Dagblaðið Vísir - DV - 22.08.1996, Blaðsíða 32

Dagblaðið Vísir - DV - 22.08.1996, Blaðsíða 32
I Vlnnlngstðlur mlðvikudaglnn 21.8.’96 Vlnnlngar Fjöldi vlnninga Vinnlngsupphxé 8.942.000 2. Saf6° hJQ 613.652 3. Scft 4 60.110 4. 4of 6 ,242 . 1.58Q 5. 3 af 6 V82. 200 Vinningstölur 21.8/96 Heildarvinningsupphxð A íslandi ASJS&S52 1.392.852- KIN FRETTASKOTI0 SÍMINN SEM ALDREI SEFUR Hafir þú ábendingu eöa vitneskju um frétt, hringdu þá í síma 550 5555. Fyrir hvert fréttaskot, sem birtist eða er notaö í DV, greiðast 3.000 krónur. Fyrir besta fréttaskotiö í hverri viku greiðast 7.000. Fullrar nafnleyndar er gætt. Viö tökum við fréttaskotum allan sólarhringinn. 550 5555 Frjálst,óháð dagblað FIMMTUDAGUR 22. ÁGÚST 1996 Tveir réðust á konu í nótt Kona hlaut meiösl á fótum, þó ekki alvarleg, þegar tveir menn réð- ust að henni á Kleppsvegi á öðrum *—* tímanum í nótt, samkvæmt upplýs- ingum lögreglu. Tilefni árásarinnar lá ekki fyrir í morgun - hvort um var að ræða ránstilraun eða árás þar sem kyn- ferðislegar hvatir lágu að baki. Mennimir tveir hurfu á braut og voru lýsingar konunnar á mönnun- um ekki þess eðlis að þær leiddu til þess að mennimir næðust i nótt. Lögreglan í Reykjavík rannsakar málið í dag. -Ótt Nesstofusvæðið: íbúðabyggð skipulögð „Það á að hyggja þarna nokkur hús á svæði sem samkomulag náð- ist um þegar skipulaginu var breytt 1993,“ segir Sigurgeir Sigurðsson, bæjarstjóri á Seltjarnamesi, um fyr- irhugaðar umdeildar byggingafram- kvæmdir skammt frá Nesstofu. Sigurgeir segir að í breytingunni 1993 hafi falist það að öll önnur fyr- irhuguð byggð á svæðinu hafi verið felld niður og hið nýja skipulag síð- an staðfest árið 1994 eftir að aðeins , ein athugasemd frá íbúum hafði borist. Sigurgeir segir að búið sé að rannsaka hið tiltekna svæði með til- liti til fornminja þannig að ekki sé rétt að það sé órannsakað. „Við emm mjög óánægð með þessar fyrirætlanir,“ segir Katrín Pálsdóttir, hæjarfulltrúi Bæjarmála- félags Seltjarnamess. Hún segir að fomleifar séu langt í frá fullrann- sakaðar, heldur hafi byrjunarrann- sóknir farið fram. í öðm lagi muni nýja byggðin þrengja að safnasvæð- inu og í þriðja lagi þá liggi ekkert á að byggja þarna. Seltjarnarnesið hafi verið byggt upp undanfarna þrjá áratugi og engar nauðir reki til að taka þetta síðasta svæði, sem ef til vill mætti byggja á núna.“ -SÁ ,~4_________________________ Bíla má hvíla: Lítill munur á umferð Það var samdóma álit lögreglu í Reykjavík, Kópavogi og Hafnarfirði og Umferðarráðs að ekki væri merkjanlegur munur á umferðar- þunga á þessum degi þar sem mælst var til þess að menn hvildu blikk- beljur sínar heima við hús. Bátur sem flytja átti Kópavogs- búa yfir í Nauthólsvík mun að sögn lögreglu í Kópavogi ekki hafa verið á réttum stað á auglýstum tíma. -Nokkuð af fólki ætlaði að nýta sér siglinguna en varð frá að hverfa. -sv FÍB semur við Lloyds: ygging- kka um Bilatr ar læ 25 prósent „Það er rétt, við emm búnir að ganga frá samningum við hið stóra tryggingafyrirtæki Lloyds um að tryggja bifreiðar félags- manna FÍB. Iðgjaldið verður um 25 prósentum lægra en íslensku tryggingafélögin bjóða og fólk mun halda áunnum bónus sem það hefur í dag,“ sagði Runólfur Ólafsson, framkvæmdastjóri Fé- lags islenskra bifreiðaeigenda, í samtali við DV í morgun. Hann sagöi að tryggingarnar - fólk heldur bónusum tækju gildi um mánaðamótin sept- ember/október næstkomandi. í FÍB eru nú 19 þúsund