Dagblaðið Vísir - DV - 17.08.1996, Side 14

Dagblaðið Vísir - DV - 17.08.1996, Side 14
14 LAUGARDAGUR 17. ÁGÚST 1996 DV Útgáfufélag: FRJÁLS FJÖLMIÐLUN HF. Stjórnarformaður og útgáfustjóri: SVEINN R. EYJÓLFSSON Framkvæmdastjóri og útgáfustjóri: EYJÓLFUR SVEINSSON Ritstjóri: JÓNAS KRISTJÁNSSON Aðstoðarritstjóri: ELÍAS SNÆLAND JÓNSSON Fréttastjóri: JÓNAS HARALDSSON Auglýsingastjóri: PÁLL STEFÁNSSON Ritstjórn, skrifstofur, auglýsingar, smáauglýsingar: ÞVERHOLT111, blaðaafgreiðsla, áskrift: ÞVERHOLTI 14, 105 RVÍK, SÍMI: 550 5000 FAX: Auglýsingar: 550 5727- RITSTJÓRN: 550 5020 - Aðrar deildir: 550 5999 GRÆN númer: Auglýsingar: 800 5550. Áskrift: 800 5777 Stafræn útgáfa: Heimasíða: http://www.skyrr.is/dv/ Ritstjórn: dvritst@centrum.is - Auglýsingar: dvaugl@centrum.is. - Dreifing: dvdreif@centrum.is AKUREYRI: Strandgata 25, simi: 462 5013, blaðam.: 462 6613, fax: 461 1605 Setning og umbrot: FRJÁLS FJÖLMIÐLUN HF. Filmu- og plötugerð: ISAFOLDARPRENTSMIÐJA HF. - Prentun: ÁRVAKUR HF. Áskriftarverð á mánuði 1700 kr. m. vsk. Lausasöluverð 150 kr. m. vsk., Helgarblað 200 kr. m. vsk. DV áskilur sér rétt til að birta aðsent efni blaösins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. Bob Dole lagður af stað Bob Dole, sem um langan aldur var einn helsti foringi bandarískra repúblikana í þjóðþinginu í Washington, var formlega krýndur sem forsetaframbjóðandi flokksins á þingi sem lauk í gær í San Diego í Kaliforníu. Sú nið- urstaða hefur auðvitað legið fyrir allt frá því að prófkjör- um lauk snemma sumars, en þá lagði Dole keppinauta sína að velli hvern af öðrum. Hann hefur því loksins náð markmiðinu, sem hann hefur keppt að síðustu 15 árin; að fá tækifæri til að ná kjöri sem forseti Bandaríkjanna. Það hefur reyndar lengi verið almennt viðhorf svokall- aðra stjórnmálaskýrenda að Bob Dole hefði enga raun- hæfa möguleika á að sigra núverandi forseta, Bill Clin- ton, sem verður með svipuðum hætti krýndur sem for- setaframbjóðandi demókrata á flokksþingi í Chicago eft- ir nokkra daga. Honum er fundið margt til foráttu; hann sé orðinn of gamall, sé óspennandi ræðumaður og hafi þar að auki á bakinu langa pólitíska fortíð í landi þar sem álit almennings á stjórnmálamönnum er í lágmarki. Sjálfur er Bob Dole á annarri skoðun. í ræðu sinni á flokksþinginu lagði hann áherslu á að aldrinum fylgdi reynsla og þekking kynslóðar sem fórnaði miklu fyrir föðurlandið, ólíkt núverandi forseta sem kom sér undan herþjónustu á tímum styrjaldarinnar í Víetnam. Og víst er að Bandaríkjamenn setja ekki aldurinn fyrir sig, ef þeim líst á manninn, eins og sannaðist á Ronald Reagan. Dole hefur líka gætt kosningabaráttu sína nokkru lífi með vali á varaforsetaefni. Jack Kemp, sem var kunn ruðningshetja þar vestra á sínum yngri árum, er snjall ræðumaður sem boðar pólitíska trú sína með ákafa far- andpredikarans. Þá styrkti það einnig stöðu Doles að Colin Powell, sem sagður er njóta mestrar virðingar allra manna í Bandaríkjunum um þessar mundir og margir vildu fá í forsetaframboð, lýsti yfir stuðningi við hann og gaf kost á sér sem ráðherraefni í hugsanlegri ríkisstjórn Doles eftir kosningamar í nóvember. Dole lagði á það áherslu í ræðu sinni á flokksþinginu að repúblikanar væru flokkur Abrahams Lincolns og á þeim miðjugmndvelli stjórnmálanna myndi hann leita til bandarísku þjóðarinnar. Sú stefna er í ljósri andstöðu við þá afar hægrisinnuðu málefnayfirlýsingu sem sam- þykkt var á flokksþinginu. En auðvitað er löng hefð fyr- ir því að forsetaframbjóðendur taki ekkert mark á slík- um plöggum þegar út í kosningaslaginn