Dagblaðið Vísir - DV - 22.08.1996, Blaðsíða 28

Dagblaðið Vísir - DV - 22.08.1996, Blaðsíða 28
36 FIMMTUDAGUR 22. ÁGÚST 1996 Sitt sýnist hverjum um skóla- gjöldin í Háskólanum. Skólagjöld hæst þar sem stéttaskipting er mest „Það er ekki tilviljun að skóla- gjöld eru hæst þar sem stétta- skipting er mest, í Bretlandi og Bandarikj unum. “ Vilhjálmur Vilhjálmsson, í DV. Halda að þeir séu að spara „Þeir sem halda að þeir séu að spara með ódýrum skólagjöldum gleyma því að síðar á ævinni eiga þeir eftir að greiða þetta í of háum sköttum." Hannes Hólmsteinn Gissurar- son, í DV. Ummæli Frjálshyggjustrýið „Það er farið að gægjast óþyrmilega mikið undan félags- hyggjugærunni, frjálshyggju- strýið.“ Kristín Dýrfjörð, í Alþýðublað- inu. Asnarækt „Ekki vissi ég að stofnanir rík- isins ætluðu að fara að stunda stórfellda asnarækt á Hóla- sandi.“ Sigurjón Benediktsson, í DV. Nenni ekki að vera reiður „Ég nenni ekki að vera reiður úti einn eða neinn, ég hef bara ekki tíma til þess. Hermann Gunnarsson, í Al- þýðublaðinu. Eldspýtur hafa veriö í notkun í rúm 150 ár. Eldspýtan Fyrstur til pess að fá einka- leyfi á öryggiseldspýtu var Sví- inn Gustaf Erik Pasch. Þetta var árið 1884. Eldspýtur höfðu verið til á þessum tíma en á þeim var gulur fosfór, eitrað og eldfimt efni. Þær eldspýtur urðu oft skaðvaldar. Helsti kosturinn við þær var að það var hægt að strjúka þeim við nálega hvað sem var þegar kveikt var. Pasch leysti vandann með því að taka fosfórinn af eldspýtunum og flytja hann yfir á reit á eldspýtu- stokknum. Hann breytti líka efnasamsetningunni svo að óþarft var að nota hinn eitraða gula brennistein. þess í stað var notaður rauður brennisteinn. Blessuð veröldin Bræðurnir Johan Edvard og Carl Frans Lundstrom endur- bættu uppfinningu Pasch. Stofn- uðu þeir eldspýtnaverksmiðju í Jönköping árið 1846. Einkaleyfi á hinni fosfórlausu eldspýtu fékk Johan Edvard Lundström árið 1855. Þykknar upp austanlands Yfir Austur-Grænlandi og hafinu norðaustur undan er 1023 mb há- þrýstisvæði, en við Skotland er 1004 mb lægð sem þokast norðvestur. í Veðrið í dag dag verður austan- og síðan norð- austanátt á landinu, gola en kaldi eða stinningskaldi þegar líður á daginn. Þurrt verður víðast hvar og allvíða léttskýjað en þykknar smám saman upp suðaustan- og austan- lands. Þar fer að rigna undir kvöld- ið. Hiti verður víðast 9-15 stig yfir daginn. Á höfuðborgarsvæðinu verður norðaustangola og síðar norðankaldi og léttskýjað. Sólarlag i Reykjavík: 21.18 Sólarupprás á morgun: 5.44 Síðdegisflóð í Reykjavík: 00.14 Árdegisflóð á morgun: 00.13 Veðrið kl. 6. í morgun: Akureyri þoka í grennd 5 Akurnes skýjað 4 Bergsstaöir alskýjaö 7 Bolungarvík þoka 5 Egilsstaðir léttskýjaö 6 Keflavikurflugv. skýjaó 10 Kirkjubkl. skýjaó 6 Raufarhöfn hálfskýjaö 7 Reykjavík léttskýjaö 10 Stórhöföi léttskýjaö 7 Helsinki léttskýjaö 17 Kaupmannah. léttskýjaö 