Dagblaðið Vísir - DV - 22.08.1996, Blaðsíða 14
14
FIMMTUDAGUR 22. ÁGÚST 1996
Fijálst'f óháð daghlað
Útgáfufélag: FRJÁLS FJÖLMIÐLUN HF.
Stjórnarformaður og útgáfustjóri: SVEINN R. EYJÓLFSSON
Framkvæmdastjóri og útgáfustjóri: EYJÓLFUR SVEINSSON
Ritstjóri: JÓNAS KRISTJÁNSSON
Aöstoðarritstjóri: ELÍAS SNÆLAND JÓNSSON
Fréttastjóri: JÓNAS HARALDSSON
Auglýsingastjóri: PÁLL STEFÁNSSON
Ritstjórn, skrifstofur, augiýsingar, smáauglýsingar: ÞVERHOLTI11,
blaðaafgreiösla, áskrift: ÞVERHOLTI14,105 RVÍK, SlMI: 550 5000
FAX: Auglýsingar: 550 5727 - RITSTJÓRN: 550 5020 - Aðrar deildir: 550 5999
GRÆN númer: Auglýsingar: 800 5550. Áskrift: 800 5777
Stafræn útgáfa: Heimasíða: http://www.skyrr.is/dv/
Ritstjórn: dvritst@centrum.is - Auglýsingar: dvaugl@centrum.is. - Dreifing: dvdreif@centrum.is
AKUREYRI: Strandgata 25, sími: 462 5013, blaðam.: 462 6613, fax: 4611605
Setning og umbrot: FRJÁLS FJÖLMIÐLUN HF.
Filmu- og plötugerð: ÍSAFOLDARPRENTSMIÐJA HF. - Prentun: ÁRVAKUR HF.
Áskriftarverð á mánuði 1700 kr. m. vsk. Lausasöluverð 150 kr. m. vsk., Helgarblað 200 kr. m. vsk.
DV áskilur sér rétt til að birta aðsent efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds.
Leiga Almannagjár
Þótt eðlilegt sé að leyfa kvikmyndatökufólki að nota
náttúru íslands sem bakgrunn að kvikmynda- og sjón-
varpsefni, er ekki forsvaranlegt að leigja þeim Almanna-
gjá og loka henni um leið fyrir innlendum og erlendum
ferðamönnum. Það voru mistök hjá Þingvallanefnd.
Alþingi þjóðveldisaldar var háð í eða við Almannagjá.
Hún er þungamiðja Þingvallasvæðisins og helgur staður
í þjóðarsögunni. Enginn staður á landinu er friðhelgari
en hún. íslenzkir borgarar mega aldrei koma að henni
lokaðri, af því að hún hafi verið leigð út.
Eftir lýsingum að dæma var Almannagjá notuð sem
óþekkjanlegur bakgrunnur fyrir vélframleidda þoku.
Margir hamraveggir eru til á íslandi, sem henta vel til
slíkrar kvikmyndagerðar, þótt íslenzkir aðstandendur
kvikmyndarinnar virðist hafa verið ófróðir um þá.
Þeim hefði verið gerður greiði með því að benda þeim
á aðra hamraveggi, svo sem Tröllagjá eða Ásbyrgi, sem
ekki eiga jafn helgan sess í þjóðarsögunni. Engan veginn
verður séð, að Almannagjá sé neitt heppilegri bakgrunn-
ur fyrir vélframleidda þoku í auglýsingamynd.
Málsaðilar telja ekkert athugavert við þetta. Þeir
hampa 350.000 silfurpeningum Þingvallanefndar og
reikna óbeinar gjaldeyristekjur af kvikmyndaliðinu og
aðstoðarfólki þess. Þeir hafa slitnað úr tengslum við
þjóðarsöguna og hugsa eins og hverjar aðrar hórur.
í leiðindamáli þessu kemur einnig fram landlægur
undirlægjuháttur og minnimáttarkennd íslendinga
gagnvart útlendingum og sú landlæga hugsun, að skjót-
fengnir peningar séu upphaf og endir alls. Þessi árátta
virðist lítið lagast með aukinni lífsreynslu þjóðarinnar.
Skynsamlegt er að greiða götu innlendra og erlendra
kvikmyndagerðarmanna. Flestir eru ekki fyrirferðar-
miklir á vettvangi og skilja ekki eftir neinn óþrifnað.
Rangt er að reyna að hafa fé af þeim sérstaklega umfram
aðra ferðamenn vegna notkunar landslags.
