Dagblaðið Vísir - DV - 22.08.1996, Síða 10

Dagblaðið Vísir - DV - 22.08.1996, Síða 10
10 FIMMTUDAGUR 22. ÁGÚST 1996 Fréttir_________________________________________pv Fínslípun fjárlagafrumvarpsins fer senn að hefjast: Skorið verður niður hjá öllum ráðuneytunum - til að ná hallalausum fjárlögum, segir Jón Kristjánsson, formaður fjárlaganefndar „Það markmið var sett 1 vor að fjárlögin fyrir næsta ár yrðu halla- laus. Það þýðir miðað við þær að- stæður sem þá voru að skera þarf niður um eina 4 milljarða króna. Enda þótt tekjuaukningin verði eitt- hvað fram yfir það sem gert var ráð fyrir, eins og greinilegt er að hún veröur á yfirstandandi ári, þá er svo mikil innbyggð auking í kerfinu að ekki verður náð hallalausum fjár- lögum nema með niðurskurði. Það er einnig ljóst að ekkert ráðuneyti verður undanskilið því að skera niður hjá sér. Sjálfsagt verða hæstu tölurnar hjá fjárfrekustu ráðuneyt- unum án þess að ég hafi á þessari stundu forsendur til að svara fyrir einstaka liði,“ sagði Jón Kristjáns- son, formaður fjárlaganefndar Al- þingis, í samtali við DV. Hann sagði að heilbrigðis- og tryggingaráðuneytið væri fjár- frekasta ráðuneytið. Það væri til að mynda innbyggð hækkun í trygg- ingakerfinu og raunar líka í heil- brigðiskerfinu, auk þess sem Ijóst væri að Sjúkrahús Reykjavíkur vantaði viðbótarfjárveitingu á þessu ári. Það hlyti að koma til kasta rík- isstjómar að taka tillit til þess á haustdögum. „Það mun vissulega létta undir að það eru talsverðar umframtekjur til ríkissjóðs í ár þannig að hægt ætti að verða að minnka þann fjárlaga- halla sem spáð var að yrði í ár. En þessu fylgir auðvitað sú hætta að ef tekjurnar vaxa mikið er hætta á verðbólgu og þvi getur verið um vítahring að ræða. Allt þetta þarf að skoða mjög vel,“ sagði Jón. Hann var spurður hvað liði gerð fjárlaga- frumvarpsins sjálfs. „Það má segja að fjárlagagerðin sé enn hjá ríkisstjórninni. Málið kemur ekki á borð fjárlaganefndar fyrr en hvert ráðuneyti hefur gert grein fyrir sínum tillögum um fjár- magn og þingflokkar rikisstjónar- flokkanna hafa fjallað um fjárlögin. Einhverjar breytingar geta orðið í meðforam þingflokkanna. En það er farið að styttast í að fjárlaganefnd fari að fmslípa fjárlagagerðina," sagði Jón Kristjánsson. -S.dór Gunnar Sæmundsson bóndi: Fækkiö ekki sauðfé meira en orðið er DV, Hólmavík: „Boðskapur minn til sauðfjár- bænda er þessi: Fækkið ekki meira sauðfé en orðið er. Fjölgið frekar að- eins. Vélarnar eru til staðar á búun- um. Húsnæði nægilegt svo og hey. Það réttlætir útflutning nokkurs hluta framleiðslunnar, sem ekki er markaður fyrir innanlands. Útflutn- ingsskylda þessa hausts myndi þá verða 20% eða aðeins þar yflr,“ sagði Gunnar Sæmundsson, formað- ur Búnaðarsambands Vestur-Húna- vatnssýslu, á aðalfundi félags sauð- fjárbænda í Strandasýslu 13. ágúst. Gunnar var aðalræðumaðurinn á fundinum og sagði nokkurt bil vera milli þeirra sem haldið hefðu fram- leiðslurétti og farið að fækkunar- kröfum opinberrar forsjár, og þeirra sem selt hefðu rétt sinn á síð- ustu misserum þegar verðið var hvað hæst. Tekið þar með beinu greiðslurnar fyrirfram út. Með gild- istöku nýs búvörusamnings gætu þeir nú óáreittir brunað upp með framleiðsluna. Gunnar sagðist ekki mótfallinn sumarslátrun dilka en hættan væri samt sú að kapp einhverra væri svo mikið að taka boði um hærra verð fyrir sumarslátrað fé að einhverjum réttindum innleggjanda væri fórnað i leiðinni, svo sem tryggingu fyrir skilum á sjóðagjöldum. Hann sagði að samningur nokkuraa sauðfjár- bænda í V-Hún. við Hagkaup um af- hendingu 200 dilka á viku frá ágúst til miðs desember hefði truflað áform um stofnun slátursamlags við Húnaflóa og Breiðafjörð með sam- einingu sláturhúsa á þessu svæði, sem komið var á góðan rekspöl. Sagðist horfa til þess með kvíða ef örfáir bændur færu að gera samn- ing um sölu á einhverju magni dilkakjöts við fyrirtæki hér og þar um landið. „Þá erum við komnir ofan í kart- öflugarðana. Það er samstaða okkar bænda sem allt veltur á því það verður dauflegt um að litast í mörg- um sveitum ef hún brestur," sagði Gunnar Sæmundsson. Á fundinum voru kynntar nýj- ustu upplýsingar um kjötsöluna. Þar kemur fram að 8% samdráttur varð í sölu kindakjöts í júní sl. þrátt fyrir um 3% aukningu síðustu 12 mánuðina. Nokkrir fundarmenn töldu kjötmarkaðinn allnokkuð stærri en opinberar tölur segja. Nokkur hiti hljóp í suma fundar- menn sem fengu að sjá nýja reglu- gerð um útflutning á kindakjöti en í siðustu málsgrein fyrstu greinar segir: „Lokauppgjör á beinum greiðslum almanaksárið 1996 fer ekki fram fyrr en útflutningsupp- gjöri er lokið.