er komið. Dole virðist ætla að byggja kosningabaráttu sína ann- ars vegar á mjög hörðum árásum á Bill Clinton og verk hans síðustu fjögur árin og hins vegar á fjölda loforða sem enginn hefur trú á að hann muni geta staðið við ef hann nær kjöri. Hann lofar til að mynda 15 prósenta lækkun tekjuskatts sem á þó ekki að skerða framlög rík- isins til stærstu útgjaldaliðanna á fjárlögunum. Á sama tíma ætlar hann að standa að hallalausum fjárlögum. Samkvæmt skoðanakönnunum hefur Dole verulega minna fylgi meðal bandarískra kjósenda en Bill Clinton. Bilið mun eitthvað hafa minnkað meðan á sýningunni í San Diego stóð, en búast má við að það aukist á ný þeg- ar bandarískir sjónvarpsáhorfendur fá að fylgjast með sýningu demókrata í Chicago. í millitíðinni mun Fram- faraflokkurinn, sem fundar um helgina á Langasandi í Kaliforníu, útnefna milljónamæringinn Ross Perot sem frambjóðanda sinn, en Perot fékk um 19 prósent í síð- ustu forsetakosningum. Framboð hans mun hins vegar skipta litlu nema bilið á milli frambjóðenda gömlu flokk- anna þrengist verulega þegar nær líður kjördegi. Elías Snæland Jónsson Lebed lætur sverfa til stáls í Kreml Alexander Lebed hefur lagt til atlögu í Moskvu í því skyni að vinna bug á nær tveggja ára ófriði í Tsjetsjeníu. Sem hershöfðingja með orðstír sæmir hefur hann ákveðið að leggja allt undir í viðureigninni um undirtökin í valdabaráttunni í Kreml og hver best standi að vigi að taka við af Jeltsín forseta, hvort sem honum endist heilsa til að sitja út kjör- tímabilið eða ekki. Atburðarásin hefur verið hröð síðan Tsjetsjenar lögðu til atlögu gegn setuliði Rússa í höfuðstað sínum, Grosní, mestmegnis sveit- um úr liði innanríkisráðuneytis Rússlands, daginn áður en Jeltsín tók við forsetaembætti öðru sinni. Hámarkinu i þeim þættinum sem felst í valdabaráttu í Kreml var náð í gær, þegar Lebed krafðist þess opinberlega að Anatolí Kúlíkov innanríkisráðherra yrði vikið úr embætti fyrir ábyrgð hans á óförum Rússa í Tsjetsjeníu og blóðbaðinu sem þar hefur átt sér stað. Lebed fullyrti að Kúlíkov hefði vitað fyrir um atlögur Tsjetsjena að Rússum í Grosní, bæði í síð- ustu viku og í mars í vetur, en lát- ið undir höfuð leggjast að gera ráðstafanir til að bregðast við þeim. Aftur á móti hefðu nánir samstarfsmenn hans í innanríkis- ráðuneytinu lagt drög að því að færa stríðið út til annarra Kákasuslýðvelda með ögrunarað- gerðum í Dagestan og Ingúsetíu, nágrannalýðveldum Tsjetsjeniu að austan og vestan. Ríki sem vill láta líta svo á að það haldi lýðræði í heiðri getur ekki leyst vandamál sín með eld- flaugum og sprengjum, sagði Lebed við fréttamenn. Hann kvaðst telja, eftir viðræður við forustumenn Tsjetsjena, að nú væri tækifæri til að koma á friði, gripi Rússlandssstjórn það af heil- indum. Á tæpri viku hefur Lebed farið tvær ferðir til Tsjetsjeníu. í þeirri fyrri var tvívegis skotið á bíl hans og fer ekki á milli mála að í ann- að skiptið að minnsta kosti voru Rússar að verki. Við myndatökur lét Lebed sjást að hann hafði látið vera að bera skothelt vesti í ferða- lögunum. Eftir fyrri ferð Lebeds tók Jeltsín forseti ákvörðun um að fela honum einum yfirstjórn á samræmingu aðgerða allra stofn- ana framkvæmdavalds Rússlands í Tsjetsjeníu. Um leið leysti forset- inn frá störfum umsjónarnefnd með aðgerðum í Tsjetsjeníu sem starfað hefur undir forsæti Vikt- ors Tsjernomyrdíns forsætisráð- herra, en hann hafði rætt það op- Erlend tíðindi Magnús Torfi Ólafsson inberlega að lýsa yfir neyðar- ástandi í Grosní. Umsjónamefndin hafði komið á laggirnar leppstjóm í Grosní, en