Dagblaðið Vísir - DV - 17.08.1996, Qupperneq 16

Dagblaðið Vísir - DV - 17.08.1996, Qupperneq 16
16 LAUGARDAGUR 17. ÁGÚST 1996 DV Bogi Agnarsson, þyrluflugmaður hjá Gæslunni, í Nígeríu: Eins og ao vera inn í aðra tilv „Það merkilegasta við veruna í Nígeriu fannst mér þegar ég flaug leiguflug með Chief Abiola í kosn- ingabaráttunni þegar hann sigraði í kosningunum í Nígeríu árið 1993,“ segir Bogi Agnarsson, þyrluflug- maður hjá Landhelgisgæslunni. Bogi fór í leyfi frá Gæslunni og hóf störf hjá hollensku fyrirtæki í Ní- geríu og flaug á sams konar þyrlu og TF SIF. Bogi flaug á olíuborpall- ana og einnig inn í frumskóginn til dælustöðvanna ásamt farþegaflugi og leiguflugi. „Við flugum með Abiola til mjög einangraðra staða nálægt Kamerún. Hundruð manna komu og fögnuðu honum þegar við lentum á fótbolta- velli. Á meðan hann hélt framboðs- ræðu skoðuðu krakkarnir mig mjög nákvæmlega. Allflestir höfðu aldrei barið augum hvítan mann. Þeim fannst ég miklu merkilegri heldur en Abiola og höfðu engan áhuga á ræðunni. Sumir nálguöust mig mjög varlega og reyndu að koma við mig til þess aö athuga hvort ég væri af holdi og blóði eins og þeir. Þegar þeir sáu að ég beit ekki voru þeir mjög vinalegir. Ég varð þó að lokum að kalla á lögregluna til þess að halda krökkunum frá því þeir höfðu aldrei séð þyrlu í návígi,“ segir Bogi. Bogi flaug meö Chief Abiola, forseta Nígeríu, í kosningabaráttunni. Tengdamamma í ísskápnum Bogi segir allt koma á óvart fyrir þá sem koma í fyrsta sinn til Níger- íu. Siðimir eru vægast sagt dálítið ólíkir þeim vestrænu. „Þegar ég var nýkominn til Ní- geríu flaug ég með vin minn út á borpall. Áður en við fórum kom Ní- geríumaður, sem vann í flugskýl- inu, til hans og spurði hvort hann gæti keypt dósakók á borpallinum. Það var ekki til og við sögðum hon- um það. Nígeríumaðurinn sagði okkur þá að hann þyrfti að halda erfidrykkju því tengdamóðir hans væri nýlátin. Hann sagðist þurfa að koma dósunum í ísskápinn en flöskur kæmust ekki fyrir því tengdamóðir hans væri þar fyrir. Þama er meðalhit- inn kring- um 30 gráð- ur og konan var drasl sem þeir notuðu fyrir strætó. Þeir voru yfirfullir af fólki og það hékk einnig aftan á og á hliðunum ef það komst ekki inn og bílamir keyröu mishratt fram hjá. Við erum vön skipulögðum þjóðfélögum en þama virkar ekkert. Maður er bet- ur settur með peninga heldur en lögleg skjöl því maður borgar sig út úr öllum vand- ræðum sem maður lend- Samsafn þjóðflokka Landið er samsafn af þjóðflokk- um og engin ein heildarmenning í landinu. Að sögn Boga líta Nígeríu- menn fyrst og fremst á sig sem hluta af þjóðflokki en síðan Níger- íumenn. „Ég held að menn ættu að kynna sér þjóðfélagsástandið áður en þeir reyna að koma á lýðræði. Ólæsi og menntunarleysi er mjög mikið ásamt fátækt þó landið sjálft sé ríkt. Meölimir þjóðflokkanna taka viö skipunum frá höfðingjum þjóð- flokkanna um hvar þeir ættu að krossa í kosningum ef til kosninga kæmi. í pólitískum skilningi er erfitt að koma lýðræði á í Nígeríu." Bogi segir Nígeríumenn ákaflega geðuga og lífsglaða. Vissir hlutir, sem eru mikilvægir á Vesturlönd- um, hafa ekkert að segja í Nígeríu. Stundvísi og tímaskyn er öðruvísi en á Vesturlöndum og ekkert geng- ur samkvæmt klukkunni og Níger- íumenn hugsa lítið fram í tímann. „Forfeður okkar þurftu að berjast við kulda og huga að mat fram í tímann því þeir höfðu þrjá eða fjóra mánuði til þess. í Afríku er hægt að leggjast undir hvaða tré sem er og sofna. Ef maður er ekki étinn af snáki þá vaknar maður og fær sér ávexti af trjánum.“ geymd í ísskápnum til þess að hún rotnaði ekki,“ segir Bogi. Bogi segir að strax á flugvellinum hefði honum liðið eins og homnn hefði verið hent inn í allt aðra til- veru. Það er mikið um ræningja og allir aö reyna að ná i dollara. Ræn- ingjar hafa mjög mikla tilfinningu fyrir fólki sem er að koma til Níger- íu í fyrsta sinn. Rændur á flugvelli „Þjófur náði af mér fimmtiu doll- urum á flugvellinum með því að þykjast eiga að taka á móti mér og ávarpaði mig með nafni. Hann sagðst geta komið okkur hratt í gegn um tollinn ef ég léti hann hafa fimmtíu dollara. Ég komst hratt í gegn en maðurinn var horfinn þeg- ar ég kom út,“ segir Bogi. Að sögn Boga er umferðin hrika- leg og engar reglur virðast gilda og betlarar standa í hrönnum á götun- um. „Þama sá maður eldgamalt rútu- Bogi eftir heimkomuna. DV-mynd BG Kona frá Nígeríu siglir meö börn sín til Bogi bjó í lokuðu hverfi fyrir Vesturlandabúana en þar var rafall sem sá um að rafmagn væri alltaf á svæðinu. Á þessu svæði var flest það sem Vesturlandabúar eru van- ir, eins og sundlaugar og tennisvöll- ur ásamt læknisþjónustu. Umframfarþegum hent út „Innanlandsflug í Nígeríu er allt í einum graut. Þegar búið er að henda töskunum á vagn hlaupa all- ir farþegarnir út í vél og troðast inn. Þegar öll sæti era frátekin er umframfarþegum hent út. Komið hefur fyrir þegar verið var að keyra út á flugbrautina að farþegar voru enn þá of margir. Þá er dyrnar opn- aðar og fólki fleygt út úr vélinni. Það er annaðhvort að sætta sig við þess að ná í vistir. DV-myndir Bogi hlutina eins og þeir eru í Afríku eða fara heim aftur. Ég gæti alveg hugsað mér að fara aftur,“ segir Bogi. Innfæddur var skotinn á hlaup- um fyrir augunum á Boga þar sem hann hafði trúlega verið tekinn á stolnum bíl. Fátæktin er mikil og meðallaun í kringum 30-40 dollar- ar. Þess vegna eru þjófnaðir algeng- ir. Lögreglan stöðvar bila með reglulegu millibili til þess að at- huga skráningarskírteini þeirra. „Kurteisi er ekki mikils metin í Nígeríu og er litið á hana sem veik- leika. Maður verður að tala í bein- um skipunum við þjóna og undir- menn heyra það. Ef maður er kurt- eis fást þeir ekki til þess að hlusta eða gera það sem þeir eru beðnir um,“ segir Bogi. -em Jlfttnm* ífcfc. ,s* Bogi Agnarsson flaug samtals í eitt ár sams konar vél og SIF í Nígeríu. mmi

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.