Dagblaðið Vísir - DV - 17.08.1996, Síða 56
Alla laugarúaga
Vertu viðbúin(nj
vummgi!
Föstudagur
16.08.1996
24)®{30)
KIN
s: ix3
<a:
FRETTASKOTIÐ
SÍMINN SEM ALDREI SEFUR
Hafir þú ábendingu eða vitneskju um frétt,
hringdu þá í síma 550 5555. Fyrir hvert
fréttaskot, sem birtist eða er notað í DV,
greiöast 3.000 krónur. Fyrir besta fréttaskotið
í hverri viku greiöast 7.000. Fullrar nafnleyndar
er gætt. Við tökum við fréttaskotum allan
sólarhringinn.
550 5555
LAUGARDAGUR 17. ÁGÚST 1996
Veitingahúsin skoðuð:
Ólögleg
starfsemi
svæld út
„Þetta snýst um fikniefni, ólög-
legt áfengi og hugsanlega vöruskipti
á þýfi í einhverjum tilfellum. Stað-
irnir eru auðvitað afskaplega mis-
munandi en við munum taka
nokkra fyrir í einu. Það er ljóst að
við munum hafa þessa veitingastaði
undir smásjánni alla helgina,“ segir
Friðrik Gunnarsson aðstoðaryfir-
lögregluþjónn í samtali við DV.
Fíkniefnalögreglan í Reykjavík
fór í leit á Hafnarkránni í gær og að
sögn Kristjáns Inga Kristjánssonar
hjá fíkniefnadeildinni var einn
handtekinn þar með fíkniefni. Að
auki fannst haglabyssa, kylfa og
töluvert af debetkortum og persónu-
skilríkjum á kránni.
Lögreglan í Reykjavík boðar að
hún muni líta stift til með ákveðn-
um veitingahúsum í bænum til þess
að reyna að „svæla út þá ólöglegu
starfsemi sem farin er að viðgangast
á þessum stöðum", eins og það var
orðað við DV í gær. -sv
Frumsýnum nýjan
Nissan
Terrano I1197
Verð frá kr.
2.498.000.-
• Inavar Jttth
Helgason hf. fWEgmi
: Savarhofða 2
Simi 525 8000
EINN BJÓR OG
EITT DEBETKORT,
TAKK!
Alvarlegt ástand fram undan á vestanverðum Vestfjörðum í vetur:
Hvergi læknir
nema á ísafirði
- alveg burtséð frá yfirstandandi læknadeilu, segir Sighvatur Björgvinsson
„Alveg burtséð frá yfirstand-
andi læknadeilu steftiir í að lækn-
islaust verði á öllum vestanverð-
um Vestfjörðum nema á ísafirði.
Það hljóta allir að sjá að hér er um
gríðarlega alvarlegt mál að ræða,
sem finna verður lausn á með ein-
hverjum hætti,“ sagði Sighvatur
Björgvinsson, þingmaður Vestfirð-
inga, í samtali við DV.
Hann segir að læknar sem hafa
verið fastráðnir vestra séu að
hætta störfum og flyfja burt og það
tengist alls ekkert læknadeilunni.
„Yfirlæknirinn á heilsugæslu-
stöðinni í Bolungarvík og jafn-
framt héraðslæknir Vestfjarða,
Ágúst Oddsson, hefúr sagt upp
störfum. Hann er á forum eftir fáar
vikur. Það er ekki vitað um neinn
lækni sem hefur sýnt vilja til að
taka við þessu starfi. Það eru lækn-
ishéruð bæði á Þingeyri og Flat-
eyri. Þar voru læknar en nú er
bara annar eftir, á Flateyri, og
hann hefur sagt upp störfum og er
á forum. Ekki er vitað um neinn
sem tekur við af honum. Héraðs-
læknirinn á Patreksfírði er að
hætta. Hann gerir það ekki síst
vegna ágreinings út af sjúkrahús-
inu sem hefur lent undir niður-
skurðarhnífnum," sagði Sighvatur.
Þar með verður orðið læknis-
laust á Patreksfirði, Tálknafirði,
Bíldudal, Þingeyri, Suðureyri,
Flateyri og Bolungarvík og héraðs-
læknislaust á Vestfjörðum.
Sighvatur segir að þaö hafi tek-
ist, á sínum tíma að fá lækna til
starfa vegna ákveðinna staðarupp-
bóta. Nú hafi þessar uppbætur að
mestu verið af þeim teknar. Þá sé
mjög mikið álag á lækna sem
starfa einir. Þeir komist ekki í frí
vegna þess að þeir fái ekki lækna
til að leysa sig af.
Það blasir afar alvarlegt ástand
við þegar vetur gengur í garð,
sagði Sighvatur Björgvinsson.
-S.dór
Hjónin Helgi Sveinbjörnsson og Björg Ólafsdóttir, sem reka dýragarðinn í Slakka í Laugarási í Biskupstungum, segja
að sonurinn Egill Óli sofi aldrei betur en við malið í kettlingunum sem lauma sér iðulega í hlýjuna til hans. Kettling-
arnir séu afar góðir við hann og geri honum ekki mein þótt sá litli borgi ekki alltaf jafn blíðlega fyrir sig.
DV-mynd -rt
Reykj avíkurborg:
Hátíðahöld
fram á nótt
Það verður mikið um að vera í
miðbæ Reykjavíkur í nótt. í tilefni
210 ára afmælis borgarinnar verður
nóttin helguð menningu og um all-
an miðbæinn mun hljóma tónlist
auk þess sem leikrit verða sýnd og í
flestum kaffihúsum og galleríum
miðhæjarins hafa verið settar upp
ýmiss konar listaverkasýningar.
Menningarnóttin stendur til kl. 3.00
og margar verslanir miðbæjarins
ætla að hafa opið til miðnættis.
Ókeypis verður í bílastæðahúsin og
strætisvagnar munu fjölga ferðum
sínum talsvert.
Á morgun er svo sjálfur afmælis-
dagurinn og ekki verður minna um
að vera í borginni þá. Reykjavíkur
maraþon verður hlaupið og afmæl-
isdagskráin heldur áfram allan lið-
langan daginn. -ilk
Lést eftir
umferðarslys
Karlmaður lést af völdum áverka
sem hann hlaut eftir að hafa ekið á
ljósastaur á Kringlumýrarbraut í
fyrradag. -sv
Veörið á morgun:
Víðast þurrt
Á morgun verður austan- og norðaustankaldi eða stinningskaldi og
rigning og súld við suðaustur- og austurströndina. Annars staðar
skýjað með köflum og víðast þurrt. Hiti verður á bilinu 7 til 15
ast sunnanlands og vestan.
Veðrið i
Veðrið á mánudag:
Hlýjast sunnanlands
Á mánudag er búist við kalda eða rigningu, einkum norðanlands og
austan, þó verður þurrt sums staðar. Bjart verður annars staðar. Hiti
verður á bilinu 6 til 13 stig, hlýjast sunnanlands.