Dagblaðið Vísir - DV - 22.08.1996, Blaðsíða 26
34
FIMMTUDAGUR 22. ÁGÚST 1996
Andrés Olafsson
Andrés Ólafsson, kirkjuvörður 1
Dómkirkjunni í Reykjavik og fyrr-
verandi prófastvu-, Árskógum 6,
Reykjavík, er 75 ára í dag.
Starfsferill
Andrés er fæddur og uppalinn á
ísafirði. Hann gekk þar í barnaskóla
og gagnffæðaskóla og átti þar heim-
ili til 25 ára aldurs 1946 þegar for-
eldrar hans fluttu til Reykjavikur.
Andrés var einn vetur í Gagn-
fræðaskóla Reykjavíkur og lauk
þaðan gagnfræðaprófi, innritaðist
síðan í Menntaskólann á Akureyri
og lauk þaðan stúdentsprófi 1942.
Hann innritaðist í guðfræðideild
Háskóla íslands og lauk kandídats-
prófi i guðfræði 1947.
Andrés vann við bankastörf í
Reykjavík 1947-48 en vígðist svo til
prests 11.7.1948 við Staðarprestakall
í Steingrímsfirði. Vígslubróðir
Andrésar var sr. Þórarinn Þór, sem
vígðist til Reykhóla. Sigurgeir Sig-
urðsson, sem lengi var prestur á
ísafirði og síðar biskup íslands, fað-
ir Péturs biskups, skírði Andrés og
fermdi í ísafjarðarkirkju auk þess
sem hann vígði hann til prests í
Dómkirkjunni í Reykja-
vík og gifti hann þar
14.10. 1949.
Andrés var prestur í
Staðarprestakalli í Stein-
grímsfirði, sem síðar
nefndist Hólmavíkur-
prestakall, í 34 ár. Lengst
af þeim tíma var hann
prófastur í Strandapró-
fastsdæmi, eða árin
1951-71, er prófastsdæm-
ið var sameinað Húna-
vatnsprófastsdæmi.
Aukaþjónusta I Ámes-
prestakalli 1948-51, 1956-61, 1962-66,
1969-80 og í Kollafjarðarnessókn
1951-82. Andrés var kennari við
bama- og unglingaskólann á Hólma-
vík frá 1948 og flest ár fram til 1982.
Andrés lét af prestsskap af heilsu-
farsástæðum árið 1982. Hann fluttist
þá til Reykjavíkur og gerðist kirkju-
vörður í Dómkirkjunni þar sem
hann hefur starfað síðan.
Félags- og trúnaðarstörf Andrés-
ar: Formaður skólanefhdar, sátta-
nefhdar og áfengisvamanefndar á
Hólmavík 1948-82; í Rafveitunefhd
1949-52 og formaður stjómar hér-
aðsbókasafhs frá stofnun til 1982.
Andrés var formaður
Karlakórs Hólmavíkur
1948-82; í stjóm slysa-
varnadeildarinnar Dag-
renningar; skógræktarfé-
lagsins Kvists, Lions-
klúbbs o.fl. félaga.
Andrés var formaður
Sjálfstæðisfélags Stranda-
sýslu 1962; fréttaritari
Morgunblaösins á Hólma-
vík og í stjórn kirkju-
byggingamefndar frá
upphafi.
Fjölskylda
Andrés kvæntist 14.10. 1949 Am-
dísi Benediktsdóttur, f. 31.10. 1919,
d. 3.4. 1994, prestsfrú. Foreldrar
hennar voru Benedikt Finnsson, f.
15.8.1885, d. 4.3.1961, bóndi og versl-
unarmaöur á Hólmavík, og k.h.
Guðrún Ingimundardóttir, f. 14..4.
1894, d. 30.10. 1924, húsfreyja.
Synir Andrésar og Amdísar em
Hlynur, f. 21.3. 1950, tannlæknir í
Reykjavik, kvæntur Björgu Sigurð-
ardóttur, þroskaþjálfa, og Benedikt,
f. 11.7. 1953, viðskiptafræðingur í
Reykjavík.
Bróðir Andrésar var Gunnar
Ólafsson, f. 13.9. 1915, d. 23.4. 1959,
skipulagsstjóri Reykjavíkur.
Foreldrar Andrésar vora Ólafur
J. Gestsson, f. 30.5.1886, d. 12.6.1962,
húsasmíðameistari á ísafirði og sið-
ar í Reykjavík, og k.h. Guðrún
Guðnadóttir, f. 22.5. 1880, d. 10.1.
1959, húsfreyja.
Ætt
Föðurforeldrar Andrésar voru
Gestur Jónsson, sjómaður á Skálará
í Keldudal og í Haukadal, Þingeyr-
arhreppi, V-ísafjarðarsýslu og k.h.
