Dagblaðið Vísir - DV - 22.08.1996, Blaðsíða 17

Dagblaðið Vísir - DV - 22.08.1996, Blaðsíða 17
16 FIMMTUDAGUR 22. ÁGÚST 1996 FIMMTUDAGUR 22. ÁGÚST 1996 25 íþróttir Dýrast hjá Chelsea Vinsældir ensku úrvalsdeild- arinnar ætla að verða miklar í vetur ef marka má aðsókn í 1. umferð um síðustu helgi. Menn þakka þennan áhuga innreið er- lendra leikmanna í deildina. Um síðustu helgi var uppsellt á sex leiki af tíu. Miðaverð hefur tekið stökk upp á viö og er dýrast að fara á leiki Chelsea á Stamford Bridge en í bestu sæti á vellinum kostar fjögur þúsund krónur is- lenskar. Fiorentina sagði nei við Blackburn ítalska liðið Fiorentina hafn- aði í vikunni eins milljarðs króna tilboði Blackburn í argentínska landsliðsmanninn Gabriel Batistuta. Blackburn leitar logandi ljósi aö sóknar- manni til að fylla það skarð sem Alan Shearer skildi eftir sig þeg- ar hann fór til Newcastle. Lazio hafnaði einnig tilboöi Blackbum í Pierluigi Gasiraghi. Ótrygg framtíð vegna meiðsla Portúgalski landsliðsmaður- inn Paulo Futre, sem West Ham keypti fyrir tímabilið, hefur átt í þrálátum meiðslum og af þeim sökum ekki getað æft með lið- inu. í samningi hans segir að verði hann ekki búinn að ná sér af meiðslum innan tveggja mán- aða áskilji West Ham sér að rifta samningnum. Harry Redknapp, framkvæmdastjóri West Ham, segir að liðið hafi undir smásjánni sterkan framherja verði samningi Futre rift. Chelsea hafnaði tilboði frá Bolton Forráðamenn Chelsea staðfestu í gær að félagið hefði í byrjun vikunnar hafnað 110 milijóna króna tilboði frá Bolton í Mark Hughes. Tilboðinu var hafnað á þeirri forsendu að Hughes væri einfaldlega ekki til sölu. -JKS/DVÓ Patrekur Jóhannesson hjá Essen: Skorar grimmt í æfingaleikjum Patrekur Jóhannesson, landsliðs- maður í handknattleik, sem leikur með þýska stórliðinu Essen í vetur, hefur verið að leika mjög vel með liðinu í æfingaleikjum upp á síðkastið. Það er alveg ljóst að hann mun koma til með að leika stórt hlutverk með Essen i úrvalsdeild- inni í vetur, í vöm sem sókn. Patrekur skoraði sex mörk í æf- ingaleik gegn Rheinhausen í fyrra- dag en þann leik vann Essen, 19-16. Um síðustu helgi sigraði Essen svo Bayer Dormagen og þá var Patrekur í essinu sínu og skoraði níu mörk. Æft er tvisvar á dag en um næstu helgi heldur Essen í vikuæfingabúð- ir innan Þýskalands. Keppni í úr- valsdeildinni hefst 14. september og verða erlendir leikmenn aldrei fleiri en í vetur. Ekki færri en tíu íslend- ingar leika í úrvalsdeild og deildum þar fyrir neðan. íslenskir þjálfarar eru tveir, Kristján Arason hjá Wallau Masenheim og Viggó Sigurðsson hjá Wupperthal í 2. deild. - -JKS John Hawley, læknir í S-Afríku: Eina leiöin er að lögleiða stera Dr. John Hawley, framkvæmda- stjóri rannsóknarstofu í Suður-Afr- íku, sem sérhæfir sig í betri árangri íþróttamanna, segir að notkun lyfja í íþróttum ætti að vera leyfileg til að enda þessa „gerðu þau það eða gerðu þau það ekki“ umræðu fyrir fullt og allt. Hann segir í septemberblaði Sports Illustrated að það sé ekki lengur hægt að sjá hver