Dagblaðið Vísir - DV - 29.06.1996, Page 26

Dagblaðið Vísir - DV - 29.06.1996, Page 26
- betl íslendinga erlendis skammarlegt, segir Þráinn Bertelsson í ljósi þeirrar umræðu sem staðið hefur yfir um stöðu íslenskrar kvik- myndagerðar er vert að líta á hve duglegir Islendingar hafa verið að borga sig inn á myndir samlanda sinna. Viðmælendur DV innan kvikmyndaiðnaðarins voru allir sammála um að aðsókn á íslenskar myndir hefði dalað nokkuð og þá sérstaklega á þessum áratug. Þeir kváðust ekki hafa neina eina skýr- ingu á þessu, líklegast væri um að ræða sambland þess að nýjabrumið væri farið af íslenskri kvikmynda- gerð og að samkeppnin á íslenska markaðnum færi síversnandi. Hing- að til hafa ekki verið teknar saman aðsóknartölur á íslenskar myndir, eina leiðin til að komast að ná- kvæmum Qölda bíógesta á hverja mynd er að ræða við framleiðendur hverrar og einnar myndar. Að- spurðir um þumalputtareglu á kostnaði íslenskra mynda sögðu viðmælendur að slíkt væri í raun ekki til, þó mætti ætla að þokkalega vel gerð íslensk mynd færi ekki undir 100 milljónum i kostnaði en þó væri ekkert hægt að alhæfa. Til dæmis hafa verið gerðar myndir fyrir innan við helming þess íjár og má þar nefna „Nei er ekkert svar“ sem gerð var fyrir brot af ofan- greindri upphæð og „Veggfóður" sem mun hafa kostað á milli 40 og 50 milljónir. í upphafi islenskrar kvikmynda- gerðar má segja að nokkurt æði hafi gripið landann, t.d. borguðu yfir 100 þúsund manns sig inn á „Með allt á hreinu“ árið 1983 og um 90 þúsund manns borguðu sig inn á „Land og syni" þremur árum fyrr. Slíkar að- sóknartölur hafa ekki sést á þessum áratug, þær myndir sem gera það best í aðsókn eru með þetta 18-30 þúsund manns og má þar nefna myndir eins og „Agnesi" og „Bió- daga“. Aðsókn hefur farið allt niður í að undir 3 þúsund manns greiði sig inn á mynd en það má ætla að þrjár íslenskar myndir framleiddar á síðastliðnum 2 árum hafi ekki komist yfir 4 þúsund manna mark- ið. Þó aðsókn sé slæleg hér á landi þarf það ekki í öllum ti lfellum að þýða mikið tap. Tapið er hægt að vinna upp ef myndin gengur vel er- lendis og er seld fyrir sæmilegt fé. Einnig fer íjárhagsútkoma kvik- mynda mikið eftir því hvort féð er innlennt eða erlent og hve mikið af því er endurkræft. I samtali við DV sagði Þráinn Bertelsson að ef við ættum að geta tekið þátt í einhverju erlendu sam- starfi og fengið stuðning úr erlend- um sjóðum þá yrðu íslendingar að sýna þá sómatilfinningu að leggja fram i þessa sjóði í hlutfalli við það. Það væri langt síðan íslendingar fóru að verða sér til skammar á al- þjóðavettvangi með því að ætlast til að fá stórfé úr sjóðum sem við leggj- um bara táknrænar upphæðir í. Hann sagði að við þyrftum að hætta að gera okkur að viðundrum erlend- is með sníkjum, það væri spuming um þjóðarstolt, við þyrftum að leggja fram okkar skerf til að eiga réttmætt tilkall til okkar hluta. Það ríki á borð við ísland koma betlandi væri aumt fyrir þjóðir eins og Aust- eins og logi um akur um sjóðakerf- ur-Evrópuþjóðimar að sjá velferðar- ið í Evrópu. -ggá Aðsókn á nokkrar islsnskar myndir 100,000 80,000 - flöldl manna - 3500 m:.. 