Dagblaðið Vísir - DV - 17.08.1996, Síða 50

Dagblaðið Vísir - DV - 17.08.1996, Síða 50
5, ‘teikmyndir Sam-bíóin - Flipper: Fjörugur höfrungur Flipper er hugljúf kvikmynd af gamla skólanum enda er handritið gert eftir gömlu kvikmyndahand- riti. Aðalpersónur myndarinnar eru þrjár, borgar- barnið Sandy, frændinn Porter og höfrungurinn Flipper. Sandy er sendur nauðugur til frænda síns á fallega eyju utan við strendur Flórída. Sandy er í fýlu þegar þangáð kemur enda hefði hann frekar kosið að fara á konsert með Red Hot Chili Pepper. Þegar hann kemur til eyjarinnar hefur hann samt ekki gefið upp á bátinn að komast á konsertinn og hefur í hyggju að strjúka. Á eyjunni býr Porter, fyrrum rótari hjá Beach Boys, sem hefur gefið upp á bátinn borgaralegt líferni og gerst sjómaður. Frændinn reynist skemmtilegri en Sandy átti von á en það kemur þó ekki í veg fyrir að hugur hans sé enn við strokið. Fyrir utan eyjuna hefur höfrungurinn Flipper orðið fyrir áfalli og er nú eins og Sandy einn á báti. Flipper sýnir mikinn lit í að vingast við Sandy og þegar frændinn hefur komið í veg fyrir strokið sættir Sandy sig við örlög sín og mikill vinskapur tekst á milli hans og Flippers. Sagan sem sögð er gæti eins verið tekin úr teiknimyndabók fyrir böm sem hefði verið í gangi í fjölda ára, slík eru framlegheitin eða hitt þó heldur. Allt er samkvæmt bókinni og það er allt of stutt síðan Free Willy var og hét til að koma með aðra sem nánast er nákvæmlega eins uppbyggð. Lítið hefur borið á Paul Hogan síðan hann lék í Krókódíla-Dundee og þótt hann sé eins og skapaður í hlutverkið útlitslega séð þá er leikur hans einstaklega stirður og það sama má segja um flesta aðra leikara. Þeir eru allir utangátta og er þar helst um að kenna andlausu handriti og slakri leikstjórn. Það er aðeins Flipper sem skemmt- ir sér vel og kann að meta athyglina sem hann fær. Lelkstjóri og handritshöfundur: Alan Shapiro. Kvikmyndun: Bill Butler. Tónlist: Joel McNeely. Aöallleikarar: Elijah Wood, Paul Hogan, Chelsea Field og Isaac Hayes. Hilmar Karlsson Sam-bíóin - Tveir skrýtnir og einn verri: Moðhausar Þegar Peter Farrelly leikstýrði hinni vinsælu Dumb and Dumber hafði hann innanborðs Jim Carrey, sem er eins og segull á hláturtaugar, og auk þess var samleikur Carreys og Jeffs Daniels skínandi góður. Peter Farrelly ásamt bróður sínum Bobby eru á líkum slóðum í Tveir skrýtnir og einn verri (Kingpin). Tveir moðhausar á ferð um Banda- ríkin á leið í keilukeppni en nú bregður svo við að í stað farsagríns er myndin oft á gráa svæðinu í húmornum sem stundum virkar en stundum ekki og Woody Harrelson og Randy Qu- aid hafa ekki sama aðdráttaraflið og Jim Carrey og Jeff Daniels þegar kemur að kó- míkinni. Á móti kemur að persónurnar eru dýpri og þótt ekki sé hægt að segja að þeir félagar séu venjulegir menn þá eiga þeir meira sameiginlegt með venjulegu fólki en þær persónur sem Carrey og Daniels léku. Umgjörð myndarinnar er keiluiþróttin. Woody Harrelson leikur efnilegan keilu- spilara, Roy Munson, sem verður fómarlamd sér reyndari spilara, sá eyðileggur fer- il hans á ruddalegan hátt. Sautján árum síðar er Munson i ræsinu, vinnur fyrir sér sem sölumaður en hefur meiri áhuga á flöskunni. Dag einn sér hann hinn unga Amish-mann, Ismael, sem hefur ótrúlega hæfileika í keilu. Með þrjóskunni fær Munson hann til að koma með sér á milljón dollara keilukeppni í Reno. Sú ferð verð- ur að sjáffsögðu skrautleg. Töluvert reynir á leikhæfileika Woodys Harrelsons og nær hann ágætlega að lýsa hinum misheppnaða keiluspilara en verður stundum eins og illa gerður