sé „hreinn" og hver ekki. Hann sagði enn frem- ur að margir íþróttamenn á Ólymp- íuleikunum í Atlanta hefðu þurft að gera upp hug sinn hvort þeir ætluðu að taka einhver lyf eða ekki. „Þegar ég sé einhvem á verðlaunapöllun- um þá er ég ekki viss hvort ég sé að horfa á íþróttamanninn eða lyfin. Það er ekki hægt að hunsa lyfin þvi þau eru stór þáttur í íþróttaafrekum í dag. Ég ætla ekki að nefna nein nöfn en horfið á líkamsbyggingu á þessum mönnum, þú færð ekki svona mikla brjóstvöðva bara með bekkpressunni," sagði Hawley. „í styrktar- og kraftgreinunum á Ólympíuleikunu myndi ég segja að 50% af íþróttamönnunum notuðu lyf til þess að bæta árangurinn." Hann sagði líka að eina leiðin til að jafna bilið á milli íþróttafólks væri að lögleiða stera og önnur lyf. „Kannski ættum við bara að lög- leiða stera, eins siðferðilega rangt og þaö hljómar þá held ég að það sé eina leiðin. Þetta er siðferðilegt vandamál og það er engin spuming um það hvað starfsfólkinu á þessari stofnun finnst. Sterar eru ólögleg- ir.“ Hann sagði að rannsóknarstof- an í Atlanta hefði verið sett upp fyr- ir almenning. „Almenningur hefur verið blekktur með því að halda að sterar bæti afreksfólk viku fyrir keppni, það er rangt. Sterar hjálpa í þjálfun yfir vetrarmánuðina löngu áður en að keppnum kemur. Ef íþróttamaður hættir að nota stera þremur mánuðum fyrir keppni þá sést það ekki í lyfjaprófum." Hawley var síðan beðinn um að koma með kenningu um það hvernig lág heimsmet myndu á endanum falla. „Ef þið spyrjið mig hver eru tak- mörk mannlegrar getu, þá erum við nú þegar komin fram úr henni. Flest þessara meta eru lyfjamet," sagði John Hawley. -JGG TENNIS - TENNIS - TENNIS - TENNIS Vetraráskrift hefst 1. sept. nk. Þeir sem voru meö fastan tíma síðastliöinn vetur og vilja halda honum eru vinsamlegast beönir um að staðfesta bókun á völlum eigi síðar en 26. ágúst nk. Að þeim tíma liðnum verða vellir leigðir öðrum. TENNISHÖLLIN Dalsmára 9-11, Kópavogi. Sími 564-4050, fax 564-4051, tennis islandia.is. ÚRSLITALEIKUR í MJÓLKURBIKAR KARLA Á LAUCARDALSVELLI 25. ÁGÚST KL. 14:00 Starfandi dómarar og aðrir með gild aðgangskort fá afhenta aðgöngumiða á leikinn á skrifstofú KSI, laugardaginn 24. ágúst kl. 10:00 - 14:00. ATH! MIÐAR VERÐA EKKIAFHENTIR Á ÖÐRUM TÍMUM. Aðilar utan af landi, með gild aðgangskort geta hringt á skrifstofu KSÍ á sama tíma og látið taka frá fyrir sig miða sem síðar verða afhentir samkvæmt nánara samkomulagi. Ólympíumót fatlaðra: Fjórða gull íslendinga Frábær árangur íslensku keppendanna á Ólympíumóti fatlaðra heldur áfram og í gær sigraði Kristín Rós Hákonardótt- ir í 100 m baksundi og setti einnig heimsmet. Þetta var fjórða gull íslands á mótinu og líklega munu fleiri peningar bætast í safnið en mót- inu lýkur á sunnudaginn kemur. Var seldur fyrir dóminn Brasilíski varnarmaðurinn Junior Baiano hjá þýska liðinu Werder Bremen má aldeilis prísa sig sælan þessa dagana. Hann fékk 10 leikja bann fyrir að slá markvörð Bayer Leverku- sen. Þegar dómur lá fyrir var Bremen búið að selja hann