Dagblaðið Vísir - DV - 29.06.1996, Síða 29
J*V LAUGARDAGUR 29. JÚNÍ 1996
_________________________________________i útlönd
Forsetafrúr í kreppu:
og rœtt við framliðna
Þegar fréttir af samráði Nancy
Reagan við stjörnuspeking birtust
1988 sá Ronald Reagan Bandaríkja-
forseti sig knúinn til að lýsa því yfír
að stjörnuspeki hefði engin áhrif
haft á stefnu sína né ákvarðanir.
Þetta var sérstaklega viðkvæmt
mál í Hvíta húsinu i Washington þar
sem áhrif Nancy á eiginmann sinn
voru viðurkennd staðreynd. Það var
því ekki að ástæðulausu sem menn
spurðu þeirrar spurningar hvort
ákvarðanir forsetans tækju mið af
stöðu stjarnanna úr því að ákvarð-
anir forsetafrúarinnar gerðu það.
Starfsfólk Bills Clintons Banda-
rikjaforseta hefur einnig þurft að
svara svipuðum spurningum í kjöl-
far nýrrar bókar þar sem greint er
frá því að Hillary Clinton, forsetafrú
Bandaríkjanna, hafi leitað ráða hjá
sálarrannsóknarkonu sem hafi hvatt
hana til að eiga ímyndaðar samræð-
ur við Eleanor Roosevelt, fyrrum
forsetafrú Bandaríkjanna, og Ma-
hatma Gandhi, fyrrum leiðtoga Ind-
verja.
Vitsmunalegar æfingar
Hillary Clinton hefur vísað því á
bug að sálarrannsóknarkonan Jean
Houston hafi haft nokkur áhrif önn-
ur en þau að sjá henni fyrir áhuga-
verðum vitsmunalegum æfingum.
Samkvæmt bók hins fræga Waterga-
teblaðamanns Bobs Woodwards hitt-
ust Hillary og Jean frá því síðla árs
1994 þar til í mars á þessu ári. Tals-
maður forsetafrúarinnar, Neel
Lattimore, segir fundi þeirra alls
ekki hafa verið miðilsfundi.
Nýtt fyrirbæri
í Hvíta húsinu
Sérfræðingar í sögu Bandaríkjafor-
seta segja andlega ráðgjafa tiltöiulega
nýtt fyrirbæri í Hvíta húsinú. En fyr-
ir 50 árum skaðaði það fyrrum vara-
forseta Bandaríkjanna, Henry A.
Wallace, í baráttu hans fyrir forseta-
embættinu þegar birt var frétt þess
efnis að hann hefði skrifað dulspeking
bréf með ávarpsorðunum: Kæri læri-
meistari.
Eins og Hillary þykir Bill Clinton
hafa leitað á óvenjuleg mið eftir ráð-
gjöf. í fyrra hitti hann Stephen R.
Covey, höfund bókarinnar The Seven
Habits of Highly Effective People, og
rithöfundinn Anthony Robbins sem í
bókum sínum og á segulböndum gefur
fólki ráð til að ná hámarksárangri.
Trúi ekki á anda og drauga
Sjálfri er Jean Houston, einni af
stj órnendum Hugarrannsóknarstofn-
Nancy Reagan fyrir framan mynd af manni sínum Ronald á 85 ára afmæli
hans. Á vaidatíma þeirra í Hvíta húsinu leitaði Nancy ráða hjá stjörnuspek-
ingi. Símamynd Reuter
Bill og Hillary Clinton voru í mikill sálarkreppu eftir ósigur demókrata 1994. Þau kölluðu þá á sinn fund ýmsa ráð-
gjafa til að létta hugann. Símamynd Reuter
unarinnar, ekkert skemmt þessa dag-
ana. „Ég er enginn miðill. Ég trúi ekki
á anda og drauga," lýsir hún yfir í við-
tali við Washington Post.
Hún kveðst hafa verið agndofa þeg-
ar „kannski fjögurra mínútna ímynd-
aðar samræður við Roosewelt og
Gandhi hljómuðu eins og miðilsfund-
ur.“ Houston segir að um hafi verið
að ræða tækni sem notuð sé á hverj-
um degi í öllum stærri fyrirtækjum
heims, sem sé vitsmunalega, skapandi
æfingu.