hlutur í at- riðum sem eiga að vera fyndin en eru það ekki, það sama má segja um Randy Quaid, sum atriðin eru einfaldlega ekki nógu fyndin fyrir fiflalætin í honum. Bill Murray er aftur fæddur gamanleikari. í löngu og frekar einhæfu lokaatriði í keiluhöllinni bjarg- ar hann málunum og er gervi hans þar sérlega kómískt. Lelkstjórar: Peter Farrelly og Bobby Farrelly. Handrlt: Barry Fanaro og Mort Nathan. Kvikmyndataka: Mark Irwln. Tónllst: Freedy Johnston. Aöallelkarar: Woody Harrelson, Randy Quald, Bill Murray og Vanessa Angel. Hilmar Karlsson Laugarásbíó - Mulholland Falls: Töffarar í flottum fötum Nýsjálenski leikstjórinn Lee Tamahori skaust upp á sjónarsviðiö með sinni frábæru kvikmynd, Once Were Warriors, sem fjallaði á einstaklega kröftugan hátt um líf frumbyggjaijölskyldu í borg á Nýja-Sjálandi. Tamahori hefur nú flutt sig yfir til Bandaríkjanna í kjöffar frægðarinnar og er Mulhol- land Falls fyrsta kvikmynd hans þar. Það er erfitt að sjá að það sé sami leikstjórinn sem leikstýrir Mulholland Falls og Once Were Warriors. Það er ekki bara að bak- grunnur myndanna sé ólíkur heldur eru stílbrigði og áherslur ólíkar. Þá hefur kraft- urinn í fyrri myndinni horfið í skugga fagmennskunnar og það er bæði galli og kost- ur Mulholland Falls hversu áferðarflott hún er. Hefur Tamahori verið fljótur að til- einka sér hin vönduðu vinnubrögð sem eru einkenni betri leikstjóra i Hoflywood. Þessi flotta áferð, skemmtilegar persónur, sem að vísu lítið er kafað ofan í, kemur niður á spennu. Sagan sem sögð er gefur svo sannarlega tilefni til mikillar spennu en myndin nær þó aldrei almennilegu flugi sem spennumynd, allt er nokkuð fyrir- sjáanlegt og alls ekki reynt að nota tæknina til að skapa spennu. Aðalpersónurnar eru íjórar löggur sem halda hópinn og sinna störfum sínum með stæl, hafa sínar reglur sem þær fara eftir og láta sig litlu varða þótt ekki séu þær samkvæmt bókinni. Þær eru ákafalega flott klæddar og aflar með hatta. Mulholland Fafls gerist á fimmta áratugnum þegar ímynd töffarans var Humphrey Bogart, með hatt og sigarettu. Þessir fjórir töffarar eru í góðum höndum þeirra Nicks Nolte Chazz Palminteri, Michaels Madsens og Chris Penns sem eru hver öðrum betri og gefa myndinni góðan heildarsvip. Mulholland Falls verður aldrei talin meðal mestu spennumynda en hún hefur sína kosti. Sviðsetningin er frábær og vekur upp endurminningar um klassíkina í gerð sakamálamynda, búningar eru glæsilegir, stundum þó um of, og Haskell Wexler sýn- ir enn einu sinni hversu magnaður kvikmyndatökumaður hann er. Lelkstjóri: Lee Tamahori. Handrit: Pete Dexter. Kvlkmyndataka Haskell Wexler. Tónlist: Dave Grusin. Aöalleikarar: Nick Nolte, Melanle Grifflth, Chazz Palminteri, Michael Madsen, John Malcovlch og Chrls Penn. Hilmar Karlsson LAUGARDAGUR 17. ÁGÚST 1996 Háskólabíó: Auga fyrir auga get vel gert mér það i hugarlund hversu reiðin tekur völdin í örvæntingarfullri tilraun til að láta réttlætið ná fram að ganga.“ Handritið að myndinni skrifuðu hjónin Am- anda Silver og Rick Jaffe og til að fá sem besta innsýn i hugarheim fólks sem hefur orðið fyrir skyndilegum ástvinamissi fóru þau á fundi hjá líkum hópum og lýst er í myndinni og urðu fyr- ir miklum áhrffum. Þar heyrðu þau sams konar sögur úr raunveruleikanum og sagt er frá í myndinni þar sem morðinginn gengur burt, laus allra mála, vegna þess að sannanir voru af skorn- um skammti og snjallir lögfræðingar fengu þá lausa eða hroðvirknisleg vinnubrögð hjá ákæru- valdinu gerðu réttarhöldin ógild. Auk Sally Field leika í myndinni Ed Harris, sem leikur eiginmann