til Flamengo í Brasilíu fyrir 100 milljónir og verður því að segj- ast að Baiano sleppur nokkuð vel. Ef hins vegar Baiano leikur aftur í Þýskalandi tekur hann umsvifalaust bannið út. -JGG/JKS KR-ingar stóðu sig mjög vel á Laugardalsvelli í gær þegar þeim tókst að tryggja sér áframhaldandi þátttöku í Evrópukeppni bikarhafa. Þeir unnu hvítrússneska liðið Mozyr samanlagt 3-2. Hér sjáum við Einar Þór Daníelsson skora sigurmarkið á síðustu mínútu leiksins í gær eftir glæsilegt spil við Þorstein Jónsson. Á innfelldu myndinni fagna félagarnir í KR markinu vel og innilega. DV-mynd BG Evrópukeppni bikarhafa: - Einar Þór Daníelsson með eina mark leiksins á síðustu mínútunni KR-ingar börðust eins og ljón og uppskáru eins og þeir sáðu á Laugar- dalsvelli í gær þegar þeir tryggðu sér áframhaldandi þátttöku í Evrópu- keppni bikarhafa með því að sigra hvítrússneska liðið Mozyr, 1-0. Leikurinn byrjaði af krafti og strax á 10. mínútu skallaði Einar Þór inn á Ríkharð Daðason sem náði ekki nógu föstum skalla að marki Mozyr og átti markvörður þeirra ekki í erfiðleikum með það. Fjórum mínútum síðar átti Gorovoj Boris hjá Mozyr gott utanfótarskot rétt fram hjá. I næstu sókn KR átti besti maður vallarins, Hilmar Bjöms- son, eina af sínum stórhættulegu send- ingum inn á teiginn en samherjar hans náðu ekki til boltans. Hilmar var síðan nálægt því að skora mínútu síð- ar eftir glæsilegt spil Ólafs H. Krist- jánssonar og Þorsteins Jónssonar sem skallaði boltann á Hilmar sem lét verja frá sér. Sannarlega góður kafli hjá KR. Hættulegar hornspyrnur Það sem var hvað hættulegast hjá Mozyr voru hornspymur þeirra sem sköpuðu mikla hættu fyrir framan mark KR en þeir náðu samt ekki að nýta þær til fullnustu og vörn KR náði oft naumlega að hindra mark. Á 29. mínútu fengu KR-ingar upp- lagt færi til að skora þegar Ríkharður Daðason stökk upp með markverðin- um og var á undan að skalla boltann sem lenti hjá Ólafi H. Kristjánssyni en markvörður Mozyr bætti fyrir út- hlaupið með því að verja glæsilega frá Ólafi. Baráttan í fyrirrúmi Seinni hálfleikur var líflegur en eins og gefur að skilja þá var það bar- áttan sem var í fyrirrúmi. Ríkharður átti gott skot á 47. mínútu, og Einar Þór var nálægt því að komast einn inn fyrir eftir að hann var búinn að leika á vöm Mozyr en ætlaði sér einum of og missti því boltann. Mozyr-liðið átti oft á tíðum hættulegar skyndisóknir og í einni slíkri komst Skorobogatko, leikmaður Mozyr, fram hjá Brynjari Gunnarssyni en Kristján Finnbogason varði máttlaust skot hans vel, þarna sluppu KR-ingar með skrekkinn. Á 66. mínútu fékk Hilmar Bjömsson mjög góða sendingu frá Ríkharði inn fyrir vörn Mozyr en skot hans var var- ið í horn. Á þessum kafla áttu KR-ing- ar nokkrar góðar sóknir og skot að marki gestanna en inn ætlaði boltinn ekki. Ríkharður átti síðan mjög góðan skalla að marki eftir að Einar Þór hafði unnið boltann af miklu harðfylgi á vinstri kantinum og þurfti mark- vörðurinn að verja boltann í hom. Frábær lokakafli Á 74. mlnútu kom Guðmundur Benediktsson inn á