Dagblaðið Vísir - DV - 22.08.1996, Blaðsíða 13

Dagblaðið Vísir - DV - 22.08.1996, Blaðsíða 13
FIMMTUDAGUR 22. ÁGÚST 1996 13 T'Ol’P 1() VlK(jLE<>A ISLENSKI LISTINN ER BIRTUR í DV A HVERJUM LAUGARDEGI OG SAMA DAG ER HANN FRUMFLUTTUR Á BYGLJUNNI FRÁ KL. 16-18. BYLGJAN ENDURFLYTUR LISTANN Á MÁNUDAGS- KVOLDUM MILLI KL. 20 OG 22. Kynnir: Jón Axe| ÓLAFSSON Fréttir Landvernd telur Hólasandsúrskurð skipulagsstjóra merkan áfanga: Landgræðslan hleypur til vegna Hagstœð kjör Ef sama smáauglýsingin Aðalhafnargaröurinn í Keflavíkurhöfn hefur að undanförnu verið efldur - varinn meö grjótvarnargarði fyrir ágangi sjávar. Hann hrundi í óveöri og þá myndaðist gat í garðinn. Hafnargarðurinn var illa farinn og því nauðsyn á þessari framkvæmd. DV-mynd Ægir Már (SLENSKILISTINN ER SAMVINNUVERKEFNIBYLGJUNNAR, DV OG COCA-COLA Á ÍSLANDI. LISTINN ER NIÐURSTAÐA SKOÐANAKÖNNUNAR SEM ER FRAM- KVÆMD AF MARKAÐSDEILD DV f HVERRIVIKU. FJÖLDI SVARENDAER Á BILINU 300-400, Á ALDRINUM14-35 ÁRA AFÓLLU LANDINU. JAFNFRAMT ER TEK- IÐ MIÐ AF SPILUN Á ÍSLENSKUM ÚTVARPSSTÖÐVUM. (SLENSKI USTINN BIRTIST Á HVERJUM LAUGARDEGI f DV OG ER FRUMFLUTTUR Á BYGJUNNI Á LAUGARDÖGUM KL 1&-18. LISTINN ER BIRTUR AÐ HLUTA í TEXTAVARPIMTV SJÓNVARPSSTÖÐVARINNAR. ÍSLENSKILISTINN TEKUR ÞÁTT í VAU „WORLD CART" SEM FRAMLEIDDUR ER AF RADIO EXPRESS f LOS ANGELES. EINNIG HEFUR HANN ÁHRIF Á EVRÓPULISTANN SEM BIRTUR ER ITÓNLISTARÐLAÐ- INU MUSIC & MEDIA SEM ER REKIÐ AF BANDARÍSKA TÓNLISTARBLAÐINU BILLBOARD. 4» “ in Imin peningalyktar - segir Auður Sveinsdóttir, formaður Landverndar „Landvernd fór fram á að gert yrði mat á umhverfísáhrifum upp- græðslu á Hólasandi vegna þess að við teljum að landgræðsla og skóg- rækt eigi ekkert að vera undanþeg- in slíku mati, enda hefur það mikl- ar breytingar á landi í för með sér,“ segir Auður Sveinsdóttir, arkitekt og formaður Landvemdar, en DV spurði hana um afstöðu samtak- anna til uppgræðslunnar á Hóla- sandi og úrskurðar skipulagsstjóra til hennar. Auður segir að umhverfismatið pg úrskurður skipulagsstjóra, sem nú liggur fyrir, sé mikill áfangi og hafi fordæmisgildi. í úrskurðinum er sérstaklega fjallað um lúpinuna og nauðsyn þess að koma í veg fyr- ir að hún berist út af landgræðslu- svæðinu inn á vatnasvæði Sand- vatns og Laxár og á mólendi utan landgræðslugirðingar kringum Hólasand. Auður segir þetta mikil- vægt ákvæði þar sem mjög skiptar skoðanir séu um gagnsemi lúpín- unnar og t.d. segi landgræðslu- og skógræktarmenn sjálfir að hana eigi ekki að nota hvar sem er. Landgræðslan hleypur eftir peningum „Við höfum um árabil gagnrýnt Landgræðsluna fyrir að fara í svæði sem ekki er mjög brýnt að rækta upp í stað þess að fara í önnur svæði þar sem það er brýnna," segir Auð- ur og kveðst sjálf telja að upp- græðsla Hólasands sé ekki mjög brýn. Þá sé það óeðlilegt að Land- græðslan, sem er ríkisstofnun sem starfar fyrir tilstilli almannafjár, sé að hlaupa eftir kröfum eins áhuga- hóps