta tækifærið sem gefst til að beita sömu óskynsamlegu aðferðunum nú hér við land.“ Með og á móti Eru konur lélegri skák- menn en karlar? Konur vantar karlmennsku „Skákin er mjög erfið og henni fylgir gífurleg bar- átta. Það er kannski veriö að tefla mjög erfiða skák í marga klukku- tíma og auðvit- að fer gífurleg orka og tauga- spenningur í það. Það þarf mikla karlmennsku í þessa bar- áttu og hana hafa konur ekki. Þetta er einfaldlega mismunur- inn á kynjunum og konur eru ekki eins og karlar. Þær hugsa öðruvísi og framkvæma hlutina öðruvísi. Þær vantar að miklu leyti baráttuskapið sem karlar hafa og raunverulega þarf í svona íþrótt. Margar konur eru góðir skákmenn eíns og t.d. Jud- ith Polgar sem hefur þessa kven- legu mýkt. Ég tel einmitt þessa mýkt vinna gegn þeim því þær vantar þetta keppnisþrek til að komast alla leið. Ég hef hugleitt þetta og komist að þeirri niöur- stöðu að skák sé því of erfið fyr- ir konur. Þetta er eflaust karl- rembutal en engu að síöur er þetta mín skoðun, alveg sama hvað hver segir. Ég vil með þessu ekki gera neitt lítið úr konum. Þvert á móti held ég að konur séu bara svona gáfaðar að þær nenni bara ekki aö standa í svona baráttu og látum eins og skákin er.“ Fá meiri fjárstuðning „Ég ætla ekki að eyða miklu púðri í að svara svona ummælum þvi það tekur því varla. Þetta er nú karl- rembutal hjá Helga. Þegar ég var barn- biaðsins. ung kenndi afi minn mér að tefla og við sát- um oft tvö að tafli. Ég held að konur hafi alveg jafn gaman af aö tefla og karlmenn, alla vega þar sem ég þekki til. Það að kon- ur hafi ekki náð eins og langt og karlar i skákinni held ég aö sé fyrst og fremst vegna þess að þær taka sér ekki sama tíma og karlar í að sinna sínum áhuga- málum eins og skák og öðrum íþróttagreinum. Þá fá karlar mun meiri fjárstuðning og at- hygli í íþróttum og það á einnig við um skákina. Þetta gerir kon- um í flestum tilfellum mun erfið- ara fyrir í íþróttum heldur en körlunum. Ég held að ef konur fengju sömu aðhlynningu og tækifæri og karlar og gæfu sér jafn mikinn tíma þá væru þær ekki lakari íþróttamenn en karl- ar. Það að konur hafi ekki eins mikið baráttuþrek og karlar þá held ég að móðir hans Helga hafi þurft aö sýna öllu meira þrek og kvenmennsku við að koma hon- um í heiminn heldur en það út- heimtir að sitja við skákborð og tefla. Annars bið ég að heilsa Helga og vona að hann standi sig vel í skákinni í framtíðinni." Blrna Þórðardóttir, ritstjórl Lækna- Helgl Ólatsson, stórmeistari í skák.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.