Dagblaðið Vísir - DV - 22.08.1996, Blaðsíða 5

Dagblaðið Vísir - DV - 22.08.1996, Blaðsíða 5
FIMMTUDAGUR 22. ÁGÚST 1996 5 Fréttir Fyrirhugað gjallnám í Seyðishólum: Umhverfisslys sem stang- ast á við stefnu stjórnvalda - segir Ásta Ragnheiður Jóhannesdóttir alþingismaður Mikill styr hefur staðið um fyrir- hugað gjallnám í Seyðishólum en fyrirhugað er að vinna 8-10 millj- ónir rúmmetra af gjalli til útflutn- ings á næstu 12 árum. Ásta Ragnheiður Jóhannesdóttir, þingmaður Þjóðvaka, hefur skorað á samgönguráðherra að taka á mál- inu þar sem það stangist m.a. á við stefnu stjómvalda í ferðaþjónustu. Aukin útgjöld til vegagerðar „Ég tel einnig að samgöngunefnd þurfi að koma að málinu því það er ljóst að þessir miklu flutningcir á veginum um Grímsnesið munu hafa í för með sér aukin útgjöld til vega- gerðar. Niðurskurður þar hefur ver- ið allt að 8-900 milljónir á þessu ári og allt útlit fyrir áframhaldandi nið- urskimð. Þingið og samgöngunefnd þurfa að skoða hvernig á að mæta þessum kostnaði,“ sagði Ásta Ragn- heiður sem á sæti í samgöngunefnd og er auk þess áheymarfulltrúi í umhverfisnefnd. Ásta Ragnheiður teliu: gjallnámið einnig vera umhverfisslys. Hún seg- ir gjallgígana þá einu í byggð sem ferðamenn hafi aðgang að. Þetta sé heil eldstöð og nú sé ætlunin að flytja nánast einn gíginn i burtu. Mál stjórnarinnar í heild „Þetta er ekki bara mál umhverf- isráðherra heldur einnig samgöngu- Búrfellsvegur Sumar- bústaða- svæðl Seyðlshólar Vlnnslusvæði skv. úrskurðl Sumar- bústaða- svæðl Skv. úrskuröi mega 75 vörubílar fara um Búrfellsveginn S degi hverjum til gjalltöku, sem þýðir allt aö 150 feröir á dag. Sumar- bústaða- svæði Kerið ■ Markaður fyrir fiskflök er ágæt- ur erlendis - segir Logi Þormóösson, fiskútflytjandi í Sandgerði DV, Suðurnesjum: „Það hefur verið ágætt að gera að undanförnu og markaðurinn úti fyr- ir fiskflök er ágætur. Við sendum nánast daglega með flugi frá 1-3 tonnum af flökum af flestöllum fisk- tegundum. Þó langmest af ýsu en þorskurinn sækir á. Þá hefur karfi og flatfiskur aukist og allar tegund- ir reyndar við minnkandi aflaheim- ildir,“ sagði Logi Þormóðsson, eig- andi Tross í Sandgerði sem sérhæf- ir sig í ferskfiskvinnslu- og útflutn- ingi á fiski, í samtali við DV. Logi hefur starfað í 20 ár ein- göngu við ferskfisk. Alls vinna 12 manns hjá fyrirtækinu og það velti rúmlega 350 miUjónum í fyrra. Helmingur af þeirri upphæð er framleiðsla Tros en Logi flytur einnig fisk út fyrir önnur fyrirtæki hér. Logi segist kaupa fisk af fisk- mörkuðum, helst línu- og handfæra- fisk. -ÆMK ráðherra og ríkisstjórnarinnar í heild. Samgönguráðherra kynnti stefhu sem mörkuð hefur verið í maí sl. þar sem áhersla er lögð á vistvæna ferðamennsku í sátt við land og þjóð en i þessu máli er geng- ið þvert á vilja sumarbústaðaeig- enda á þessu svæði sem hafa fjárfest þarna í sínu öðru heimili. Þetta er þvert á alla skynsemi og allt sem heitir vistvæn ferðamennska. Þarna er að minu mati verið að fóma