Dagblaðið Vísir - DV - 18.07.1996, Blaðsíða 24

Dagblaðið Vísir - DV - 18.07.1996, Blaðsíða 24
32 FIMMTUDAGUR 18. JÚLÍ 1996 Sviðsljós Aha ekki endurreist Morten Harket, sjarmörinn úr Aha-hljómsveitinni sem naut mikilla vinsælda á seinasta ára- tug, hefur gefið út nýja smáskífu. Nefnist sú „Heaven Is not for Saints" og fjallar um það að menn eigi að leggja áherslu á eig- ið líf. Af því tilefni sá Harket ástæðu til að neita öUum sögu- sögnum að Aha-hljómsveitin verði endureist á næstunni. Michael og Lennox bítast um hús Stórstjörnurnar George Mich- ael og Annie Lennox eru að leita sér að nýju húsi. Þau hafa bæði fundið hús sem þeim líst vel á. Vandamálið er bara að það er sama húsið sem þau hafa orðið hrifm af. Það er víst ekki hægt að ljá þeim það því húsið sem um ræðir er enginn torfkofl Það er í útjarði Lundúnaborgar og kostar um 500 milljónir króna. Meðal þess sem húsiö inniheldur er bíó- salur, sundlaug, flottur foss inn- anhúss, æfingarherbergi, bóka- safn, þrjár borðstofur og fimm svefnherbergi. Ekki er orðið ljóst hvort þeirra nælir í húsið. Culkin viU fjárhaldsmann Bamastjarnan Macaulay Culk- in reynir hvað hann getur til að fá skipaðan fjárhaldsmann yfir eignum sínum, sem nema um 2 milljörðum króna. Hann er hræddur um aö foreldrar hans eyði auðnum, en móðir hans og faðir hafa átt í miklum illdeilum að undanfómu. Hasselhoff og Ekberg David Hasselhoff, vöðvabúntið íturvaxna sem er á bak við vel- gengni þáttanna um Strandverð- ina, ætlar að fara að gefa út nýja plötu. Hann hefur beðið engan annan en Ulf Ekberg úr hljóm- sveitinni Ace of Base aö hjálpa sér með lagaskrif og upptökur. Hasselhoff kemur því til Svíþjóð- ar í ágúst til að syngja inn á plöt- una en hún á að vera tilbúin í október. Þaö er svo John Ballard, framleiðandi Ace of Base, sem sér um skipulagshliðina. DV Demi Moore farin að undirbúa sig fyrir nýtt hlutverk: Klagaði í Clinton forseta Demi Moore fækkar fötum af mik- illi innlifun í nýjustu mynd sinni sem nefnist Striptease. Nokkuð var rætt um hve stælt hún var orðin fyrir myndina og fannst mörgum nóg um. En Demi Moore er þekkt fyrir að lifa sig inn í hlutverkin sín. Og hún lét sér ekki nægja að koma sér í topp- form líkamlega heldur dvaldi hún langtímum á fatafellubörum þar sem hún pældi fram og aftur í þeirri list að tína af sér spjarirnar. Þegar Demi Moore mætti til frum- sýningarinnar á dögunum ásamt eig- inmanni sínum, Bruce Willis, og tveimur barnungum dætrum þeirra rak marga í rogastans. Héldu sumir að fatafelluhlutverkið hefði markað sérkennileg spor á leikonuna þar sem hún mætti krúnurökuð á staðinn. En kiwiklipping Moore á sér skýringar. Hún er byrjuð að vinna við næstu mynd sína sem nefnist GI Jane. Leik- ur hún konu í sérsveitum hersins þar sem allir eru krúnurakaðir. Þeir hjá Bandaríkjaher voru ekk- ert of viljugir við að hjálpa til við tök- ur myndarinnar. Gramdist aðstand- endum myndarinnar eðlilega sú framkoma og Moore reiddist. Hún var ekkert að tvínóna við hlutina heldur hringdi beint í Bill Clinton forseta og klagaði. Þeir hjá hernum fengu orð í eyra og hafa síðan verið ljúfir eins og lömb. Það getm- komið sér vel að eiga vini í háttsettum stöðum. Demi Moore kemur til frumsýningar Striptease ásamt fjölskyldu sinni. Mikil tónlistarhátíð var haldin í Berlín um helgina eins og flestir áhorfendur MTV sjónvarpsstöðvarinnar hafa vafalaust tekið eftir. Meira en hálf milljón æstra aðdáenda techno-tónlistar dansaöi villt í svokallaðri Ástargöngu, sem er orðinn árlegur viðburður í Berlín og nýtur sívaxandi vinsælda. Það voru 40 stórar sendibifreiðar, hver meö kraftmiklu magnarakerfi, sem fóru í fararbroddi en ungmennin fylgdu á eftir í góöri sveiflu. Hér má sjá nokkur þeirra við Branden- borgarhliöið. Stórtenórarnir þrír, Placido Domingo, Jose Carreras og Luciano Pavarotti, héldu tónleika í Vínarborg á laugardag inn. Hér sjást þeir veifa til áhorfenda aö loknum tónleikunum. Hinn gamalreyndi söngvari Iggy Popp kom nýlega fram á mikilli tón- listarhátíð á Spáni. Um 25 þúsund manns horfðu á goðið sem sýndi gamla takta af mikilli list.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.