Dagblaðið Vísir - DV - 17.08.1996, Qupperneq 26

Dagblaðið Vísir - DV - 17.08.1996, Qupperneq 26
26 utlönd LAUGARDAGUR 17. ÁGÚST 1996 Tilvonandi áttburamóðir gagnrýnd fyrir að ætla að fæða öll börnin: Spilar póker um líf fóstranna - ásamt sambýlismanninum sem strax sá gróðavon í áttburagetnaði Forsíöa News of the World þar sem Mandý fullyröir aö hún ætli sér aö fæöa öll börnin átta. Sést verulega á henni eftir 14 vikna meðgöngu. Læknir varar við afleiðingum þess og segir afar lítinn möguleika á að börnin lifi. Fátt hefur vakið meira umtal í Bretlandi síðustu vikuna en þær fréttir að 31 árs kona frá Mið- Englandi, Mandý Allwood, gangi með áttbura. Slík meðganga hlaut sjálfkrafa að kalla á mikla athygli. En athyglin magnaðist þegar hinir ýmsu fletir málsins komu í ljós og urðu kveikjan að heitri umræðu sem ekki sér fyrir endann á. Mandý og sambýlismaður henn- ar, Paul Hudson, hafa selt blaðinu News of the World einkarétt að birt- ingu frétta og greina um meðgöng- una og fæðinguna. Upphlaup varð síðan þegar sérfræðingur í marg- burafæðingum, sem annast Mandý, ráðlagði henni að láta eyða að minnsta kosti sex fóstrum til að tryggja líf og limi eineggja tvibura i fóstrahópnum. Að öörum kosti gætu öll fóstrin látist. Inn í þá umræðu fléttaðist síðan sú staðreynd að átt- burarnir voru skilgetið afkvæmi vísindanna þar sem Mandý hafði gengist undir frjósemisaðgerð skömmu fyrir getnaðinn. Siðferði- legum spumingum var velt fram og aftur og á alla kanta. Heit umræða varð um einkarétt- arsamninginn við blaðið. Komu þau viðhorf fram að þar á bæ mundu menn breyta meðgöngunni í sirkus með Mandý í hlutverki viðrinisins. Og baráttuhópar gegn fóstureyð- ingum risu strax upp með miklum látum þegar heyrðist af fóstureyð- ingarhugleiðingum læknisins. Kröfðust þeir þess að gangur náttúr- unnar yrði ekki truflaður. Því varð mikill fögnuður í þeim herbúðum þegar Mandý lýsti yfir að hún væri staðráðin í að fæða öll bömin, þrátt fyrir viðvaranir lækna um hættuna á fósturláti, lífshættu hennar sjálfr- ar og rökstudda spádóma um að ekkert barnanna átta mundi lifa fæðinguna af. Var þá vísað til fyrri tilfella átt- og níburafæðinga. Mandý er nú komin 14 vikur eða rúma þrjá mánuði á leið. Læknir hefur staðfest að meðgangan sé, enn sem komið er, eðlileg. En innan skamms verður ástand hinnar verð- andi áttburamóður slíkt að hún mun eiga erfitt með gang og endar loks í hjólastól eða rúminu. Hætta er á að blæðingar gangi nærri bæði móður og fóstrum. Hvernig fæðing- in heppnast verður tíminn að skera úr um. Gjaldþrota flagari En sé svipast um á bak við tjöld- in i þessu máli kemur ýmislegt for- vitnilegt í ljós og minnir margt óþægilega á sápuóperu. Mandý Allwood er 31 árs, fráskil- in og móðir Charles, fimm ára drengs sem hún á með fyrrum sam- býlismanni sínum. Hún rekur leigu- miðlun. Mandý kynntist verðandi barnsföður sínum, Paul Hudson, 37 ára, fyrir fjórum árum, þegar hún var enn í sambúð með fyrri manni sínum. Paul, hálfur Jamaíkamaður, er gjaldþrota byggingarverktaki sem lifir á 4.700 króna atvinnuleysisbót- um á viku. Hann bað Mandý að hug- leiða fóstureyöingu en snerist hug- ur þegar í ljós kom að hún gekk með áttbura. Hann sá strax mögu- leika á að græða milljónir á öllu saman og virðist ætla að verða vel ágengt. Mun Paul hafa átt hug- myndina að samningnum við News of the World og eins þeirri ráðstöf- un að ráða harðskeyttan almanna- tengslamann til að sjá um mál þeirra gagnvart fjölmiðlum og öðr- um peningalindum. En Paul er ekki við eina fjölina felldur. Hann er enn í reglulegu sambandi við Maríu, fyrrum sam- býliskonu sína og móður tveggja bama