Dagblaðið Vísir - DV - 22.08.1996, Blaðsíða 15

Dagblaðið Vísir - DV - 22.08.1996, Blaðsíða 15
FIMMTUDAGUR 22. ÁGÚST 1996 15 Bilið breikkar Pjóðfélagiö er orðiö tæknivæddara og krafist er æ meiri þekkingar til að vinna þau störf sem í boöi eru, segir Gunnlaugur m.a. Ég ólst upp á gull- aldarárunum milli 1950 og ’70 þegar þjóð- in var að vakna til meðvitundar um mátt sinn og megin. Ég gekk í gegnum skóla- kerfið á tímum þegar menntim stóð flestum opin sem á annað borð vildu ganga menntaveginn, þótt aðstæður fólks væru að vonum misjafnar. Eftir á að hyggja held ég að afkoma fjöldans hafi verið tiltölulega jöfn á þessum árum þótt bæði hafi verið til efhað og fátækt fólk. Vaxandi ójöfnuö- ur Ungu fólki varð tiðrætt um hið stéttlausa íslenska þjóðfélag þar sem adlir ættu jafna möguleika án tillits til efnahags eða menntunar foreldra og við trúðum því að rík- isvaldið gæti um ókomna tíð tekið að sér að sjá um velferð þeirra sem þyrftu aðstoðar við. En tímamir breytast og menn- imir með og ég hef á tilfínning- unni að nú gæti vaxandi ójafnaðar í þjóðfélaginu. Þessi þróun er ekki alveg ný af nálinni. Reyndar held ég að hún hafi verið að eiga sér stað á sl. tíu árum. Orsakanna er einkum að leita í fjórum þáttum. í fyrsta lagi hafa fjöl- mörg heimili árum saman haldið uppi neyslu sem ekki er í neinu samhengi við tekjur heimilisins og neyslan því fjár- mögnuð með lán- töku. Á tímum raunvaxfa tekur vaxtakostnað- ur æ stærri hlut af tekjum slíkra heim- ila. í öðru lagi hafa möguleikar til að auka tekjur með mik- illi vinnu minnkað. í þriðja lagi hefur átt sér stað verulegur samdráttur í fjöl- mörgum greinum, t.d. landbúnaði, út- gerð og fiskvinnslu, víða um land. Á sama tíma hefur þjóðfélagið orðið tæknivæddara og krafist er æ meiri þekkingar til að vinna þau störf sem í boði eru. Fjölgun starfa í skjóli þessara aðstæðna hefur tvennt gerst. Efnuöu fólki sem byggði auð sinn og völd á hefð- bundnum gild- um kapítalism- ans, þ.e. eign á landi, fasteign- um og vélum, hefur fækkað, eignir oft lækk- að í verði og gömul og gróin fyrirtæki vesl- ast upp af þvi þau aðlöguðu sig ekki breyttum aðstæðum. Á sama tima hefur myndast fjölmenn stétt sérfræð- inga með góðar tekjur og áður óþekkt tök á þjóðfélagi sem í vax- andi mæli byggir tilveru sína á tækni og sérhæfingu. Togstreitan um skiptingu þjóð- artekna er því ekki lengur barátta milli fámenns auðvalds og fjöl- menns hóps launamanna heldur eru það launamenn sem nú takast á um skiptinguna. Annars vegar þeir sem búa yfir menntun og sér- þekkingu og hins vegar þeir sem keppa um láglaunastörfm í þjóðfé- laginu. Við sem viljum að jöfnuður ríki í þjóðfélaginu hljótum að velta fyr- ir okkur hvað sé til ráða. Það sem skilur að sjónarmið mín og ann- arra jafhaðarsinnaðra stjómmála- manna er að flestir vilja þeir auka jöfnuð með aukinni skattheimtu en ég legg áherslu á að auka mögu- leika þeirra efnaminni til aö bæta eigin afkomu. Við eigum að sameinast um að fjölga störfum í nýjum atvinnu- greinum sem greitt geta góð laun. Aukinn jöfnuður í nútíma samfé- lagi næst aðeins meö bættum af- komumöguleikum þeirra sem standa höllum fæti en ekki skertri afkomu hinna er betur mega sín. Gunnlaugur M. Sigmundsson Kjallarinn Gunnlaugur M. Sigmundsson alþingismaöur „Togstreitan um skiptingu þjóö- artekna er því ekki lengur bar■ átta milli fámenns auðvalds og fjölmenns hóps launamanna heldur eru það launamenn sem nú takast á um skiptinguna.