og var honum fagnað gífurlega og kom hann frískur inn eftir að hafa verið frá vegna meiðsla. Einni mínútu síðar lék hann á tvo vamarmenn en skot hans var ónákvæmt og varið í horn. Þegar að þessum kafla var komið í leiknum voru leikmenn Mozyr svo til búnir með allt þrek, líkt og í fyrri leiknum og áttu þeir ekkert færi það sem eftir lifði leiks. Tíu mínútum fyr- ir leikslok var Guðmundur Benedikts- son rifinn niður inni í teig og hefði norski dómarinn hiklaust átt að dæma vítaspymu en hann lét brotið afskipta- laust. Síðasta mínúta leiksins var án efa sú skemmtilegasta í leiknum. Hilmar Björnsson lék skemmtilega á þrjá varnarmenn Mozyr, sendi á Guðmund Ben. en á ótrúlegan hátt tókst Guð- mundi ekki að skora. Nokkrum sek- úndum síðar náðu KR-ingar boltanum aftur, Þorsteinn Jónsson og Einar Þór Daníelsson náðu fallegu þrí-hyrnings- spili og sá síðarnefndi afgreiddi bolt- ann síðan glæsilega í fjærhornið. Nán- ast endurtekning á síðustu mínútu leiksins í Hvíta-Rússlandi þegar Þor- steinn Jónsson skoraði á síðustu sek- úndunum. Sprungu aftur á úthaldi Mozyr spilaði vel á köflum en náði ekki að skapa sér nein almennileg færi í leiknum. Þetta er léttleikandi og skemmtilegt lið en eins og í fyrri leiknum voru þeir ekki í nógu góðu formi. KR-ingar börðust gífurlega vel í leiknum og eiga mikið hrós skilið fyr- ir frammistöðu sína. Hilmar Björns- son var frábær á hægri kantinum, Þorsteinn Jónsson var sterkur frammi ásamt Ríkharði. Miðjan var fóst fyrir þar sem Sigurður Órn Jónsson var mjög sterkur og kom boltanum vel frá sér. Vörnin var góð með Þormóð Eg- ilsson og Óskar Hrafn sem bestu menn. Einar Þór átti líka mjög góðan síðari hálfleik og Guðmundur Bene- diktsson kom frískur inn á. Nú er bara að bíða og sjá hverjir verða mótherjar KR-inga því mörg af bestu liðum Evrópu eru í pottinum. -JGG Enska úrvalsdeildin: Wednesday í toppsætið - Alan Shearer skoraði sitt fyrsta mark Alan Shearer skoraði sitt fyrsta mark fyrir Newcastle í gær þegar lið hans sigraði Wimbledon, 2-0, á St. James Park í Newcastle. Markið var sérlega glæsilegt beint úr aukaspyrnu upp í þaknetið. David Batty skoraði fyrsta mark leiksins af 30 m færi og var það sérlega glæsilegt yfir markvörðinn sem var kominn allt of langt út en mark Shearer kom tveimur mínútum fyrir leikslok. Manchester Utd átti í miklum erfiðleikum með Everton og var tveimur mörkum undir, en hinn hávaxni Duncan Ferguson skoraði bæði mörk Everton. Hollenski leikmaðurinn Jordi Cruyff skoraði sitt fyrsta mark í ensku úrvalsdeildinni fyrir Utd en seinna markið kom átta mínútum fyrir leikslok og var sjálfsmark frá David Unsworth, varnarmanni Everton. Fyrsti sigur Gullits Menn bjuggust við mörkum frá Fabrizio Ravanelli, sem skoraði þrennu síðustu helgi, en það var annar Itali sem var í aðalhlutverki í gær. Það voru fleiri útlendingar að skora sín fyrstu mörk og DiMatteo hjá Chelsea var einn af þeim. Hann skoraði eina mark Chelsea í góðum sigri þeirra á Middlesbrough, þetta var fyrsti sigur Chelsea undir stjórn Ruud Gullits í