Dagblaðið Vísir - DV - 24.08.1996, Síða 2

Dagblaðið Vísir - DV - 24.08.1996, Síða 2
2 %éttir LAUGARDAGUR 24. ÁGÚST 1996 JLlV Ökumaöur jeppa á breiðum hjólbörðum kærður fyrir 145 kílómetra hraðakstur: Mældu meiri hraða en bíllinn gat ekið - var sýknaður af kröfu um ökuleyfissviptingu Samkvæmt nýuppkveðnum dómi Héraðsdóms Vesturlands mældi lögreglan meiri hámarkshraða á jeppa heldur en hann gat tæknilega náð þegar hún kærði ökumanninn fyrir of hraðan akstur og krafðist þess að hann yrði sviptur ökurétti á siðasta ári. Hann var því sýknaður af sakargiftum um að hafa ekið bíl sínum, sérútbúnum og upphækkuð- um jeppa, á 145 kílómetra hraða eins og mæling lögreglunnar gaf til kynna. Þegar lögreglan á Snæfellsnesi var við umferðareftirlit á Ólafsvík- urvegi í Bjarnarborgarhrauni þann 16. júlí 1995 kom jeppi akandi úr gagnstæðri átt. Þarna er leyfilegur hámarkshraði 90 kílómtrar á klukkustund. Framburður lögreglumanna var á þá leið að þeir töldu sig hafa mælt hraða jeppans þegar „nokkur hundruð metrar, kílómetri eða jafn- vel lengra" var í að bílarnir mætt- ust. Samkvæmt ratsjá mældist jepp- inn hafa verið á 145 kílómetra hraða. Þegar tal var haft af bílstjóranum kvaðst hann undrandi - hann hefði ekið á 105 kílómetra hraða sam- kvæmt hraðamæli bílsins. Hann fór fram á prófun á vettvangi og þegar hraðamælir bíls hans sýndi 90 kíló- metra hraða mældi lögreglan hann á 94. í apríl síðastliðnum - 9 mánuð- um síðar - var manninum boðið að ljúka málinu með sekt og sviptingu ökuréttar í einn mánuð. Hann hafn- aði því og var málinu þá skotið til Héraðsdóms Vesturlands. Billinn, Nissan Patrol, var breytt- ur þegar hann var mældur - upp- hækkaður á stærri hjólbörðum. Ökumaðurinn hélt því fram að þannig gæti bíllinn ekki náð upp- gefnum hámarkshraða því viðnám- ið hefði aukist eftir breytingu. Við rannsókn málsins var lagt fram bréf frá Ingvari Helgasyni hf. þar sem fram kom að hraði sams konar bíls - sem ekki hefði verið breytt - gæti mestur orðið 145 kílómetrar á klukkustund. Dómurinn taldi því að „eöli málsins samkvæmt" hefðu fyrrgreindar breytingar valdið því að sá hraði gæti ekki náðst á hinum breytta jeppa. Dómurinn taldi samkvæmt þessu varhugavert að leggja hraðamæl- ingu lögreglunnar til grundvallar í málinu - því væri ósannað að jepp- anum hefði verið ekið eins hratt og mælingin gaf til kynna. Einnig var tekið mið af því að mælingin hefði verið framkvæmd úr allt að eins kílómetra fjarlægð og jafnvel meiri - samkvæmt skýrslu um ratsjár- mælitæki frá 1986 segir að almennt megi mæla í allt að 800 metra fjar- lægð. Niðurstaðan varð því sú að byggt var á framburði ökumannsins, hann hefði ekið á 105 kílómetra hraða. Honum var því gert að greiða 8 þúsund króna sekt en hann slapp við sviptingu. Ríkissjóður greiðir 5/6 hluta málskostnaðar sem var samtals 90 þúsund krónur. -Ótt Ólympíumótið: Fjögur komin í höfn Ólafur Eh’íksson og Kristín Rós