Dagblaðið Vísir - DV - 29.06.1996, Síða 10

Dagblaðið Vísir - DV - 29.06.1996, Síða 10
io uppeldismál í leikjum barna má oft sjá hvern- ig þau óafvitandi túlka kynjamun- inn. Rannsóknir hafa verið gerðar á bamaleikjum og í Danmörku komu út í vetur niðurstöður Jans Kamp- manns uppeldisfræðings í bókinni „Berns legekultur", Leikjamenning barna. Dæmigerður leikur Það er ekki óalgengt að sjá tvær telpur, um 4 ára, leika þannig að önnur sé mamma og hin stóra syst- ir. Mamman eldar á meðan stóra systir gerir heimavinnu fyrir skól- ann sem hún reyndar vill ekki gera og reitir þannig mömmuna til reiði. Svo sér stóra systir eftir óþekktinni og sættist við mömmu sína. En fyrr en varir þráast hún aftur við heima- lærdóminn og mamma reiðist aftur. Þannig gengur leikurinn á víxl og stelpumar skemmta sér konunglega LAUGARDAGUR 29. JÚNÍ 1996 Jj"V um og taka stundum loforð af þeim heppnu um að segja engum frá. Leikfangið þjónar í báðum tilvikum einhverjum tilgangi. Uppeldið vísar veginn Á fyrirlestri, sem Jens Kamp- mann hélt í Árósum fyrir skömmu, kom fram að munur kynjanna á barnsaldri kæmi ekki aðeins fram í leik heldur líka i hversdagslífinu sem mjög er byggt á kvenlegu upp- eldi. Kampmann telur þær konur, sem þurfa að refsa strákum, gera það oft með bros á vör. Dæmi um það er þegar draga þarf drengi niö- ur af girðingu, kannski í tíunda skiptið sama daginn. Þegar grípa þarf í taumana hjá tveimur stúlk- um, sem eru að áreita leikfélaga, er ekkert skilningsríkt bros til staðar heldur eru þær strax látnar vita að svona hegðun verði ekki liðin. Þær í hlutverkunum. Seinna slást svo drengir í hópinn og fá hlutverk litla bróður og ungbarns. Stelpan í mömmuhlutverkinu ákveður að leikurinn verði þannig að ungbarn- ið gráti og vilji ekki sofa. Einhver tími fer því í að hugga barnið sem lætur þó ekki segjast og öskrar af fullum krafti. Á meðan fer litla bróður að leiðast og að lokum, til að fá Qör í leikinn, hleypur hann að ná- lægu dúkkuhúsi, hristir það og skekur og öskrar, „eldur, eldur, hjááálp“. Ungbaminu líst síður en svo illa á þessa nýju mynd sem leik- urinn hefur tekið á sig og hoppar úr hinu ímyndaða rimlarúmi og kem- ur íbúum dúkkuhússins til bjargar frá eldsvoðanum. vísindi Eðlismunur á leikjum kynjanna Svona dæmi hefur danski rann- sóknarmaðurinn Kampmann notað til að lýsa muninum á leikjum drengja og stúlkna. Hann telur leiki stráka tilgangsleiki eins og slökkvi- liðsmaðurinn í dæminu. Stúlkur leiki sér hins vegar þannig að sam- band milli þeirra hlutverka sem leiknir eru komi sem mest í ljós. Rannsókn, sem Þórdís Þórðardóttir uppeldisfræðingur gerði vegna BA- ritgerðar sinnar, sýndi líka að leik- ir drengja einkennast af stórum hreyfingum en leikir stúlkna af fín- gerðum. Rannsóknir hafa líka sýnt að strákar geti leikið saman á þann hátt að allir séu sama sögupersón- an. Persónan sem slík virðist ekki skipta máli. Þetta er ekki algengt á meðal telpna. Þar eru samskipti milli persónanna aðalatriðið og þætti fráleitt að fleiri en ein mamma væri í sama leiknum. Fjöldi leikfálaga Kynjamunur í barnaleikjum sést líka ef litið er á leikhópinn. Stelpur eru taldar leika í afmörkuðum vina- hópi, oft ekki stórum, þar sem ókunnugir eiga erfitt uppdráttar. Öðruvísi er leikhópur stráka. Þeir eru opnir og ef t.d. ókunnugur strákur biður um að fá