Dagblaðið Vísir - DV - 10.06.1996, Blaðsíða 32

Dagblaðið Vísir - DV - 10.06.1996, Blaðsíða 32
44 MÁNUDAGUR 10. JÚNÍ1996 tm^önn Jón Steinar Gunnlaugsson hefur greinilega hrist upp í forseta- kosningabaráttunni. Öskra í stað þess að rjúka spældur í fjölmiðla „Virðulegur hæstaréttarlög- maður hefði betur brugðið sér út á svalir eða upp í sveit og öskrað úr sér reiðina, í stað þess að rjúka spældur i fjölmiðla." Birgir Hermannsson, í Alþýðublaðinu. Ummæli Þýðingarmiklar per- sónur „Við Davíð erum svo þýðing- armiklar persónur að við viljum ekki gefa út stuðningsyfirlýsing- ar og bera ábyrgð á því að fólk taki mark á okkur.“ Gunnar Dal rithöfundur, í Alþýðublaðinu. Að bæta heilsuna „Ef maður vill bæta heilsuna þá hendir maður þessu drasli og hefur ekki slæma samvisku af því að horfa á það sem ekkert er.“ Þorkell Helgi Pálsson, í DV um sjónvarpið. Meðal fjölmargra sýninga sem eru í gangi í tilefni listahátíðar er sýning fimmtíu hönnuða og listamanna í Gallerí Greip þar sem viðfangsefnið er snagar. Á myndinni má sjá einn snagann. Ljóðskáld lesa Eftir annasama helgi á Lista- hátíðinni í Reykjavík er frekar rólegt í dag en benda má fólki á hinar fjölmörgu myndlistarsýn- ingar sem i gangi eru og er víst óhætt að segja að myndlistinni hafi aldrei verið gerð jafn sköru- leg skil á listahátíð fyrr. Helsti viðburður kvöldsins er Ljóöakvöld Listahátíðar sem fram fer í Loftkastalanum. Lista- Á uWttittn»wÉiQ6 hátiðin efndi til ljóðasamkeppni í tilefni listahátíðarinnar í ár og hárust alls 525 ljóð frá um 200 skáldum í keppnina og voru úr- slit gerð heyrinkunn við setning- arathöfnina. Þrjú ljóð hlutu verðlaun en 55 ljóð eftir 46 höf- unda voru valin til útgáfu í ljóðabók sem Mál og menning gefur út í samvinnu við listahá- tið. í kvöld munu nokkur skáld- anna flytja ljóð sín og hefst lest- urinn kl. 21.00. Veðrið í dag: á Austurlandi Rignir Ekki mun sjást mikið til sólar í dag en það er helst að hún glenni sig á suðvesturhominu og á Vestur- Veðrið í dag landi. Það er spáð norðaustanátt, kalda eða stinningskalda á Vest- íjörðum en annars hægari vindi annars staðar. Austan til á landinu verður nærri samfelld rigning en skúrir gætu orðið vestan til, eink- um siðdegis. Hitinn verður á bilinu 3 til 12 stig. Á Suðvesturlandi verð- ur hlýjast en kaldast við ströndina á norðausturhominu. Sólarlag í Reykjavík: 23.49 Sólarupprás á morgun: 3.04 Síðdegisflóð í Reykjavlk: 24.19 Árdegisflóð á morgun: 0.19 Veðrið kl. 12 á hádegi í gœr: Akureyri skýjaö 8 Akurnes rigning 11 Bergsstaðir skýjaó 7 Bolungarvík skýjaö 6 Egilsstaóir úrkoma í grennd 11 Keflavíkurflugv. skýjaö 11 Kirkjubkl. léttskýjaö 12 Raufarhöfn þoka 6 Reykjavík skýjaö 12 Stórhöfói skýjaö 10 Helsinki skýjaó 22 Kaupmannah. þokumóóa 22 Ósló léttskýjaö 20 Stokkhólmur skýjaó 20 Þórshöfn súld 10 Amsterdam súld 13 Barcelona léttskýjaö 23 Chicago alskýjaö 14 Frankfurt léttskýjaö 25 Glasgow rigning 15 Hamborg mistur 22 London léttskýjaö 22 Los Angeles þokumóöa 17 Lúxemborg hálfskýjað 24 Madrid léttskýjaö 27 Mallorca léttskýjaó 29 París þokumóöa 23 Róm heiöskírt 29 Valencia léttskýjaö 26 New York alskýjaó 19 Nuuk þoka 2 Vín léttskýjaó 29 Washington alskýjaó 23 Winnipeg heiöskírt 18 Freyr Sverrisson, yfirþjálfari yngri flokka í Njarðvík: Stefnt á Evrópukeppnina 2003 DV, Suðurnesjum „Stefnan er að byggja upp ein- staklinginn svo vel að Njarðvík geti verið meðal þeirra bestu í framtíðinni. Þegar grunnurinn er orðinn það góður eftir um þijú ár er hægt að fara sem hæst með lið- iö, efniviðurinn verður orðinn það góður aö hægt verður að fara í Evrópukeppnina árið 2003,“ sagði Freyr Sverrisson, yfirþjálfari yngri flokka hjá Njarðvík í knatt- spyrnu. Freyr hefur gert mjög góða hluti frá því að hann byrjaði að þjálfa krakkana fyrir fjórum árum. Þá Maður dagsins voru iðkendur 35 en í dag eru þeir orðnir 135 sem æfa knattspymu í yngri flokkunum í Njarðvík. „Það er skemmtilegt að starfa fyrir Njarövík og fá að byggja upp deildina. Það er hugsað vel um yngri flokkana af stjórninni. Þá hefur Leifur Gunnlaugsson for- maður unnið alveg frábært starf fyrir deildina. Einnig er foreldra- starfið alltaf að verða betra með árunum.