“ Lífeyrisþegar - liggja vel við höggi í fyrstu viku í ágúst birti Sjón- varpið stutt viðtal við fjármálaráð- herra. Á sjónvarpsmyndinni hélt stjórnmálamaðurinn á mjög fal- legu litlu bami í fanginu. Það er alþekkt meðal valda- manna, í ge'gnum tíöina, að þegar syrtir í álinn með trú alþýðunnar á störfum þeirra fara sömu menn i fjölmiðla og láta taka af sér mynd- ir þar sem þeir eru að klappa á kollinn á bömum, lyfta þeim og kyssa eða halda á þeim í fanginu, í þeirri trú að almenningur freist- ist til að halda að þama sé nú góð- ur maður á ferð. Grútur illra verka Afrek þessa stjómmálamanns, gagnvart eldri borgurum þessa lands, frá því hann tók við emb- ætti fjármála eru með slíkum endemum að ekki finnst neitt sam- bærilegt í sögu félagsmála. Von- andi rifjast það upp fyrir eldri borgurum við næstu kosningar hvaða flokkar eru við völd. Að hræra í þeim grút illra verka gagnvart þeim sem minna mega sín er ekki á allra færi. En byija skal þegar auglýst var af yfirvöld- um að dregnar yrðu 2 milljónir króna af styrk til örorkuþega á mánuði eða 24 milljónir á ári. Næstum samdægurs auglýsti fjármálaráðherrann að sett yrði 1000 milljóna kr. trygging fyrir „Hvalfjarðargöngum" sem rískis- stjórnin vill endilega koma í gegn, greinilega vegna þess að meiri hluti landsmanna er á móti slíku bruðli, samanber opinberar bygg- ingar í landinu. Nefha má hækkun á launum þingmanna og háembættismanna, sem eru lítt skiljanleg miðað við ef laun eru ákvörðuð eftir afköstum og vinnutíma. Er ekki kominn tími til þess að rifja upp þá útkomu á starfslýs- ingu háembættismanna sem ríkis- stjórn ákvað á sínum tíma eða kringum 1970 og flestir ákváðu að skila ekki. Und- arlega hljótt hef- ur alltaf verið um þá pappira, þó til séu. Alla tíð hefur mér fundist vanta skilning ráðamanna þess- arar þjóðar á þeirri einfóldu staðreynd að ekki verður skipt fleiri fiskum en koma í fjöruna. Þáttur þingmanna Ég má til með að geta þess að laun þingmanna á landsbyggðinni, að mínu áliti, hefði átt að taka af þingmönnum höfuðborgarsvæðis- ins. Vinnubrögð þingmanna litlu kjördæmanna úti á landi eru ólíkt afkastameiri en þeirra sem sitja fyrir Reykjavíkursvæðið. Þeir virðast margir hverjir vera svo ut- angátta að þeir svara ekki bréfum frá kjósendum sínum. Þingmenn sem styðja þessa stjóm virðast ekki vita í hvom fót- inn þeir eiga að stíga; kannski helst í myntfót, og þá fyrir sjálfan sig. Þetta skýrist best mað því að benda á viðhorf meiri hluta þingmanna gangvart tví- eða þrísköttun sem efiiahags- og við- skiptanefhd var búin að velta fyrir sér í nokkur ár og var loks samþykkt að greiða skyldi til ellillífeyris- þega, 70 ára og eldri. En þá kemur „babb“ í bátinn. Mað- ur að nafni Benedikt er í þriggja manna nefnd hjá Félagi eldri borgara sem á að vinna að því að af- nema tvísköttun á líf- eyrisþegum. Friðrik fjármála- ráðherra og Bene- dikt, fyrrverandi for- seti ASÍ, skrifuðust á um það í blöðum hverjum bæri að þakka að dregnar voru ca. 400 milljónir króna frá ellilífeyrisþegum til vinnandi fólks í landinu en þetta er ein lágkúrulegasta kauphækk- un sem forystumenn ASÍ hafa staðið að. Máliö kært En góði maðurinn í ríkisstjórn- inni stendur með „Pálmann“ í höndunum því hann setti lög, sem öll ríkisstjómin samþykkti ásamt meiri hluta þingmanna, um að líf- eyrisþegar fengju ekki áframhald- andi leiðréttingu á tvísköttim. Sem sagt lífeyrisþegar skulu rændir, með lögum frá Alþingi sem virka þá aftur fyrir sig, rétt metinni peningaupphæð sem átti eftir að greiða í 5 ár og 6 mán. Geri nú aðrir betur. Þessar að- farir minna á víking einn sem gekk fram á mann sem batt skó- þeng sinn, fannst maðurinn áhugaverð- ur og hjó af honum hausinn. Þegar vík- ingurinn var inntur eftir hvað hefði ráðiö niðingsverkinu svar- aði hann: „Maðurinn lá vel við höggi.