Dagblaðið Vísir - DV - 17.08.1996, Blaðsíða 20

Dagblaðið Vísir - DV - 17.08.1996, Blaðsíða 20
20 vefnum LAUGARDAGUR 17. ÁGÚST 1996 - foreldrarnir settu kvóta Konráð Jónsson fékk fyrst áhuga á tölvum þegar hann var 7 ára gamall. Þá keyptu bræður hans 386 tölvu. í fyrra kynntist hann Internetinu og er orðinn tlestum öðrum fremril heimasíðugerð og annarri tiltekt á Internet- inu. Byrjaði á fikti „Siðan tölvan var keypt hef ég verið að fikta í leikj- um og öðrum forritum. Ég var að flkta einn úti í horni án þess að vera tengdur við einn eða neinn í fjögur ár,“ segir Konráð. Hann kynntist Internetinu á síðasta ári þegar hann var ellefu ára gamall. „Þetta byrjaði með því að við keyptum okkur áskrift að Intemetinu og Netscape var bara eitt af þeim forrit- um sem fylgdi með. Ég hafði nú eitthvað heyrt af því og ákvað að prófa. Það sem er skemmtilegast við að skoða vefinn er að þar fmnur maður alls konar nýjungar og flottar síður. Min áhugamál em líka fyrst og fremst tölvur en svo hef ég líka gaman af sjónvarpi, kvikmyndum og netinu. „Þau eru svolítið hissa en ég held samt að þetta sé orðið nú þegar hluti af því sem telst nokkuð venjulegt, það er svo mikið fjallað um ne- tið að nýjabrumið er far- ið af því, held ég,“ segir Konráð. Víll banna sumt efni Konráð segist styðja að sumt efni sé tekið af Internetinu. „Það er bara hið besta mál, krakkar eins og ég, sem eru að fikta í þessu, eiga ekki að hafa aðgang að hverju sem er.“ Heimasíðuhönn- un Konráð er að hanna Simpsons-heimasíðu sér til gamans. „Það eru til svo margar heimasíður um Simpson-fjölskyld- una á ensku að mér fannst nauðsynlegt að það sé að minnsta kosti ein til á íslensku," segir hann. Konráð hefur líka verið kosningastjóri fyr- ir þá sem bjóða sig fram jafnvel fótbolta. Á vefnum Konráð Jónsson er einungis 12 ára gamall en hann er flestum fremri á Internetinu. Slóðin á heima- * vera aðalstjórnend- getur maður fundið efni Siöu Konráðs er http://www.treknet.is/konni um þetta allt. Fyrst notaði DV-mynd GS ur a #Iceland. ég einungis það forrit en nokkru seinna fór ég að stunda IRC (eða spjallið)," segir Konráð. Gat ekki stoppað Hann segir að hann hafi strax orðið hrifinn af netinu og öllu sem því fylgir. „Frændi minn kenndi mér á IRC. Þegar ég var kominn af stað í því þá gat ég ekki stoppað. Ég var farinn að eyða um það bil 4-6 klukkutímum á netinu á dag. Þá ákváðu foreldrar mínir að setja kvóta á þann tíma sem ég fæ á Int- emetinu. Núna fæ ég bara að vera eina klukkustund á netinu á dag,“ segir Konráð. Hann segir að þó for- eldrar hans hafi verið hrifnir af því að hann kynni svona vel á tölvuna hefðu þau ekki verið hrifin af fíkn- inni eins og gefur að skilja. Konráð segist ekki viss um hvort þetta komi fyrir alla og hann telur að það sé oft lítið varið í það sem er að gerast á Intemetinu. „Það er oft svo mikið bull á þessum spjallrás- um, að minnsta kosti rásinni sem ég er á. Það er verst að sumt fólk segir oft nákvæmlega ekkert af viti, það bullar bara og segir endalausa lé- lega brandara. Það sem heillar mig mest við spjallið er að þar get ég tal- að við fólk sem veit jafnmikið um tölvur og netið og ég,“ segir Konráð. Eins og aðrir þeir sem stunda spjallið hefur Konráð kynnst mörg- um í gegnum það og hann segist hitta einn netvin sinn reglulega augliti til auglitis. „Við emm góðir vinir en ég hef bara ekki séð hann á spjallinu síðastliðna daga,“ segir Konráð. Nýjabrumið farið Hann segist ekki hafa gefist upp á sjónvarpinu eins og margir þeir sem eru á Internetinu. „Ég er ekki jafnmikill netfikill og þessir venju- legu fíklar þannig að ef ég þyrfti að velja á milli yrði sjónvarpið kannski fyrir valinu," segir hann. Að hans sögn finnst mörgum jafn- öldrum hans skrýtið að hann sé á spjallrásinni Hann hefur hannað kosningaheimasiður fyrir tvo frambjóðendur, í fyrra og nú í ár. Að sjálfsögðu unnu þeir sem Konráð vann fyrir stórsigra. „Ég gæti alveg hugsað mér að vinna við að hanna heimasíður í framtíð- inni, kannski mennta ég mig sem tölvunarfræðing, segir Konráð að lokum. Nýja heimasíðan hans um Simp- son-fjölskyldina kemur sennilega ekki á vefinn fyrr í byrjun septem- ber þegar hann snýr aftur frá Hollandi en þar er hann nú með fjölskyldu sinni. Slóðin á heima- síðu hans er http://www.trek- net.is/konni -JHÞ ■70*; t. úl i Hitaveita Akureyrar. Nú fer brátt aö kólna fyrir norðan og þá er ekki verra að geta skrufað frá ofnunum. Skoðaðu