Ingibjörg Einarsdóttir, húsfreyja.
Móðurforeldrar Andrésar voru
Guðni Einar Bragi Jónsson, vinnu-
maður í Skálavík, Reykjafjarðar-
hreppi, N-ísafjarðarsýslu og k.h.
Hólmfríður Jónsdóttir, vinnukona í
Skálavík og síðar húsfreyja í Látra-
koti í sömu sveit og í Bolungarvík.
Guðni var fyrri maður Hólmfríðar,
en hann drukknaði í fiskiróöri 1880.
Andrés verður á ferðalagi í Mið-
Evrópu og á Ítalíu á afmælisdaginn.
Andrés Ólafsson.
Matthías Pétursson
Matthías Pétursson
skrifstofustjóri, Öldu-
gerði 8, Hvolsvelli, er sjö-
tugur í dag.
Starfsferill
Matthías fæddist í
Skjaldabjarnarvík í Ár-
neshreppi og ólst þar upp
til átta ára aldurs. Þaðan
fluttist hann með foreldr-
um sinum til Reykj-
arfjarðar i Ámeshreppi
og ólst upp við öll venjuleg sveita-
störf.
Matthfas var við nám í Héraðs-
skólanum í Reykholti og vann á
sumrin við síldarvinnsluna í Djúpu-
vík og á síldarplönum á Siglufirði.
Matthías var við nám í
Samvinnuskólanum í
Reykjavik og einn vetur í
framhaldsnámi í Svíþjóð
að loknu námi í Sam-
vinnuskólanum.
Matthías var kaupfélags-
stjóri við Kaupfélag Hell-
issands 1952-61 og síðan
skrifstofústjóri við Kaup-
félag Rangæinga á Hvols-
velli þar til hann lét af
störfúm á þessu ári.
Matthías hefur unnið að
ýmsum félags- og sveitarstjómar-
málum, bæði á Hellissandi og
Hvolsvelli.
Matthías kvæntist 2.8. 1952 Krist-
ínu Huldu Þórarinsdóttur, f. 3.11.
1926, baðverði. Hún er dóttir Þórar-
ins Jóhannssonar, bónda á Ríp í He-
granesi, Skagafirði, og Ólafar Guð-
mundsdóttur.
Böm Matthíasar og Kristinar eru
Þórólfur, f. 8.12. 1953, lektor við Há-
skóla íslands, kvæntur Jónu Guð-
mundsdóttur kennara, og eru þau
búsett í Reykjavík; Sigríður, f. 28.11.
1954, bókasafnsvörður við Héraðs-
bókasafnið á Selfossi, gift Finnboga
Guðmundssyni byggingameistara,
og era þau búsett á Selfossi; G. Pét-
ur, f. 18.6.1960, fréttamaður við Rík-
issjónvarpið, kvæntur Elísabetu
Amardóttur talmeinafræðingi, og
era þau búsett í Reykjavík; Hörður,
f. 20.11. 1962, rafmagnsverkfræðing-
ur hjá L.M. Ericsson og er hann bú-
settur í Melboume í Ástralíu.
Systkin Matthíasar: Guðmundur,
f. 1918, d. 1960, vélstjóri; Guðbjörg, f.
1920, húsfreyja í Kópavogi; Jóhann-
es, f. 1922, kennari i Reykjavik; Frið-
rik, f. 1924, kennari í Kópavogi, og
Jón, f. 1929, bifvélameistari í Búð-
ardal.
Foreldrar Matthíasar vora Pétur
Friðriksson, f. 1897, d. 1989, bóndi,
og Sigríður Elína Jónsdóttir, f. 1893,
d. 1984, húsfreyja.
Þau vora lengst af búsett í Reykj-
arfirði í Ámeshreppi í Stranda-
sýslu.
Eiginkona Matthíasar, Kristín
Hulda, verður sjötug 3.11. 1996 og í
tilefni af báðum afmælunum taka
þau hjón á móti gestum laugardag-
inn 31.8. í Félagsheimilinu Hvoli,
Hvolsvelli, frá kl. 17.
Matthías Pétursson.
Fréttir
Lífsreynsla ungs manns
eftir hörmulegt bílslys
DV, Suðurnesjum:
„Ég get ekki kvartað og er mjög
ánægður með útkomu bókarinnar.
Viðbrögð fólks hafa annaðhvort ver-
ið grátur eða hlátur. Tilgangur
minn með þessum skrifum er að
leita nýrra leiða í atvinnuleit sem
ég get sinnt þrátt fyrir fötlun þá sem
aðrir segja að ég hafi þó ég sjálfur
telji ég mig í engu frábragðinn
venjulegu fólki. Það er staðreynd.
