Dagblaðið Vísir - DV - 29.06.1996, Side 11

Dagblaðið Vísir - DV - 29.06.1996, Side 11
UV LAUGARDAGUR 29. JÚNÍ 1996 ____________________________________________________________ fréttir Prestastefna í skugga deilna og ásakana: hefur aðlagast illa gjörbreyttu þjóðfélagi íslenska þjóökirkjan á í miklum vanda, en gagnstætt því sem halda mætti er sá vandi ekki tilkominn vegna biskupsdóms og stjóm- ar Ólafs Skúlasonar, núverandi biskups, og vegna ásakana á hendur honum, sem hafa gert honum illmögulegt aö stjóma. Vandinn er djúpstæðari og verður fyrst og fremst rak- inn til þjóðfélagsbreytinga sem orðið hafa undanfarna áratugi og kirkjan ekki náð að fylgja. Þjóðfélagið hefur orðið flóknara, meðan kirkjan er að uppbyggingu og skipulagi nán- ast sú sama og hún var á tímum fámenns bændaþjóðfélags. fréttaljós á laugardegi Stefán Ásgrímsson Þessi vandi er því fyrst og fremst stjórnun- arvandi, til kominn vegna illa skilgreindra hlutverka og valdsviðs presta, vígslubiskupa, biskups, sóknarnefhda og almenns safnaðar- fólks. f rauninni er biskup einvaldur og vel flest úrlausnarefni, stór og smá, lenda á hon- um, líka þau sem að honum snúa með beinum hætti. Þetta hefur sýnt sig mjög áþreifanlega í Langholtsdeilunni þar sem biskupi tókst ekki að leysa ágreiningsefni milli prests og safhað- ar og prests og annarra starfsmanna safnaðar- ins og koma skikk á deiluaðila. Vandinn er sá að innan kirkjunnar er eng- in stofnun sem getur tekið á málum af þessu tagi, hvað þá á málum sem snúa beint að per- sónu biskups sjálfs, eins og sást á viðbrögðum innan kirkjunnar þegar ásakanir á hendur biskupi fyrir kynferðislega áreitni urðu opinberar. Prestar ein- faldlega skipuðu sér í fylkingar með eða móti biskupi eins og um væri að ræða knattspyrnu- kappleik. Engin efnisleg um- fjöllun fór fram að heitið gæti og báðar fylkingar máluðu sig út i horn. Það er fyrst nú þegar bisk- up, að því er margir telja að und- irlagi Þorsteins Pálssonar kirkju- málaráðherra, lýsir yfir embætt- islokum sínum eftir eitt og hálft ár, að kirkjunnar menn og vel- unnarar hennar vonast til þess að nú komist á friður. Við upphaf prestastefnu. A fremsta bekk sitja æðstu menn þjóðkirkjunnar, þar á meðal allir biskupar hennar og þrír fyrrverandi biskupar. Lengst til hægri situr biskup íslands, Ólafur Skúlason, þá Vigdís Finnbogadóttir, forseti íslands, Þorsteinn Pálsson kirkjumálaráðherra, Ebba Sigurðardótt- ir, eiginkona Ólafs Skúlasonar, Pétur Sigurgeirsson, fyrrverandi biskup, Sigurbjörn Einarsson, fyrrverandi biskup, Bolli Gústavsson vígslubiskup og eiginkona hans, Matthildur Jónsdóttir, Jónas Gíslason, fyrrverandi vígslubiskup, og Arndís Jónsdóttir, eiginkona Sigurðar Sigurðarsonar vígslubiskups í Skálholti. kuldalegum orðum um tónlistarlegan þátt guðsþjónustunnar og þá sem hann annast í kirkju hans. Út af fyrir sig hefur presturinn rétt fyrir sér: Honum ber, eins og formaður Prestafélagsins Bráðabirc um agadomstol Langholtskirkjudeilan er lýsandi dæmi um stjórnunarvanda kirkj- unnar. Prestar sem DV hefur rætt við óttast að hún og fleiri deilur, sem krauma undir yfirborðinu, eigi enn eftir að blossa upp