http://www.strengur.is/tk/hitak.html og fáðu nánari upplýsingar. Læknavísindi Nú þegar heilsugæslulæknar hafa sagt upp störfum verða menn að vera eigin læknar. Prófaðu http://demOnmac.mgh.har- vard.edu/outsideMGH.html NATO Tókst að stinga uppí Serba um daginn. http://www.nato.int/1 Jöklar Þeir eru jú kaldir og fara víst alltaf minnkandi. http://geochange.er.usgs.gov/ i Danmörk Hvað eru Danir að vilja upp á dekk? Koibeinsey er fullgildur viðmiöunarpunktur og hana nú. http//stores.us.ohio-state.edu/~ste- en/dk/: | Stuttbuxur Því rhiður, sumarið er að verðá búið. ' http://www.shineline.it/shops/dr- essed/jersey.htm Independence Day Kvikmyndin Independence Day hefur svo sannarlega farið sigurfór um Bandaríkin og varla er við öðru að búast en að hún haldi áfram hér á landi. Eins og flestir ættu að vita var myndin frum- sýnd hér á landi í gær og í tilefni af því hafa Islandia og Skífan sett upp íslenskan vefþjón tileinkaðan mynd- inni. Síðan er sett upp í samvinnu við Twentieth Century Fox. Allt um myndina Á síðunni, sem er á slóð- inni http:id4.islandia.is/, má skoða myndir af aðal- leikurum myndarinnar, þeim Bill Pullman, sem leik- ur forseta Bandaríkjanna, Will Smith, er leikur or- ustuflugmann, og Jeff Gold- - íslensk heimasíða má sjá hvemig grunnþróunin að myndinni þróaðist og hvernig hún var ein vinsælasta kvikmynd allra tíma. Einnig má sjá hreyfimyndir, stillimyndir og hljóð úr Independence Day. Enn fremur má sjá hvenær og hvar myndin er sýnd í bíóhúsum. Boðið er upp á sérstak- an borða af síðunni sem þeir sem hafa eigin heima- síður geta sett upp á sínar síður sem tengingu yfir á síðu Islandia um Independence Day. Öllum mun vera velkomið að senda með tölvupósti at- hugasemdir, greinar og annað efni sem mönnum dettur í hug. Bandarísk heimasíða stórmyndarinnar er á www.id4.com. Þaðan má meðal annars komast á aðrar heimasíður sem fialla á einn eða annan hátt um Independence Day eða spila leik sem er blum sem enn og aftur leik- Ný íslensk heimasíða hefur veriö sett upp fyrir stórmyndina byggður á myndinni. ur vísindamann. Á síðunni Independence Day. Slóðin er http: id4.islandia.is/ -JHÞ Hestar íslenski hesturinn hefur sinn stað á vefnum á slóðinni http: //www.centrum.is/diddi/. Þar halda þeir Sigurbjörn Bárðar- son og Axel Ómarsson úti ansi vænni heimasíðu sem greini- lega er ætluð erlendum áhuga- mönnum um íslenska hestinn. Á síðunni má meðal annars fmna hreyfimyndir af gangteg- undum sem íslenski hesturinn hefur upp á að bjóða. Þaðan er hægt að tengjast heimasíðu Eið- faxa, sem hefur fengið rúmlega 1600 heimsóknir síðan 4. janúar 1996, og lesa um hestaferðir um ísland. Hér er um nokkuð væna síðu að ræða hafi menn áhuga á íslenska hestinum. Þeir sem hafa áhuga á erlend- um vefsíðum um hesta ættu að skoða slóðina http://www.free- rein.com/haynet/. Hér er um að ræða risastóran gagnagrunn um hesta og allt þeim tengt. Þaðan má komast inn á aðra vefi um hesta, skoða síður helg- aöar dýralækningum og, hvort sem lesendur trúa því eða ekki, þá eru til sérstakar siður sem fjalla eingöngu um skeifur. Þar má til dæmis nefna hollensku síðuna Hoefhet. Hún er á slóð- innihttp:// www.hoef- net.nl/eng.htm Hjálparsveit skáta, Hafnarfirði Það kom blaðamanni DV á óvart að hjálparsveit skáta í Hafnarfirði er með nokkuð myndarlega heimasíðu. Á henni kemur til dæmis í ljós að hún er eina syeitin sem hefur yfir sporhundum að ráða. Á síð- unni er meðal annars gerð grein fyrir útköllum sveitarinn- ar, hægt að lesa fréttabréf henn- ar og skoða myndasafh hennar. Slóðin til skátanna hjálpfúsu í Hafnarfirði er http: //rvik.is- mennt.is/~gro/hsh/ Aikidoklúbbur Reykjavíkur Hægt er fræðast um sjálf- svarnarlistina Aikido á slóð- inni http: //rvik.is- mennt.is/~max/Aikido.html Hér er um að ræða heimasíðu Aikidoklúbbs Reykjavíkur. Þar er sagt frá starfsemi klúbbsins og hægt er aö komast inn á fjöl- margar tengingar inn heimasíð- ur sem fjalla um íþróttina er- lendis. Smekkleysa Útgáfufyrirtækið Smekkleysa er með heimasíðu á slóðinni http://www.siberia.is/bad- taste/. Þaðan má meðal annars komast inn á heimasíðu hinnar geysivinsælu hljómsveitar Un- unar og lesa um sögu Smekk- leysu. Einnig eru tengingar inn á fjölda síðna sem snerta þá listamenn sem Smekkleysa er að gefa út. Meðal annars má skoða texta við plötu Bjarkar, Gling gló, á ensku.____ Umsjón Jón Heiðar Þorsteinsson
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.