Dagblaðið Vísir - DV - 17.08.1996, Síða 28
28
LAUGARDAGUR 17. ÁGÚST 1996 JjV
37
I
LAUGARDAGUR 17. ÁGÚST 1996
Náttúrubarnið og læknirinn Gunnar Ingi Gunnarsson stjórnar viðræðum heilsugæslulækna við ríkið:
ber
virðingu fyrir
drullupollum
„Ég er strákur úr Laugarneshverf-
inu. Ég var svo gæfusamur að fæðast
í afskaplega góða fjölskyldu. Góðir
foreldrar leyfa barni að mótast við
ástúð og aga og öðlast sjálfstæði í
hugsun og atferli og ég var þetta
heppinn. Ég mótaðist á æskuárunum
mjög mikið í sveit hjá föðurbróður
mínum að Hrosshaga í Biskuþstung-
um og legg mikið upp úr því. Þetta
tvennt tel ég að hafi verið mín gæfa,“
segir Gunnar Ingi Gunnarsson, yfir-
læknir heilsugæslustöðvarinnar í
Árbæ.
Gunnar Ingi hefur stjórnað að-
gerðum heilsugæslulækna í viðræð-
unum við samninganefnd rikisins að
undanfórnu - verið þeirra herforingi
- en hann er einmitt formaður samn-
inganefndar heilsugæslulækna. Hver
skyldi hann vera, þessi heimilis-
læknir sem hefur verið óhræddur
við að láta stór orð falla að undan-
fömu?
Gunnar Ingi er fæddur í Reykjavík
21. ágúst 1946. Foreldrar hans eru
Gunnar Þorbjöm Gunnarsson, fyrr-
verandi forstjóri, og Guðrún Jó-
hanna Ólafsdóttir húsmóðir sem nú
er látin. Gunnar Ingi er elstur fjög-
urra systkina. Hann stundaði nám í
Menntaskólanum í Reykjavík og
lauk læknisprófi frá Gautaborgarhá-
skóla 1976. Hann er þrígiftur og á sex
börn, Huldu Margréti, Guðrúnu
Katrínu, Svanhildi Ástu, Sverri Inga,
Áslaugu Heiðu og Gunnar Þorbjöm.
Núverandi eiginkona hans er Erna
Matthíasdóttir, hjúkrunarfræðingur
og lyfjakynnir, og á hún eitt barn fyr-
ir.
„í sveitinni var mér kennt verks-
vit. Bóndinn sagði að það væri bara
hægt að læra verksvit í sveit. Það
væri allt í lagi að tala meðan maður
væri í vinnu en maður ætti ekki að
hætta að vinna meðan maður væri
að tala,“ segir hann.
I læknisfræði
fyrir mömmu
„Ég byrjaði 13 ára í verkamanna-
vinnu á Hornafirði og vann verka-
mannavinnu á sumrin út mennta-
skólann. Þá fékk ég tækifæri til að
skoða fjölbreytileika þjóðfélagsins
mínus sjómennsku. Ég tel það af-
skaplega gott veganesti," segir hann
og kveðst eiga minninguna frá þeim
tíma þegar hann vann með verka-
fólki á jafnréttisgrundvelli og skilja
því betur lýsingar þess og líðan þeg-
ar það komi á stofuna til sín.
„Sú reynsla sem ég upplifði sem
drengur kemur mér að verulegum
notum. Og hver veit nema þessi
reynsla hafi smám saman mótað
mínar pólitísku skoðanir,“ segir
hann.
Gunnar Ingi segist ekki hafa haft
mótaðar skoðanir varðandi framtíð-
ina í menntaskóla og ekki verið
metnaðargjam. „Ég hef oft sagt við
kollega mína að ég hafi farið í lækn-
isfræðina fyrir hana mömmu því að
henni þótti það svo flott, en eftir að
ég byrjaði fann ég að þetta var ágæt-
is ákvörðun,“ segir hann.
