Dagblaðið Vísir - DV - 29.06.1996, Page 13

Dagblaðið Vísir - DV - 29.06.1996, Page 13
LAUGARDAGUR 29. JUNI 1996 13 Fjölskyldan braust í gegnum regn og storm að bifreiðinni þar sem skotið var á neyðarfundi og ákveðið að yfirgefa tjaldið og leita að skjóli sem hefði að geyma nauðsynleg nútímaþægindi, sama hvað þau kostuðu í krónum talið. Elsta afkvæmið fletti upp í Ferðahandbókinni og fann út að hótel væri skammt undan og þar væri skjól undan regni og stormi norðlenska sumars- ins. Draumur um sólnkt sumarfrí „Eigum við ekki að skella okkur í ferðalag norður í land og komast út úr þessu stressi sem fylgir þétt- býlinu," spurði húsmóðirin og í röddinni mátt greina þennan al- ræmda tón sem sagði fjölskyld- unni að þetta væri i raun ekki til- laga eða fyrirspum, heldur tilskip- un sem ekki yrði haggað. Þeir fjöl- skyldumeðlimir sem komnir voru til vits og ára hugsuðu til þess með hrolli hvaða mynd þetta ferðalag gæti tekið á sig ef miðað væri við reynslu fjölskyldunnar af ferðalög- um innanlands undanfarin ár. Enginn nennti þó að mögla í ljósi staðfestu ættmóðurinnar og ákveðið var að bursta rykið af tjaldinu, svelhpokunum og öðru því sem nauðsynlegt er að gera martröðina að veruleika. Sól skín í heiði Sólin skein í heiði þegar fjöl- skyldan hélt af stað í sínum fjalla- bíl, kýldum af viðlegubúnaði. Heimabyggðin skartaði sínu feg- ursta þegar stefnan var sett norð- ur á bóginn. Farið var yfir hvað af nauðsynjum væru með; regngall- amir voru á sínum stað, sem og nauðsynlegar matarbirgðir. Eftir að bornar höfðu verið saman bæk- ur uppgötvaði húsfreyjan sér til skelfingar að gleymst hafði að taka með í förina stuttbuxur á allt liðið. „Verðum við ekki að snúa við og ná í stuttbuxumar? Ég held að sólarolían hafi gleymst líka,“ sagði hún og greinilegt var á svip hennar að þama hafði orðið út- undan sá búnaður sem var hvað mest áríðandi að hafa með í farteskinu að sumarlagi á norðan- verðu íslandi. Eftir nokkrar um- ræður var afráðið að tefja ekki fór með þvi að snúa til baka heldur veðja á að einhvers staðar á hinu sólríká svæði væri að finna versl- un sem seldi jafn nauðsynlegar vörur. Nútímaþægindi að baki Húsbóndinn hugsaði til þess með nokkrum trega að að baki væru öll þau þægilegheit sem fylgja nútímamanninum og gera lífið svo frábrugðið því sem var á landnámsöld og allt fram á þessa. Heitt vatn, rafmagn, sjónvarp og sími var allt að baki og fram und- an óblíð íslensk náttúra með öll- um sínum tilþrifum. Hann þorði þó ekki fyrir nokkurn mun að láta uppskátt um hugrenningar sínar, vitandi að slíkt myndi veikja stöðu hans innan fjölskyldunnar. Húsmóðirin dró upp söngbók og lagði til að sungin yrðu nokkur valinkunn ættjarðarlög til að stytta fólki stundir á langri leiö. Átta ára drengurinn tók þessari tillögu ólíklega. „Glætan að ég fari að syngja einhver asnaleg lög. Setjum frekar spóluna með Blur í tækið og hlust- um á almennilega tónlist," sagði hann og var ekki til frekari við- ræðu um að syngja Öxar við ána, Bjamastaðarbeljumar eða önnur þeirra sönglaga sem útsett vom í söngbók ættmóðurinnar. Faðirinn bauðst til að taka nokkur valin einsöngslög og minnti á að í ætt- legg hans væri að fmna þó nokkra þekkta söngvara, auk þess sem þjóðskáldin væm mörg hver á greinum ættartrés hans. Þessu var þegar í stað mótmælt hástöfúm og hann beðinn að hafa hljótt um sig eða þá að ferðin yrði umsvifalaust blásin af. Úveðursský á himni Eftir því sem nær dró fyrir- heitna fjaldstæðinu þykknaði upp og óveðursskýjum fjölgaði á himn- inum. Húsmóðirin, sem stungið hafði söngbóinni ofan í skjóðu sína, sló á létta strengi og sagði