Dagblaðið Vísir - DV - 29.06.1996, Page 59

Dagblaðið Vísir - DV - 29.06.1996, Page 59
LAUGARDAGUR 29. JÚNI1996 67 Birgir Guðmundsson Birgir Guðmundsson, fréttastjóri á Tímanum, Lokastíg 9, Reykjavík, verður fertugur á morgun. Starfsferill Birgir fæddist í Reykjavík og ólst þar upp. Hann lauk stúdentsprófi frá MH, BA-prófi í sögu og stjóm- málafræði frá Essex University í Bretlandi 1980, lauk prófi í uppeld- is- og kennslufræði við HÍ 1981 og MA-prófi í stjórnmálafræði við Manitoba University í Kanada 1984. Birgir stundaði vegavinnu og sjó- mennsku á sumrin á námsárunum, var kennari við grunnskóla 1977-81, stundakennari við Man- itoba University 1982-84 og kennari við MR 1985-87. Hann var blaða- maður við Tímann 1985, fréttastjóri þar 1986-93, lausamaður í blaðamennsku haustið 1993 en hóf aftur störf við Tímann í ársbyrjun 1995 og hefur verið þar frétta- stjóri síðan. Birgir situr i stjórn Blaðamannafélags Is- lands frá 1986, í vara- stjórn Lífeyrissjóðs BÍ frá 1996. Hann hefur ritað fjölda blaða- og tímarits- greina og annast úgáfur ýmissa fag- og afmælis- rita. Fjölskylda Birgir kvæntist 1986 Rut Peter- sen, f. 2.1. 1958, hjúkrunarfræðingi. Hún er dóttir Gunnars Kristins Pet- ersen og Dóm Scheving Petersen, verslunar- manna í Reykjavík. Böm Birgis og Rutar eru Gunnar Ernir Birg- isson, f. 16.6. 1987; Iðunn Dóra Birgisdóttir, f. 7.4. 1992. Systkin Birgis era Ragn- heiður Guðmundsdóttir, f. 9.5. 1954, dr. í eðlis- fræði og kennari við Rudges University í Princeton í Bandaríkj- unum; Gunnar Bragi Guðmundsson, f. 27.10. 1960, sjávar- og tækni- fræðingur og gæða- og þróunar- stjóri við Royal Greenland í Nuuk á Grænlandi; Guðrún Bryndís Guð- mundsdóttir, læknir við sérnám í bamageðlækningum í Ósló. Hálfsystur Birgis, samfeðra, em Anna María Guðmundsdóttir, f. 3.1. 1973, nemi í Noregi; Birgitta Sólveig Guðmundsdóttir, f. 6.3.1974, nemi í Noregi; Guðný Þóra Guðmundsdótt- ir, f. 1.12.1980, nemi í Reykjavík. Foreldrar Birgis eru Guðmundur Ernir Sigvaldason, f. 24.7. 1932, for- stöðumaður Norrænu eldfjalla- stöðvarinnar, og Áslaug Brynjólfs- dóttir, f. 13.11. 1932, fræðslustjóri í Reykjavík. Birgir verður staddur á Klafa- stöðum í Skilmannahreppi á afmæl- isdaginn. Birgir Guðmundsson. Guðni J. Guðbjartsson Guðni Jón Guðbjartsson, fyrrv. stöðvarstjóri á Ljósafossi (Gríms- nesi), Dalalandi 4, Reykjavík, er átt- ræður í dag. Starfsferill Guðni er fæddur í Reykjavík og ólst þar upp á Bræðraborgarstígn- um. Hann var einn vetur í Gagn- fræðaskóla Ingimars og síðan i vél- smíðanámi í Landssmiðjunni 1932-36 og þá samhliða í Iðnskólan- um í Reykjavík. Guðni lauk vél- stjóranámi frá Vélskólanum 1938 og frá rafmagnsdeild sama skóla ári síðar. Guðni var vélstjóri á Súðinni og síðar Esjunni og varðskipunum til 1943. Frá