Dagblaðið Vísir - DV - 22.08.1996, Blaðsíða 4

Dagblaðið Vísir - DV - 22.08.1996, Blaðsíða 4
4 FIMMTUDAGUR 22. ÁGÚST 1996 Fréttir Fólk sem notar stætisvagnana er misjafnlega ánægt meö hið nýja leiðakerfi SVR: Breytingarnar gerðar til að svara eftirspurninni - segir Þórhallur Guðlaugsson, einn af forsvarsmönnum SVR „Þetta hefur gengið mjög vel 1 grundvallaratriðum. Varðstjórar okkar eru búnir að koma saman eftir þessa fyrstu viku og þeim ber saman um að ekkert hafi komið upp sem bendi til að stórar villur séu í kerfínu þannig að það gengur vel upp,“ sagði Þórhallur Guð- laugsson, forstöðumaður markaðs- og þróunarsviðs Strætisvagna Reykjavíkur, við DV, aðspurður um hið ný nýja leiðakerfi SVR sem gekk í gildi í síðustu viku. Þórhallur sagði kostina vera marga við þessar breytingar og þær snúist um að svara eftirspurn- inni. Aðspurður sagði Þórhallur marga hafa hringt og spurst fyrir um ferðir og nokkrir hefðu kvartað yfir breytingunum, sérstaklega eldra fólk sem var orðið vant gamla leiðakerfinu. Veriö aö auka tíöni ferða „Það mun eflaust taka fólk mis- munandi langan tíma að átta sig á í hverju breytingamar felast. Sum- ir þurfa kannski lengri tíma en aðrir til að læra hvaða leið er best að taka á hverjum tíma. Við hvetj- um fólk til að hringja í þjónustu- síma okkar og fá ráð. Við hjá SVR erum mjög ánægðir með þessar breytingar. Það hefur margoft verið kannað að langflestir eru á ferðinni á milli sjö og níu á morgnana og síðan milli fjögur og sjö síðdegis. Nú er verið að auka tíðnina mjög mikið á þessum tímum og vagnar sem áður voru á hálftíma- fresti eru nú á 20 mínútna fresti, meira að segja á laugardögum. Það er verið að bjóða fólki i úthverfun- um, t.d. Breiðholti, Grafarvogi og Árbæ, miklu tíðari ferðir og í sum- um tilfellum á 10 mínútna fresti. Stundum kemst fólk beint en í öðr- um tilfellum gengur það á milli vagna á skiptistöðvum. Vagnamir bíða eftir fólki á skipistöðvum og Vinkonurnar Eva Björk Sigurjónsdóttir og Ólöf Eva Einarsdóttir segja aö nýja kerfið muni lærast fljótt. Eövald Stefánsson segir verst aö leið ellefu sé hætt aö ganga á kvöldin en líst annars ágætlega á nýja kerfið. þar ganga hlutimir mjög hratt fyr- ir sig,“ sagði Þórhallur. Líst hryllilega illa á þetta Blaðamaður og ljósmyndari DV fóru í könnunarleiðangur á skipt- istöðvar SVR I Mjódd og Ártúns- Kristinn Viöar Kjartansson er ánægöur meö breytingarnar og segir aö nýja leiöakerfiö henti hon- um vel. holti til að athuga hvemig fólki lík- aði nýja leiðakerfið. Flestir að- spurðir voru ánægðir og sáttir með nýja kerfið en sumir voru mjög óá- nægðir og fannst gamla kerfið betra. „Mér líst hryllilega illa á þetta. Þórdísi Ágústsdóttur finnst já- kvætt að ferðir séu nú dreiföari og tíðari. DV-myndir JAK Ég bý í efra Breiðholti og það er alls ekki nógu gott kerfi þar. Þarna er heilsugæslan, apótek, sundlaug og bókasafn en það er erfitt að fara þetta í strætó samkvæmt nýjum leiðum vagnanna. Þetta er mjög mikið breytt frá því sem var og þær breytingar eru til hins verra,“ sagði Guðrún Guðjónsdóttir við DV. Lærist örugglega fljótt „Það er dálítið erfitt að venjast þessu nýja leiðakerfi en þetta lærist nú örugglega fljótt. Það er örugglega erfitt fyrir marga að læra á þetta og það er líklega helsti gallinn. Annars lítur þetta ágæt- lega út og við kvörtum alla vega ekki. Við tökum strætó út um allt og þurfum oft að skipta en það er allt í lagi,“ sögðu vinkonumar Eva Björk Sigurjónsdóttir og Ólöf Eva Einarsdóttir. Eðvald Stefánsson tók í sama streng og sagði að fólk ætti eftir að venjast þessu en nýja kerfið væri án efa betra. „Það versta sem mér finnst við nýja kerfið er að ellefan er hætt að ganga Seljabraut á kvöldin. Ef maður ætlar að fara Bústaðaveginn þarf að taka tvo vagna og það er ókostur. En það eru tíðari ferðir sem er gott og ég held að fólk geti almennt verið ánægt með þetta,“ sagði Eðvald. Ánægöur meö nýja kerfiö „Ég er ánægður með nýja kerfið og það hentar mér vel. Ég fer oftast með leið 4 eða 12. Ég hef ekki heyrt