þessar skýjaslæður aðeins vera til bráðabirgða og Vaglaskógur myndi skarta sínu fegursta í norð- Laugardagspistill Reynir Traustason lenskri sól þegar þangað kæmi. Þurrkurnar vom á yfirsnúningi og höfðu vart undan að hreinsa rigninguna af rúðunni svo bílstjór- inn næði að greina þjóðveginn fram undan og halda bifreiðinni þar með á veginum. Ekið var sem leið lá um Norðurland og Vagla- skógur, sem vakti þær væntingar að hústjald fjölskyldunnar myndi sóma sér vel þar, nálgaðist óðum. Fólk hafði séð fyrir sér skógarrjóð- ur með hæfilegum fuglasöng og notalegheitum. En sú sýn var greinilega byggð á draumum sem yfirleitt em fjarri öllum veruleika eins og kunnugt er. Það var ekki hundi út sigandi þegar rjóðrið -opnaðist fyrir ferðafólkinu. Þrátt fyrir að landnámið væri ekki árennilegt var drifið i að tjalda og koma sér fyrir. Regngallarnir reyndust hið mesta þarfaþing og enginn minntist lengur á sólarolí- una og stuttbuxurnar sem gleymd- ust. Síðan lagðist fólk til hvílu, skjálfandi úr kulda, og nóttin breiddi sæng sína yfir óveöurs- svæðið. [ sjávarháska Húsbóndann dreymdi um nótt- ina að hann væri á opnum bát í 10 vindstigum á Halamiðum. Tvísýnt var um að tækist að halda bátnum á floti í ofsaveðrinu og sem hann var að leita að talstöð til að senda út neyðarkall vaknaði hann upp af martröðinni með prímusinn í höndunum. Skelfilegt var um að litast í tjaldinu og allt á floti. Hann leiddi eitt andartak hugann að því hvort mögulegt væri að heimilis- tryggingin bætti vatnsskaða af því tagi sem þarna blasti við. Honum gafst ekki tími til að hugleiða mál- ið frekar því nú var yngsti fjöl- skyldumeðlimurinn vaknaður og stundi upp aö sér væri flökurt. í sömu andrá kastaði hann upp yfir rennvota svefnpokana og annan þann búnað sem átti að gera fjöl- skyldunni kleift að komast af bein- tengd við íslenska náttúru. „Ég vil fara heim,“ sagði hann þegar hann var búinn að ná and- anum eftir uppköstin. Aðrir fjöl- skyldumeðlimir tóku í sama streng. Það var tekin sú ákvörðun að yfirgefa tjaldið strax og án þess að gera tilraun til að pakka gums- inu saman. Fjölskyldan braust í gegnum regn og storm að bifreið- inni þar sem skotið var á neyðar- fundi og ákveðið að yfirgefa tjald- ið og leita að skjóli sem hefði að geyma nauðsynleg nútímaþæg- indi, sama hvað þau kostuðu í krónum talið. Elsta afkvæmið fletti upp í Ferðahandbókinni og fann út að hótel væri skammt und- an og þar væri skjól undan regni og stormi norðlenska sumarsins. Hann rifjaði upp för fjölskyldunn- ar um Suðurland árið áður þar sem sandstormur herjaöi á bifreið- ina á Mýrdalssandi með þem af- leiðingum að hægt var að senda bílinn í sprautun án þess að hefð- bundin undirvinna þyrfti að koma til áður. Þá rifjaði hann upp vatns- elg á Vesturlandi og snjókomu að sumarlagi á Vestfjörðum. Allt þetta bæri vott um að fjölskyldan væri með endurteknum ferðalög- um um allt land haldin óvenju- legri sjálfspíningarhvöt. Þessi upp- rifjun hlaut litlar undirtektir og þótti ekki við hæfi að velta fólki frekar upp úr þessum meinlegu álögum. Tjaldið yfirgefið Tjaldið var skilið eftir í stormi og regni og sömuleiðis draumirinn um sólríkt sumarfrí. Ákveðið var að hirða viðlegubúnaðinn upp þeg- ar vindi og regni slotaði. Fram undan voru hótelherbergi, heitir pottar og öll möguleg lifsþægindi á einu dýrasta ferðamannasvæði heims. Söngbókin var gleymd og þessir náttúruunnendur, sem sneru baki við íslenskri náttúru, voru ákveðnir í að taka upp nýtt og betra líf, grundvallað á aÚri þeirri tækni sem möguleg er til að létta líf og störf.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.