Dagblaðið Vísir - DV - 29.06.1996, Side 22
22 fyjiglingaspjall
LAUGARDAGUR 29. JÚNÍ 1996 DV
Tískan í unglingaskyrtunum er litrík og ýkt:
Beinar bowling-skyrtur
og aðskornar úr næloni
Skyrtutísk-
an er ljölbreytileg
og blómleg um þessar
mundir í orðsins fyllstu
merkingu. Það er mikið úr-
v£il af stelpu- og strákaskyrtum í
tískubúðunum og allar eiga skyrt-
urnar það sameiginlegt að vera lit-
ríkar, einlitar eða mynstraðar,
gjarnan í neonlitunum. Stelpuskyrt-
umar eru úr næloni eða polyester
og aðskornar í anda sjöunda áratug-
arins en strákamir klæð-
ast bandarískum stutt-
erma og beinum bowl-
ing-skyrtum til að
tolla í tískunni.
Verslunarmenn-
irnir Anna Bent-
ína Hermansen
og Geir Borgar
Geirsson í
Kringlunni
segja að alit sé
leyfilegt i unglingatisk-
unni í sumar og það sé ekkert
endilega neitt ákveðiö í tísku. Fötin
séu þó fremur áberandi og mikið sé
um stutterma skyrtur enda eðlilegt
miðað við árstíma. Það er ekkert
ákveðið mynstur í tísku hjá strák-
unum en einlitar langerma skyrtur
eru þó meira hugsaðar við jakkafót-
in. Innan um má sjá afskaplega
skrautlegar skyrtur með svörtu og
hvítu mynstri.
Anna segir að meira sé að gerast
í stelputiskunni og úrvalið sé djarf-
legra í skyrtum fyrir stelpur, þar
séu fjölbreytileg mynstur og margir
litir, sérstaklega neon, með stórum
krögum og svo eru skyrturnar
einnig til með rennilásum. Anna
segir að krakkar velji sér skyrtur
eftir heildinni, ef buxurnar séu
grænar þá sé skyrtan kannski svört
og öfúgt.
„Það er mjög mismunandi hvað
fólk þorir að vera djarft í klæðavali
og þess vegna erum við líka með
einlitar skyrtur,“ segir hún og bend-
ir á að krakkar séu almennt mjög
sjálfstæðir í klæðaburði.
Tískuskyrturnar á borð við þær
sem fjallað er um hér fást á bilinu
1990 upp í 7990 krónur.
Anna og Geir segjast eiga von á
því að tískan verði svipuð í haust.
Hún haldi
áfram að
vera
djarfleg
og
skraut-
leg,
ermarnar
verði
langar og
krakkam-
ir miklir,
en engar
stökkbreyt-
ingar verði í
sniðum og lit-
um.
„Tískan hefur verið
ýkt og heldur áfram að vera svip-
uð,“ segir Anna.
-GHS
Stelpur eru í aðskornum og litríkum
skyrtum í anda sjöunda áratugarins
og strákar klæðast stutterma og
skrautlegum bowling-skyrtum til að
tolla í tískunni.
DV-myndir ÞÖK
Hin hliðin:
Leiðinlegt að horfa á
fréttir og körfubolta
- segir Sigrún Huld Hrafnsdéttir, sundkonan frækna í Ösp
Sigrún Huld Hrafiisdóttir, sundkonan, sem hefur
gert garðinn frægan erlendis og æfir með sundfélaginu
Ösp, mun keppa fyrir íslands hönd á Ólympíuleikum
fatlaðra í Atlanta í sumar. Sigrún Huld hefur lagt hart
að sér við æfingar að undanfomu. Hún æfir á hverjum
degi og ætlar sér að ná langt í Atlanta.
Sigrún Huld sýnir nú á sér hina hliðina.
Fullt nafh: Sigrún Huld Hrafnsdóttir.
Fæðingardagur og ár: 12. janúar 1970.
Vinur: Gunnar Þór Gunnarsson.
Böm: Engin en ég á eina systur og
einn bróður.
Bifreið: Engin.
Starf: Pakka súkkulaði hjá Nóa Sír-
íusi.
Laun: Góð.
Áhugamál: Ég hef gaman af
sundi, fara í búa og leika við
frænda minn, Hrafh.
Hefur þú unnið í happ-
drætti eða lottói? Neí,
aldrei.
Hvað finnst þér
skemmtilegast að
gera? Spila á spil,
fara í sumarbústað.
Hvað finnst þér
leiðinlegast að gera?
Horfa á fréttir og körfu-
bolta í sjónvarpinu.
Uppáhaldsmatur:
Lambahryggur og læri.
Uppáhaldsdrykkur: Kók
og vatn og alls kyns safar.
Hvaöa íþróttamaður stendur
fremstur f dag, að þínu mati? Ég.
