Dagblaðið Vísir - DV


Dagblaðið Vísir - DV - 22.08.1996, Qupperneq 25

Dagblaðið Vísir - DV - 22.08.1996, Qupperneq 25
Flækjufótur Mummi Siggi Lísa og Láki Andrés Önd Gissur gullrass Hvutti Hrollur Tarzan ' FIMMTUDAGUR 22. ÁGÚST 1996 33 Myndasögur Fréttir Hann Lárus S. Guöjónsson í Veiöibúö Lalla á heiöurinn af stærsta laxinum í Laxá í Dölum og varfiskurinn 19 pund. Laxá í Dölum hafði gefið næstum 800 laxa í gærkvöld. DV-mynd GBB Norðurá: Komin yfir 1800 laxa Einhver rólegheit virðast vera komin í laxveiðina þessa dagana og telja menn það helst að fískurinn sé farinn að þekkja maðkana og flug- urnar of vel. Það er búið að kasta svo oft fyrir suma fiskana að þeir eru löngu hættir að kippa sér upp við þetta. Það gæti svo sem vel ver- ið satt. „Þetta er frekar rólegt núna en Norðurá er komin yfir 1800 laxa, lík- lega um 1820 laxar á þessari stundu. Það væri gott að fá smáskúrir núna,“ sagði Bergur Steingrímsson hjá Stangaveiðifélagi Reykjavíkur í gærkvöld þegar við spurðum frétta af veiðiskapnum. „Hítará á Mýrum hefur geflð yfir 300 laxa núna og veiðimenn hafa verið að veiða ágætlega þar síðustu daga,“ sagði Bergur enn fremur. Leirvogsá hefur gefið 444 laxa „Við erum komnir í 444 laxa og það eru laxar að koma á hverju flóði. Stærsti laxinn hingað til er 16,5 pund og einhverjir 16 punda,“ sagði Guðmundur Magnússon í Leirvogstungu í gærkvöld þegar við leituðum frétta af Leirvogsánni. „Það er fiskur um alla á og veiði- menn hafa verið að fá ágæta veiði síðustu daga,“ sagði Guðmundur. Húseyjarkvíslin hefur gefið 60 laxa „Veiðiskapurinn gengur rólega í Húseyjarkvísl þessa dagana en við fengum bara urriða. Það hafa veiðst 60 laxar,“ sagði veiðimaður sem var að koma úr Kvíslinni í vikunni. „Það er lítið af fiski á laxasvæð- inu, einn eða tveir laxar í Fossinum efst og svo fiskur í Gullhyl," sagði veiðimaðurinn í lokin. Veiðin í Sæmundará í Skagafirði hefur verið róleg eins og í Húseyjar- kvísl en það eru komnir um 30 lax- ar á land. Góð bleikjuveiði hefur verið og það hefur bjargað miklu. Veiðivon Gunnar Bender Bleikjurnar eru margar hverjar vænar. -G. Bender Gæsaveiöin byrjuð: Fjöldi far- inn til veiða „Ég var fyrir vestan og hæfði nokkrar gæsir en sá ekki mikið. Gæsin virðist hafa farið á fjöll rétt þegar veiðitíminn var að byrja,“ sagði skotveiöimaður vestur á fjörðum sem byrjaði á fyrsta degi sem mátti skjóta gæs- ir þetta árið. Margir fóru til veiða á fyrsta degi og ijölmargir ætla um helgina. -G. Bender GODUR VEIÐIMAÐUR NOTAR VANDADA OLT gæsaflauturnar eru handunnar í Ameríku úr gegnheilum viö. Kynntu þér úrvalið á næsta sölustað. Umboðsmenn um allt land Sportvörugerðin Heildsala-smásala Mávahlíð 41, Rvík, sími 562-8383

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.