Dagblaðið Vísir - DV - 17.08.1996, Page 3

Dagblaðið Vísir - DV - 17.08.1996, Page 3
JjV LAUGARDAGUR 17. ÁGÚST 1996 fréttir Haraldur Böövarsson hf.: Áfram unnið að sam- einingu Áfram verður unnið að samein- ingu útgerðarfyrirtækjanna Harald- ar Böðvarssonar hf., Miðness í Sandgerði og Krossvíkur þrátt fyrir að Þormóður rammi á Siglufirði hafi dregið sig út úr sameiningar- viðræðum. Þegar hefur verið undir- rituð samrunaáætlun á milli Har- cddar Böðvarssonar og Krossvíkur sem kunnugt er starfa bæði á Akra- nesi. Þegar þær fréttir spurðust út að Þormóður rammi hefði hætt við lækkaði gengi hlutahréfa í Haraldi Böðvarssyni og Þormóði ramma á Verðbréfaþingi töluvert. Gengi bréf- anna í HB fór úr 5,25 í 4,50 á fimmtudag, lækkaði um 14%, og bréfin í Þormóði ramma lækkuðu úr 5,05 í 4,25, eða um 16%. Eftir að fréttist af sameiningarviðræðum þessara fyrirtækja fyrir nokkrum vikum hækkaði gengi hlutabréf- anna. Miðnes og Krossvík eru að vísu ekki á hlutabréfamarkaði. Stjórnendum og stærstu hluthöf- um Þormóðs ramma þótti samein- ing ekki hagkvæm þegar öllu var á botninn hvolft. í upphafi viðræðna, sem tekið höfðu töluverðan tíma, sáu menn þó töluverðan ávinning af sameiningu. Grandi í Reykjavík er stærsti hluthafinn og samkvæmt heimildum DV voru uppi efasemdir á þeim bæ um sameininguna. -bjb Flúðir: Flugvél óká tvær aðrar Fyrir nokkru varð slysalegt óhapp á flugvellinum á Flúðum. Verið var að snúa lítilli Cessna flug- vél í gang og var flugmaðurinn því ekki viðbúinn að hún færi af stað. Hann sat í vélinni en áður en hann gat nokkuð að gert hafði vélin ekiö stjómlaust á tvær aðrar. Töluverðar skemmdir urðu á vélijini sem fór af stað og annarri þeirra sem hún lenti á. Menn voru ekki í hættu. -sv Hraðakstur: 450 ökumenn teknir í Reykjavík ~ á 6 sólarhringum ILögreglan í Reykjavík hefur tekið óvenjumarga ökumenn fyrir hraðakstur á síðustu 6 sól- arhringum. Alls hafa 450 öku- menn verið teknir og 15 sviptir ökuleyfi í borginni á þeim tíma. „Við erum með átak í gangi : þar sem grunnskólamir eru að fara að byrja. Þetta er fólk á öll- um aldri sem við erum að taka | fyrir að keyra of hratt, jafnt | unglingar sem fullorðið fólk,“ sagði Jakob Þórarinsson hjá umferðarlögi'eglunni. -RR Lögfræðingur ósáttur við að borga af námslánum of snemma: Óþolandi að LÍN ákvarði námslok að eigin geðþótta „Mér finnst sem menn hjá Lána- sjóði íslenskra námsmanna séu farnir að túlka nokkuð þröngt áikvæði laga um námslok. Ég út- skrifaðist í febrúar 1995 og fékk rakkun í maí síðastliðnum, rúmu ári eftir námslok. Lögin segja að líða eigi tvö ár þar til greiðslur eigi að hefjast og mér finnst óþolandi að LÍN geti ákvarðað námslok að eigin geðþótta," segir lögfræðingur í sam- tali við DV. Lögfræðingurinn segist ekki treysta sér til þess að koma fram undir nafni því hann sé upp á Lána- sjóðinn kominn ætli hann sér í framhaldsnám. Hann segist hafa fengið lán allan námstímann, 6 ár, en námið miðist við fimm þar. „Ég hef ekkert formlegt svar feng- ið frá LÍN um ástæður þess að ég var rukkaður þetta snemma en mið- að við það sem ég hef heyrt frá kol- legum mínum í svipaðri aðstöðu þá sýnist mér að nú sé verið að refsa mér fyrir að hafa verið einu ári lengur í náminu en gert er ráð fyr- ir, jafnvel þótt menn séu að meðal- tali meira en 6 ár að ljúka því,“ seg- ir lögfræðingurinn. Hinn nýútskrifaði lögfræðingur sagðist í samtali við DV hljóta að gera athugasemdir við „hið ólög- mæta valdframsal“ þar sem svo virðist sem Lánasjóðurinn geti sett reglur eins og honum sýnist og túlk- að þær að vild. „Það kom alveg flatt upp á mig þegar ég fékk rukkunina í pósti og með þvi að rukka þetta snemma. Mönnum era i lögunum gefin tvö ár til þess að koma sér fyrir að námi loknu og sá tími var styttur um eitt ár við síðustu breytingar. Ég held að öllum hljóti að skiljast að styttri megi þessi tími ekki vera,“ segir lögfræðingurinn. „Skrifi menn stjórn Lánasjóðsins formlegt bréf fá þeir formlegt svar og mér þykir einkennilegt ef þessi maður hefur ekki fengið nein svör. Hitt er að hér gilda ákveðnar reglur um námslok og fari menn fram úr því svigrúmi sem við veitum þá fá þeir ekki lán. Reglurnar um náms- lok hafa verið einfaldaðar og vita- skuld geta komið upp álitamál. Ég skora á þennan mann að tala við mig og skýra sitt mál. Það mun verða séð til þess að leyst verði úr ef hægt er,“ segir Lárus Jónsson, framkvæmdastjóri Lánasjóðs ís- lenskra námsmanna. -sv KIA KIAjeppi á frábæru verði, piús aukabúnaður! - Hverjum KIA jeppa fylgir plúspakki aö verðmæti 171.900.- Upphækkun 4 cm Stígbretti Álfelgur + Stærri dekk + Hlíf á varadekk Staöalbúnaöur KlA er m.a.:^ Hátt og lágt drif► Rafmagnsrúður^Aflstýri ► Veltistýri ► Samlæsingar ► útvarp meö segulbandi ► Rafstýrðir útispeglar ► Litaö gler KIA! Kemur út í plús ! KlA Sportage 5 dyra handskiptur m/ plúspakka: 1.998.000 KIA Sportage 5 dyra sjálfskiptur m/ plúspakka: 2.141.000 HEKLA SÍMI 569 5500

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.