Dagblaðið Vísir - DV - 22.08.1996, Blaðsíða 11

Dagblaðið Vísir - DV - 22.08.1996, Blaðsíða 11
FIMMTUDAGUR 22. ÁGÚST 1996 Fréttir 11 Lyktarmengun frá Krossanesverksmiðjunni: Margir telja að sér líði illa af lyktinni - eftirlitsmenn Hollustuverndar fara norður RAFSTÖÐ Rafstöö 2200 VA Verð 79.900 Japanskur mótor og þýsk ending M. Ragnarsson Sími 553 4173. GSM 892 5231 „Það hafa margir hér í bæ haft samband við mig og kvartað undan lyktarmegnun frá Krossanesverk- smiðjunni, telja hreinlega að sér líði illa yfir lyktinni. Það leggur sterkan fnyk yfir hæinn, sérstaklega þegar hafgola er, en verst er þetta í Holta- hverfinu sem er næst verksmiðj- unni. Ég á von á eftirlitsmönnum frá Hollustuvernd ríksins og þeir munu skoða verksmiðjuna og meta aðstæður," sagði Valdimar Brynj- ólfsson, framkvæmdastjóri hjá Heil- brigðiseftirliti Eyjafjarðar, við DV. Margir Akureyringar hafa kvartað undan mikilli bræðslulykt frá verk- smiðjunni í sumar en þar er loðna brædd. Ákveöiö vandamál sem fylgir rekstrinum „Þetta er ákveðið vandamál sem fylgir þessum rekstri. Við gerum okkar besta til að draga úr þessari lykt eins og mögulegt er og höfum til þess mengunarvamarbúnað eins og reykeyðingu og lyktarbrennslu og notum hann á fullu. Við tökum ekki inn meira hráefni en við getum unn- ið á eðlilegum vinnslutíma. Við urð- um fyrir því óhappi nú í vikunni að það bilaði rafstrengur hjá okkur í hálfan annan sólarhring. Við urðum að starta vélunum upp á nýtt og þá er lyktin alltaf verri. Þess vegna varð hráefnið eldra en eðlilegt er. Lyktin er missterk eftir því hvernig vindáttin er, ef það er hafgola berst lyktin meira inn i bæinn. Þá bætist við þessi mikli hiti sem er búinn að vera hér að undanförnu og því er alltaf meiri lykt yfir sumartímann,“ sagði Jóhann Pétur Andersen, fram- kvæmdastjóri Krossanesverksmiðj- unnar, við DV. Jóhann Pétur sagðist ekki vita að eftirlitsmenn frá Hollustuvernd rík- isins væru væntanlegir en sagðist bjóða þá velkomna að skoða verk- smiðjuna. Hann sagðist ekki hafa orðið var við nein veikindatilfelli meðal starfsmanna verksmiðjunnar þó að lyktin væri vissulega einnig inni í henni. „Það er ekki bara fiskimjölsiðnað- urinn sem lendir í því að angra ná- grannann með lykt. Menn verða var- ir við annars konar starfsemi hér í bæ og annars staðar sem af stafar sjón- og lyktarmengun. Ég get vel ímyndað mér að sumt fólk finni fyr- ir óþægindum af lyktinni en flestir, held ég, finna ekki fyrir henni. Það er sagt að menn venjist þessari lykt og það er raunin með starfsmenn hér. Þeir hafa ekki kvartað undan Framkvæmdir hafnar á fullu við 1100 fermetra húsnæöi sem Járn & skip láta reisa í Keflavík. Gamla húsiö brann í stórbruna í júní. DV-mynd ÆMK Reykjanesbær: Nýbygging kaupfé- lagsins að rísa DV, Suðurnesjum: „Við ættum að geta flutt inn í fyrri hlutann af húsinu í byrjun október og i allt húsið upp úr ára- mótum. Nýbyggingin lítur vel út og þar verður miklu meira og betra pláss en var í gamla húsinu. Það er byggt eftir nútímakröfum," sagði Guðjón Stefánsson kaupfélagsstjóri við DV. Kaupfélag Suðurnesja hefur hafið á fullu framkvæmdir við 1100 m2 húsnæði á einu gólfi sem mun hýsa byggingavöruverslunina Járn & Skip. Eldra húsnæðið brann til kaldra kola í stórbruna í júní. Til að flýta fyrir byggingunni verða tveir af veggjum gamla húsnæðisins, sem stóðu einir eftir brunann, notaðir til að flýta fyrir nýbyggingunni. Fyrri hluti byggingarinnar verður um 370 m2 og stefnt er að því að opna hann 1. október. Hluti af verslunarrekstrinum hef- ur verið í plötuhúsinu sem slapp í brunanum en það er staðsett við hlið Járn & Skips. Guðjón segir að salan þar hafi gengið vonum framar og verið meiri sala en þeir þorðu að reikna með. -ÆMK Sveitarstjórnir: Ákveðnar reglur um hvaða varamenn taka sæti Menn hafa velt því nokkuð fyrir sér - eftir að bæjarstjórinn í Hafnar- firði, Ingvar Viktorsson, las upp á kratafundi á dögunum bréf frá Jó- hanni G. Bergþórssyni um að hann ætlaði að halda sig til hlés á næst- unni til að auðvelda félögmn sínum að starfa í bæjarstjórn - hver tæki sæti Jóhanns ef hann færi í frí. Unnar Stefánsson hjá Sambandi íslenskra sveitarfélaga sagði ákveðnar reglur gilda um hvaða varamaður tæki sæti í sveitarstjóm færi aðalmaður í frí. Aðalreglan væri sú að næsti maður á lista tæki sæti aðalmanns. Vegna þess hve mikið er um að tveir eða þrír flokkar eða hópar bjóði fram lista saman i sveitar- stjórnarkosningum hefur verið litið fram hjá þessu. Tökum dæmi af lista sem á 3 kjörna fulltrúa í sveitarstjórn þar sem Framsóknarflokkur á mann í 1. sæti, Alþýðuflokkur mann í 2. sæti og Óháöir manninn í 3. sætinu. Segjum að sama flokksröð sé í 4. til 6. sæti. Félagsmálaráðherra hefur úrskurðað að til að mynda sá óháði megi kalla inn fyrir sig þann sem er í 6. sæti, kratinn þann sem er í 5. sæti og framsóknarmaðurinn þann sem er í 4. sæti. Þess vegna getur Jóhann G. Berg- þórsson kallað Magnús Kjartans- son, sem er eini stuðningsmaður núverandi samstarfs af lista Sjálf- stæðisflokksins fyrir utan Ellert Borgar Þorvaldsson, inn fyrir sig ef hann fer í frí. Ef Jóhann hætti eða tæki sér mjög langt frí yrði senni- lega að koma til úrskurðar félags- málaráðherra hvort Magnús Kjart- ansson eða Þorgils Óttar Mathiesen, sem er næsti maður á listanum, tæki sæti hans. -S.dór veikindum eða óþægindum vegna hennar," sagði Jóhann Pétur. -RR Tilboð í Kjarakaupum Pottasett 3 stk. Ryðfrítt stál 18/8 með glerloki, gufuventli og þreföldum botni. Kjarakaupí Lágmúla 6, sími 568 4910, fax 568 4914 JDagur-®tmmn -besti tími dagsins!

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.