þeim tíma og til 1985 var hann vélstjóri og stöðvarstjóri yfir Sogsstöðvunum. Guðni var enn fremur slökkviliðsstjóri í Gríms- nesi, Grafningi og Þingvallasveit í aldarfjórðung. Guðni, sem hefur verið félagi í Oddfellow-reglunni í 50 ár, var for- maður i Slysavarnafélaginu Björg- úlfi. Hann var sæmdur heiðurspen- ingi frá ríkisstjóm Islands vegna eftirminnilegrar farar Súðarinnar til Petsamo á stríðsárunum en Guðni var þar vélstjóri um borð. Fjölskylda Guðni kvæntist 11.11. 1939 Ragn- heiði Guðmundsdóttur, f. 10.6.1913, d. 13.9. 1995, húsmóður. Foreldrar hennar: Guðmundur Þórarinn Guð- mundsson útvegsbóndi, Næfranesi, Dýrafirði, og Guðmunda Kristjana Benediktsdóttir. Börn Guðna og Ragnheiðar: Halldóra Salóme, f. 2.12. 1940, hús- móðir í Garðabæ, maki Sigurður Ingi Sveinsson húsasmiður; Írís Bryn- dís, f. 7.11. 1942, tann- smiður á Seltjarnamesi, maki Jón Birgir Jónsson tannlæknir; Kristjana Samper, f. 12.11. 1944, myndlistarmaður í Kópavogi, maki Baltasar Samper myndlistarmað- ur; Ásgeir, f. 22.2. 1947, vélfræðingur í Hafnar- firði, maki Bryndís Sím- onardóttir kennari; Sig- þrúður Þórhildur, f. 10.4. 1950, húsmóðir í Reykjavík, maki Árni Mogens Björnsson prent- smiðjustjóri; Ragnheiður Gunnhild- ur Gaihede, f. 18.7.1951, húsmóðir í Danmörku, maki Ove Gaihede kennari. Barnabömin eru sautján. Systkini Guðna: Sigurður, látinn, bryti; Páll, látinn, vél- smiður; Halldóra, látin, húsmóðir; Sigmundur, látinn, vélstjóri; Marsi- bil, húsmóðir; Sigþrúð- ur, húsmóðir. Systkini Guðna, sem voru ellefu en fimm dó í æsku, hafa öll búið í Reykja- vík. Foreldrar Guðna: Guð- bjartur Guðbjartsson, f. 10.6. 1873, d. 27.10. 1954, vélstjóri frá Læk í Dýrafirði, og Halldóra Salóme Sigmundsdótt- ir, f. 25.7.1877, d. 13.7.1939, húsmóð- ir frá Hrauni á Ingjaldssandi. Þau bjuggu í Reykjavík. Guðni tekur á móti gestum á af- mælisdaginn frá kl. 16 til 19 í Odd- fellowhúsinu, 2. hæð, Vonarstræti 10. Guðni Jón Guðbjarts- son. Garðar Eymundsson Garðar Eymundsson trésmíðameistari, Bröttuhlíð 8, Seyðis- firði, er sjötugur í dag. Starfsferill Garðar fæddist á Seyðisfirði og ólst þar upp. Að loknu skyldu- námi á Seyðisfírði fór hann til náms í tré- smíði í Reykjavík. Hann lauk iðnnámi frá Iðnskólanum í Reykjavík 1950, sveinsprófi sama ár og varð síðar meistari í sinni iðn. Garðar flutti aftur til Seyðisfjarð- ar 1951 og 1956 stofnaði hann Tré- smiðju Garðars Eymundssonar sem starfaði samfleytt til 1994 þegar hlutafélagið Töggur var stofnað um reksturinn. Fyrstu árin störfðu fjór- ir menn á verkstæðinu en í gegnum tíðina hefur oft verið unnið við stór Garðar Eymundsson. verkefni og þá unnu munu fleiri hjá fyrir- tækinu auk undirverk- taka. Af verkefnum sem unn- ið hefur verið við á þessu tímabili má nefna félagsheimilið Herðubreið