á þeim tíma sem eftir er af biskupsdómi Ólafs Skúlasonar og segjast óttast afleiðing- ar þess. Einn þeirra sagðist ekki sjá annað en kirkjumálaráðherra verði að gangast fyrir setningu bráða- birgðalaga um sérstakan aga- og sam- skiptavandamáladómstól innan kirkj- unnar, sem taki á þessum vandamál- um, Langholtsdeilunni og öðrum mál- um sem kraumi undir yfirborðinu. Annars geti hinn viðkvæmi friður, sem kominn er á með yfirlýsingu biskups, farið veg allrar veraldar. Langholtsdeilan og raunar fleiri úr- lausnarefni biskupsembættisins í tíð Ólafs Skúlasonar hafa staðfest það að embættið er urður holti, hefur orðað það. Sr. Sigurður hefur sagt að ofan á biskupsembættið vanti ein- valdskonunginn og um leið formlegt kollegialt samhengi við aðra biskupa og prestana sjálfa. fou þðr sem haon til tið er á berangri, eins og sr. Sig- Biskup ístanjs,^ "íÆSft Sigurðarson, vígslubiskup í Skál- kynnú iunmeöhagsmunikirkjunnarefsti ug • Boðun Orðsins Á nýafstaðinni prestastefnu kom fram að prestum er almennt umhugað um að útgöngu- leiðir finnist úr þeim vanda sem Langholts- deilan sýnir í afar skýru ljósi. í Langholtssókn fer presturinn fram í embætti sínu eins og sá sem vEddið hefur og tekur lítt mark á almenn- un vilja sóknárbama. Hann telur boðun orðs- ins yfirskyggja allt annað og hefur farið hefur sagt DV, að boða Orð- ið hreint og ómengað samkvæmt handbók hinnar evangelísk lútersku kirkju og erindis- bréfi frá biskupi. Enginn ber brigður á að það gerir Langholtskirkjuklerkur samkvæmt bók- inni. Staða presta í hinni evangelísk lútersku kirkjuskipan er sterk og uppfylli hann skyld- ur sínar gagnvart handbók og erindisbréfi þá verður ekki hróflað við honum þótt einhverj- um kunni að finnast ýmislegt við hann og daglega framgöngu og hegðun að athuga. Biskupi var því mikill vandi á höndum að taka á deilumálinu að vilja meirihluta sóknar- barna og ekki gerði það honum auðveldara fyrir að sjálfur lá hann undir þungum ásökun- um og hafði áður játað á sig að hafa rofið trúnað gagnvart kirkjunni og skjólstæðingi hennar. Einþykkur prestur -vandamál safnaðanna Sr. Bolli Gústafsson þótti ekki öfundsverður af því að þurfa að úrskurða í Langholtsdeilunni og úrskurður hans sýnir að í sjálfu sér hefur sr. Flóki Kristinsson ekki gerst sekur um brot í starfi heldur virðist vandamál hans fyrst og fremst vera vankunn- átta í því að umgangast safhað- arfólk og aðra starfsmenn í kirkjunni samfara sterkri sannfæringu um að hann sé að gera rétt í þjónustu sinni við almættið. Úrskurður sr. Bolla varð í ljósi aUs ekkert öðruvísi en búast mátti við, eða í hnotskum sá að deilu- aðilar skyldu vera sáttir. Úrskurðurinn gat í sjálfu sér varla orðið annar þar sem engin stofnun innan kirkjunnar er til sem getur tekið á vandamálum af þessu tagi, skilgreiningar á hlutverkum annarra starfs- manna kirkju og safnaða eru mjög á reiki ef þær á annað borð fyrirfinnast og það einasta sem er hand- fast i þessum efnum er að presturinn er einráður og ef hann er einþykkur maður með ákveðnar hugmyndir um samskipti við söfnuðinn og boðun fagnaðarerindisins sem sóknarbörn geta ekki sætt sig við er það ein- faldlega