“ Einn fundarmanna var með þá tilgátu að hér væri um augljóst lög- brot að ræða ef þetta ætti að standa því með nýja búvörusamningnum hefði algjörlega verið skilið á milli beinna greiðslna og kindakjötsfram- leiðslunnar. í fundarlok var sam- þykkt tillaga þar sem hvatt er til aukinnar samstöðu í afurðasölumál- unum. -GF Njörður Tryggvason verkfræöingur og Valgeir Valgeirsson, eftirlitsmaöur Vegageröarinnar, fylgjast meö þegar fræs- arinn rífur gamla slitlagiö upp og blandar í þaö sementi og vatni. Á eftir er vegurinn jafnaöur og valtaöur. DV-mynd Magnús Ólafsson Steypt á staðnum I Húnaþingi DV, Húnaþingi: Nú stendur yfir í Langadal í Húna- vatnssýslu tilraun með að leggja slit- lag á veg með öðrum hætti en þekkst hefur hér á landi. Aðferðin felst í því að með fræsara eða tætara eru rifnir upp um 20 sm af efsta lagi vegarins. Fræsarinn er tengdur vatnsbíl sem skammtar réttan raka í fyllinguna, en á undan fer sementsdreifari, sem blandar hæfilegu sementi ofan á veg- inn áður en ffæsarinn fer að vinna sitt verk. Það er mjög mikilvægt að vatns- magnið sé rétt því á þann hátt næst mest og best þjöppun sem gefur sterkasta slitlagið. Áður hefur verið notað innflutt froðubik sem bindiefni í vegklæðningar en með þessari að- ferð er hægt að nýta innlent sement. Binda margir vonir við að með að- ferðinni fáist sterkara slitlag. Þá er það líka nýtt að rífa gamla slitlagið upp á þennan hátt til endurnotkunar. Við verkið eru notuð ný og mjög fullkomin tæki frá Þýskalandi sem fyrirtækið Merkúr hf. flytur inn vegna þessa verkefnis. Hugsanlega verða þessi tæki síðan flutt út aftur að verki loknu nema einhver verk- taki hafi áhuga á að kaupa þau. Verktakar við verkið eru Sements- verksmiðjan á Akranesi og íslenskir aðalverktakar, sem buðust til þess að gera þessa tilraun fyrir sambærilega upphæð og kostaði að leggja slitlag með gamla laginu. Njörður Tryggvason, verkfræðing- ur hjá Sementsverksmiðjunni, sagði að steypan ætti að vera komin með 5 kg brotstyrk eftir sjö daga en allt að 90 kg brotstyrk eftir 28 daga. Tekist hefði að leggja rúma 600 metra á dag og færu um 75 tonn af sementi dag- lega. Alls verða 5,4 km lagðir slitlagi með þessari aðferð. Valgeir Valgeirsson, eftirlitsmaður frá Vegagerðinni, sagði að nákvæm- lega yrði fylgst með hvemig þessi klæðning stæði sig í samanburði við eldra slitlag. Á sama hátt og þegar froðubik er notað sem bindingur í vegklæðningar er umferð hleypt strax á veginn og reynt að valda veg- farendum sem minnsum óþægindum. -MÓ Erró-stofa á Hótel Djúpuvík: Gaf tíu myndir sem prýða DV, Hólmavík: Á hótelinu á Djúpuvik hefur ver- ið komið upp málverkastofu sem hlotið hefur nafnið Erroó-stofan enda allar myndirnar 10 að tölu eft- ir listamanninn Erró. „Við áttum fyrir níu myndir, blý- antsteikningar frá ýmsum stöðum í hinni gömlu Reykjavík eftir föður hans, Guðmund Einarsson frá Mið- dal. Þessar myndir sá Erró þegar hann kom hingað sl. haust ásamt konu sinni, frönskum listfræðingi, Gunnari Kvaran, forstöðumanni Kjarvalsstaða, og Pétri H. Ármanns- syni arkitekt. Meðan þau dvöldu - ásamt blýantsteikningum föður hans hér fór ég með honum út í verk- smiðjuna og sýndi honum staðinn. Við tókum upp létt hjal um ýmsa hluti og þá spurði ég hann hvort hann væri ekki til með að skenkja okkur þó ekki væri nema eitt plakat svona til minningar um komu hans hingað. Hann sagði sem svo, því ekki það. Eftir að hann var aftur kominn til Parísar fengum við frá honum póst- kort með kveðju þeirra og þakklæti fyrir móttökurnar og neðst stóð. Myndirnar koma. Nú, það sem átti að vera eitt plakat voru orðnar myndir. í framhaldi gerðist svo það að hringt var í okkur frá Kjarvals- Verk listamannsins í Erró-stofunni á Hótel Djúpuvík. DV-mynd Guöfinnur veggi stöðum og við spurð hvernig ætti að senda okkur þær. Þetta voru þá orðnar einar 10 myndir sem allar voru glerjaðar og innrammaðar áður en þær komu til okkar,“ segir Ásbjörn Þorgilsson á Djúpuvík. Hann segir að þær hafi komið í nóvember og nokkuð hafi verið rætt hvemig þeim yrði best komið fyrir og samkomulagi hafi orðið um að dreifa þeim ekki um veggi hótelsins heldur hafa þær allar á einum stað. Ásbjörn segir þau hjón mikið þakk- lát þessum góða listamanni fyrir þessa höfðinglegu gjöf. -GF

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.