Með krónískan sjúkdóm
Gunnar Ingi segist alla tíð hafa
verið náttúrubarn, skynja náttúruna
mjög sterkt og fylgjast til dæmis
mjög vel með veðurfari. Hann segist
hafa verið haldinn krónískum sjúk-
dómi frá fimm, sex ára aldri, sem sé
veiðiskapur. „Það er bara til ein
meðferð við þessum sjúkdómi og það
er að veiða. Mér finnst hann versna
ef ég hætti að veiða. Það er hægt að
halda einkennunum niðri með því að
halda á stöng,“ segir Gunnar Ingi.
Þykir vænt um
Homo sapiens
„Mér þykir vænt um Homo sapi-
ens og held að einhver alvarlegustu
mistök þess dýrs hafi verið að segja
sig úr dýraríkinu og halda að það
væri eitthvað spes. Frá og með þeim
tíma hefur Homo sapiens verið týnd-
ur. Trúin á sér fyrst og fremst rætur
í óttanum við að vera eina vitsmuna-
veran og vita að maður á eftir að
deyja. Þetta tvennt er undirrótin að
öllum trúmálum," segir hann og
heldur áfram að tala um náttúruna.
„Ég ber ákveðna virðingu fyrir
drullupolli vegna þess að í honum er
hægt að finna allar efniseiningar
sem ég er búinn til úr. Þegar ég horfi
í drullupoll gæti ég jafnvel vorkennt
honum fyrir að vera ekki jafngóð
uppskrift og ég er því að allir bygg-
ingarsteinarnir eru í honum en mér
er miklu betur raðað. Ef maður gæti
skynjað náttúruna svona þá líður
manni miklu betur. Þá verður maður
ekki eins fjarrænn og er einkenn-
andi fyrir nútímaþjóðfélagið."
því að dauðinn sé það eðlilegasta
sem til sé. Hann segist aldrei hafa
náð „sambandi þangað upp. í stað
þess að reyna mikið að ná samband-
inu upp hef ég frekar reynt að finna
leið til að þuiTa ekki að óttast að vera
vitsmunavera eða eiga eftir að
deyja,“ segir hann.
- En trúirðu þá ekki á Guð?
„Mér finnst alltaf vera á tali þegar
ég reyni að ná sambandi. Ég ber
mikla virðingu fyrir trúmálum en ég
hef ekki náð sambandi enn þá. Og
mér finnst það í rauninni allt í lagi.
Ég er tilbúinn að slá á þráðinn öðru
hvoru," segir hann.
Smyglaði sár
í háskóla
Gunnar Ingi
„smyglaði" sér inn í há-
skólann í Gautaborg
um það leyti sem síð-
ustu öldurnar frá stúd-
entaóeirðunum í París
skullu á útveggjum
Háskóla íslands
kringum 1970. Hópur
læknanema fór þá til
Gylfa Þ. Gíslasonar, þá-
verandi menntamála-
ráðherra, til að mót-
mæla kennslunni, þar á
meðal frændi Gunnars
Inga og vinur frá frumbernsku,
en Gunnari Inga fannst það
vonlaust.
„Gylfi var snjall.
Hann ákvað að losa
þjóðina við þennan hóp ,
og hringdi í vin sinn, j
Ingvar Carlsson, !
menntamálaráðherra í
Svíþjóð, og bað hann
að taka við þessu
fólki,“ segir Gunnar
Ingi og segist hafa far-
ið um sama leyti í
heimsókn til frænda sins
á Gamla Garð, sem
ekki var heima, og skoðað þar póst-
inn hans.
„Þar sá ég að honum var boðið að
sækja háskóla í Svíþjóð. Ég fór með
bréfið á skrifstofu Háskólans, límdi
yfir nafnið hans, tók Ijósrit, setti svo
bréfið aftur í póstkassann, fór heim
og skrifaði umsóknarbréf. Ég byrjaði
bréfið svona: „í samræmi við það
bréf sem ég hef fengið frá yður sæki
ég hér með um...“,“ segir Gunnar
Ingi og þar með voru þeir frændur
komnir inn í háskóla í Svíþjóð.