þjóð- arhagsmunum fyrir stundarhags- muni nokkurra manna,“ sagöi Ásta enn fremur. í Grímsneshreppi er ein þéttasta sumarbústaðabyggð landsins og sagði Kristján Jóhannsson, formað- ur Landssambands sumarhúsaeig- enda, að fráleitt væri að leyfa gjalln- ám á þessu svæði til næstu tólf ára á sama tíma og framkvæmdastjóri Náttúrverndarráðs hefði lýst því yfir að ekki væri hægt aö starfa eft- ir þeim lögum sem nú eru í gildi. „Það er ljóst að náttúruverndar- lögin, sem nú er starfað eftir, em ekki nothæf og útilokað annað en að það þurfi að breyta þeim,“ sagði Ki'istján í samtali við DV. Úrskurður í samræmi viö gildandi lög „Umhverfisráðherra er að skipa nefnd til að endurskoða reglur um efnistöku en eins og reglmnar em núna er umhverfisvemd hvað efhis- töku varðar mjög lítil,“ sagði Aðal- heiður Jóhannsdóttir, fram- kvæmdastjóri Náttúmverndarráðs. Hún sagði að gildandi lög um efnistöku og rétt manna til að taka efni á sínu eigin landi væra orðin 25 ára gömul, þau væru börn síns tíma og þörfnuðust endurskoðunar. Hún sagði einnig að þó lögum um efni- stöku yrði breytt væri ekki nema hálfur vandinn leystur því í stjórn- arskránni væri eignarréttur mjög vel varinn og því þyrfti að endur- skoða með tilliti til þess að um- hverfis- og náttúruvemd væri gert hærra undir höfði. „Úrskurður um gjalltöku í Seyðis- hólum er í fullkomnu samræmi við gildandi lög og ég sé ekki að því verði breytt. Fólk getur jú farið í dómsmál en ég sé ekki að dómstólar komist að annarri niðurstöðu," sagði Aöalheiður í samtali við DV. -gdt enn þynnrí GSM-síma BETRA VERÐ ! BETRA VERÐ! GSÍ7TT Siemens S4 er Htill og handhœgur, en þó verulega öflugur. Hann er hlaðinn innbyggðum - stillanlegum atriðum, s.s. símaskró meo nöfnum, símtalsflutningi, stillanlegri hringingu, 5 númera endurvalsminni, 50 tíma rafhlöðu 1240 min. í stöðuari notkunl, sem tekur 5-7 tíma að hlaða, öflugu loftneti sem draga mó út til að nð enn betra sambandi og fjölmörgu fleira; en einstaklega auðveldur í nolkun. Þyngd aðeins 235 gr. ™§iHSH Siemens S3com er handhceaur og enn þynnri, en þó sérlega öflugur. Hann er hlaoinn innbyggðum - stillanlegum atriðum, s.s. símaskró með nöfnum, símtalsflutningi, stillanlegri hringingu, 5 númera endurvalsminni, 20 tíma rafhlöou 1100 min. í stöðugri notkuni, sem tekur aðeins klukku- sfund að hlaða, föstu loffneti sem ekki þarf að draga út og fjölmörgu fleira; en samt er hann einstaklega a.uðveldur í notkun. Þyngdin er aðeins 250 gr. Nokia-2110i ermeðsímaskrómeð nöfnum, símtalsflutningi, stillanlegri hringingu, 5 númera endurvalsminni, 30 tíma rafhlöðu 1120 min. í stöðugri notkunl, sem tekur aðeins klukkustund aðhlaða, (hleðslutœki fylgir), útdraganlegu loftneti o.m.fi. Þyngd aðeins 197 gr. AUK/Ð ÚRVAL - BETRA VERO / Skipholti 19 Sími: 552 9800 Grensásvegi 11 Simi: 5 886 886 ...en á mun betra verði, vegna sérlega hagstæöra samninga! BETRA VERÐ ! Logi Þormóðsson, eigandi Tross í Sandgerði.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.