Dagblaðið Vísir - DV - 22.08.1996, Blaðsíða 2

Dagblaðið Vísir - DV - 22.08.1996, Blaðsíða 2
2 FIMMTUDAGUR 22. ÁGÚST 1996 Fréttir Fjórir menn af asískum uppruna kæröir til lögreglu fyrir margs konar brot: Óttaslegnar fjöl- skyldur í felum - eftir hótanir og ítrekuð skemmdarverk Bíli mannsins, sem var eltur, lítur svona út eftir áreksturinn. DV-mynd BG Fjórir menn af asískum uppruna hafa verið kærðir til lögreglu fyrir tilraunir til fjárkúgunar og að hafa lagt fólk í einelti með hótunum um ofbeldi og skemmdarverkum. Mikill uggur er í röðum nýbúa í Reykjavík og er ástandið orðið svo slæmt að sumar fjölskyldur eru komnar í fel- ur vegna mannanna. Lögreglan seg- ir að ástandið hafi varað lengi en nú „sé boltinn að springa". RLR, Lög- reglan í Reykjavík og Rauði kross íslands eru að vinna í málinu. Karlmaður af asískum uppruna átti fótum fjör að launa í síðustu viku þegar fjórmenningamir eltu hann vopnaðir hnífúm eftir að hann hafði neitað að greiða þeim peninga. Mennimir fjórir létu ekki af eftirför- inni fyrr en maðurinn var kominn móður, másandi og yfir sig óttasleg- inn inn á lögreglustöö við Hlemm. Sami maður var síðan eltur um síð- ustu helgi og var hann þá á bíl. Þeirri eftirför lauk með því að fóm- arlambið sá sitt óvænna og ók yfir á rauðu ljósi og lenti þá í árekstri. „Þetta ástand verður að stöðva. Þetta er að verða eins og í útlöndum þar sem „Asíumafiur" vaða uppi. Þessir fjórir menn hafa komið inn á veitingastaði eða farið til einstakl- inga og heimtað að „fá lánaðan pen- ing“ eða viljað selja þeim þýfi. Ef maður hlýðir ekki er ráðist á mann, konuna eða jafnvel bömin eða bíll- inn skemmdur,“ sagði asískur mað- ur í atvinnurekstri í Reykjavík í samtali við DV í gær. Hann sagði jafnframt að hér væri eingöngu um að ræða fjóra tiltekna karlmenn frá Asíu og landar þeirra vildu fá þá stöðvaða - þeir kæmu óorði á fólkið. „Þessir menn vinna ekki neitt. Það er ekki hægt að haga sér svona þegar íslenska þjóðin er búin að taka vel við Asíufólki," sagði at- vinnurekandinn. íslensk kona, sem hefur haft nán- ar spumir af a.m.k. einhverjum fiórmenninganna um árabil, sagði við DV að aðfarir þeirra minntu á mafiuna í kvikmyndunum um Guð- fóðurinn - þeir skemmdu m.a. bíla og svifust einskis þegar ekki væri farið að vilja þeirra. Maðurinn sem var eltur að lög- reglustöðinni í síðustu viku varð fyrir því í byrjun mánaðarins að fjölskyldubíll hans var mikið skemmdur fyrir utan vinnustað konu hans. Rúður voru brotnar og ætandi vökva hellt yfir sætin sem brunnu undan efhinu. Eins og fyrr segir vinnur RLR í málinu en Lögreglan í Reykjavík mun samkvæmt heimildum DV einnig grípa til sérstakra aðgerða til aö fylgjast með umræddum fjór- menningum á næstunni. -Ótt Fallhlífarstökk: Fallhlífin opnaðist ekki „Þetta er hlutur sem alltaf getur komið fyrir og við stökkvarar vitum af þessari hættu sem alltaf fylgir stökkum. Þegar aðalfallhlífin opnað- ist ekki hafði ég varafallhlífina og varð aldrei beint smeykur. Ég varð að losa aðalhlífina áður en ég opn- aði hina. Þetta gekk sem betur fer vel og lendingin var mjúk og góð,“ sagði Guðmundur Guðjónsson, 22 ára gamall fallhlífarstökkvari, en hann lenti í töluverðri hættu í fall- hlífarstökki hjá Sandskeiði í gær- dag þegar aðalfallhlíf hans flæktist og opnaðist ekki. Áhorfandi varð mjög skelfdur þegar hann sá aðalfallhlífina falla til jarðar og hringdi úr farsíma í neyðarlínuna og tilkynnti um fallhlífarstökkvara í hættu. „Ég hef stokkið 78 sinnum og aldrei lent í því áður að þurfa að grípa til vara- fallhlífar. En það er gott að vita af henni og hún er mun öruggari því henni er pakkað af atvinnumönn- um,“ sagði Guðmundur en hann er meðlimur í Flugbjörgunarsveit Reykjavíkur. -S/RR Guðmundur viö bíl Flugbjörgunarsveitarinnar á Sandskeiði í gær en þar stökk hann í fallhlíf. Aöalfallhlíf Guömund ar opnaöist ekki og því varö hann aö grípa til varafallhlífar. DV-mynd S Þú getur svarað þessari spurningu með því að hringja í síma 9041600. 