Trúhneigð hjón
Aðspurð um hvað fleira hafi borið
á góma í Hvíta húsinu svarar Hou-
ston. „Við ræddum um Hegel. Við
ræddum um kóleru í Bangladesh. Við
ræddum um Grameen bankann sem
veitir konum í atvinnurekstri í þróun-
arlöndunum lítil lán.“ Houston tekur
fram að Hillary forsetafrú sé heittrú-
aður meþódisti og Bill trúhneigður
maður. Þau þurfi ekki á andlegum
leiðbeinanda að halda.
Houston þótti hún hafa verið
ófrægð þegar kvöldblöðin í New York
sögðu frá henni sem miðli sem stýrt
hefði andafundum í sólbaðsstofunni í
Hvita húsinu. Hún kveðst ekki kann-
ast við þá mynd sem blaðamaðurinn
Woodward gefur af henni í bók sinni.
Alvöru fræðimaður
Hún segist upphaflega samþykkt
að veita honum viðtal þar sem hann
hefði haft annarlegar hugmyndir um
hvað hefði í raun farið fram, hann
hefði einungis heyrt sögusagnir. Hún
hefði einnig lesið og haft gaman af
fyrri bókum hans. Houston þykir
fréttaljós á
laugardegi
hann hafa stórlega ýkt hlutverk henn-
ar í lífi Hillary Clinton. „Hann segir
frá í gamansömum tón en þetta endar
sem ófræging. Svo kemur fólk til mín
með þessa vitleysu. Ég hef verið al-
vöru fræðimaður." Hún hefur áhyggj-
ur af því að fá einhvern nýaldarstimp-
il á sig.
Blaðamaður Washington Post segir
Jean Houston samt eiga auðveldara
með að lýsa því hvað hún sé ekki en
hvað hún sé. Blaðamaðurinn segir
hana oft hafa notað orðið heimspek-
ingur ásamt orðunum „félagslegur
listamaður".
Ræöir viffAþenu
á tölvunni sinni
Houston stundaði nám í Barnard
College, Columbia University og
Union Theological Seminary og er
með doktorspróf í sálfræði. Hún hefur
haldið fyrirlestra um trúarbrögð og
heimspeki í háskólum og tekið þátt í
rannsóknum á ofskynjunarlyfjum.
Hún hefur skrifað 15 bækur, er ráð-
gjafi skóla í þróunarlöndum, heldur
fyrirlestra hjá trúfélögum og fyrir-
tækjum eins og General Motors og
Xerox og les goðafræði. Hún á langar
samræður við grísku viskugyðjuna
Aþenu á tölvunni sinni.
Samræðurnar við Hillary í sólbaðs-
stofunni í Hvíta húsinu segir Jean
Houston hafa verið mjög skemmtileg-
ar. „Okkur fannst öllum gaman. Það
sem Hillary líkaði við mig sést ekki í
dag en ég er yfirleitt mjög fyndin. Ég
segi sögur og brandara. Ég létti huga
hennar." Hillary Clinton leitaði til
Jean Houston í kjölfar ósigurs
demókrata í þingkosningunum 1994,
að því er segir í bók Woodwards. Hou-
ston var einn af fimm sérfræðingum
sem kallaðir voru til Camp David
tveimur mánuðum eftir ósigurinn
sem margir demókratar kenna áform-
um Hillarys um endurbætur í heil-
brigðiskerfinu um. Clintonhjónin áttu
við mikla sálarkreppu aö striða, segir
í bók Woodwards.
Samræðurnar í
sólbaðsstofunni
Eftir fund Jean Houston og Hillary
Clinton á Camp David tók sú fyrr-
nefnda að skrifa forsetafrúnni bréf. í
apríl 1995 hittust þær í sólbaðsstof-
unni á þaki Hvíta hússins. Klukku-
stundar langar viðræður þeirra voru
teknir upp á segulband og voru nokkr-
ir starfsmenn forsetafrúarinnar við-
staddir.
Jean Houston bað Hillary að loka
augunum og láta sem hún rækist á El-
eanor Roosevelt í anddyri. Forsetafrú-
in lýsti af ákafa hátterni og útliti fyrr-
verandi forsetafrúar. Hillary ræddi
við Eleanor um staðfestu hennar,
gagnrýni og einmanakennd þá sem
fyrrverandi forsetafrúin fann fyrir.
Síðán bað Jean Houston Hillary að
svara fyrir Eleanor. Forsetafrúin fyrr-
verandi kvaðst hafa verið misskilin
en menn þurfi að gera það sem þeir
telji rétt.
Byggt á Washmgton Post, AP
og The Times.
Rýnt í stjörnurnar