Uppáhaldstímarit: Les alltaf um
bíóin og skemmtanir í blöðunum.
Hver er fallegasti maður sem Sigrún Huld Hrafnsdóttir keppir
þú hefur séð, fyrir utan vin þinn?1 sund' á Ólympíuleikum fatl
aðra i Atlanta í sumar.
DV-mynd GVA
Veit ekki.
Ertu hlynnt eða andvíg ríkisstjóminni? Á móti.
Hvaða persónu langar þig mest að hitta? Svo
marga, til dæmis vinkonu mína, vin og frænda.
Uppáhaldsleikari: Veit ekki.
Uppáhaldsleikkona: Veit ekki.
Uppáhaldssöngvari: Enginn.
Uppáhaldsstjómmálamaður: Það er enginn í
uppáhaldi.
Uppáhaldsteiknimyndapersóna: Tommi
og Jenni.
Uppáhaldssjónvarpsefhi: Grínmynd-
ir.
Uppáhaldsmatsölustaður: Hard
Rock Café.
Hvaða bók langar þig mest að lesa?
Ég les voða sjaldan bækur en það er svo
margt sem mig langar að lesa.
Hver útvarpsrásanna finnst
þér best? Ég hlusta mest á Bylgj-
una og Stjömuna í vinnunni.
Uppáhaldsútvarpsmaður:
Enginn sérstakur.
Á hvaða sjónvarpsstöð
horfir þú mest? Stöð 1.
Uppáhaldssjónvarps-
maður: Þeir era svo marg-
ir. Ég vil ekki nefha neinn
sérstakan.
Uppáhaldsfélag i íþrótt-
um: Ösp.
Uppáhaldsskemmtistaður:
Vil ekki nefna neinn.
Stefhir þú að einhverju sér-
stöku í framtíöinni? Reyna að ná
eins langt og ég get í 50 og 100 metra
skriðsundi í Atlanta.
Hvað ætlar þú að gera í sumarírí-
inu? Vera í sundi og fara til Atlanta.
-GHS
Craig kynntist Donnu á Internetinu:
Ætlaði að
kvænast lygara
Craig Bottomley þóttist him-
inn hafa höndum tekið þegar
hann hitti og varð ástfanginn af
Donnu Qalawi frá Texas á Inter-
netinu enda sagðist daman vera
hrein mey á framabraut í lögg-
unni og eiga von á tugmilljóna
arfi. Donna heimsótti Craig til
Lundúna og þau ákváðu að gift-
ast. Brúökaupið var á næsta leiti
þegar Craig uppgötvaði blekking-
arvefinn og komst að raun um
hvílíkur lygalaupur Donna var.
Hún haföi spunnið allt saman
upp og var bara venjuleg skrif-
stofustúlka á lágum launum með
eina dóttur. Brúðkaupinu var
strax aflýst.
Kynni Craigs og Donnu hófust
þegar Craig hafði samband við
hana á Intemetinu á síðasta ári.
Þau náðu strax mjög vel saman
og eftir stuttan tíma ákváðu þau
að hún kæmi til Lundúna. Craig
tók á móti henni ásamt fjöldan-
um öllum af sjónvarpsstöðvum
og hún veitti viðtöl á báða bóga
þar sem hún sagðist vera lög-
reglumaður hjá fikniefnadeild
lögreglunnar i Dallas, búa í höll,
vera dóttir ríks olíueiganda í
Bandaríkjunum og að faðir hennar
vildi gefa hana manni sem hún
elskaði ekki. Allar lýsingar Donnu
hljómuðu vel og voru trúverðugar.
„Ég vissi að lífið yrði ekki leiðin-
legt með þessa konu mér við hlið,“
segir Craig um fyrirhugaða gift-
ingu.
Donna flutti fljótlega inn til
Craigs og þriggja ára sonar hans,
Callum. Þau ákváðu síðan að fara
til Bandaríkjanna að hitta fjöl-
skyldu hennar. Þá kynnti Donna
Craig fyrir frænku sinni, sem var í
raun litla dóttir hennar, og þá fór
að komast upp um lygarnar. Þegar
grunur vaknaði og Craig fór að
hlýða henni yfir viðurkenndi
Donna að hafa spunnið allt saman
upp og bað Craig að fyrirgefa sér.
Hann var þó í sárum og fór til for-
eldra sinna að hugsa málið.
Donna hefur sagt í viðtölum í
Bretlandi að lygamar hafi i upphafi
bara átt að vera djók, hún hafi alls
ekki búist við að verða ástfanginn
af Craig. Hún hafi ætlaö að segja
honum sannleikann við komuna til
Bretlands en ekki komið því í verk.
„Ég elska Craig ennþá og ég vil fá
hann aftur. Ég ætlaði aldrei að
særa hann,“ segir hún.