félagar og höfðu 5 þúsund þeirra ákveðið að vera með i þessu þegar byrjað var að leita eftir lægra tryggingaið- gjaldi. Búist er við að fleiri bætist við þegar málið er ffá gengið og iðgjaldið 25 prósentum lægra en býðst hjá öðrum. Upphaf þessa máls var þegar í ljós kom að íslensku tryggingafé- lögin höfðu með dýrum bifreiða- iðgjöldum komið sér upp bóta- sjóðum upp á marga milljarða. Þeir sjóðir voru notaðir í alls konar fjárfestingar. Þá hófst FÍB handa um að leita eftir ódýrari bifreiðatryggingum fyrir félaga sína. Það er um það bil eitt ár síðan það var. Rætt var við mörg erlend tryggingafyrirtæki og er samningurinn nú við Lloyds ár- angurinn. -S.dór KR-ingar unnu sigur á Mozyr frá Hvíta-Rússlandi í forkeppni Evrópumóts bikarhafa í knattspyrnu á Laugardalsvell- inum í gærkvöldi. Lúkas Kostic, þjálfari KR, þakkar Einari Þór Daníelssyni fyrir góða vinnu þegar hann gengur af leikvelli en hann skoraöi eina mark leiksins undir lokin. Með sigrinum eru KR- ingar komnir í aðalkeppni mótsins og eru þar í hópi með mörgum af sterkustu liðum Evrópu. Það kemur í Ijós á föstudagsmorguninn hverjir verða mótherj- ar Vesturbæjarliðsins en drátturinn fer fram í Sviss. JKS/DV-mynd BG Leit að konu: Leitarmenn heyrðu hana kalla í þok- unni - á Skagafelli í nótt „Við heyrðum hana kalla í þokunni og þá fundum við hana. Hún var mjög fegin að sjá okkur þó hún væri alls ekki illa haldin. Hún hafði að vísu snúið sig á ökkla og fór hægt yfir en að öðru leyti amaði ekkert að henni," sagði Loftur Magnússon, formaður Björgunar- sveitarinnar Gróu á Egilsstöðum, sem tók þátt í leitinni að banda- rískri konu sem týndist á Skagafelli í gærkvöld. Konan haföi orðið viðskila við fé- laga sinn en þau voru við jarðfræði- rannsóknir á Skagafelli. Hún ætlaði að ganga niður fjallið að bíl sem þau voru á þegar hún týndist. Mikil þoka og suddi var á svæðinu. Félagi konunnar tilkynnti um hvarf henn- ar klukkan 23.20 í gærkvöld og fóru þá um 50 björgunarsveitarmenn af stað í leitina ásamt tveimur sérþjálf- uðum hundum. „Leitin stóð frekar stutt yfir því maðurinn gat bent nokkum veginn á hvar hún hafði horfið. Hundarnir voru komnir á slóðina en við fund- um hana þegar við heyrðum hana kalla og það var um hálfeitt í nótt,“ sagði Loftur. Um 50 leitarmenn frá björgunar- sveitinni Gróu og hjálparsveit skáta tóku þátt í leitinni auk lögreglu. ---------------------RR Fjórtán gas- kútar gerðir upptækir Lögreglan gerði upptæka fjórtán gaskúta í geymslu í Breiðholti í gærkvöldi. Tilkynnt hafði verið um að menn væru að brölta með kútana í blokk. Þegar lögregla kom á stað- inn leyfði eigandi geymslunnar leit þar sem kútarnir fundust. Kimningi eigandans hafði fengið að geyma kútana þar og telur lögreglan mjög líklegt að um þýfi sé að ræða. -RR Innbrot á Grettisgötu Brotist var inn í íbúð við Grettis- götu í Reykjavik í gærkvöldi. Farið vai- inn um glugga á íbúðinni og stolið skjalatösku með ávísanahefti og víxli í. Þjófurinn eða þjófarnir eru ófundnir en málið er í rannsókn hjá lögreglu. -RR BILUNN ER NU 5AMT ÞARFASTI FJÓNNINN! Veðriö á morgun: Norðankaldi Á morgun verður norðan- kaldi eða stinningskaldi. Rign- ing verður á Austfjörðum og Norðausturlandi en víða létt- skýjað annars staðar. Veörið í dag er á bls. 36 Frumsýnum nýjcm Nissan Terrano II ‘97 Verð frá kr. 2.498.000.- , Ingvar | Helgason hf. ' Savarhö/ða 2 Sími 525 8000

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.