Hitt er svo annað mál, að svo getur farið, að selja þurfi
aðgang að hálendinu eða ákveðnum stöðum þess vegna
of mikils og ört vaxandi álags. Það fé yrði þá innheimt
af öllum, innlendu og erlendu fólki, með og án kvik-
myndavéla, og færi í kostnað við vemdun staðanna.
Ef haldið verður áfram að reyna að ná til landsins
þeirri tegund ferðamanna, sem helzt vill fara til staða á
borð við Þingvöll, Guilfoss, Geysi, Þórsmörk, Land-
mannalaugar, Hveravelli og Herðubreiðarlindir, er ljóst,
að taka verður sérstaklega á því vandamáli.
Erfitt er að hugsa sér, að slíkum stöðum sé lokað um
tíma og sízt vegna þess, að einhver aðili hafi leigt sér
einkaaðgang að honum vegna kvikmyndatöku eða af
öðrum ástæðum. Hitt er líklegra, að skammtaður verði
aðgangur með útgáfú aðgöngumiða að slíkum stöðum.
Sennilega mundi þó síðast af öllu verða seldur aðgang-
ur að Almannagjá, jafnvel þótt álagið þar margfaldist.
Söguleg staða hennar er slík, að hún hentar verr sem
söluvara en annað landslag. Flestir mundu heldur vilja
greiða kostnað af vemdun hennar af almannafé.
Þannig em mistökin tvenn í umræddu máli, annars
vegar að veittur var einkaaðgangur að gjánni, og hins
vegar að tekið var óbeint gjald fyrir aðganginn.
Jónas Kristjánsson
Þeir einir mega ganga frá eigna-
skiptayfirlýsingum sem hafa stað-
ist próf og fengið löggildingu. Hver
sem er getur hins vegar metið fast-
eign. Sýslumenn þinglýsa aðeins
eignaskiptayfirlýsingum löggiltra
manna en lánastofnanir lána út á
möt óreyndra sölumanna. Eigna-
skiptayfirlýsingar eru mikilvægar
en mun meiri hagsmunir eru í
húfi við mat og lánveitingar. Gríð-
arlega háar fjárhæðir hafa tapast
vegna lélegra veðmata. Lítil þekk-
ing á matsstörfum og veðtöku hef-
ur kostað þjóðfélagið stórfé. Lög-
gjafinn veitir ekki aðhald með því
að setja reglur og gera kröfur.
Tugmilljaröa töp
Lánastofhanir hafa undanfama
áratugi tapað tugmilljörðum
vegna ótraustra trygginga að baki
lánum. Helstu tryggingar í lána-
viðskiptum em fasteignaveð. Veð-
möt vora um áratugaskeið þannig
að leiða hlaut til stórskaða. Lána-
stofhanir höfðu sáralitla þekkingu
á veðmötum og störfum mats-
manna. Mat fólst í því að fletta
upp í branatryggingaskrá. Á með-
an raunvextir voru neikvæðir
mátti fela útlánatöpin í bókhaldi
en eftir að verðtrygging var tekin
upp var sá möguleiki úr sögunni.
Mikil töp komu í ljós sem hafa
verið að sliga þjóðfélagið í hálfan
annan áratug.
Undanfarið hafa menn í aukn-
um mæli stuðst við mat fasteigna-
sala sem er miklu skárra en
„Á almennum markaöi þekkist aö eignum sé svo illa lýst aö ekki sé unnt
aö sjá aldur, stærö eöa ástand eignar eöa hvernig matiö er yfirhöfuð
fundiö," segir m.a. í greininni.
Löggjöf um störf
matsmanna
brunabótamatið en
þó ekki veðmat í
faglegum skilningi.
Enn skortir lána-
stofnanir næga
þekkingu á veðmöt-
um, störfum mats-
manna og ákvörðun
veðmarka. Tíma-
bært er að gert
verði átak til að
tryggja að starfandi
matsmenn skili
verki sem stenst
faglegar kröfur en
mikið vantar enn
upp á það.
Greinarhöfundur
hefur metið eignir í
þrjá áratugi og
kennt matsfræði á
háskólastigi í ára-
tug. Fyrir fáum
árum bað einn
nemandinn hann
að meta íbúð fyrir
fjölskyldu sína
vegna fyrirhugaðr-
ar lántöku. Við-
skiptabanki fjöl-
skyldunnar hafn-
aði því og gerði
kröfu um ákveðna
fasteignasölu.
Sölumaður sem
mat húsið hafði unnið hjá fast-
eignasölunni í þrjár vikur.
Kjallarinn
Stefán Ingólfsson
verkfræöingur
Lágmarkskröfur
Erlendis eru lög um
störf matsmanna sett
til að tryggja að mats-
störf standist lág-
markskröfur. Til þess
að öðlast starfsleyfi
þurfa matsmenn að
uppfylla vissar kröfur.
