Dagblaðið Vísir - DV - 22.08.1996, Page 29

Dagblaðið Vísir - DV - 22.08.1996, Page 29
FIMMTUDAGUR 22. ÁGÚST 1996 37 Á sýningunni i Listasafni Kópa- vogs eru eingöngu japönsk listaverk. Síkvik veröld í Gerðarsafni, Listasafni Kópavogs, stendur nú yfir sýn- ingin Sikvik veröld en á henni eru eingöngu japönsk listaverk, fáein málverk og hátt á annað hundrað tréþrykk frá 18. og 19. öld, meðal annars eftir lista- mennina Utamaro og Hokusai sem eru vel þekktir á Vesturl- öndum. Sýningar Japönsk þrykklist er ein sú merkasta fyrr og síðar og trú- lega hefur þessi listgrein sjaldan eða aldrei náð jafnmikilli full- komnun. Hún fékk byr undir báða vængi á 17. öld þegar vax- andi og umsvifamikil kaup- mannastétt fór að láta til sin taka í menningar- og skemmt- analífmu og list i samræmi við þjóðfélagsstöðu hennar leit dagsins ljós. Sýningin stendur til 29. september en um mitt sýningartímabilið verður hluti myndanna tekinn niður og aðr- ar settar upp I staðinn. Atferlismeö- ferð einhverfra Á vegum Umsjónarfélags ein- hverfra verður fyrirlestur í Barna- og unglingageðdeild Landspltalans í kvöld kl. 20.30. Renee S. Fillete, sálfræðingur flytur fyrirlestm- sem hún nefn'- ir Atferlismeðferð einhverfra. Píanóbarinn Hinir kimnu söngvarar, Ric- hard Scobie og Stefán Hilmars- son, skemmta gestum staðarins í kvöld. Ljóðaupplestur í Kaffi Austurstræti Aðrar 66 mínútur úr Fundn- um Ijóðum Páls Ólafssonar er yfirskrift á ljóðalestri á Kaffi Austurstræti í kvöld kl. 22.00. Leikararnir Halldóra Björns- dóttir og Hjalti Rögnvaldsson lesa. Bítlabarinn Cavern er op- inn til kl. 01.00. Zalka á Gauknum Hljómsveitin Zalka skemmtir gestum á Gauki á Stöng í kvöld. Annað kvöld og laugardags- kvöld skemmtir hljómsveitin Hunang. Samkomur Auga fyrir auga Leikfélag Húsavikur er á leið- inni í leikför til Borgundar- hólms með leikritið Auga fyrir auga eftir William Mastrosimo- ne. Á leiðinni verður gert stopp á höfuðborgarsvæðinu og er sýning á verkinu í Bæjarbíói í kvöld kl. 20.30. Af skáldkonum íslands í opnu húsi í Norræna húsinu í kvöld kl. 20.00 verður dagskrá í umsjá Þóreyjar Sigþórsdóttur leikkonu þar sem kynntur verð- ur skáldskapur eftir nokkrar efnilegustu ungu skáldkonur ís- lands. Dagskráin er flutt á ís- lensku og sænsku og er aðgang- ur ókeypis. Hjólreiðaleiðir í Reykjavík Aðalleiðir Tengileiðir Skemmtanir Rósenbergkjallarinn: Danskt rokkpönkpopp Danska rokkpönkpopphljóm- sveitin Vildensky er komin til landsins og mun leika í Rósen- bergkjallaranum í kvöld. Ásamt dönsku hljómsveitinni kemur fram Texas Jesús. Vildensky hefur starfað í sex ár og kemur frá Árósum og hefur get- ið sér gott orð þar og í Kaup- mannahöfn. Hljóðfæraskipan sveitarinnar er gítar, bassi, klar- inett og sérsmíðað trommusett. Einnig er hljómsveitin með mann á sínum snærum sem kemur fram í allra kvikinda líki og skapar mjög sérstætt andrúmsloft. Tón- leikar Vildensky eru því ekki síð- ur fyrir augu og eyru. Fyrsta plata þeirra, Med al bæst, var valin plata ársins af hópi gagnrýnenda. í kvöld kynnir hljómsveitin meðal annars tónlist Hljómsveitin Texas Júdas kemur fram í Rósenbergkjallaranum f kvöld ásamt dönsku hljómsveitinni Vildensky. úr eigin stuttmynd sem nýbúið er stundvíslega kl. 22.00 og er það að gera. Tónleikarnir hefjast Texas Júdas sem hefur leikinn. Góð færð víðast hvar Góð færð er víðast hvar á land- inu, en