3500 m::... =3 m «o o cco «o> s % Oi 2 o> Tækni í þágu listar Út er komin fyrsta rafræna ljóða- bókin á íslandi. Hún nefnist Poemz 1983-1996 og er eftir Michael Dean Óðin Pollock. Bókin er ekki gefin út í hefðbundnu formi og er einungis hægt að nálgast hana á Internetinu. í samtali við DV sagði Mike Pollock að í byrjun hefði hann verið smeyk- ur við þetta, enda fannst honum það nálg- ast guðlast að tengja ljóðlistina Netinu. Nú segist hann telja að þetta form þurfi ekki að ógna bókinni á neinn hátt, þetta sé aðeins góð viðbót. Hann sagðist hafa viljað prófa að fara þessa leið þar sem hann teldi að hér væri um framtíðina að ræða og væri Netið frábær miðill fyrir ljóð. Hann sagði markaðinn fyrir ljóðabækur alltaf hafa verið fremur takmarkaðan og því væri þetta snjöll leið til að koma ljóðum á framfæri. Mike sagðist ætla að halda áfram að nýta sér Netið þó svo hann hygð- ist einnig prenta næstu bók sína, en hann myndi leita allra leiða til að koma verkum sínum á framfæri. Nú er hann að semja tónlist við ljóð sín þó svo að hann hafi aðal- lega helgað sig skriftunum síð- ustu árin en nú ætti að reyna að sameina þetta tvennt á skemmtilegan hátt í svipuð- um stíl skálda eins og Tom Waits, Patti Smith og Lou Reed. Bókin er ókeypis og þeir sem hafa áhuga geta nálgast hana á eftirfar- andi netfangi: http//www.trek- net.is/orri/Poemz/Po- emz.html -ggá punktur listahátíðar Helsti stórviðburður listahátíðar í ár eru tónleikar þýsku sinfóníu- hljómsveitarinnar í Berlín undir stjórn Vladimirs Ashkenazy. Tón- leikarnir verða haldnir í Laugar- dagshöllinni 29. júní kl. 16.00, sama dag og íslenska þjóðin gengur til forsetakosninga og verða allir fram- bjóðendurnir viðstaddir tónleikana. Tónleikarnir eru haldnir til heiðurs forseta íslands og verndara listahá- tíðar, frú Vigdísi Finnbogadóttur. Þýska sinfóníuhljómsveitin í Berlín er þekkt víða um heim fyrir að tak- ast á við verk fremstu tónskálda samtímans. Hljómsveitin hefur leik- ið undir stjóm margra fremstu hljómsveitarstjóra veraldar og hafa þeir ásamt fjölda afburðaeinleikara átt þátt í að hefja hljómsveitina til þeirrar virðingar sem hún nýtur hvarvetna. Vladimir Ashkenazy tók við stjóm þýsku sinfóníunnar 1989 og hefur vegur hennar vaxið stöðugt síðan. Hljómsveitin hefur lagt upp í meira en 50 tónleikaferð- ir og var nýlega á tónleikaferðalagi í Japan. Efnisskrá hljómsveitarinn- ar er jafnan afar fjölbreytt og hefur hún unnið til fjölda verðlauna. Þeirra á meðal eru „Grand Prix du Disque" verðlaunin en þau hlaut hún fyrir upptökur sínar á verkum Bartok. Nú hefur verið ákveðið að Vladimir Ashkenazy starfi áfram með hljómsveitinni til ársins 1998 og er þegar búið að skipuleggja viðamikil tónleikaferðalög til borga í Evrópu, aðra ferð til Japan auk ferðar til Spánar og Suður-Ameríku. Vladimir Ashkenazy hóf feril sinn sem píanóleikari og hefur leikið í Vladimir Ashkenazy. öllum helstu tónleikasölum heims og með fremstu hljómsveitum ver- aldar. Á undanfömum 20 árum hef- ur hann snúið sér í æ ríkara mæli að hljómsveitarstjórn. Hann var ráðinn stjórnandi Konunglegu Fíl- harmóniuhljómsveitarinnar í London árið 1987 og gegndi því starfi til ársins 1994. Ashkenazy er einn helsti fmmkvöðull Listahátíð- ar í Reykjavík. Hann setti mjög svip sinn á fyrstu listahátíðina árið 1970 og alla tíð siðan hefur listahátíð átt hauk í horni þar sem Ashkenazy er. Ashkenazy er heiðursforseti Lista- hátíðar i Reykjavik, eini maðurinn sem ber þann titil. Einleikari á tón- leikum þýsku sinfóníuhljómsveitar- innar í Berlín er Komelia Brand- kamp flautuleikari. Á efnisskrá tón- leikanna í Laugardagshöll verða verk eftir Þorkel Sigurbjörnsson: „Columbine" fyrir flautu og strengjasveit, Sinfónía nr. 3 (Skoska sinfónian) eftir Mendelsohn og Sin- fónía nr. 3 (Eroica) eftir Beethoven. ggá Glæsilegur enda-

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.