Dagblaðið Vísir - DV - 17.08.1996, Page 23
JjV LAUGARDAGUR 17. ÁGÚST 1996
Farþegaflug til og frá íslandi
fréttir
Andvana fæddar tilraunir
til virkrar samkeppni
- Flugleiðir erfiður keppinautur
„Það fer að komast upp í vana að
ganga frá málum af þessu tagi,“
sagði Helgi Jóhannesson, deildar-
stjóri í samgönguráðuneytinu, fyrr í
vikunni, eftir að ferðaskrifstofan
ístravel hafði hætt störfum. Helgi
annast um að koma því fólki heim
sem enn er erlendis og flaug með
leiguflugi á vegum ístravel, sem og
þeim farþegum ferðaskrifstofunnar
sem eru hérlendis og komu að utan.
ístravel hóf snemma í sumar
leiguflug tvisvar í viku milli
Amsterdam og Keflavíkur og hefur
þetta flug verið auglýst talsvert.
Hollenska leiguflugfélagið Transa-
via, sem er að stærstum hluta í eigu
KLM, annaðist flugið og notaði ný-
legar flugvélar til flugsins og að
nokkru leyti íslenska flugmenn.
Þrátt fyrir þetta og að verðið yrði að
teljast hagstætt, a.m.k. fyrst í stað,
áður en aðrar ferðaskrifstofur og
Flugleiðir tóku að bjóða hagstæð
sértilboð, þá reyndist eftirspumin
minni en vonast hafði verið til og
sætanýting ekki sem skyldi.
Allt bendir til að stórtap hafi ver-
ið á leiguflugi ístravel frá upphafi.
Endapunkturinn við þetta flug var
svo sl. mánudag þegar umboðsmað-
ur BSP innheimtufyrirtækisins,
sem annast innheimtu fyrir IATA
flugfélög hjá ferðaskrifstofum,
krafðist hærri trygginga fyrir skil-
vísum greiðslum fyrir farmiðasölu
ístravel með IATA flugfélögum. DV
hefur óskað eftir samtali við Kjart-
an Helgason, framkvæmdastjóra
ístravel, um þessa starfsemi, rekstr-
arstöðvun ferðaskrifstofunnar og
ástæður hennar, en hann vildi ekki
tjá sig um hana né neitt um ferða-
mál að sinni.
Erfitt að keppa
við Flugleiðir
Enn ein tilraunin til að taka upp
virka samkeppni við Flugleiðir um
farþegaflutninga milli íslands og út-
landa hefur því farið út um þúfur,
en skemmst er að minnast
leiguflugstilraunar Hilmars Kristj-
ánssonar undir nafninu Bingóferðir
til reglubundins leiguflugs milli ís-
lands, Kaupmannahafnar og
London sl. vor sem fór veg allrar
veraldar á undraskömmum tíma.
Áður minnist fólk gjaldþrots Am-
arflugs, en þá varð talsverður fjöldi
fólks strandaglópar bæði hér á landi
og erlendis. Enn fremur minnast
margir gjaldþrots flugfélags og
ferðaskrifstofu í eigu Guðna Þórðar-
sonar, ferðaskrifstofunnar Sólar-
ferða. En lítum nánar á síðustu
þrjár tilraunir til samkeppni á ís-
landi í farþegaflutningum milli ís-
lands og Evrópu sem allar hafa mis-
tekist. Þær eru Emerald Air,
Bingóferðir og nú síðast ístravel.
Andvana fæddar
tilraunir
Menn sem tekið hafa virkan þátt
í ofantöldum andvana fæddum til-
raunum til virkrar samkeppni í far-
þegaflugi milli landsins og útlanda
em sammála um það að mjög erfitt
sé að taka upp þennan þráð og sé
veldi Flugleiða hér heima mjög al-
varlegur þröskuldur í veginum fyr-
ir þvi.
Sem rök fyrir þessari staðhæf-
ingu, nefna menn að öll flugfélög
sem hingað koma og innlendar
ferðaskrifstofur séu í raun undir
smásjá Flugleiða, ekki síst vegna
þess að Flugleiðir séu eina fyrirtæk-
ið á Keflavíkurflugvelli sem annist
afgreiðslu flugvéla og hafi þannig
beinan aðgang að nánast öllu sem
máli skiptir í sambandi við umsvif
þeirra hér og hve margir farþegar
séu í vélunum hverju sinni og
hverjir séu söluaðilar o.s.frv.
Þá sé þjónusta Flugleiða á Kefla-
víkurflugvelli mjög dýr og þrátt fyr-
ir að lendingargjöld á flugvellinum,
þ.e.a.s. gjöld til hins opinbera, séu
ekki óeðlilega há, þá sé þjónustan
við vélarnar á vellinum það dýr að
samanlagður kostnaður við lending-
ar í Keflavík sé hærri en gerist á
flugvöllum, að þeim umferðar-
þyngstu undanskildum.