“ Freyr Sverrisson. Freyr tók við um áramótin sem trúnaðarmaður fyrir KSÍ fyrir svæðin Suðumes, Hafnarfjörð og Suðurland. Freyr mun þvi fylgjast með krökkunum og finna efnilega leikmenn, sem eru á aldrinum 14-16 ára, á þessu svæði sem koma síðan saman á' hæfileikamótum sem fram fara í sumar. Þessir leik- menn munu síðan eflaust skipa sér sess á meðal þeirra bestu leik- manna hér á landi í framtíðinni. „Ég lít á það sem viðurkenningu fyrir mig sem þjálfara að fá að starfa fyrir KSÍ. Ég fylgist vel með hjá yngri flokkunum og reyni að finna sterka leikmenn og kortlegg svæðið vel sem ég hef umsjón með.“ Freyr er þekktur knattspymum- aöur hér á landi. Hann spilaði lengi með Keflvíkingum í meist- araflokki og einnig upp alla yngri flokkana. Þá þjálfaði hann og lék með Njarðvíkingum og einnig Hetti frá Egilsstöðum. Einnig hef- ur hann spilað með Grindavík og Reyni frá Sandgerði. „Ég vona að ég komi til með að styrkja Old Boys, 30 ára og eldri, í sumar.“ Freyr er ekki ánægður með að- stöðuna sem krakkamir hafa í Reykjanesbæ, „Hún er í einu orði sagt hrikaleg. Við þurfum að spila á túnum hér og þar. Það vantar æfingasvæði fyrir bæöi félögin. Freyr hefur fá áhugamál fyrir utan íþróttir sem allur hans tími fer í. „Mitt áhugamál, fyrir utan íþróttir, er fjölskyldan." Eigin- kona Freys heitir Þórdís Björg Ingólfsdóttir og eiga þau tvö börn, Andra Fannar, 3ja ára, og Ásdísi Völu sem er 18 mánaða. -ÆMK Myndgátan Hártogun © /532 -EyÞoR—A- Myndgátan hér að ofan lýsir nafnorði. ^ % Breiðablik og Valur verða í eld- línunni í kvöld. Mynd þessi er frá viðureign þeirra í síðasta mán- uði. Fjórir leikir í 1. deild kvenna Það var mikið um að vera í íþróttum um helgina eins og flestir sem hafa áhuga á íþrótt- um tóku eftir og því allt með ró- legra móti á heimaslóðum í kvöld fyrir utan að kvenfólkið í 1. deild kvenna verður í eldlin- unni en landsliðsferð til Frakk- lands og Hollands gerði þaö að íþróttir verkum að ekki hefur verið leik- ið í smátíma. í kvöld eru fjórir leikir á dag- skrá. Á Akureyri leika ÍBA og Stjarnan. íslandsmeistarar Breiðabliks taka á móti Akra- nesstúlkum í ÍA, KR leikur á heimavelli gegn ÍBV og Aftureld- ing leikur í Mosfellsbæ gegn Val. Allir leikimir hefjast kl. 20.00. Tveir leikir eru í dag á Evr- ópumótinu í knattspyrnu, Hol- lendingar leika við Skota og hefst sá leikur kl. 15.30 og Rúm- enía leikur gegn Frakklandi. Sá leikur hefst kl. 18.30. Bridge Til eru margar reglur í bridge sem vert er að hafa í heiðri. Ein reglan segir að sterka höndin eigi helst að vera sagnhafi því það gerir vörninni erfiðar um vik og andstæð- ingarnir þurfa oft að hefia vömina á því að spila upp í gaffal. Önnur regla segir manni að oftast nær sé betra að spila trompsamning á lang- lit veiku handarinnar, frekar en þá sterku, vegna þess að langlitur veiku handarinnar kemur oft ekki að gagni vegna skorts á innkomum. í þessu spili gildir sú regla og er um leið vörn gegn eina útspilinu sem hnekkir slemmunni. Góðar sagnir gætu gengið þannig, norður gjafari og allir á hættu: f 83 * ÁG108643 * 96 * G5 Norður Austur Suður Vestur 2* 3» 4-f pass 5f pass 6f p/h Sagnir hjá NS eru einfaldar, en áhrifaríkar. Tveggja laufa opnun norðurs er alkrafa og gegn hindmn austurs segir suður fióra tígla á sexlitinn, frekar en að gefa neikvætt dobl. Norður telur nokkuð víst að suður eigi góðan tígullit, úr því hann kýs að segja hann á fiórða sagnstigi og tekur því undir litinn í stað þess að segja frá laufinu. Spil suðurs eru nægilega góð til að lyfta í sex. Geram ráö fyrir að útspil vest- urs sé hjartanía, austur drepur á ás og spilar spaða. Sagnhafi drepur á ás, spilar ÁK í tígli, trompar hjarta- kónginn! og tekur síðasta trompið af andstöðunni. Laufliturinn sér síðan um spaðatapslagina. Laufslemma spiluð í norður stendur ekki með spaðaútspili (eða hjartaás út og síð- an spaða). Besti tvímenningssamn- ingurinn er 6 grönd, en hann verð- ur að spilast á suðurhendina. Það er hægara sagt en gert að ná því í sögnum. ísak Örn Sigurðsson * K742 W 952 G42 * 1094

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.