Gunnar Ingi dvaldist átta ár í Sví-
þjóð við nám og störf og lauk þaðan
prófi. Árið 1978 fluttist hann alkom-
inn til íslands og hóf fljótlega störf
sem heilsugæslulæknir í Árbæ. Þar
hefur hann gegnt störfum í 17 ár, þar
af átta ár sem yfirlæknir. Hann hef-
ur verið virkur, var einn af stofnend-
um Félags islenskra heimilislækna
og Læknavaktarinnar sf. og gegndi
þar stjórnarformennsku frá 1986.
Hann hefur gegnt formennsku í
samninganefndum lækna, verið í
stjórnarnefnd Ríkisspítalanna og
gegnt trúnaðarstörfum fyrir Alþýðu-
flokkinn.
Island er
Hlemmtorg
Gunnar Ingi segist alltaf hafa litið
á læknisfræðina sem listgrein því að
læknar þurfi að kunna að höndla
mannskepnuna, virða hana og
hressa við ef hún er döpur og leyfa
henni að finna að hver og einn sé
mikils virði. Sumir segi að eitt af því
mikilvægasta sé að kalla fram lækn-
inn í hverjum og einum. Andstæðan
sé að gera fólk háð sér þannig að
fólkið fari að lifa fyrir lækninn.
„Slíkt hef ég alltaf forðast," segir
Gunnar Ingi.
Þegar rætt er um togstreituna
milli heimilislækna og sérfræðinga
segir hann þar vera um stjórnskipu-
leg mistök að ræða. íslendingar hafi
þá sérstöðu að láta erlendar þjóðir
sérmennta lækna sína og því sé Is-
land nokkurs konar Hlemmtorg
læknavisindanna, þar komi saman
sérfræðingar að austan og
vestan. Frumþjónustan
hafi hins vegar aldrei
verið byggð upp í þétt-
býlinu eins og í
dreifbýlinu þar sem
sérgrein heimilis-
lækninganna fái að
njóta sín í fram-
kvæmd.
Stjómskipulaginu hafi verið „klúðr-
að“, afleiðingarnar séu árekstrar
milli læknahópa.
„Það er mikið slys. Ég vona að það
leysist hið allra fyrsta því að þessir
hópar eiga að vinna teymivinnu,"
segir Gunnar Ingi og telur fólk ekki
bera vantraust til menntunar heimil-
islækna og þjónustu þeirra heldur sé
þar fyrst og fremst um lélegra að-
gengi að heimilislæknum að ræða.
Illa við nýliða
Gunnar Ingi er félagi í Alþýðu-
flokknum og gegnir nú formennsku í
Alþýðuflokksfélagi Reykjavikur.
Hann hefur brennandi áhuga á þjóð-
málum og innanflokks-
málum og segir
frá því að á
einum
af
sín-
náð mjög góðu sambandi við unglið-
ana í flokknum. Það er mitt stóra
markmið að beisla það afl sem varð
til í síðustu kosningum, fyrst og
fremst hjá unga fólkinu sem hefur
slegist í félagsskapinn.“
Gunnar Ingi hefur mikinn áhuga á
siðferðismálum og segist aldrei hafa
fundið neitt að siðferði Alþýðu-
flokksins. Hann viðurkennh- að upp
hafi komið erfið mál sem hafi gert
það að verkum að flokkurinn hafi
fengið „óviðeigandi merkimiða" en
segist hafa reynt að finna leiðir til að
taka til innanhúss í Alþýðuflokknum
í Reykjavík, reyna að koma á betra
skipulagi, því að flokkurinn sé „fú-
inn innvortis. Þar þarf bæði að
hreinsa til, styrkja og smíða,“ segir
um fyrstu fundum í flokknum hafi
komið til sín eðalkrati sem
hafi spurt sig til nafns og
sagt síðan að krötum
væri „frekar illa við
nýliöa". Þá fór Gunn-
ar Ingi að velta fyrir
sér hvort þetta væri
ekki skýringin á
smæð flokksins.