“ Varla þarf að skýra við hvað er átt. Hvar voru og hvað sögðu þingmenn er höggið var í knémnnn ellilífeyris- þega? Þeir voru hvergi til vamar og héldu sér saman. Nú liggrn- fyrir kvörtun eða kæra hjá umboðsmanni Al- þingis frá Félagi eldri borgara vegna afnáms tvísköttunar á félag- ana. Kæran var lögð inn hjá umboðs- manni 30. júlí 1996. Ég vona af ein- lægni að þessi kæra fari endanlega beint til Mannréttindadómstólsins en það verður víst því miður að dæma í héraði áður en af því verð- ur. í raun er þetta skattamál af- greitt samkvæmt skilgreiningi I.L.O. ísland er aðili að þessum samtökum og hefur því ríkis- sfjómin nú þegar gert sig seka um mannréttindabrot. Þorsteinn Berent Sigurðsson „Friðrik fjármálaráðherra og Bene- dikt, fyrrverandi forseti ASÍ, skrif- uðust á um það í blöðum hverjum bæri að þakka að dregnar voru um 400 milljónir króna frá ellilífeyris- þegum til vinnandi fólks ílandinu..." Kjallarinn Þorsteinn Berent Sigurðsson fyrrv. flugumferðarstjóri Með og á móti Starfsemi sorpbrennslunn- ar Funa í gang án snjó- flóðavarna Vitum bet- ur um hættuna „Ég hefði auðvitað helst viljað að búið væri að reisa snjóflóðavam- ir áður en stöðin tæki til starfa en þar sem litlar lík- ur eru á að hönnun og byggingu þeirra vama verði lokið áður en vetur gengur í garð, en sjálf stöðin tilbúin til notkunar að fáeinum vikum liðn- um, vil ég miklu frekar að hún verði starfrækt í vetur og að sett- ar verði strangar reglur um rým- ingu húsnæðisins við minnstu mögulega snjðflöðahættu. Við emm reynslunni ríkari í dag og vitum meira um snjóflóö og af- leiðingar þeirra en fyrir nokkrum misserum. Ég tel að á meðan þetta óhapp er enn í fersku minni megi með mikilli aðgát starfrækja stöðina án þess að leggja líf starfsmanna í meiri hættu heldur en þótt snjóflóða- vömin væri risin. Sá möguleiki er fyrir hendi að treyst verði of mikið á slíkar vamir. Það er heldur ekki víst að komandi vet- ur verði svo erfiöur eða komi mjög snemma. Kannski verður hægt að reisa snjóflóðavamir í vetur, vonandi." Gáttaður á þessu „Ég spyr bara sjálfan mig hvernig á því standi að þeir geta feng- ið að starf- rækja verk- smiðju sem þeir fengu ekki leyfi í upphafi til að byggja. Ég er gáttaður á þessu, hver gefur heimildina? Ekki datt mér í hug að snjóflóö félli á Fmia þegar ég fór þangað í vinnuna daginn sem snjóflóðið féll. Ég fórst ekki, það er kannski þess vegna sem menn vilja setja verksmiðjuna af stað aftur án varna. Svo er búið að standa í stappi hjá lögfræðingum að fá launin okkar og bílana okk- ar bætta éftir að flóðið féll. Ég fékk bílinn minn borgaðan eftir margra mánaða stapp. Lögfræð- ingur stéttarfélags okkar stóð í stappi í tvo til þrjá mánuði við að ná því sem okkur bar sam- kvæmt kjarasamningum í upp- sagnarlaun. Það að starta þessu aftur án þess að koma upp nokkram vömum þýðir ekkert annað en það að því verður frestað, það er deginum Ijósara. Mennimir fara eins langt og þeir komast og helst lengra, þar á ég við stjórn bæjarfélagsins með Dalvíkinginn Kristján Þór í for- svari. Ég er með pappíra frá Skipulagsstjóra ríkisins þar sem segir að ekki megi byggja þessa verksmiðju vegna snjóflóða- hættu. Skipulagsstjóri sendi bæj- arstjóra bréf sem ég hef afrit af og hann fær ekki svar við því, þeir byggðu samt. Skipulags- stjóri segir að lögin séu svo óskýr að hann geti ekki beitt neinum viðurlögum." -ÞK Skúli Skúlason, fyrrverandi starfs- ma&ur Funa. Þorlákur KJartans- son, stöövarstjóri Funa.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.