Tsjetsjeninn sem fyrir henni fór, Dúkú Savgajev, ílýði til Moskvu um leið og bardagasveitir aðskiln- aðarsinna tóku að sækja að Rúss- um. Löggæslulið leppstjórnarinn- ar, sem Rússar höfðu vopnað, fór í felur eða gekk í lið með bardaga- sveitum landa sinna um leið og þriðja orustan um Grosní hófst. Tvískinnungurinn í afstöðu rússneskra yfirvalda kom berlega í ljós strax eftir fyrri ferð Lebeds til Tsjetsjeníu. Hann kvaðst hafa komið í kring vopnahléi, að mönn- um telst til því þrettánda frá því stríðið hófst. Konstantín Púlikov- skí, yfirhershöfðingi Rússa í Tsjetsjeniu, vildi hins vegar ekki við neitt vopnahléssamkomulag kannast. Þrátt fyrir það hafa bar- dagar i návígi I borginni fjarað út síðustu daga. Aðilar í rússnesku herstjóm- inni, sem ekki vilja friðargerð, hafa hins vegar látið þyrlur og árásarflugvélar halda uppi árás- um á flóttafólk á leið frá Grosní og nálæg sveitaþorp. Réðust sex flug- vélar á eitt, vörpuðu 18 sprengjum og drápu átta manns, þar af sex manna fjölskyldu. Lebed sagði fréttamönnum eftir fyrri Tsjetsjeníuferðina að margir græddu fé á ófriðnum. Lýsingar hans á soltnum, klæðalitlum og forustulausum rússneskum her- sveitum gáfu til kynna að hann áliti að fé sem veitt er til her- kostnaðarins renni að drjúgum hluta í vasa þeirra í stjórnkerfl hersins sem eiga að koma því áleiðis. Herforingi sagði þetta ber- um orðum á fréttamannafundi í Moskvu. Gera verður ráð fyrir að Jeltsín hafl gert sér grein fyrir því hvað Lebed ætlaðist fyrir, þegar hann fól honum yfirumsjón með öllum málum sem Tsjetsjeniu varða. Brátt kemur í ljós, og máske áður en þessi orð birtast, hvort Rúss- landsforseti viðurkennir í verki, eins og hann hefur þegar gert í orði, að Tsjetsjeníustríðið sé sín herfllegustu mistök. Sfmamynd Reuter skoðanir annarra Marklaus stefnuskrá i; Flokksþing repúblikana samþykkti á mánudag stefnuskrá sem forsetaefnið segist aldrei lesa og sé I ekki skyldugt að framfylgja. Stefnuskráin var af- greidd snarlega svo röð ræðumanna kæmist að á besta tíma í sjónvarpinu. Flestir þeirra voru fulltrú- ar fyrir þá nútímastefnu repúblikana sem ekki er 1 neinu samræmi við samþykkta stefnuskrá. Þess i vegna veltir þjóðin því fyrir sér hvort taka eigi al- j varlega stefnuskrá flokks sem leiðtogar hans virð- : ast staðráðnir í að hundsa. Úr forustugrein New York Times 14. ágúst. Kvabb fyrir dómstóla Þegar hópur hörðustu andstæðinga gegn aðild ; Danmerkur að Evrópusambandinu leitar til dóm- stóla með fullyröingar um að samþykkt okkar á j Maastricht-sáttmálanum gangi í berhögg við stjóm- j arskrána virðist hreinasta kvabb á ferðinni. Það er það líka. En eftir að hæstiréttur úrskurðaði að lát- ið yrði reyna á fuflyrðinguna fyrir rétti hefur mál- inu verið lyft á hærra og athyglisverðara plan. Tek- ið skal fram að úrskurður hæstaréttar felur einung- is I sér að málið verði tekið fyrir en ekki nein vís- bending um að aðildin að Maastricht sé ómkerk.“ Úr forustugrein Jyllands Posten 13. ágúst. Engir grænir karlar Steinrunnar örverur í sprungum steins, sem mögulegt er að hafi komið frá Mars fyrir milljónum ára, líkjast í engu litlum grænum körlum eða fyrir- bærum sem sáust í stjörnukíki Harvardháskóla fyrr á öldinni. Framleiðendur í HoUywood geta ekki notað slikar örverur tfl neins. Dramatískur út- varpsþáttur um tUveru þeirra er ekki líklegur tU að orsaka öngþveiti. En engum er þó sama. Forstjóri NASA sagði: Við erum við þröskuld himnaríkis og það er stórkostlegt að vera tU.“ Úr forustugrein Washington Post 13. ágúst.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.