úrvalsdeildinni. Gareth Southgate, vítabaninn frá því í Evrópukeppninni í sumar, tryggði Aston Villa sigur gegn Blackburn. Sunderland átti stórleik gegn Nottingham Forest og endaði leikurinn 1-4 og skoraði NiaU Quinn tvö mörk. Alf Inge Haaland skoraði eina mark Nottingham. Teddy Sheringham kom Tottenham yfir gegn nýliðunum í Derby en Christian DaUly jafnaði á síðustu mínútum leiksins fyrir gestina. EmUe Heskey, hinn ungi og efnilegi leikmaður Leicester, skoraði tvö mörk í 2-1 sigri þeirra á Southampton. Le Tissier skoraði úr vítaspymu fyrir Southampton. Gary McCaUister, leikmaður Coventry, kom sinum mönnum yfir gegn West Ham en það dugði ekki til því varnarmaðurinn Marc Rieper náði að jafna á 74. mínútu. Sheffield Wednesday er nú á toppnum eftir fyrstu tvo leikina, liðið sigraði Leeds, 2-0, á þriðjudaginn. -JGG Hans spilar með ÍR-ingum í vetur Hans Guðmundsson handknatt- leiksmaður er genginn tU liðs við ÍR-inga og mun hann leika með lið- inu í 1. deild í vetur. Hans hefur undanfarin ár leikið með FH en hann er einn leikreynd- asti handknattleiksmaður landsins og á eUaust eftir að nýtast Breið- hyltingum vel í vetur. „Þetta leggst bara vel i mig. Það er mikiU efniviður hjá ÍR og ég hlakka mikið til að leika með þess- um strákum í vetur,“ sagði Hans í samtali við DV. -GH Mjög ánægður með úrslitin - sagði Lúkas Kostic eftir leikinn „Ég er mjög ánægöur með úr- slitin en ekki alveg nógu góður leikur hjá okkur. Við fengum nokkm- færi sem við klúðruðum en þeir fengu í raun engin 100% opin færi eins og við. Við spUuð- um mjög góða vöm og liðið var búið að spila vel en eftir Breiða- bliksleikinn var maður svolítið kvíðinn. Við gerðum þetta vel og þeir fengu því ekki tækifærin en þetta er mjög vel spUandi lið, fljót- ir og flinkir með boltann. Við héldum okkar krafti og úthaldi og náðum góðum úrslitum,“ sagði Lúkas Kostic, þjálfari KR, í sam- tali við DV eftir leikinn. En eins og hefur komið fram þá eru mörg gífurlega sterk lið í pott- inum. „Það era skemmtileg lið eft- ir en ég vUl í rauninni ekkert sér- stakt. Ég vil annaðhvort fá lið sem viö getum unnið, lið frá Belgíu, Danmörku og jafnvel Austurríki, en ég reikna með að við gætum veitt þessum liðum góða keppni eða þá að fá liö eins og PSV Eind- hoven, Barcelona eða Liverpool sem eru skemmtileg fyrir áhorf- endur," sagði Kostic. Einar Þór Daníelsson skoraði eina mark leiksins á síðustu mín- útu leiksins og var að vonum ánægður. „Við vorum í færum all- an leikinn þannig að þaö hlaut að koma að því að við myndum skora. Ég er ánægður með að hafa skorað og með liðið í heild. Óskalið í næstu umferð er eitt- hvert lið sem við eigum raunhæf- an möguleika á móti, frá Belgíu, Svíþjóð. Geyma stóru liðin þangað til eftir það.“ Liðin 16 sem komast áfram úr forkeppninni leika við þau 16 lið sem sátu hjá. Þau eru eftirtalin: Liverpool (Englandi), Fiorent- ina (Ítalíu), Barcelona (Spáni), Paris SG og Nimes (Frakklandi), PSV Eindhoven (Hollandi), Ben- fica (Portúgal), Sturm Graz (Aust- urríki), Cercle Brugge (Belgíu), Kaiserslautem (Þýskalandi), AEK (Grikklandi), Lokomotiv Moskva (Rússlandi), AIK (Sviþjóð), Sion (Sviss), Galatasaray (Tyrklandi) og AGF (Danmörku). -JGG íþróttir Aston Villa-Blackburn .... 