á Seyðis- firði, byggingu grunn- skólans á Seyðisfirði, íbúðir aldraðra, verka- mannabústaði, vinnu við hús heilsugæslunn- ar á Seyðisfirði og endurbyggingu Seyðisfjaröarkirkju eftir brana árið 1989. Þá má nefna innréttingar í fjölda báta sem byggðir voru hjá Vélsmiðju Seyðisfjarðar. Tuttugu hús byggði Trésmiðjan fyrir Al- þýðusamband Austurlands á Ein- arsstöðum og hús Kaupfélags Vopnafjarðar á Vopnafirði. Garðar hefur lagt ýmsum málum lið á Seyðisfirði og nýlega gáfu hann og kona hans Seyðfirðingum húsið Skaftfell undir listamiöstöð. Sjálfur málar hann mikið og hefur verið virkur í skáklífi Seyðisfjarðar og sönglífi á staðnum. Fjölskylda Eiginkona Garðars er Karólína Þorsteinsdóttir, f. 27.1. 1928, hús- móðir. Hún er dóttir Þorsteins Brynjólfssonar, bónda á Hreiður- borg í Sandvíkurhreppi, og k.h., Júlíönu Jóhönnu Sturlaugsdóttur húsfreyju. Börn Garðars og Karólínu era Ómar, f. 17.9.1949, ritstjóri í Eyjum, kvæntur Þorsteinu Grétarsdóttur og eiga þau fjögur böm; Sævar, f. 2.6. 1951, kaupmaður í Reykjavík, kvæntur Láru Vilhjálmsdóttur og á hann tvær dætur; Gréta, f. 31.10. 1962, sjúkraliði á Seyðisfirði, gift Þórði Jakobssyni og eiga þau þrjá syni; Júlíana Björk, f. 21.6. 1965, verslunarmaður í Reykjavík og á hún eina dóttur en hún býr með Jónasi Jónassyni bílasprautara. Sonur Garðars og Valgerðar Gróu Ingimundardóttur er Ingi- mundur Bergmann Garðarsson, f. 29.3. 1949, bóndi og vélstjóri að Vatnsenda i Flóa. Systkin Garðars: Axel Hartmann, f. 8.3.1929, múrarameistari á Akur- eyri; Stella Kristín, f. 24.9. 1931, kennari í Kópavogi; Anna Erla, f. 17.10. 1934, húsmóðir á Siglufirði; Arabella, f. 29.12. 1939, húsmóðir í Reykjavík. Foreldrar Garðars: Eymundur Ingvarsson, f. 31.5. 1883, d. 9.6. 1959, verkamaður á Seyðisfirði, og k.h., Sigurborg Gunnarsdóttir, f. 9.4. 1906, d. 22.11. 1983, húsmóðir. Garðar og Karólína taka á móti gestum i félagsheimilinu Herðu- breið frá kl. 18 á afmælisdaginn. Jón Sigurðsson Jón Sigurðsson, for- stjóri Össurar hf., Hvassa- leiti 18, Reykjavík, er fer- tugur í dag. Starfsferill Jón er fæddur á Sel- fossi. Hann lærði sím- virkjun í Símvirkjaskól- anum, rekstrartækni- fræði í Tækniskólanum í Óðinsvéum, Danmörku, og Jón Sigurðsson. rekstrarhagfræði í Bandaríkjunum. Jón var símvirki hjá Pósti og síma og síð- ar hjá LM Ericsson í Svíþjóð. „Hann var tæknifræðingur hjá þróunardeild Bang & Olufson í Danmörku, forstöðumaður yfir Ameríkudeild og seinna utanlands- deild Eimskipa, fjár- málastjóri Álafoss og viðskiptafull- trúi Útflutningsráðs i New York. Jón er nýtekinn við sem forstjóri Össurar hf. Fjölskylda Fyrrverandi eiginkona Jóns er Anna María Sigurðsson hjúkrunar- fræðingur, búsett í New York. Sonur Jóns er Gunnar Öm Jóns- son, f. 1976, nemi. Systkini Jóns: Elín Sigurðardótt- ir, f. 1941, fóstra; Sigríður Sigurðar- dóttir, f. 1942, húsmóðir; Þorbjörn Sigurðsson, f. 1946, verðbréfamiðl- ari; Elsa Sigurðardóttir, f. 1961, hús- móðir. Foreldrar Jóns: Sigurður Þor- bjömsson bifvélavirki og Guðfmna Jónsdóttir húsmóðir, þau eru bæði látin. Jón tekur á móti gestum í Naustinu í kvöld frá kl. 20 til 22. 