Dagblaðið Vísir - DV


Dagblaðið Vísir - DV - 18.07.1996, Qupperneq 13

Dagblaðið Vísir - DV - 18.07.1996, Qupperneq 13
FIMMTUDAGUR 18. JÚLÍ 1996 13 Fréttir Bandarískt fyrirtæki ræöir kaup á Áburðarverksmiðjunni: Vill endurvinna smurolíu í Gufunesi Áburöarverksmiöjan í Gufunesi. „Á þessu stigi er talað um að þeir myndu kaupa öll hlutabréf verk- smiðjunnar og greiða fyrir að hluta með hlutabréfum i þessari hreinsi- stöð þannig að ríkið yrði 25 prósent eignaraðili," segir Skúli Bjamason, stjómarformaður Áburðarverksmiðj- unnar hf. um óformlegt tilboð banda- ríska fyrirtækisins Allied Resource Corporation í verksmiðjuna. Fyrir- tækið hefur áhuga á að breyta Áburðarverksmiðjunni í Gufunesi í smurolíuendurvinnslustöð. Að sögn Skúia sýnist mönnum rekstrargrundvöliur Áburðarverk- smiðjunnar til framtíðar mjög ótryggur, tapið í fyrra hafi verið 82 miiljónir, og leiða því leitað til að nýta fjárfestingar. „Kynni af þess- um aðilum hófust fyrir um tveimur árum í tengslum við hugsanlega sinkframleiðslu. Þeir sendu okkur svo bréf í apríl síðastliðnum og lýstu áhuga á að setja upp olíuend- urvinnslustöð." Vegna þessa hefur verið sótt um umhverfismat til Skipulags ríkisins og er búist við niðurstöðu í vetur. „Ef svarið verð- ur jákvætt verður hægt að sækja um starfsleyfi ef samningar takast. En það er ekki búið að taka form- lega ákvörðun í stjórn verksmiðj- unnar um að selja. Þetta er allt á könnunarstigi." Dótturfyrirtæki Allied Resource Corporation, Puraiube, hefur einka- leyfi á nýrri aðferð við hreinsun ol- áunnar. „Þetta hefur í fór með sér að þeir myndu nýta áfram vetnisfram- leiðsluna því hún leikur lykilhlut- verk í hreinsunaraðferðinni. Að- ferðin felst í því að vetni er spraut- að á olíuna undir miklum þrýstingi. Framleiðsu á saltþétursýru og amm- óníaki yrði hætt en það eru aðal- hættuvaldarnir. Þar að auki yrði hávaðamengun minni,“ greinir Skúli frá. Rætt er um að hreinsa um 70 þús- und tonn af smurolíu á ári. „Þar af falla um 4 þúsund tonn innanlands. í dag er vandamál hvað á að gera við þá olíu. Mér skilst að hún sé brennd upp í Sementsverksmiðj- unni við ófullnægjandi aðstæður," bendir Skúli á. Gert er ráð fyrir að heildarkostn- aður erlendu aðilanna vegna verk- smiðjukaupanna verði um 2,4 millj- arðar íslenskra króna. -IBS V ínveitingaleyfi: Stjórn- end- urnir skuld- lausir Borgarráð hefur samþykkt að beina því til lögreglustjóra að krefja umsækjendur um vínveit- ingaleyfi um upplýsingar um hvort þeir hafi staði skil á opin- berum gjöldum og gjöldum til lífeyrissjóða. Jafnframt skulu fylgja um- sókn um vínveitingaleyfi upp- lýsingar um fyrirhugaðan opn- unartíma veitingastaðarins og varðandi nýja veitingastaði skal nágrönnum nú gefast kostur á að tjá sig um fyrirhugaða starf- semi þeirra. Þá skal félagsmála- ráð og borgarráð ekki taka um- sóknir um nýja veitingastaða til afgreiðslu fyrr en eftir að bygg- inganefnd borgarinnar hefur íjallaö um þær. -SÁ Neito,,, eldhús - bað - fataskápar Eigum fyrirliggjandi fallegu og vönduðu dönsku NETTO-line baðinnréttingarnar. Einnig margar stærðir fataskápa á frábæru verði. ÞESSI GLÆSILEGA BAÐINNRÉTTING, GERÐ „ROMANTIC", KOSTAR AÐEINS KR. 69.800,- FYRSTA FLOKKS FRÁ /FOnix HÁTÚNI 6A REYKJAVÍK SlMI 552 4420 Faxamjölsverksmiðjan