1-0 Gareth Southgate (64.) Chelsea-Middlesbrough .... 1-0 Di Matteo (86.). Leicester-Southampton .... 2-1 Heskey 2 (6. og 42.) - Le Tissier (vítasp. 68.). Man. Utd.-Everton...........2-2 Jordi Cruyff (70.), David Unsworth (sjálfsm. 82.) - Duncan Ferguson 2 (35. og 41.). Newcastle-Wimbledon.......2-0 Batty (3.), Shearer (88.). Notth. For-Sunderland .... 1 -4 Haaland (27.) - Gray (8.), Quinn (17. og 31.), Ord (43.). Tottenham-Derby ..........1-1 Sheringham (34.) - Dailly (90.). West Ham-Coventry ........1-1 Rieper (74.) - McAllister (12.). Evrópuúrslit Það voru nokkuð margir leikir á dagskrá í Evrópukeppni meistara- liða í gær og eru úrslit sem hér seg- ir. Samanlögð úrslit eru feitletruð aftast. Dynamo Kiev-Rapid Vín . 2-4 (2-6) Vladikavkaz-Glasgow .. 2-7 (3-10) Fenerbache-Tel Aviv ... 1-1 (2-1) Steaua-Club Brugge .... 3-0 (5-2) Slavia-Grasshopper .... 0-1 (0-6) Rosenborg-Panathinaikos 3-0 (3-1) Ferencvaros-Gautaborg . 1-1(1-4) Bröndby-Lodz...........3-2 (4-4) Liðsstjóri til Víðis DV, Suöurnesjum: Sigurður Björgvinsson var ráðinn liðsstjóri til 3. deildar liðsins Víðis, Garði, út tímabilið. Gísli Heiðarsson, þjálfari og leikmaður með Víði, fær þarna mikinn og góðan styrk á hliðar- línuna til hjálpar við leikmanna- skiptingar og annað. Það er mikil ánægja í Garðin- um með ráðningu Sigurðar og virðist hann hafa veitt þeim ein- hverja lukku því í fyrsta leikn- um sem hann stjórnaði sem liðs- stjóri þá sigraði liðið Þrótt, Nes- kaupstað, 1-0, og verður það að teljast góð byrjun. -ÆMK KR (0)1 Mozyr (0)0 1-0 Einar Þór Daníelsson (90.) fékk frábæra sendingu frá Þorsteini Jónssyni inn í teiginn og hamraði boltanum i íjærhornið. Glæsilegt mark. Lið KR: Kristján Finnbogason - Þormóður Egilsson, Óskar Hrafn Þorvaldsson, Brjmjar Gunnarsson, Óiafur H. Kristjánsson - Hilmar Björnsson, Sigurður Örn Jónsson, Heimir Guðjónsson, Einar Þór Daníelsson (Ásmundur Haraldsson 89.) - Þorsteinn Jónsson, Ríkharður Daðason (Guðmundur Benediktsson 74.). Lið Mozyr: Svirkov Yourii - Sednev Alexandre, Levtchouk Viatcheslav, Golmak Veadimir (Lukashevich Andrei 46.), Spozobogatko Andrei - Maleev Yourii (Konovalov Vladimir 46.), Kouetchii Alexandre, Gomonov Serghei, Sysoev Oleg - Gozovoi Boris (Denisiouk Dmitri 72.), Iazomko Serguei. Markskot: KR: 10, Mozyr: 4 Horn: KR: 8, Mozyr: 6 Gul spjöld: Sergei, Vladimir og Andrei hjá Mozyr. Rauð spjöld: Engin Dómari: Sven Kjelbrott, Noregi. Dæmdi ágætlega út í gegn fyrir utan augljósa vítaspyrnu sem hann sleppti. Aðstoðardómarar: Erik Restad og Jan Bratlien, Noregi. Skilyrði: Stillt og gott veður og völlurinn í góðu standi Áhorfendur: 1722 borguðu sig inn en ca 2300 manns voru á vellinum. Maður leiksins: Hilmar Björnsson, KR. Var virkilega sprækur á hægri kantinum, útsjónarsamur og skapaöi alltaf hættu þegar hann fékk boltann.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.