Emerald Air
í fyrrasumar reyndi flugfélagið
Emerald Air í Belfast á N-írlandi að
koma á reglubundnu flugi milli
London og Keflavíkur með viðkomu
í Belfast. Sú tilraun fór gersamlega
út um þúfur þrátt fyrir að upp væri
lagt með umtalsvert hlutafé og mik-
inn og almennan velvilja bæði hér á
landi og i N-Irlandi.
Flugfélagið Emerald Air hóf í
upphafi síns skamma lífs áætlunar-
flug milli Belfast og Luton flugvall-
cu: skammt norðan við London í
samvinnu við flugfélagið European
Aviation, sem lagði til flugvélamar
og annaðist sjálfan flugreksturinn í
fyrstunni. Þetta áætlunarflug hófst í
desember 1994 en ætlunin var að
hefja síðan reglubundið flug til Is-
lands um sumarið og tengja það við
áætlunarflugið milli Belfast og Lon-
don. Það fór á annan veg:
Meðan breska flugfélagið Europe-
an Aviation sá um flugið fyrir
Emerald gekk reksturinn allvel frá
upphafi og farþegafjöldinn fór vax-
andi. En eftir að félagið tók flug-
reksturinn sjálft yfir undir stjóm
Fréttaljós
á laugardegi
Stefán Ásgn'msson
Kristins Sigtryggssonar fram-
kvæmdastjóra, þá tók strax að síga
á ógæfuhliðina og loks slitnaði upp
úr samstarfinu upp úr páskum 1995
og Londonflug félagsins hætti.
Fyrirhugað flug til íslands hófst
engu að síður og var frá upphafi
flogið á dýrum leiguflugvélum sem
leigðar vom frá einu flugi til ann-
ars, oftast með mjög skömmum fyr-
irvara. Þetta olli seinkunum og því,
að oftar en ekki var lent á öðrum
flugvöllum en ætlað var í upphafi
ferðar, auk margs konar annarra
vandræða og uppákoma, sem allar
grófu undan trú á félagið og velvilja
almennings í þess garð og farþegum
fór jafnt og þétt fækkandi.
Flugið hélt engu að síður áfram
og hlutafé félagsins eyddist upp,
auk um 90 milljón króna láns frá
Lífeyrissjóði bænda sem hvarf í hít-
ina. Lífeyrissjóðurinn hefur ítrekað
kallað eftir endurgreiðslu þeirra án
árangurs og hefur nú krafist gjald-
þrotameðferðar á Emerald Air.
Emerald.jiættir
- Gísli Orn tekur við
Emerald Air hætti loks íslands-
flugi sinu í ágústmánuði 1995 en við
því tók Gísli Öm Lárusson og félag
sem hann hafði stofnað. Það félag
lifði aðeins örfáar vikur og gafst þá
upp og samgönguráðuneytið tók að
sér að koma farþegunum, sem byrj-
að höfðu ferðir sínar með ýmist Em-
erald eða hinu nýja félagi, til síns
heima og leitaði við það liðsinnis
Flugleiða.
Bingó - og búið
Bingó - flugstarfsemi Hilmars
Kristjánssonar, sem hófst sl. vor,
var að sögn manns sem starfar í
ferðageiranum en vill ekki koma
fram undir nafni, tóm vitleysa frá
upphafi og mjög illa undirbúið og
vanhugsað.
Hilmar, sem hafi verið gersam-
lega ókunnugur ferðamálum, hafi
að vísu leitað eftir ráðum fólks sem
þekkti til ferðamála og flugrekstrar,
en fór hins vegar ekki hið minnsta
eftir þeim ráðum sem honum voru
gefin af heilum huga. Þegar á allt sé
litið hafi Bingóflugið verið dauða-
dæmt nánast frá upphafí, þrátt fyrir
að grunnhugmyndin sem slík hafi
ekki verið út í hött. Þegar Bingó
lagði upp laupana tók samgöngu-
ráðuneytið enn að sér aö koma
heim farþegum sem byrjað höfðu
ferðir sínar. Og ráðuneytið leitaði
til Flugleiða um heimflutning þessa
fólks.
Bjargvætturin Flugleiðir
Flugleiðir hafa, eftir því sem hin-
um mislukkuðu tilraunum hefur
Qölgað, fengið sifeflt sterkari áróð-
ursstöðu og standa nú uppi í hugum
fólks sem bjargvættir sakleysingja
sem heimskast til þess að fafla fyrir
gyUiboðum um ódýrar utanlands-
ferðir og fara flatt á því. Það er
áberandi að eftir gjaldþrot
Bingóferða í vor, þá hefur þeirri
skoðun vaxið mjög fylgi að ótryggt
sé að fljúgja með erlendum flugfé-
lögum og jafnvel hættulegt.
Af þessum sökum var mjög erfitt
fyrir ístravel og framkvæmdastjó-
rann, Kjartan Helgason, að hefja
nýja samkeppnistflraun nú i vor í
kjölfar Emerald og Bingóferða. Al-
menningur þorði einfaldlega ekki
að kaupa sér far með enn einum að-
Uanum sem notaði útlendar flugvél-
ar og áhafnir og óttaðist hreinlega
að komast ekki aftur til baka.
