Dagblaðið Vísir - DV - 22.08.1996, Blaðsíða 18
26
FIMMTUDAGUR 22. ÁGÚST 1996
íþróttir unglinga
DV
Úrslitakeppnin í Hnátumóti KSÍ í 5. flokki kvenna í Mosfellsbæ:
Valur og Afturelding best
- A-lið Vals tapaði ekki leik - og sömu sögu er að segja um B-lið Aftureldingar
Úrslitakeppnin í Hnátumót KSÍ
og Coca-Cola í 5. ílokki kvenna fór
fram á Tungubökkum í Mosfellsbæ
dagana 27. og 28. júlí. Leikið var í A-
og B-liðum og sigruðu Valsstúlk-
urnar í keppni A-liða en Afturelding
í keppni B-liða. Prúðasta liðið í
flokki A-liöa var Afturelding en hjá
B-liðum var það FH.
Eftirtalin félög öðluðust rétt til
þátttöku í úrslitakeppninni:
A-lið: Valur, FH, KS, Afturelding
og Keflavík..
B-lið: Afturelding, Þór, V., Týr,
V., Fjölnir og FH.
Leikið var í einum riðli i A- og B-
liðum og léku því allar við alla.
Umsjón
Halldór Halldórsson
Mótið var i öruggri umsjón Aftur-
eldingar. Eftir keppnina var stór-
kostleg grillveisla sem var góður
endir á skemmtilegri keppni.
Fótbolti stelpnanna var mjög góð-
ur þegar mið er tekið af þeim tíma
sem þær hafa fengið til æflnga á
sínum stutta knattspymuferli.
Til hliðar á síðunni eru tíunduð
öll úrslit leikja í Hnátumótinu.
Afturelding sigraöi í keppni B-liöa á Hnátumóti KSÍ1996. Liöi& var þannig skipað, efri röö frá vinstri. (ris Stefánsdóttir
þjálfari, Tinna Rún Eiríksdóttir, Svava Reynisdóttir, Guðbjörg Snorradóttir, Eva Jóhannsdóttir, Unnur Ósk
Kristinsdóttir og Erla Ólafsdóttir þjálfari. Fremri röö frá vinstri: Freyja Ágústsdóttir, Berglind Ósk Gísladóttir, Sigrún
Ragna Hjartardóttir, Ósk Kristjánsdóttir, Maríanna Ingadóttir og Yrsa Örk Þorsteinsdóttir. Á myndina vantar Grétu
Zimsen og Rakel Gunnarsdóttur. Myndin er frá Nóatúnsmótinu en þar uröu þær einnig meistarar. Nánar um þaö mót
á unglingasí&u DV á næstunni. Forsetahjónin, Gu&rún Katrín Þorbergsdóttir og Ólafur Ragnar Grímsson, eru hér
meö li&inu en þau afhentu ver&laun á Nóatúnsmótinu og vakti þaö mikla hrifningu me&al krakkanna.
Óli í KR tekur við bikarnum
Eins og flestir vita varð B-liö KR í 6. flokki stráka poiiameistari í
knattspyrnu 1996 en úrslitakeppnin fór fram á Laugarvatni 27. og 28. júli.
Á myndinni er hann Óli, fyrirliöi KR-liöains, nýbúinn aö taka við
bikarnum úr höndum Eggerts Magnússonar, formanns KSÍ. Þaö var
knattspyrnusnillingurinn Pétur Pétursson sem tók þessa frábæru mynd.
Valsstelpurnar í A-liöi 5. flokks hafa veriö mjög sigursælar á þessu keppnis-
tímabili. Þær sigruðu í fyrsta Reykjavíkurmótinu í knattspyrnu í þessum ald-
ursflokki og svo núna í Hnátumóti KSÍ og Coca-Cola. - í meistaraliði Vals eru
eftirtaldar stúlkur: Signý Heiða Guönadóttir, Edda Gu&rún Sverrisdóttir,
Rúna Rafnsdóttir, Dóra Stefánsdóttir, íris Björg Jóhannsdóttir, Dóra María
Lárusdóttir, Arndís Arnardóttir, Valger&ur Stella Kristjánsdóttir og Ósk
Stefánsdóttir. Þjálfari þeirra er Elísabet Gunnarsdóttir.
Hnátumót, 5. fl. kvenna:
Úrslit leikja
Úrslitakeppnin í Hnátumóti
KSÍ og Coca-Cola í knattspymu í
5. Qokki kvenna 1996 fór fram á
Tungubökkum i Mosfellsbæ 27.
og 28. júlí. Spilað var í einum
riðli, allar við allar, og urðu
úrslit leikja sem hér segir.
Keppni A-liða:
FH-Afturelding..............3-1
Keflavík-Afturelding........2-0
FH-Keflavík.................3-1
KS-Afturelding..............2-1
Valur-Afturelding...........4-1
KS-FH.......................1-0
KS-Keflavík.................1-1
Valur-FH....................2-2
Valur-Keflavík..............3-0
Valur-KS....................3-1
Lokastaðan - A-lið:
1) Valur. 2) FH. 3) KS. 4) Keflavik. 5)
Afturelding.