19 Ósló skúr 16 Stokkhólmur léttskýjaö 19 Þórshöfn súld 10 Amsterdam lágþokublettir 14 Barcelona þokumóöa 19 Chicago þokumóöa 23 Frankfurt þokumóöa 17 Glasgoui skýjaö 14 Hamborg léttskýjaö 18 London skýjaö 13 Los Angeles heiöskirt 21 Madrid léttskýjaö 14 Malaga heiöskírt 22 Mallorca þokumóöa 22 Paris rign. á síö. kls. 15 Róm þrumuveöur 20 Valencia heiöskírt 20 New York þokumóóa 23 Nuuk alskýjaö 4 Vín léttskýjaö 16 Washington Winnipeg léttskýjaö 14 Hilmar Björgvinsson, kylfingur í GS: Við höfðum meiri trú á okkur en aðrir DV, Suðurnesjum: „Við vorum búnir að ljúka okk- ar leik og þurftum að bíða rúman klukkutíma þangað til úrslit lágu endanlega fyrir. Það var visst spennufall hjá okkur og erfitt að bíða, vitandi að við áttum mögu- leika og það var svakalegur fögn- uður í herbúðum okkar þegar það var ijóst að við vorum sigurvegar- ar, sagði Hilmar Björgvinsson, hinn gamalkunni og vinsæli golfari hjá Golfklúbbi Suðumesja, sem var í sigursveit GS sem sigr- aði í æsispennandi Sveitakeppni GSÍ sem fram fór í Hafnarfirði um helgina. Maður dagsins „Það kom fram i fjölmiðlum að Leynir og Keilir mundu berjast um 1. sætið en við um þriðja sæt- ið við A-sveit GR. Við sjálfir innst inni höfðum meiri trú á okkur en margir aðrir. Það voru ákveðnir menn í liði okkar sem sögðu að ekkert annað en sigur kæmi til greina." Sigursveit GS skipuðu ásamt Hilmari ungir kylfingar: Davíð Jónsson, Guðmundur Rúnar Hall- Hilmar Björgvinsson. grímsson, Helgi Birkir Þórisson, Öm Ævar Hjartarson og Sturlaug- ur Ólafsson sem var liðsstjóri. „Það var alveg svakalega gaman að spila með þessum ungu strák- um. Þeir vildu hafa einn baráttu- jaxl með sér. Ég var á báðum átt- um hvort ég ætti að fara með þeim en sé örugglega aldrei eftir því. Strákamir stóðu sig alveg frábær- lega vel. Það var svolítið skrýtið að spila með svo ungum spiluram en þeir era frá 12-17 árum yngri en ég. Þetta er kynslóðin sem tók við af okkur fimmmenningunum: mér, Páli Ketilssyni, Gylfa Krist- inssyni, Magnúsi Jónssyni og Sig- urði Sigurðssyni." Hilmar, sem er 35 ára, var í sig- ursveit GS sem vann sveitakeppn- ina síðast 1982. „Ég ætla að fara að minnka golfið og draga úr æfing- um og spila mér til ánægju, maður nennir ekki lengur þessu keppnis- golfi. Það er þó alveg öraggt að ég hætti ekki að spila golf, ég þekki ekkert annað. Ég byrjaði að æfa golf 12 ára og fékk delluna og þá varð ekki aftur snúið.“ Hilmar starfar sem lögreglu- maður hjá lögreglunni á Keflavík- urflugvelli og er í lögreglulandslið- inu sem mun keppa við lögregluna í París í Frakklandi 15. september. Hvert skyldi vera áhugamál Hilmars fyrir utan golfið? „Enska knattspyrnan. Ég er brjálæðisleg- ur Arsenal-aðdáandi og reyni að fara á leiki liðsins þegai- færi gefst og búinn að fara margoft á Hig- hbury.