Þekktur ferðaskrifstofumaður,
sem ekki viU koma fram undir
naíni, segir við DV að eini mögu-
leikinn fyrir Kjartan Helgason í
þeirri imyndarstöðu, sem komin
var upp eftir vandræði og gjaldþrot
undanfarið, hefði verið sá að semja
við Transavia á þann hátt að
Transavia tæki beinan þátt í tU-
rauninni og axlaði jafnframt hluta
af áhættunni. Eins og jarðvegurinn
og viðskiptaumhverfið í ferðamál-
um væri hér á íslandi þá þýddi ekk-
ert fyrir litla og fjárvana íslenska
ferðaskrifstofu að taka á sig alla
áhættuna.
Verður að koma
að utan
Eina leiðin tfl að taka upp virka
samkeppni í flugi væri að sterkt
flugfélag með öflugt sölukerfi að
baki sér tæki upp reglubundið flug
tfl landsins erlendis frá og ræki það
í samvinnu við innlenda ferðaþjón-
ustuaðUa og ferðaskrifstofur. Öðru-
vísi sé málið ekki framkvæmanlegt.
Það sem varð Kjartani Helgasyni
að faUi að sögn þessa sama manns
er það að samningar hans við
Transavia voru þannig að Kjartan
leigði einungis af þeim flugvélar
sem flugu hingað og til baka tvisvar
í viku fyrir fast gjald og hver ferð
skyldi greidd fyrirfram. Leigujaldið
hefði verið það sama hvort sem vél-
in var fuU eða tóm. Áhættan hefði
öU verið á herðum Kjartans og
ístravel, en Transavia með aUt sitt á
þurru hvemig sem færi.
DV hefur heimUdir fyrir þvi að
tvö stór erlend flugfélög í Evrópu og
Bandaríkjunum séu alvarlega að
íhuga reglubundið flug hingað tU
lands. Þau setji það hins vegar sem
algjört skilyrði fyrir þvi að af þess-
um fyrirætiunum verði, að þau hafi
annan valkost um flugafgreiðslu á
KeflavíkurflugveUi heldur en þann
eina sem nú er í boði, þ.e.a.s. af-
greiðsluþjónustu Flugleiða.
Á þriðja hundrað í
vanda vegna Istravel
Samkvæmt upplýsingum sam-
gönguráðuneytisins, þá eru þeir
sem hafa gUdan farmiða í höndum,
en hafa ekki byrjað ferðir sínar, í
kringum 50 manns aUs, sem varla
getur talist mikið þegar um 130 sæta
flugvél er að ræða sem flýgur
tvisvar í viku mflli landa. Fjöldi
þeirra sem byrjað höfðu ferðir sínar
þegar rekstur Istravel stöðvaðist og
voru strandaglópar ýmist á íslandi
eða í Hollandi var mun fleiri, eða
vel á annað hundrað manns, þannig
að aUt í aUt er um innan við þrjú
hundruð manns sem um er að ræða,
sem segir sína sögu um eftirspurn-
ina.
I tilkynningu frá samgönguráðu-
neytinu um málið segir að ístravel
geti ekki annast heimflutning
þeirra sem eru erlendis á hennar
vegum, né heldur heimflutning ís-
lendinga sem búsettir eru erlendis,
eða erlendra ferðamanna sem stadd-
ir eru hér á landi á hennar vegum.
Ráðuneytið hafi gert samkomulag
við Flugleiðir um heimflutning
þessa fólks sem á annað borð eigi
gildan farmiða til síns heima. Þessu
fólki er bent á að hafa samband við
söluskrifstofu Flugleiða við Lauga-
veg I Reykjavík og við söluskrif-
stofu Flugleiða í Amsterdam.
Helgi Jóhannesson, deildarstjóri í
samgönguráðuneytinu, sagði við
DV fyrr í vikunni að þar sem flug
Flugleiða á þessari flugleið væru
mjög þétt bókuð, þá gæti heimflutn-
ingurinn reynst erfiðleikum bund-
inn, en allra leiða yrði leitað til að
leysa mál þessa fólks.
Helgi segir að farið verði með
málefni farþega ístravel á sama hátt
og við gjaldþrot Bingóferða fyrr i
sumar, að þeir sem byrjað hafa ferð
og eru strandaglópar á öðrum hvor-
um enda flugleiðarinnar verða flutt-
ir heim með Flugleiðum. Hinir sem
keypt hafa farmiða en ekki byrjað
ferðir sínar geta leitað til ferðaskrif-
stofunnar um endurgreiðslu. Jafn-
framt geti þetta fólk lagt kröfur sín-
ar á hendur ístravel inn hjá sam-
gönguráðuneytinu.
„Við munum senda út innköllun
krafna og við munum hafa sama
hátt á og með Bingóferðir að taka
við kröfum, fara yfir dæmið og ger-
um síðan upp, eftir því sem til verð-
ur af tryggingafé ferðaskrifstofunn-
ar,“ segir Helgi.
-SÁ