í Örfirisey stækkuð Eftir stækkun Faxamjölsverksmiöjunnar veröur hægt aö bræöa 600 tonn á sólarhring í staö 140 áöur. DV-mynd S Verið er að reisa 600 fermetra við- byggingu við Faxamjöl í Örfirisey og gert er ráð fyrir að nýja húsnæð- ið verði tilbúið í janúar á næsta ári. „Það er verið að stækka verk- smiðjuna úr 140 tonnum á sólar- hring í 600 tonn,“ segir Kjartan Örn Ólafsson, verksmiðjustjóri hjá Faxa- mjöli í Örfirisey. „Við erum búnir að sanna að við höfðum rétt fyrir okkur þegar við sögðum að þetta yrði lyktarlaust og þess vegna feng- um við að stækka," leggur Kjartan áherslu á. „Það er rosalegt þegar Grandi er að frysta loðnu á hávertíðinni og kannski hrogn að flytja þurfi kannski 15 til 20 þúsund tonn af hrati úr Reykjavík með sanddælu- skipi til Siglufjarðar. Það er hægt að ímynda sér hvemig hráefnið er þá orðið. Það fást miklu betri afurðir þegar karlinn er tekinn beint og bræddur hér,“ bætir Kjartan við. Hann segir hinn nýja hluta verk- smiðjunnar verða í gangi á loðnu- vertíð og þegar uppgrip koma. -IBS Aukablað um FERÐIR INNANLANDS Afmælisár að heQast á Sauðárkróki: Fernum tíma- mótum fagnað Sauðárkróksbær undirbýr af full- um krafti afmælishátíð í tilefni af því að á þessu ári og því næsta verð- ur fernum tímamótum i sögu byggð- arlagsins fagnað. Hátíðin hefst helg- ina 20. og 21. júlí næstkomandi og lýkur í raun ekki fyrr en 20. júlí á næsta ári. Á þessu ári eru 125 ár liðin frá því að byggð hófst á Sauðárkróki. En á næsta ári verða 140 ár liðin frá því Sauðárkrókur varð löggiltur verslunarstaður, 90 ár frá því Sauð- árkrókur varð sérstakt sveitarfélag og 50 ár frá því bærinn hlaut kaup- staðarréttindi. Á komandi afmælisári er ætlunin að taka til hendinni og gera góðan bæ betri, eins og segir í tilkynningu frá Afmælisnefnd Sauðárkróks. Af- mælisárið verði því í senn hátíðar- ár og átaksár. Litið verði yfir farinn veg og lærdómur dreginn af fortíð- inni og hann nýttur til að búa bæj- arfélagið undir framtíðina. í upphafi hátíðarinnar verður boðið upp á fjölbreytta dagskrá, jafnt fyrir bæjarbúa sem ferðamenn og aðra gesti. DV gaf út aukablað í tilefni af tímamótunum gaf DV út aukablað um Sauðárkrók. Blaðið kemur út miðvikudaginn 17. júli næstkomandi. Þetta er í fyrsta sinn sem DV gefur út aukablað um Sauð- árkrók en blaðið hefur um árabil gefið út sambærilegt blað um Akur- eyri auk þess sem skrifað hefur ver- ið sérstaklega um Borgarnes, Sel- foss og Hveragerði. Miðvikudaginn 24. júlí mun aukablað um ferðir innanlands fylgja DV. í þessu blaði verður fjallað um útihátíðir um verslunar- mannahelgina. Efni blaðsins verður að öðru leyti tengt flestu því sem er á boðstólum vegna ferðalaga innanlands. Fjallað verður um afþreyingarvalkosti, viðlegu- og annan ferðabúnað og ýmsa athyglisverða staði og ferðamöguleika. Umsjón efnis hefur Ingibjörg Óðinsdóttir blaðamaður. Þeir auglýsendur sem hafa áhuga á að auglýsa íþessu aukablaði eru vinsamlega beðnir að hafa samband við Guðna Geir Einarsson í síma 550 5722 á auglýsingadeild DV. Vinsamlega athugið að síðasti skiladagur auglýsinga er fimmtudagurinn lö.júlí. ATH! Bréfsími okkar er 550 5727 Auglýsingar Sími 550 5000, bréfasími 550-5727. -bjb

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.