mikið á fólki hvað því finnst en ég held að flestir hljóti að vera sáttir við þetta,“ sagði Kristinn Viðar Kjartansson. Þórdís Ágústsdóttir var á sama máli og breytingarnar væru til hins betra. „Mér finnst mjög já- kvætt hvað þeir dreifa ferðunum mikið og þær eru mun tíðari. Ég tók strætó í Grafarvog og þó að ég hafi verið dálítið lengi á leiðinni þá er nú hægt að fara þangað á kvöld- in og um helgar en áður var það bara hægt á daginn. Mér finnst þetta gott mál og breytingin er án efa til hins betra,“ sagði Þórdís Ágústsdóttir við DV. -RR Dagfari Halli hjá Háskólanum Enn einu sinni hafa forsvars- menn Háskólans hafið upp raust sína til að heimta meira fé til rekst- urs skólans. Þetta hefur verið ár- legur viðhurður i heilan áratug og almenningur er orðinn vanur þessu og er orðinn ónæmur fyrir þessu væli, alveg eins og stjómvöld virðast vera, miðað við undirtekt- irnar. Háskólinn hefur nefnilega aldrei fengið krónu út á þennan harmagrát sinn og skiptir þá ekki máli hverju háskólamenn hafa hót- að. Og hvemig sem á því stendur hefur Háskólinn starfað í allan þennan tíma án þess að nokkur hafi orðið var við að háskólanámi hafi hrakað eða æðri menntun lát- ið á sjá. Háskólastúdentum hefur meira að segja fjölgað ár frá ári þrátt fyr- ir allt. Fiármálayfirvöld, hvort heldur Alþingi eða viðkomandi íjármála- ráðherrar, hafa skellt skollaeymm við neyðarópum háskólamanna. Sjálfsagt hefur það í fyrstu stafað af peningaleysi en í seinni tíð er al- veg augljóst aö það er stefna stjórn- valda að svelta Háskólann sem mest, sem bæði hefur það i fór með sér að Háskóli íslands neyðist til að spara og horfa í hverja krónu og svo að þetta er skynsamleg skóla- stefna. Með öðmm orðum: Aðhaldssemi í fjárveitingum til Háskólans er að yfirlögðu ráði, vitsmunaleg niður- staða ábyrgra manna í ráðherra- stólum sem hafa séð það í hendi sér að auknir peningar til Háskól- ans eru illa farið fé. Háskólinn er góður eins og hann er og þjóðin þarf ekki á fleiri háskólamenntuðu fólki að halda. Það kemur til að mynda í ljós að kostnaður á hvem nemanda í raunvísindadeildum, tannlækna- deild og læknadeild er mestur. Til hvers eiga íslendingar að ausa fé í menntun lækna sem oftast nær halda til framhaldsnáms erlendis og koma aldrei aftur? Hvers vegna ætti fátæk þjóð á hjara veraldar að vera að halda uppi læknamenntun sem aldrei kemur þjóðinni til góða? Sama má segja um tannlækna sem eru orðnir alltof margir og tannviðgerðir eru auk þess að sliga þjóðina í gegnum tryggingamar og fólk hefur hreinlega ekki efni á að borga tannlæknakostnað og við höfum ekkert við fleiri tannlækna að gera. Að því er varðar raunvís- indadeildir, eins og verkfræðina, er yfrið nóg af verkfræðingum og þeir gera ekkert nema mistök og heimta verkefni eins og jarðgöng undir Hvalfjörð sem koma til með að kosta þjóðina mikla peninga! Til hvers að framleiða háskólamennt- að fólk af þessu tagi sem annað hvort kemur Islandi að engu gagni eða fer út á vinnumarkaðinn til þess eins að skapa aukinn kostnað við verkefni sem þetta fólk þarf að sinna. Og svo em það ódýru deildimar eins og viðskiptafræðin og lögfræð- in sem unga út lögfræðingum og viðskiptafræðingum í stórum stíl og þetta fólk fær ekkert að gera og er í vandræðum með vinnu og skapar öngþveiti á vinnumarkaðn- um og er til einskis gagns. Hvers vegna skyldi þjóðfélagið halda úti Háskóla til að mennta fólk í fræðum sem ekki koma að neinu gagni og em jafnvel til óþurftar? Það væri jafnvel nær að skera fjárveitingarnar til Háskólans nið- ur við trog og stöðva þessa fjölgun í Háskólanum og láta unga fólkið sækja í Iðnskólann til að læra pípulagnir eða Sjómannaskólann til að fá pungapróf. Háskólamennt- un hefur það eitt í för með sér að útskrifaðir stúdentar ganga í Bandalag háskólamenntaðra og heimta hærri laun. Sem hefur aft- ur aukinn kostnað í för með sér fyrir ríkið og skattborgarana. Nei, Háskóli íslands má þakka fyrir meðan hann er ekki lagður niður. Dagfari

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.