Karenar, Kiefer Suther- land, sem leikur morðingjann, Joe Mantegna, sem leikur lögregluforingja, og Beverly D’Angelo sem leikur samstarfskonu Karenar. -HK Sally Field leikur móður sem þarf að horfa upp á það að morðingi dóttur hennar sleppur viö refsingu vegna formgalla. Háskólabíó frumsýndi í vikunni Auga fyrir auga (Eye for an Eye) sem leikstýrt er af John Schlesinger. í myndinni leikur Sally Field ham- ingjusamlega gifta tveggja barna móður, Karen McCann. Á afmælisdegi yngri dóttur sinnar verður hún vitni að því í gegnum síma þegar maður brýst inn á heimili hennar og myrðir eldri dótturina. Við þetta hrynur lífsmunstm- hennar og ekkert kemst að hjá henni annað en morðinginn. Eiginmaðurinn og vinir hennar reyna að beina hugsunum hennar í aðra átt og reyna að telja henni trú um að hún verði að lifa lífinu en með litlum árangri. Morðinginn, ungur maður sem stóran hluta lífs sins hefur setið inn- an rimla fangelsins, næst en vegna formgalla er honum sleppt. Við það verður þráhyggja Karen- ar enn meiri og fer hún að fylgjast með morðingj- anum og setur um leið sjáffa sig og fjölskyldu sína í hættu. Myndin er gerð eftir skáldsögu Eriku Holzer, sem bæði er blaðamaður og lögfræðingur, og er undirstaða myndarinnar, sem og bókarinnar, sá tvískinnungur sem felst í því að enginn er sekur fyrr en s^nnað er. Samt er réttarkerfið svo gallað að sekur maður á engu að síður möguleika á að sleppa og af því stafar sú mikla reiði sem gripur fólk þegar það sér meintan morðingja fara frjálsan ferða sinna vegna ein- hverra smámistaka í kerfinu. Gamla boð- orðið auga fyrir auga verður þá skiljanlegra. „Það hefur aldrei neinn mér ná- lægur verið myrtur svo ég veit ekki hvernig til- finning það er,“ segir John Schles- inger. „En ég John Schlesinger: Glæsilegur ferill John Schlesinger á glæsileg- an og langan feril að baki og þótt myndir hans hafi ekki all- ar fengið náð hjá gagnrýnend- um hefur hann gert margar úr- valsmyndir sem hafa skráð nafn hans í kvikmyndasöguna til framtíðar. Schlesinger fæddist í London og þar hóf hann feril sinn með þvi að gera stuttmyndir fyrir BBC. Meðal hans fyrstu mynda var heim- ildarmyndin Terminus sem vann til margra verðlauna, meðal annars Gullljónið á kvikmyndahátíðinni i Venus. Fyrsta leikna kvikmynd Schlesinger var A Kind of Lov- ing með Alan Bates. Sú mynd vann Gullbjörninn í Berlín. Næsta kom Billy Liar. í aðal- hlutverki var Tom Courtney en ung leikkona, Julie Christie, háði þar frumraun sína. Þriðja mynd hans var hin feykivinsæla Darling sem gerði Julie Christie að stór- stjörnu. Fyrir þá mynd var Schlesinger valinn besti leik- stjórinn af kvikmyndagagn- rýnendum í New York og nú fékk hann sína fyrstu óskar- stilnefningu. Fjórðu kvikmynd sína, Far From the Madding Crowd, gerði John Schlesinger einnig í Englandi og fékk sú mynd mjög góða dóma. Nú voru Bandaríkjamenn búnir að fá áhuga á Schlesinger og strax með sinni fyrstu kvikmynd vestan hafs sló hann í gegn. Myndin var Midnight Cowboy með þeim Dustin Hoffman og Jon Voight. í kjöffarið fylgdu margar úrvalsmyndir, Sunday, Bloody Sunday, The Day of the Locust, Marathon Man, The Falcon and the Snowman, The Belivers og Pacific Heights, svo að einhverjar séu nefndar. John Schlesinger hefur alltaf unnið í sjónvarpi og á leiksviði með kvikmyndagerð- inni og hefur í gegnum árin leikstýrt bæði hjá The Royal Shakespeare Company og National Theatre. Þá hefur hann einnig leikstýrt óperum í Covent Garden, meðal annars uppfærslu á Ævintýrum Hoffmans með Placido Dom- ingo. -HK

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.