111 hamingju með afmælið 30. júní 85 ára__________________ Helga Sveinsdóttir, Göröum, Garðabæ. 80 ára__________________ Bergljót Ólafsdóttir, Álfheimum 42, Reykjavík. Helga Finnbogadóttir, Sléttuvegi 13, Reykjavík. 75 ára Bergljót Kristinsdóttir, Austurvegi 12, Seyðisfirði. Jónas Halldórsson, Langholtsvegi 178, Reykjavík. 70 ára_____________________ Lilja Svavarsdóttir, Löngubrekku 35, Kópavogi. Martha Hjartardóttir, Furagerði 17, Reykjavík. Þórir Þorláksson, Frostafold 57, Reykjavík. Guðmundur Helgason, Knarrarstíg 1, Sauðárkróki. Sigríður Þóra Gestsdóttir, Stóragerði 1, Reykjavík. 60 ára ______________________ Magnús Guðmundsson, Uxahrygg I, Hellu. Tómas Högni Jón Sigurðsson, Tjamarbraut 5, Hafnarfirði. 50 ára__________________ Arnór Páll Valdimarsson, útgerðarmaður og vélstjóri Hrauntúni 57, Vestmannaeyj- um. Kona hans er Svanhildur Ei- ríksdóttir. Hann tekur á móti gestum á heimili sínu í dag, eftir kl. 20. Margrét Viðarsdóttir, Stífluseli 6, Reykjavík. Gréta H. Guðmundsdóttir, Flögu, Svalbarðshreppi. Helga Jónasdóttir, Sjólyst 1, Stokkseyri. Höskuldur Þráinsson, Hjalla, Akrahreppi. Sæmundur Guðmundsson, írabakka 22, Reykjavík. Bjami Bergmann Sveinsson, Furugrund 7, Akranesi. Sigurður Jónsson, Hrísateigi 1, Reykjavík. Rúnar Guðjónsson, Bræðratungu 17, Kópavogi. Magnús Þór Hilmarsson, Gljúfraseli 2, Reykjavík. Elísabet Jónsdóttir, Stuölaseli 26, Reykjavík. Ingibjörg Guðmundsdóttir, Hamraborg 18, Kópavogi. Þórunn Kristinsdóttir, Baughúsum 9, Reykjavik. 40 ára_________________________ Sólveig Hrafnsdóttir, Múlasiðu 5 D, Akureyri. Ragnar Jónsson, Valshólum 4, Reykjavík. Pálina Guðný Emilsdóttir, Torfufelli 13, Reykjavík. Anna Hjálmarsdóttir, Heiðarbraut 3, Blönduósi. Guðrún Katrín Aðalsteins- dóttir, Laugarnesvegi 53, Reykjavík. María Lourdes Hafsteinsson, Flétturima 11, Reykiavík. Ingibjörg Áslaug Olafsdóttir, Laufvangi 13, Hafharfirði. Herdís Hjörleifsdóttir, Flókagötu 4, Hafiiarfírði. Sigríður Ámý Sævaldsdóttir, Kirkjubraut 43, Höfn í Homa- firði. Þuríöur Guðný Ingvarsdóttir, Breiðvangi 26, Hafnarfirði. Magnús Páll Brynjólfsson, Dalbæ II, Hrunamannahreppi. Valgerður Skúladóttir, Logafold 111, Reykjavík. Jónína Berglind Ivarsdóttir, Blómsturvöllum 2, Grindavík. Gísli Jóhannesson, Nökkvavogi 62, Reykjavík. Ásdfs Helgadóttir, Tómasarhaga 39, Reykjavík. Eiríkur Ingi Björnsson, Melabraut 23, Blönduósi. 'J&Ufo£. '

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.