Hér á landi er ekki að
finna slík lög, reglur
eða staðla fyrir mats-
menn að fara eftir.
Samtök lánastofnana
gefa ekki út reglur og
engar tilgreindar kröf-
ur eru gerðar til
manna sem taka aö sér
matsstörf. Ákvæði eru
„Ákvæði eru í lögum um dómkvadda
matsmenn og matsnefnd eignarnáms-
bóta en þau eiga ekki viö almenna
matsmenn. Tímabært er að setja lög
um störf matsmanna oggefa út reglu■
gerðir og staðla sem tryggja hagsmuni
þeirra sem matið nota.“
í lögum um dómkvadda matsmenn
og matsnefnd eignamámsbóta en
þau eiga ekki við almenna mats-
menn.
Tímabært er að setja lög um
störf matsmanna og gefa út reglu-
gerðir og staðla sem tryggja hags-
muni þeirra sem matið nota. Mik-
ilvægt er að skilgreina í lögum
kröfur um faglega hæfni áþekka
þeim sem gerðar eru til dóm-
kvaddra matsmanna en einungis
má dómkveðja menn sem að öllu
leyti eru óaðfinnanleg vitni, 20 ára
og eldri, og hafa nauðsynlega
kunnáttu til að leysa verkið.
Ekki er síður mikilvægt að lág-
markskröfur séu gerðar til mats-
gerða sem innihalda niðurstöður
matsmanna. Slíkar kröfur skortir.
Dómkvöddum matsmönnum ber
að semja rökstudda matsgerð sem
merkir að þeir verða að gera grein
fyrir forsendum matsins og semja
greinargóða lýsingu á hinu metna.
Á almennum markaði þekkist að
eignum sé svo illa lýst að ekki sé
unnt að sjá aldur, stærð eða
ástand eignar eða hvemig matið
er yfirhöfuð fundið.
í eignaskiptayfirlýsingum skal
nú lögum samkvæmt tilgreina
hvað fylgir eignum, stærðir sam-
kvæmt stöðlum, forsendur um út-
reikninga og hvaða gögnum yfir-
lýsingar byggi á. Engin slík
ákvæði gilda um þá sem meta
verðmæti eignanna.
Stefán Ingólfsson
Skoðanir annarra
Undirverktakar
„Reynslan sýnir að oft má auka framleiðni veru-
lega t.d. í opinberam rekstri með því að nýta undir-
verktaka. Heilbrigðisstofnanir gætu trúlega aukið
framleiðni og lækkað kostnað með samningum við
undirverktaka ,t. . Til þess að ná verulegum spam-
aði i heilbrigðiskerfinu er trúlega nauðsynlegt að
vinna að uppstokkun og róttækum breytingum á
starfsháttum og starfsaðstöðu. Stundum þarf að rífa
niður til að geta breytt og byggt upp.“
Þorkell Sigurlaugsson í Viðskiptablaðinu 21.
ágúst.
Linkind sjávarútvegsráðherra
„Félag úthafsútgerða minnir í álykfim sinni á, að
það sé almennt viöurkennt að efnahagsbatinn í þjóð-
lífinu eigi að miklu leyti rætur að rekja til aukinna
úthafsveiða. íslenskum stjórnvöldum beri því að
styðja þennan atvinnuveg í stað þess að taka þátt í
viðleitni annarra þjóða til að koma böndum á fram-
tak íslenskra útgerða og sjómanna á þessu sviði. Sú
hefur því miður ekki orðið raunin, að minnsta kosti
ekki hvað varðar sjávarútvegsráðherrann. Linkind
Þorsteins gagnvart útlendingum er furðuleg og
kostnaðarsöm eins og dæmin sanna.“
Úr forystugrein Alþbl. 21. ágúst.
Hagsmunir sjúkra?
„Hún er skrýtin þessi læknadeila. Ríkisvaldið og
sáttasemjari keppast við að semja ekki við starfsstétt
sem er ekki til Heilsugæslulæknar hafa sagt upp
með lögmætum hætti og era ekki lengur starfsmenn
ríkisins, eða neins annars. En allir sem þátt taka í
þykjustuleiknum segja bara að þetta sé allt í plati og
fjármálaráðuneytiö og sáttasemjari era í verkfalls-
leik við fólk sem alls ekki er í verkfalli... Hagsmuna
sjúkra gætir enginn, enda eru þeir ekki aðilar að
málunum og ættu að gæta þess aö verða ekki veikir
nema í þykjustunni." OÓ í Tímanum 21. ágúst.