vandamál safnaðarins, ekki prestsins. Hinn gullni meðalvegur í skugga þessa vanda var prestastefnan nú haldin og velflestir prestar gera sér fulla grein fyrir að hann verður að leysa. Dr. Gunnar Kristjánsson, prestur á Reynivöllum, segir í samtali við DV að staða prestsins sé mjög sterk samkvæmt lúterskum kirkjuskilningi hvað varðar prests- og predikunarembættið. Á hinn bóginn hljóti að þurfa að gæta að því sem nefnt er hinn almenni prestsdómur, eða samskiptin við leikmenn, en hvort tveggja verði að ganga upp ef vel á að vera. Milli þessara póla verði prestar að finna ákveðinn milliveg en prestar þurfi nauðsyn- lega að hafa frelsi til þess að segja hluti sem ekki falla öllum jafn vel í geð. Presturinn verði að geta tekið á brennandi málum í sam- félaginu, enda þótt þau séu umdeild og án þess að eiga á hættu að verða vikið úr starfi. Almennt samstarf prests og safnaðar sé hins vegar allt annar hlutur sem ekki megi blanda saman við þetta. Skipulagsnefndin leggi því til í tillögum sínum að komiö verði upp ákveðnu ferli og skýrum línum í sam- bandi við mál presta sem gera mistök í starfi og sérstök úrskurðarnefnd verði skipuð og til hennar verði hægt að skjóta slíkum málum. Fyrirmyndir hafi skipulagsnefndin sótt til nágrannalandanna og komist þær til fram- kvæmda þá feli það í sér að biskupi verði hlíft við að vasast í þessum málum eins og hingað til, enda ekki hægt að ætlast til þess eftir að kirkjan er orðin jafn umfangsmikil og marg- þætt og hún er. Yfirlýsing biskups - stórmannleg og skynsamleg Það kemur fram i máli allra þeirra presta sem DV hefur rætt við á prestastefnu að þeir telja yfirlýsingu biskups um starfslok sín mjög mikilvæga og stórmannlegt skref hans í átt fil friðar innan kirkjunnar og vilja gera sitt til þess að svo megi verða. Þá telja marg- ir þeirra að sú áminning sem Þorsteinn Páls- son kirkjumálaráðherra veitti prestum í ávarpi sínu til prestastefnu, um að brothætt framtíð kirkjunnar sem þjóðkirkju væri í þeirra höndum, hafi verið réttmæt og tíma- bær. Sr. Kristján Bjömsson á Hvammstanga seg- ir að tilkynning biskups um starfslok komi sér fyrir sjónir sem eðlileg. Biskup hafi brugð- ist mjög mannlega við þegar ásakanir á hend- ur honum komu upp á yfirborðið. „Þessi yfir- lýsing hans um starfslok hefur gildi í hans máli vegna þess að hann tilgreinir umræddar opinberlegar ásakanir og umfjöllun um þær sem aðalástæðu þess að hann lætur af emb- ætti fyrr en honum ber skylda til. Biskup von- ast til þess að með afsögn sinni verði friður í kirkjunni og það er óskandi að svo verði. Það tek ég undir heilshugar. Biskup hefur valið sér ákveðna útgönguleið sem mér finnst rétt og sjálfsagt að virða þrátt fyrir allt, enda er þessi leið jafhframt útgöngu- leið fyrh- alla þá sem óviljandi hafa blandast inn í málið. Biskup sagði jafnframt í ræðu sinni skýrum orðum að kirkjan yrði að koma til móts við og styðja þá sem hafa verið beitt- ir kynferðislegu ofbeldi. Ef það starf fer í gang innan kirkjunnar í kjölfar þessarar yfirlýsing- ar þá hefur mikið unnist. Þess vegna er ég vongóður." -SÁ

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.