víða fer fram viðgerð á veg- um og aðgátar er þörf. Vegavinna fer fram við Súðavík, Hnífsdal, við Suðurlandsveginn við Galtalæk, Reykjanesveginum, Grundarfjörð- Færð á vegum Ólafsvík, Varmahlíð, Hofsós og Kópasker. Verið er að leggja klæð- ingu á leiðunum Burstafelli-Hlíðar- vegi, Stykkishólmi-Grundarfirði, Brjánslæk-Siglunesvegi, Flugvallar- veginum að Patreksfirði. EJ Hálka og snjór 0 Vegavinna-aögát @ Öxulþungatakmarkanir C^) LokaörStOÖU Þungfært (g) Fært fjallabílum Ástand vega Dóttir Kolbrún- ar og Kristjáns Litla telpan á myndinni, sem tottar snuðið sitt, fæddist á fæðing- ardeild Landspítalans 5. ágúst kl. Barn dagsins 15.54. Hún var við fæðingu 3140 grömm að þyngd og 49 sentímetra löng. Foreldrar hennar eru Kol- brún Dóra Snorradóttir og Kristján Karl Guðmundsson og er hún þeirra fyrsta barn. dagsf>i:i|>* Þeir félagar Roy og Ishmael koma víöa við á ferö sinni. Tveir skrýtnir og einn verri Sam-bíóin hafa sýnt að undan- förnu gamanmyndina Tveir skrýtnir og einn verri (Kingpin). Aðalpersónan er Roy Munson sem Woody Harrelson leikur. Hann þótti á árum áður bestur allra keiluspilara og var ófeiminn við að svindla á öðrum til að halda sér á toppnum. En það kom að því að hann var tekinn í landhelgi og gerður útlægur úr keilukeppni. Sá sem fór svona illa með hann var aðalkeppinauturinn, Ernie McCracken (Bill Murray). Kvikmyndir Sautján árum síðar vinnur Munson fyrir sér sem sölumaður og að sjálfsögðu selur hann keilu- bolta. Eitt sinn þegar hann er á söluferðalagi rekst hann á Ishma- el (Randy Quaid) sem býr meðal Amish-fólksins í Pennsylvaníu. Is- hmael er undramaður í keilu og Munson tekur hann að sér. Nú er stund hefndarinnar runnin upp. Þeir sem gera Kingpin eru þeir sömu og gerðu Dumb and Dumber, bræðurnir Peter og Bobby Farelly. Nýjar myndir: Háskólabíó: Auga fyrir auga Laugarásbíó: Mulholland Falls Saga-bió: Flipper Bíóhöllin: Sérsveitin Bíóborgin: Tveir skrýtnir og einn verri Regnboginn: Independence Day Stjörnubíó: Nornaklíkan Krossgátan Lárétt: 1 fjallstindur, 5 hrúga, 7 sak- argift, 9 læsingar, 11 óður, 12 þegar, 13 drepa, 15 aðgæslu, 16 tré, 17 rík, 18 samtök, 19 ofn, 20 gremja. Lóðrétt: 1 næstum, 2 klaki, 3 gættu, 4 keyra, 5 kvistir, 6 lúða, 8 dugi, 10 þrýstingur, 14 keröld, 16 brún, 18 tvíhljóði. Lausn á síðustu krossgátu. Lóðrétt: 1 kúbein, 8 ara, 9 iðin, 10 uggur, 16 stal, 17 nót, 18 aur, 19 arfi, 21 grín, 22 áar. Lóðrétt: 1 kaus, 2 úrg, 3 baggar, 4 ei, 5 iðrun, 6 nit, 7 snertir, 11 uglan, 14 etur, 15 rófa, 16 sag, 20 rá. Gengið Almennt gengi LÍ nr. 176 22.08.1996 kl. 9.15 Eininq Kaun Sala Tollgenqi Dollar 66,160 66,500 66,440 Pund 102,530 103,050 103,490 Kan. dollar 48,100 48,400 48,400 Dönsk kr. 11,5290 11,5900 11,5990 Norsk kr 10,2870 10,3430 10,3990 Sænsk kr. 9,9930 10,0480 10,0940 Fi. mark 14,6640 14,7510 14,7300 Fra. franki 13,0280 13,1030 13,2040 Belg. franki 2,1629 2,1759 2,1738 Sviss. franki 55,0700 55,3800 54,9100 Holl. gyllini 39,7300 39,9600 39,8900 Þýskt mark 44,5900 44,8100 44,7800 It. líra 0,04355 0,04382 0,04354 Aust. sch. 6,3330 6,3720 6,3670 Port. escudo 0,4339 0,4365 0,4354 Spá. peseti 0,5261 0,5293 0,5269 Jap. yen 0,61090 0,61460 0,61310 írskt pund 106,490 107,160 107,740 SDR 96,19000 96,76000 96,93000 ECU 83,8100 84,3200 84,2900 Símsvari vegna gengisskráningar 5623270

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.