„Undanfarið hef ég
, reynt að safna afli hjá
ungliðum til að byggja
upp Alþýðuflokkinn í
Reykjavík og stuðla þar
með að stækkun flokks-
ins á landsvísu. Sú
vinna er í
Læknaforinginn Gunnar Ingi Gunnarsson þjáist af krónískum sjúkdómi sem
er veiöiskapur. Hann segir aö sjúkdómnum veröi aöeins haldiö niöri meö því
aö halda á stöng.
Á tali hjá Guði
gangi og
ég hef
besta
mn
ur.
„Mér hefur þótt það fráleitt frá
upphafi að Alþýðuflokkurinn sé í
samstarfi við Jóhann. Ég hef fylgst
með honum gegnum árin og komist
að þeirri niðurstöðu að allar þær fjöl-
skyldur sem hann hefur skilið eftir í
botnlausu gjaldþroti hér og þar um
landið og sá máti sem hann virðist
upplifa það sem hann hefur valdið
gerir það að verkum að ég set stórt
spurningarmerki við það hvort þessi
maður skynji siðferði yfirleitt," segir
hann og vonar Alþýðuflokksins
vegna að málið fái „rétta afgreiðslu".
Sighvatur bestur
Gunnar Ingi var einn af nánustu
ráðgjöfum Sighvats Björgvinssonar í
heilbrigðisráðuneytinu og tel-
ur hann hafa verið lang-
heilbrigðisráð-
herra sem hann
hafi kynnst og tel-
ur að það hefði
endanlega sann-
ast fyrir þjóð-
inni ef hann
hefði haft
tækifæri til
að vera ráð-
herra leng-
enda
vilji nú
margir
læknar
fá hann
stól-
aft-
Gunnar ingi segir að sér þyki vænt um Homo sapiens þó aö sú dýrategund hafi gert þau alvarlegu mistök að segja sig úr dýrarík-
inu og haldið sig eitthvaö spes. Hann hefur ákveðnar skoðanir á flestu og segir til dæmis að góöir foreldrar leyfi barni aö mótast
viö ástúö og aga. í fanginu á pabba sínum er Gunnar Þorbjörn.
Það kemst hvorki ljós eða hljóð frá
því eftir að málið er dottið í bókun,“
heldur hann fram og segir lækna
ekki fara til starfa aftur fyrr en við-
unandi niðurstaða liggi fyrir og
staða heimilislækna innan BHMR
hafi verið leiðrétt.
Heimilislæknar hafa ákveðið að
halda stefnunni óbreyttri en Gunnar
Ingi segir að spurningin sé hvort
hægt sé að ná markmiðinu óbreyttu
á stuttum tíma. Læknar séu tilbúnir
i strúktúrbreytingar en ekki tilbúnir
til að bóka þær. Þær verði því að ger-
ast strax. En telur hann að kjarakröf-
ur heimilislækna skemmi fyrir öðr-
um launþegum?
Úyndisúrræði
„Ef ég teldi að krafan um þessa
leiðréttingu myndi skemma fyrir al-
þýðu manna að fá betrumbætur á sín
kjör þá tæki ég ekki þátt í þessu. Hin
skammarlega lágu laun á íslandi
verða að fá leiðréttingu en við hjálp-
um ekki hinum almenna launþega
neitt með því að láta okkur hrapa
áfram. Við megum ekki gleyma því
að það eru 85 þúsund krónur sem eru
fóstu launin og það sem er grunnur
ellilífeyrisins. Á þeim byggjast allar
vaktgreiðslur lækna,“ segir hann.
Siðferði lækna er Gunnari Inga
einnig hugleikið, enda hefur það ver-
ið til umræðu í tengslum við upp-
sagnirnar. Hann segir að samninga-
nefnd ríkisins hafi viðurkennt að
heimilislæknar hafi hrapað of lágt og
ekki staðið sig jafn vel og hinir inn-
an BHMR. Sannleikurinn sé sá að
þeir sem hafi staðið sig best hafi ver-
ið með ofbeldisaðgerðir. Hann spyr
hvort verið sé að kalla á ofbeldi til að
halda sjó í launamálum. Slíkt sé fyr-
ir neðan virðingu lækna.