Hákonardóttir unnu bæði | til bronsverðlauna á Ólympíu- : móti fatlaðra í fyrrinótt. Ólafur I synti á 100 metra skriðsund á 1:01,69 mínútum og setti nýtt ís- landsmet. Ki’istín Rós synti 100 I metra skriðsund á 1:22,87 mín- I útum sem er íslandsmet. í dag keppir Geir Sverrisson j í úrslitum 400 metra hlaups og jjj Haukur Gunnarsson til úrslita í | 200 metra hlaupi. íslenska S; keppnisfólkið á mótinu í Atl- I anta hefur unnið til átta verð I launa, fengið fjögur gtdl, eitt silfur og þrjú brons. Ólympíu- | mótinu lýkur á morgun. -JKS Skólinn undirbúinn Nú styttist í að æska landsins setjist á skólabekk og innbyröi fróöleik af ýmsu tagi. Til aö vel megi takast þarf marg- vísleg hjálpartæki eins og stílabækur, strokleöur, blýanta, skólatöskur, pennaveski, yddara og reglustikur. Þegar Ijós- myndari DV var á ferðinni í Kringlunni ■ vikunni rakst hann á Dominique Elísabet þar sem hún var aö skoöa penna- veskjaúrvaliö í Hagkaupi ásamt móður sinni. Af nógu var að taka enda tískan fjölbreytt í þeim efnum. DV-mynd JAK KR mætir AIK í Evrópukeppni: „Við eigum möguleika" - segir Lúkas Kostic, þjálfari KR-inga Enski boltinn: KSÍ kom í veg fyrir út- sendingu Sjónvarpsins Ekkert verður af beinni útsend- ingu í dag í Ríkissjónvarpinu frá ensku knattspymunni vegna leiks á milli Leiknis og Skallagrims í 2. deild og úrslitakeppni 4. deildar. Knatt- spymusamband íslands, KSÍ, fór fram á þetta við íþróttadeild Ríkis- sjónvarpsins og vitnaði til samnings þessara aðila um að sýna ekki frá knattspymuleikjum erlendis á með- an leikir í efstu deildum hér heima fara fram. „Það er tiltekið sérstaklega í samn- ingnum við KSÍ að þetta eigi við um leiki i 1. deild karla og kvenna. Þar sem ekki voru leikir í þessum deild- um ákváðum við að sýna einn leik beint og sendum KSÍ bréf þar um. En við fengum þá beiðni að sýna ekki beint og urðum við henni, nauðugir viljugir. Við vildum einfaldlega ekki efna til átaka við KSÍ að svo stöddu," sagði Ingólfúr Hannesson, forstöðu- maður íþróttadeildar Ríkissjónvarps- ins, í samtali við DV. Eggert Magnússon, formaður KSÍ, sagði við DV að það væri hlutverk sambandsins að standa vörð um hagsmuni íslenskrar knattspyrnu. Til langs tíma hafi það verið regla að Ríkissjónvarpið sýndi ekki beint frá ensku knattspymunni fyrr en vertíð- inni hér heima væri lokið. Síðan væm komnar reglur frá UEFA sem kvæðu fastar að orði. „Þetta er í fyrsta sinn sem reynir alvarlega á þessa samninga og við munum fjalla nánar um þessi mál á stjómarfundi í dag,“ sagði Eggert. KR-ingar mæta sænska liðinu AIK frá Stokkhólmi i 1. umferð Evr- ópukeppni bikarhafa í knattspymu en dregið var á mótinu í Sviss í gær. Vesturbæjarliðið á fyrri leikinn heima 12. september en síðari leik- urinn verður í Stokkhólmi 26. sept- ember. Möguleikar KR-inga gegn sænska liðinu eru fyrir hendi en sænska liðinu hefur vegnað sæmi- lega í deildinni í sumar. AIK er í fimmta sæti sænsku