Prúðasta lið A-liða: Afturelding.
Hnátumeistari A-liða: Valur.
Keppni B-liða:
Afturelding-FH..............2-0
Afturelding-Fjölnir.........4-1
Fj'ölnir-FH.................3-0
Afturelding-Týr, V..........3-1
Týr, V.-FH..................0-0
Afturelding-Þór, V..........3-0
FH-Þór, V...................1-0
Fjölnir-Þór, V..............4-2
Fjölnir-Týr, V..............5-3
Þór, V.-Týr, V..............2-1
Lokastaðan - B-lið:
1) Afturelding. 2) Fjölnir. 3) FH. 4)
Þór, V. 5) Týr, V.
Prúðasta lið B-liða: FH.
Hnátumeistari B-liða: Afturelding.
Fótbolti - 4. fl. kvenna:
Markvörðurinn
fór í sóknina
Úrslitakeppni íslandsmótsins i 4.
flokki kvenna fór fram 8.711. ágúst á
Fjölnisvelli í Gravarvogi. í úrslitaleik
Fjölnis og Þórs, Ak., um titilinn i
keppni A-liða, þótti markverði Þórs,
Ástu Ámadóttir, víst nóg komið af
því góða þegar staðan var orðin 4-1
fyrir Fjölni. í eitt skiptið þegar hún
var búin að verja hörkuskot tók
stúlkan á rás, lék með boltann upp
vinstri kantinn í átt að marki Fjölnis
og var hársbreidd ffá því að minnka
muninn. Hún hlaut mikið lof fyrir
þetta kraftmikla einstaklingsframtak.
Ásta Árnadóttir, Þór, Akureyri.
Tennisferð íslenskra ungmenna til Danmerkur:
Stóðu sig gegn þeim bestu
unnu til verðlauna á þremur mótum - og Arnar sigraði besta Finnann
Tennis er frekar ung
keppnisíþróttagrein, svona
almennt séð, á íslandi því
ekki hafa margir stundað
þessa skemmtilegu iþrótt til
þessa. Það kann þó að verða
breyting þar á því með
tilkomu Tennishallarinnar í
Kópavogi og annarra að-
stæðna utanhúss hefur
áhugi glæðst mikið. Tennis
er nú viðurkennd opinber
keppnisgrein hér á landi og
nokkuð stór, samtaka hópur
unglinga og fullorðinna æfir
tennis af miklum þrótti.
Framfarir hafa því orðið
miklar.
Danmerkurferö
I júli fékk Tennissam-
bandið úthlutað styrk frá
Alþjóða tennissambandinu
til uppbyggingar íþróttinni í
landinu og er skemmst frá
því að segja að styrkurinn
var notaður til keppnisferðar
til Danmerkur og gekk Is-
lensku krökkunum mjög vel.
Jöfn þeim bestu
í ferðinni kepptu þeir á
þremur mótum sem hvert
stóð i eina viku.
í móti í Alleröd gekk þeim
mjög vel. í A-úrslitum sigr-
aði t.d. Jón Axel í ein-
liðaleik. íris vann einnig i
einliðaleik en þar lék hún
úrslitaleikinn gegn Rakel og
unnu þær líka í tvíliðaleik.
Á sama móti vann Davíö í
tvenndarleik með Stellu og í
tvíliðaleik með Amari. í B-
úrslitum vann Stella í ein-
liðaleik.
A sterku alþjóðlegu móti i
Birkeröd sigraði Amar besta
Finnann í sínum aldurs-
flokki, 6-1 og 7-6. Arnar
vann einnig 3. sterkasta
Danann í 15 ára flokki, 7-5,
6-0. Amar varð í 4. sæti í
einliðaleik, sem er frábært.
Eftir þessa ferð kemur því
í ljós að okkar bestu krakkai'
em ekki eftirbátar jafnaldra
sinna á Norðurlöndum.
Augljóst er þó að hér vant-
ar meiri breidd og væri at-
hugandi fyrir Tennissam-
bandið að hefja áróðursher-
ferð fyrir íþróttinni. Á
höfuðborgarsvæöinu er stór
hópur krakka sem hefðu
áreiðanlega áhuga á að
stunda tennis - það þarf bara
að ná til þessara ungmenna.
Eftiiviðurinn er fyrir hendi.
Framtí&artennisstjörnur íslands nýkomnar heim eftir vel heppna&a keppnisferö til Danmerkur,
frá vinstri: Rakel Pétursdóttir, Jón Axel Jónsson, Davíð Halldórsson, Stella Rún Kristjánsdóttir,
íris Staub og Arnar Sigurösson. Þessir krakkar léku stór hlutverk á íslandsmótinu sem fór
fram um sí&ustu helgi. Nánar um íslandsmótiö á næstu unglingasí&u DV. DV-mynd Hson