að vera með nokkrum strákum í Löggu og bófa er honum umsvifalaust fengið hlut- verk. Ef hann svo allt í einu hættir að vera með er það ekki heldur til- tökumál. Vandamál koma ekki upp nema nýi strákurinn ætii að taka stjórn leiksins í sínar hendur. Þór- dís telur að bæði kynin leiki öðru- vísi í hópi beggja kynja heldur en í hópi barna af sama kyni. Meðferð leikfanga er og ólík milli kynjanna. Drengir, sem koma með leikfang inn í hóp barna, sýna strax öllum leikfangið og semja jafnvel við einhverja um not þess gegn því t.d. að fá að vera með í leik. Stúlk- ur, í sömu aðstöðu, halda fast í hlut- inn og sýna hann eingöngu útvöld- eru strax teknar fyrir því þær brjóta gegn kvenlegu viðmiði þess sem refsar. Strákamir eru látnir vita að þeir brjóti gegn reglum en um leið er atferli þeirra viðurkennt, að mati Kampmanns. í rannsókn Þórdísar kom fram munur á tíðni ávíta hjá leikskólakennurum. í ljós kom að strákar voru skammaðir oft- ar að mati kennaranna sjálfra. Sem lausn á þessu telja margir að karlmenn þurfi að vera, meira til staðar á uppeldisstofnunum sem dagheimili og leikskólar eru. Það sé ekki bara gott fyrir drengina heldur og líka nauðsynlegt fyrir stúlkur, veitir þeim tækifæri til að losa sig frá hefðbundnum kvennahlutverk- um. -saa Tannlaus kóngur og ægifagurt hálsmen í Mayagröf Fornleifafræðingar hafa uppgötvað forna gröf inni í regnskóg- um Mið-Ameríkurík- isins Belís sem hefur hugsanlega að geyma tannlausar líkamsleif- ar smákóngs eins sem var kallaður „fugla- jagúarinn", eða kannski leifar eftir- manns hans, auk þess sem þar er að fínna forkunnarfagurt háls- men úr jaði. Gröfin, í borginni La Milpa sem var til fyrir komu Kólumbusar til Ameríku, er frá árinu Beinagrind Maya-smákóngsins sem fannst inni í regnskógum Belís. dauða sinn,“ segir Hammond. í hálsmeninu eru perl- ur af mismunandi lög- un og stærð en þær eru allar i fölum epla- grænum lit. Enn ein perlan, á stærð við kirsuber, var sett í munn kóngsins, senni- lega til að taka við andanum. Konungurinn var um 160 sentímetrar á hæð og milli 35 og 50 ára gamall, að mati fræði- manna. Hann var tannlaus og ástand kjálkabeinsins sýnir Siglingar og súrt regn Svo mikla brennisteinsmengun leggur af skipum að hún gæti gert að engu þá minnkun á súru regni | sem verður með tilkomu loftsía á raforkustöðvar. Þetta kemur fram j í grein í tímaritinu New Scientist. Mengun af völdum verksmiðja og raforkuvera í Evrópu og Norð- I ur- Ameríku á að minnka um allt að 87 prósent miðað viö það sem var árið 1980 vegna notkunar loft- sía og bætts eldsneytis. Skip I brenna hins vegar enn ódýrri og skítugri olíu með miklu brenni- | steinsinnihaldi. Lars Bru, starfsmaður norska 1 umhverfisráðuneytisins, segir að þáttur skipa í brennisteinsmeng- un muni aukast verulega, nema eitthvað sé að gert. Erfitt að vera kónguló Það ku ekki tekið út með sæld- | inni að vera kvenkónguló í Negev-eyöimörkinni í ísrael. Um- rædd kvendýr verpa aðeins ein- um eggjapoka en geta komið með varapoka ef fyrsta varpið mis- : ferst, segja vísindamenn við Ben I Gurion háskólann. Seinþroska karlkóngulær, sem þrá ekkert heitara en að finna óspjallaða mey til að geta unga | með, eiga til að eyðileggja egg og þvinga kvendýrið til að verpa á ný. Ungamir drepa svo kvendýrið I og éta 2 til 3 vikum eftir varp. Umsjón Guðlaugur