“ Eiginkona Hilmars er Guðný Magnúsdóttir og eiga þau eitt barn, Hönnu Björk, 3 ára. „Síðan er eitt á leiöinni og er væntanlegt í heiminn á afmælisdeginum mín- um, 20. febrúar." -ÆMK Flytur Út skeifur Myndgátan hér aö ofan lýsir hvorugkynsoröi Leikararnir Benedikt Erlingsson og Halldóra Geirharðsdóttir leika hlut- verkin. Ormstunga I kvöld verður sýning á leik- verkinu Ormstunga sem unnið er upp úr Gunnlaugs sögu ormstungu og hefur verið sýnt í Skemmtihús- inu sem er í garðinum við Laufás- veg 22. Um er að ræða fjörugan gleðileik með tragískum endi, byggðan á nýfundnu handriti af Gunnlaugs sögu sem fannst á síð- asta ári í Kaupmannahöfn. Leikar- ar eru tveir, Benedikt Erlingsson og Haildóra Geirharðsdóttir, en hún sér einnig um tónlistarflutn- ing. Hefur verkið fengið góðar við- tökur. Um er að ræða nokkurs konar dúett tveggja leikara sem bregða sér í fjölmörg hlutverk og er leit- ast við að færa á svið með öllum meðulum leiklistarinnar; lát- Leikhús bragði, leik, tónlist, myndlist, dansi og söng þessa víðfrægu ást- arsögu um þau Gunnlaug, Helgu fögru og Hrafn Önundarson. Leikstjóri er Peter Enquist, leikhússtjóri Peros leikhússins í Stokkhólmi, en hann hefur þróað með góðum árangri einleik með ieikaranum Roger Westberg og komu þeir félagar með sína marg- verðlaunuðu Hamlet „stand-up“ sýningu á Listahátíð 1992. Bridge Litlu smáatriðin í úrspilinu fara oft fram hjá'manni við spilaborðið en geta stundum skilið á milli lífs og dauða. Skoðum hér eitt spil sem kom fyrir í sveitakeppni í Svíþjóð fyrir skömmu. Sagnhafi í suður var Johan Sylvan, en í vörninni i a-v voru ekki ómerkari menn en And- ers Wirgren og Johan Bennett. Bennet gerði sig sekan um lítil mis- tök sem hefðu getað reynst honum dýrkeypt, en sagnhafi vandaði sig ekki nægilega mikið. Sagnir gengu þannig, vestur gjafari og a-v á hættu: * ÁG * ÁK9842 * 2 * K543 * D98752 •* 6 * ÁD86 * 87 * K643 * D5 * G1043 * Á96 Vestur Norður Austur Suður 2* 3* pass 3 Grönd p/h Augljóst er að 4 spaðar standa án erfiðleika því fimm slagir fást á tromp, 3 á spaða (með svíningu) og tveir á lauf. En ákvörðun suðurs er skiljanleg, hann á aðeins tvíspil í hjarta og sagði einnig þrjú grönd til að vemda spaðakónginn fyrir út- spili. Vestur ákvað að hefja vörnina á þvi að spila út laufáttunni. Sagn- hafi drap á laufkónginn í blindum og spilaði hjartatvistinum úr blind- um. Bennett setti hjartaþristinn? og nú kom þetta litla atriði, sagnhafi átti að setja fimmuna til að tryggja sig gegn 4-1 legu í litnum. En sagn- hafi var sofandi, setti drottninguna og hélt áfram sókninni í litnum. Bennett komst inn á fjórða hjartað og ákvað nú að spila lágum tígli. Vestur drap tíu sagnhafa á drottn- ingu, spilaði lágum tígli á kóng austurs og fékk síðan gegnumspil í litnum. Ef sagnhafi hefði hins vegar sett hjartafimmuna, hefði vömin ekki getað sótt fjóra vamarslagi á tígulitinm ísak Öm Sigurðsson

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.