umfram annan og vitnar þar til áhugamannasamtakanna Húsgulls. „Það sem okkur finnst kannski verst í þessu er að ríkisstofnun sem rekin er fyrir hundruð milljóna króna á ári af almannafé skuli hlaupa til af því að það er peningalykt af þessu fyrir hana. Það koma þarna stórfyr- irtæki sem eru tilbúin að leggja pen- inga í þetta og þá liggur ríkisstofn- unin flöt og þetta er ekki eina dæm- ið. Það hefur áöur gerst í sambandi við Olís og Skeljung.“ í úrskurði skipulagsstjóra kemur fram að kortleggja skuli kolagrafir og gamla vegi á uppgræðslusvæð- inu. Samráð skuli haft um þetta við Þjóðminjasafnið og niðurstöður bornar undir það áður en fram- kvæmdir við uppgræðslu hefjast. Auður Sveinsdóttir, formaður Land- verndar, gagnrýnir Landgræðsluna harðlega. Auður telur þetta fullkomlega eðlilegt og að fomleifarannsóknir á Hólasandi verði kostaðar af því fé sem nota á til uppgræðsluverkefnis- ins. Þetta sé skylt þegar hefja eigi byggingarframkvæmdir eða eigi að breyta landinu á einhvern annan hátt, enda geti minjar annars týnst og eyðilagst. „Landgræðsla og Skóg- rækt hafa hingað til verið eins og heilagar kýr i okkar stjórnkerfi og ekki mátt hrófla við þeim. Stofhan- irnar hafa alltaf leikið lausum hala með sinn geislabaug og þess vegna finnst þeim slæmt að þurfa að fara að sæta einhverjum reglum.“ Aðspurð um hvort afskipti Land- verndar af uppgræðslu Hólasands lýsti nokkru öðru en ergelsi yfir því að samtökin misstu miklar tekjur þegar Hagkaup og fleiri fyrirtæki hættu þátttöku í Pokasjóði Land- verndar sagði Auður það af og frá. Þarf hemil á Landgræöslu og Skógrækt „Við höfum talað um það í fjölda ára að Landgræðsla og Skógrækt eigi að hlíta ákveðnum reglum og það eigi að leggja mat á aðgerðir þeirra. Þær eigi ekki bæði að vera framkvæmdaaðilar, matsaðilar og eftirlitsaðilar. Það eigi að vera ákveðið eftirlit með því sem þær gera og að þær vinni samkvæmt áætlun. Þær eigi ekki að ráða þessu öllu einar. Eins og nú er eru tveir yfirmenn yfir þessum stofnunum en engin stjórn,“ segir Auður. Auður segir það vert að skoða t.d. árangur Landgræðslunnar undan- farna áratugi. „Hvemig stendur á því að svæðið kringum Þorlákshöfn, sem er mikið uppblásturssvæði í nágrenni við eina stærstu útflutn- ingshöfn landsins, er ekki betur á sig komið en svo að þegar gerir af- takaveður er allt þar í hers hönd- um? Hvers vegna hefur ekki verið unnið að því hörðum höndum af Landgræðslu og Skógrækt ríkisins að styrkja gróðurinn þarna. Hvað hefur Landgraeðslan verið að gera þama undanfarin 25 ár? Af hverju er ekki skógur þar núna? Er það af því að hún er að dandalast uppi við Hagavatn, Hvítárvatn eða Lakagíga til að bjarga Lakagigum. Sér fólk ekki fáránleikann í þessu?" spyr Auður Sveinsdóttir, formaður Land- verndar. -SÁ er birt undir 2 dálkum sama dag er afsláttur af annarri auglýsingunni o\it mílli Nrnjfa I 1501)1 COCA-COLA

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.