Bergmundsson 450 eftir Krist. Norman Hammond, breskur fornleifafræðingur og annar stjórnenda leiðangursins, skýrði frá fundi sínum á ráðstefnu um konunga Maya-indíána og stríðsrekstur þeirra í Lundúnum fyrir skömmu. Gröfin í La Milpa var ómerkt og hafði því aldrei, sem betur fer fyrir fornleifafræðingana, orðið fyrir barð- inu á grafarræningjum sem hafa lengi skemmt grafir í leit sinni að eð- alsteinum og verðmætum munum. En sú staðreynd að gröfin var ómerkt bendir til að sá sem þar er grafinn sé ekki sérlega merkilegur, að sögn Hammonds. Á blómaskeiði La Milpa voru íbúar hennar um fimmtíu þús- und en konungurinn í gröfinni stjómaöi henni ekki á þeim tima. Þrátt fyrir það var jaðahálsmenið, höfuð af hrægammi, stórkostlegt, miklu stórbrotnara en eyrnaskrautið og annað skart sem kóngurinn var með. „Það voru annars flokks hlut- ir,“ segir Hammond. „En konungsdjásnið sem sett var á líkið eftir að því hafði verið komið fyrir í gröfinni var virkilega stór- kostlegt, einstakt dæmi um gim- steinalist Maya-indíánanna,“ segir hann enn fremur. Og bætir við að lík- lega hafi sjálfur jaðinn komið frá stað einum í Gvatemala, um 400 kíló- metra frá La Milpa. Hrægammurinn táknaði guð eða konung í augum Mayanna sem litu á sinn eigin konung sem guðlega veru. „Hann var tengiliður við guðina og heiminn handar grafar á meðan hann lifði en tekinn í guðatölu og til- beðinn sem forfaðir og guð eftir að hann missti þær all- ar á meðan hann lifði, „Það er óvenjulegt. I flestum Maya- gröfum voru tennurnar í betra ásig- komulagi en beinin,“ segir Hamm- ond. Konungurinn hafi því annað hvort þjáðst af fæðingargalla sem kom niður á tönnunum í honum eða þá að hann borðaði ekki skynsam- lega. La Milpa uppgötvaðist árið 1938 en það var ekki fyrr en seint á níunda áratugnum að staðurinn komst í vegasamband. Hammond hóf rann- sóknir sínar þar árið 1992 og ári síð- ar fann flokkur hans kalksteinslög og tinnuflögur sem reyndust vera fyll- ingin í göngunum að grafhvelfing- unni. Sú var á stærð við lítinn fólks- bíl og var 3 metra undir yfirborði jarðar. Vísindamenn frá Frakklandi | og Taílandi segjast hafa uppgöt- vað það sem þeir kalla afa allra ; grameðla, eða týrannósárusa, en slíkar risaeðlur voru kjötætur og afskaplega grimmar. Nýja risaeðla þessi er tuttugu milljón árum eldri en sú elsta I sem vitað var um til þessa. Það kann að sanna að dýrategund þessi sé mun eldri en talið var og að hún hafi þróast í Asíu. Skepnan mun hafa verið um j 6,5 metrar að lengd, um það bil helmingi minni en þekktasti af- komandi hennar, sjálfur Tyrann- osaurus Rex. Ný leið til að hreinsa vatn Finnskir vísindamenn hafa | kynnt nýja aðferð við að hreinsa drykkjarvatn, miklu ódýrari en Ihefðbundnar aðferöir og gæti sparað hundruð milljarða króna. Aðferðin sem Pertti Martikainen og félagar hans í borginni Kuopio duttu niður á felst í því að fjarlægja fosföt úr drykkjarvatni og gaf það jafn góða raun og aö hella í það klóri eða ósoni. Og ódýrara var það. Þótt fiest lífræn efni í vatni séu skaðlaus geta þau gert örverum j kleift að dafna og menga vatnið. Finnarnir komust að því að ör- veruvöxturinn veltur á magni I fosfata í vatninu. Bandaríkjamenn verja rúm- | lega 300 milljörðum króna árlega til vatnshreinsunar með gamla laginu.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.