Ég tel mig hafa verið þvingaðan
beint og óbeint til að fá mig úr-
skurðaðan 75% öryrkja og þar með
óstarfhæfan. Engu aö síður tel ég
mig geta sinnt ýmsum störfum, þó
að ég hafi ekki enn fengið neitt við
mitt hæfi,“ sagði Ólafur Þór Eiriks-
son við DV.
Hann hefur gefið út bók sem ber
nafniö Ótrúleg lífsbarátta eftir bíl-
slys. Þar er sagt frá afleiðingum um-
ferðarslyss í Grímsnesinu 23. sept-
ember 1975, þar sem tveir menn lét-
ust og tveir slösuðust lífshættulega.
Ólafur Þór segir i bókinni frá lífs-
reynslu sinni af þessu hörmulega
Ólafur Þór Eiríksson með bók sína.
DV-mynd ÆMK
slysi og baráttunni við að fóta sig í
samfélaginu á ný eftir þrotlausa
endurhæfingu.
„Líf mitt hefúr mótast af slysinu
sem ég get ekki gleymt. Ég losna
ekki úr því en mér líður mun betur
eftir útkomu bókarinnar," segir Ól-
afur Þór Eiríksson.
Hann gefur út bókina og upplagið
er 500 eintök. 115 bls. Þeir sem vilja
kaupa bókina geta hringt í síma 421
3834.
Ámi Hilmarsson, einn af fjórum
prófarkalesurum bókarinnar, segir á
bókarkápu að bókin lýsi á áhrifa-
mikinn hátt hetjulegri baráttu ungs
manns sem verður að horfast í augu
við missi tveggja vina og varanlega
fotlun eftir alvarlegt bílslys. Lýsir
hugsunum hans og tilfinningum í
langri og strangri endurhæfingu og
baráttu við að koma undir sig fótun-
um i samfélagi þar sem hann er ekki
lengur samkeppnisfær. Þessi hrein-
skilnislega lýsing höfundar á sigri
sínum og ósigram í endalausri bar-
áttunni lætur engan ósnortinn. Bar-
áttu sem enn heldur áfram. -ÆMK
Til hamingju
með afmælið
22. ágúst
80 ára
Jón Skúlason,
Ægisíðu 60, Reykjavík.
Hulda Stefánsdóttir,
Hlíðarvegi 45, Siglufirði.
Sveinsína Jónsdóttir,
Brekkugötu 7, Ólafsfirði.
Sölvina Jónsdóttir,
Brimnesvegi 18, Ólafsfirði.
75 ára
Bára Sigfúsdóttir,
Gilsbakkavegi 9, Akureyri.
70 ára
Einar Ingi Sigurðsson,
Gilsárstekk
1, Reykja-
vík.
Einar Ingi
Sigurðs-
son, fyrrv.
fram-
kvæmda-
stjóri Heil-
brigðiseft-
irlits Kópavogssvæðis, og eig-
inkona hans, Katrín Sigur-
jónsdóttir, fulltrúi hjá Raf-
magnsveitu Reykjavíkur, eru
að heiman í dag.
Lilja Ólafsdóttir,
Sörlaskjóli 78, Reykjavík.
Böðvar Þorvaldsson,
Akurbrekku, Staðarhreppi.
Brynhildur Jóhannsdóttir,
Hjallaseli 55, Reykjavik.
60 ára
Margeir Gestsson,
Giljum, Hálsahreppi.
Ágúst Sigurðsson,
Birtingarholti 4, Hrana-
mannahreppi.
Áslaug Sæunn Sæmunds-
dóttir,
Starengi 18, Reykjavik.
María Teresa Jónsson,
Rekagranda 6, Reykjavík.
50 ára
Lilja Sveinsdóttir,
Ölduslóð 40, Hafnarfirði.
Haraldur Ágúst Haralds-
son,
Hléskógum 3, Reykjavík.
Ómar Kjartansson,
Klyfjaseli 26, Reykjavik.
Guðrún Jónsdóttir,
Ambjargarlæk, Þverárhlíðar-
hreppi.
40 ára
Guðbjörg Jóna Kristins-
dóttir,
Skólavegi 20, Reykjanesbæ.
Friðrik Þórir Magnússon,
Vogabraut 38, Akranesi.
Anna Ingibjörg Hjaltahn,
Flúðaseli 40, Reykjavík.
Agnes Eyfjörð Kristinsdótt-
ir,
Furulimdi 4d, Akureyri.
Alma Maria Jóhannsdóttir,
Bjarkargrand 7, Akranesi.
Steinunn Grímhildur
Knútsdóttir,
Álfatúni 19, Kópavogi.
Hrönn Kristjánsdóttir,
Hamraborg 38, Kópavogi.