Dagblaðið Vísir - DV - 17.08.1996, Blaðsíða 13

Dagblaðið Vísir - DV - 17.08.1996, Blaðsíða 13
JL>V LAUGARDAGUR 17. ÁGÚST 1996 13 Brúðarpar DV, Jara og Einar: Stóri dagurinn er í dag Brúðarpar DV, Jara Guðnadóttir og Einar Sigurðsson, ganga upp að altari Hall- grímskirkju kl. 17 í dag þar sem sr. Guö- laug Helga Ásgeirsdóttir mun gefa þau saman. Jara og Einar ættu að vera lesendum DV vel kunn því blaðið valdi þau til þess að vera brúðarpar DV og gaf þeim af því tilefni 300 þúsund krónur til þess að kaupa það sem þau vantaði úr smá- auglýsingum blaðsins. Lesendur hafa síðan fengið að fylgjast með því þegar þau fluttu inn í nýja íbúð og hvernig gengið hefur að fá í hana ýmsa hluti í gegnum smáauglýsing- arnar. Jara er 24 ára bogmað- ur, vinnur hjá Scandia, og Einar 26 ára fiskur, vinnur sem flugþjónn hjá Flugleiðum. Þau kynntust þegar þau störfuðu bæði hjá flugfélag- inu Atlanta, hann sem flug- þjónn, hún sem flugfreyja. Ástin kviknaði í Jeddah í Sádi-Ar- abíu og þau hafa nú búið saman í þrjú ár. „Við vorum búin að velta þessu upp og mig langaði til þess að bera bónorðið upp á frumlegan hátt. Ég var búinn að hugsa mig lengi um og mér datt ekkert annað í hug en að fara með hana upp í Öskjuhlið í há- degi á mánudegi, krjúpa ofan í drullu- poll með blómvönd fyr- ir aftan bak. Það gekk eftir, hún sagði já,“ sagði Einar við DV 18. maí. Jara sagði við DV 22. júní að hún hefði Hallgrímskirkju kirkjugólfið væri langt. Hún sagðist að njóta þess til fullnustu að ganga inn gólfið í kjólnum sem hún myndi taka þátt í að sauma og hanna. „Kjóllinn verður íburðarmikill og frekar gamáldags. Ég er ekki mikið fyrir það sem er vinsælast í dag og vil fá nokkurs konar prinsessukjól með löngum slóða,“ sagði Jara í júní. DV óskar brúðhjónunum til hamingju með daginn. -sv Jara og Einar ganga upp að altari Hallgrímskirkju í dag þar sem sr. Guðlaug Helga Ásgeirs- dóttir mun gefa þau saman. Lesendur DV hafa fylgst með þeim í sumar, allt á því að þau voru valin brúðar- par DV. DV-mynd GS kraftw; gœði, ending Ármúla 17, Reykjavik, simi 568-8840 Dömur & Herrar Er meltingin í standi? Margt getur truflað eðlilega starfsemi meltingarfieranna, t.d. langvarandi óheppilegt mataræði. Einnig er algengt að neysla fúkkalyfja setji meltinguna úr jafnvægi vegna þess að lyfin eyða því miður ekki einungis sjúkdómsvaldandi sýklum, heldur rústa þau jafnffamt nauðsynlegum gerlagróðri meltingarfæranna. Til að koma starfsemi þeirra aftur í eðlilegt horf eru notaðir Acidophilus gerlar. Acidophilus hylki eru þægileg í inntöku og koma jafhvægi á meltinguna. Éh, íeilsuhúsiö Kringlunni & Skólavörðustíg GULI MIDINN TRYGGIR GÆÐIN! Askrifendur fá aukaafslátt af smáauglýsingum DV aM mil// hlrnjn. Smáauglýsingar 550 5000 ';S Tilboðsverð á Charade sedan 1500 Aðeins örfáir sjálfskiptir bílar á einstöku tilboði - athugaðu málið! Innifalið: Vökvastýri, útvarp/segulband, bein innspýting, 1,5 lítra, 90 hestafla vél og fullur bensíntankur BRIMB0RG FAXAFENI 8 • SlMI 515 7010
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.