„Það er algjörlega ósæmilegt að
gera læknum það að grípa til óyndis-
úrræða til að reyna að halda sjó í
launamálum. Það verður að
finna aðrar leiðir til að tryggja
að komið verði í veg fyrir
launatap. En kannski er hægt
að tala um uppsagnir lækn-
anna sem neyðarrétt,“ segir
hann og bætir við að læknar
eigi að sjálfsögðu ákveðnum
skyldum að gegna samkvæmt
eið sínum en þar segi ekkert
um það hvar læknar eigi að
gegna skyldum sínum í heim-
mum.
hann og gefur sjálfum sér tíma fram
að næstu kosningum þvi að þetta sé
bara spurning um vilja.
Gunnar Ingi segist ekki vilja
missa Jón Baldvin Hannibalsson úr
formannssætinu í Alþýðuflokknum,
ekki einu sinni fyrir sameiningu Al-
þýðuflokks og Þjóðvaka eða allra
vinstriflokkanna. Það yrði flokknum
of dýrkeypt. Hann segist virða hæfi-
leika Jóns Baldvins og telja hann
einn hæfileikaríkasta stjórnmála-
mann þjóðarinnar. Jafnaðarmenns-
kunni verði ekki bjargað með því að
losa Alþýðuflokkinn við Jón Bald-
vin. Ekki sé hægt að sameina Þjóð-
vaka og Alþýðuflokk ef Jóhanna
kemur aftur heim.
„Sameining vinstri flokkanna þarf
að eiga sinn eðlilega tima og fá að
þróast. Hjá ungliðunum sé ég tákn
um stærri jafnaðarmannaflokk. Þeir
stinga saman nefjum," segir hann og
kveðst aldrei hafa skilið gamaldags
skítkast í pólitík. Sér finnist rétt að
viðurkenna og hæla andstæðingun-
um ef þeir gera eitthvað gott.
„Mér er meinilla við þessi hefð-
bundnu ósannindi sem eru
praktíseruð á Alþingi þar sem
allt er óalandi og óferjandi eftir
því hverjir eru í stjórn eða stjómar-
andstöðu. Það eru ekki nútímastjórn-
mál,“ segir hann.
Fráleitt í
Hafnarfirði
Gunnar Ingi bendir á að dauðinn
sé bannorð, jafnvel þó að hann sé
tímabær, og telur það mikil mistök
Gunnar Ingi Gunnarsson heilsugæslulæknir hefur vakiö athygli í fjölmiölum
heimilislækna viö samninganefnd ríkisins. Hér er hann meö eiginkonu sinni,
fyrir aö vera óhræddur viö aö láta stór orö falla en hann hefur einmitt ieitt viöræöur
Érnu Matthíasdóttur, hjúkrunarfræöingi og lyfjakynni, og syninum Gunnari Þorbirni.
DV-myndir GS
„í Guðmundar Árna-málinu valdi
ég að taka ákveðna afstöðu og kom
opinberlega fram með mína skoðun.
Ég taldi að heildarhagsmunanna
vegna ætti Guðmundur Ámi að segja
af sér. Ég er sannfærður um að það
var rétt. En allt þetta hefur skemmt
mikið fyrir flokknum," segir Gunnar
Ingi og kveðst hafa kristaltær við-
horf varðandi meirihlutasamstarf
krata við Jóhann G. Bergþórsson í
Hafnarfirði.
„Heilbrigðisráðuneytið er geysileg
Ijónagryfja. Þar þurfa menn að
standa klárir á flestöllu öðru en
læknavísindum. Þeir þurfa að
höndla útgjöld og skipuleggja þjón-
ustu. Sighvatur er fyrsti ráðherrann
sem leyfir sér að fara um landið og
opna hin ýmsu ormabox. Fyrir það
fékk hann skömm i hattinn. Það er
enn mikið verk óunnið í ráðuneyt-
inu,“ segir Gunnar Ingi.