úrvalsdeildar- innar með 24 stig en Gautaborg er í efsta sæti með 30 stig. „Þetta sænska lið er ábyggilega nokkuð sterkt en það vann Gauta- borg á dögunum, 6-0. Ég verð þó að segja að mér líst vel á þennan drátt, þetta gat verið verra. Ef við náum að leika okkar leik eigum við mögu- leika á að komast áfram. Þegar öllu er á botninn hvolft er munurinn á liðunum kannski ekki svo ýkja mik- ill. Ég ætla að skreppa utan til Sví- þjóðar og sjá þetta lið áður en við mætum þeim heima í fyrri leikn- um,“ sagði Lúkas Kostic, þjálfari KR, í samtali við DV í gær. Dráttur- inn í 1. umferð varð þessi: Lokomotiv Moskva-Varteks (Króatíu) KR, Reykjavík-AIK, Stokkhólmi Barcelona-Larnaca, Kýpur Benfica-Chorzow, Póllandi AEK, Aþenu-Humenne, Slóvakíu Bistrita, Rúmeníu-Fiorentina Batumi, Georgíu- PSV, Eind- hoven Vaduz Liecthenst.-Paris St. Germain Nimes, Frakklandi-Kispest, Ung- verjalandi Stm-m Graz, Austurr.-Sparta Prag Chisinau, Moldavíu-Galatasaray K’lautern-Red Star, Júgóslavíu MyPa, Finnlandi-Liverpool Sion, Sviss-Niva, Úkraínu AGF, Danmörku-Ljublina, Sló- veníu Cercle Brugge-Brann Stutlar fréttir Minni gróöi SS Að teknu tilliti til skatta minnk- aði hagnaður Sláturfélags Suður- lands um rúmar 10 milljónir fyrstu sex mánuði ársins miðað við sama tíma í fyrra, eða úr 25,7 niður í 15,1 milljón. Veltan jókst hins vegar um 4%, var rúmur 1 milljarður. Fleiri farþegar Farþegum i millilandaflugi Flug- leiða fjölgaði um 12,5% á fyrri hluta ársins miðað við árið 1995, eða úr 383 í 431 þúsund talsins. Greiðari aðgangur íslensk smáfyrirtæki í iðnaði hafa nú greiðari aðgang en áður að þróunarsjóðum Evrópusambands- ins. Kynningarmiðstöð Evrópu- rannsókna gefa nánari upplýsingar um máliö. Hlé í útflutningi Miðað við fyrstu sex mánuði árs- ins jókst útflutningur íslenskra iðn- fyrirtækja, fyrir utan stóriðju, að- eins um 2% frá því í fyrra. í Vís- bendingu er bent á að vöxturinn á þessu sviði hafi verið 11% árið 1994 og 34% árið 1995. Jafnréttisfræðsla Landsfundur jafnréttisnefnda sveitarfélaga hófst í Reykjanesbæ í gær. Samkvæmt RÚV er umræðu- efnið hvemig auka megi jafnréttis- fræðslu í grunnskólum landsins. Skorað á yfirvöld Stjóm Félags islenskra sjúkra- þjálfara hefur sent frá sér áskonm til stjórnvalda að skera á þann hnút sem læknadeilan er komin i. Lækkun í Flugleiðum Gengi hlutabréfa í Flugleiðum lækkaði verulega á Verðbréfaþingi í gær, degi eftir að tilkynnt var um 844 milljóna tap á fyrri hluta ársins. Bréfm lækkuðu um 13%, gengið fór úr 3,41 í 2,96. Viðskiptin vom upp á 21 milljón króna. Stúdentar þinga Forystumenn samtaka háskóla- stúdenta á Norðurlöndum koma saman í Reykjavík um helgina til að ræða margvísleg sameiginleg hags- munamál. -bjb Þú getur svarað þessari spurningu með því að hringja í síma 9041600. 39,90 kr. mínútan Já Nel y rödd FÖLKSINS 904 1600 Á að rækta Hólasand upp? -JKS -bjb

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.