þeirra. Reyndar vissi Maria ekkert um samband Pauls við Mandý fyrr en það hafði staðið í þrjú ár og nú horfast Mandý og ætt- ingjar hennar í augu við þá stað- reynd að Paul er flagari sem sefur reglulega hjá Maríu og fleiri kon- um. Mandý virðist kæra sig koll- ótta, segir einfaldlega að þau séu bæði frjálslynd og sjálfstæð og hún sætti sig fullkomlega við ástandið. Fréttaljós á laugardegi Haukur L. Hauksson En fjölskylda hennar er afar áhyggjufull. Móður Pauls líst síður en svo á hvað sonur hennar hefur komið sér í og ber honum ekki vel söguna. Segir hún að hann muni hlaupast á brott um leiö og eitthvað bjátar á. Hann hugsi eingöngu um peningana og henni bjóði við því. Mamma gamla efast síöan stórlega um að hægt sé að taka ábyrgðarfullar ákvarðanir um líf og dauða þegar peningar eru annars vegar. Heimtaði fóstureyðingu Mandý mun oft hafa sett fram ósk um að eignast börn með Paul en hann sagðist ekki reiðubúinn til þess. En hún var yfir sig ástfangin og vildi halda í hann fyrir alla muni. Fór hún í heilsugæslustöð- ina, gekkst undir frjósemisaðgerð þar sem hún át frjósemislyfið Pregnyl. Paul vissi ekkert um þá ráðagerð og var því grunlaus um mögulegar afleiðingar þegar hann gerðist ástleitinn við konuna kvöld eitt snemma í vor. Simoni Pugh, fyrrum sambýlis- manni Mandýar, gjaldþrota múrara sem býr nú með æskuástinni sinni, líst ekkert á stöðu mála. Berst hann enn hatrammri baráttu fyrir for- ræði yfir syni þeirra Mandýar. Vill hann ekki að Charles litli fái al- brenglaða mynd af heimilislífi þar sem húsbóndinn sefur um allan bæ og áttburar eru á leiðinni. Þá hefur hann upplýst aö Mandý hafi heimt- að fóstureyðingu þegar hún upp- götvaði að hún var ófrísk að Charles. Tugir milljóna í veði Fyrrnefndur almannatengslamað- ur, Max Clifford, þykir harðskeytt- ur og snjall peningaplokkari. Hann segist ætla að gera Mandý og Paul moldrík. Þau fái að minnsta kosti 100 milljónir króna á tveimur árum heppnist fæðingin. Þar á meðal eru greiðslur fyrir sjónvarpsviðtöl og kostunarsamningar við framleið- endur bamavara. Þá er fullyrt aö samningurinn við News of the World gefi um 35 milljónir króna í aðra hönd. Hann vísar hins vegar á bug þrálátum orðrómi um að parið fái meira því fleiri börn sem fæðast lifandi. Loks er það læknirinn, prófessor Kypros Nicolaides, sérfræðingur í fjölburafæðingum. Hann varar ein- dregið við því að Mandý fæði öll börnin, þau muni aldrei lifa. Eftir fárið sem gengið hefur yfir vegna málsins hefur læknirinn krafist þess að Mandý veiti fjölmiðl- um ekki fleiri viðtöl. Umstangið valdi of mikilli streitu sem skaðað geti fóstrin. Afkvæmi vísindanna Sú skoðun hefur heyrst að hér sé á ferðinni sérlega afbrigðilegt mál þar sem spilaður er póker um líf fóstranna. Ekki verði horft fram hjá þeirri staðreynd að fullyrðingar Mandý um að fæða öll börnin teng- ist þeim miklu peningum sem þá eru í vændum. Þá sé hún að auki studd rækilega af peningaplokkar- anum Max Clifford og baráttuhóp- um gegn fóstureyðingum. Ekki má gleyma því, þegar síðasttöldu hóp- arnir eiga í hlut, að náttúran fékk ekki að hafa sinn gang óárpitt þegar áttburarnir voru getnir. Hefði svo verið væri Mandý ekki ófrísk af átt- burum í dag. Áttburarnir eru skil- getið afkvæmi vísindanna og þykir ófáum dapurlegt til þess að hugsa hve maðurinn virðist vanmáttugur gagnvart afleiðingum eigin gerða. Er þar bent á hyldjúpa gjá milli hvítklæddra sérfræðinga tilrauna- stofanna og almennings. Mandý Allwood meö frumburöinn, Charles. Hún heimtaöi grátandi fóstur- eyöingu þegar henni var Ijóst að hún var ófrísk að honum.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.