Hann telur að Ingibjörg Pálmadótt-
ir hafi verið óheppin í upphafi sinn-
ar tíðar í heilbrigðisráðuneytinu því
að um sama leyti hafi þar átt sér stað
miklar mannabreytingar. „Það þarf
mikla reynslu og þjálfun til að
höndla þetta ráðuneyti. Þar skiptir
ekki máli hvort maður er læknir eða
hjúkrunarfræðingur ef maður hefur
ekki þeim mun meiri reynslu úr fjár-
laganefnd og góða aðstoð þjálfaðra
embættismanna. Annars lendir mað-
ur í erfiðleikum og það hefur Ingi-
björg gert,“ segir hann og telur heim-
ilislækna hafa átt gott samband við
ráðuneytið.
Bókanir
eru svarthol
Gunnar Ingi hefur leitt samninga-
viðræður heilsugæslulækna við fjár-
málaráðuneytið og segir þar allt í
hnút. Reynt sé að leysa vanda sem
hafi safnast upp til margra ára enda
hafi samninganefnd ríkisins sagt að
vandamálið sé orðið of viðamikið.
Eftir marga fundi um það hvert
vandamálið væri hafi komið í ljós að
umboð samninganefndar ríkisins
hafi ekki verið í neinu hlutfalli við
stærð vandamálsins. Því hafi við-
ræðurnar sjálfgefið strandað.
„Okkur hefur verið boðið að vinna
að strúktúrbreytinginn og gera bók-
anir af ýmsum gerðum. Við höfum
afskaplega dapra reynslu af því. Við
höfum skúffur fullar af bókunum.
Það er eins og bókanir milli okkar og
þeirra séu einhvers konar svarthol.
Kerfið er
að hrynja
Gunnar Ingi segir að læknar
horfi upp á það í þéttbýlinu að
heilsugæslukerfið sé að hrynja. Ef
kerfið hrynji þar leiði það til hruns
um allt land. Neyðarástand hafi
ríkt í málefnum heilsugæslulækna
í mörg ár en ríkið hafi dregið lapp-
irnar. Útilokað hafi verið að ræða
um kaup og kjör með slikt hrun yf-
irvofandi. Læknar séu því hættir
og ræði ekki kaup og kjör fyrr en
búið sé að tryggja framtíð heilsu-
gæslunnar í þéttbýli og á landsvísu.
Eftir tímamótaplagg frá heilbrigðis-
ráðherra sé læknum nú núið því
um nasir að kjaradeilan sé forsenda5*
uppsagnanna. Það standist ekki.
„Er það á ábyrgð læknanna einna
þegar ekki næst samkomulag til að
leysa svona deilu áður en uppsagn-
ir taka gildi?“ spyr hann og telur að
læknar og ríkið verði að deila
þeirri ábyrgð. Siðferði geti ekki
komið í veg fyrir að læknar tryggi
starfskjör sín. Læknar séu fórnar-
dýr fyrirkomulags sem gangi ekki
upp - siðferðið sé veikast í kerfinu
sjálfu.
Gunnar Ingi hefur lýst því yfir að
hann ætli ekki að snúa til baka í
heilsugæslustöðina í Árbæ náist
ekki viðunandi árangur i viðræð-
unum. Hann staðfestir þetta og seg-
ist aldrei hafa verið í vandræðum
með verkefni, hann vilji gjarnan
takast á við erfið viðfangsefni og
hafi gjarnan tekið að sér forystu.
Náist óviðunandi árangur þá láti
hann einfaldlega bjóða í sig.
- En myndi hann taka að sér
stöðu heilbrigðisráðherra fyrir Al-
þýðuflokkinn?
„Já, það hugsa ég. Ég hef ekki
hugsað út í það en það kæmi vel til
greina. Ég hef gaman af spennandi
verkefnum, skipuleggja og reyna að
leysa, og það passar inn í það
mynstur,“ segir hann.
-GHS