39,90 kr. mínútan Já 1 Nei 2 j rödd FOLKSINS 904 1600 Eiga stjórnvöld að bjarga Kolbeinsey? Hasso frestar íslandsför: Bílarnir ekki með Ekkert varð af komu auðkýfings- ins Hasso Schútzendorf til landsins í gær þar sem tveir glæsibílar í hans eigu, Rolls Royce og Benz, komust ekki með vél Cargolux frá Lúxemborg. Cargolux, sem flýgiu- hingað vikulega, varð að láta bilana víkja vegna mikilvægs og plássfreks farms til Bandaríkjanna. komust Cargolux Hasso ákvað því að fresta íslands- fór sinni um nokkra daga en kona hans, Astrid, og einn lífvörður ætl- uðu einnig að koma. Lifverðir fylgja Hasso og Astrid hvert fótmál vegna hótana frá kólumbísku og ítölsku mafíunni, eins og DV greindi frá í gær. -bjb Stuttar fréttir dv Meiri kennaraskortur Formaður Kennarasambands íslands segir að kennaraskortur sé meiri nú en undanfarin ár, samkvæmt frétt RÚV. Rækjusamdráttur Talsmenn rækjuverksmiðja telja óhjákvæmilegt að draga úr framleiðslu næstu mánuðina og lækka hráefnisverð til útgerða og sjómanna. Samkvæmt RÚV er það til að mæta birgðasöfnun og verðlækkun á afurðum. Óskynsamleg hækkun Sjálfstæðismenn í borgarráði telja fyrirhugaða 15% hækkun á vatnsgjaldi óskynsamlega og hún komi frekar niður á eignalitlu fólki. Þetta kom fram á RÚV. Nefnd ekki starfandi Hagfræðingur VSÍ telur brýnt að koma böndum á verðhækk- anir á matvælum til að spoma gegn skuldasöfhun heimilanna. Samkvæmt RÚV hefur nefnd, sem á að stuðla að lægra verði á matvælum, ekki komið saman í hálft ár. Sjóvá græðir Sjóvá-Almennar jók hagnað á fyrri hluta ársins mn 82% miðað við sama tíma i fyrra. Gróðinn jókst úr 93 í 169 milljónir króna. Borgarstarfslaun Nýlega var starfslaunum Reykjavíkurborgar úthlutað til listamannanna Helga Þorgils Friðjónssonar, Elíasar Mar, Önnu Líndal, Margrétar J. Pálmadóttur, Eydísar Franzdótt- ur, Þorsteins Gauta Sigurðsson- ar og Sigtryggs Baldurssonar. Bensínsölu mótmæit íbúar við Egilsgötu hafa kom- ið á framfæri fjölmörgum at- hugasemdum við borgaryfirvöld vegna fyrirhugaðrar lóðar undir bensínsölu við Egilsgötu 5. Málið verður tekið fyrir á næsta fundi skipulagsnefndar. ísland í 6. sæti íslenska sveitin í Ólympíu- mótinu í skák 16 ára og yngri, sem fór nýlega fram í Svartfjalla- landi, hafnaði í 6. sæti með 19!4 vinning af 36 mögulegum. Afmæli SÞ minnst í tilefni af 50 ára afrnæli Sam- einuðu þjóðanna 19. nóvember nk. hefúr ríkisstjóm íslands ákveðið að standa m.a. fyrir há- tíðarsamkomu og ráðstefnu um málefni SÞ. Jafnframt verður gefm út bók og sáttmáli SÞ end- urprentaöur. Skaöabótanefnd skipuð Dómsmálaráðherra hefúr skip- að Guðmund Jónsson, Þorgeir Örlygsson og Áma Kolbeinsson í nefnd til að vinna að heildarend- urskoðun skaðabótalaganna. Undir áætlun Ný bygging Hæstaréttar verð- ur tekin í notkun i næstu viku. Samkvæmt Stöö 2 er kostnaður 20 milljónum undir áætlun eða 460 milljónir króna. Gott uppeldi íslensk böm era með þeim hæstu í heimi. Samkvæmt Stöð 2 er góðum uppeldisaðstæðum að þakka en íslenskir læknar vinna að viðamikilli rannsókn á þessu sviði. Ójafnrétti í nefndum Aðeins . heilbrigðisráðherra, Ingibjörg Pálmadóttir, hefui- þeg- ar náð því markmiði að vera með meira en 30% hlutfall kvenna í nefndum og ráðum. Hlutfallið hjá henni er 41% á meöan þaö er t.d. aðeins 2% hjá Guðmundi Bjama- syni landbúnaðai’ráðherra. íbúðir á fornminjasvæöi Bæjarstjórn Seltjamarness samþykkti í gær að 24 íbúðir yrðu byggðai’ á fomminjasvæði. Þetta kom fram á Ríkissjónvarp- inu. -bjb

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.