Dagblaðið Vísir - DV - 24.08.1996, Page 10

Dagblaðið Vísir - DV - 24.08.1996, Page 10
LAUGARDAGUR 24. ÁGÚST 1996 Þaö er glatt á hjalla og stundum brugöið á leik aö Suðurlandsbraut 52 en þar hafa saman skrifstofur viöskiptafræöingar, lögfræöingar og bókhaldsráögjafi sem landsþekktir eru fyrir þátttöku sína í íþróttum og hafa sumir jafnvel verið í atvinnumennsku á því sviöi erlendis. Framararnir Rúnar Gíslason og Eggert Steingrímsson eiga í eilífri varnarbaráttu gegn Völsurunum Olafi H. Jónssyni, Bergi Guönasyni, Stefáni Gunnarssyni og Brynjari Haröarsyni en Valsarinn Jón Óskar Carlsson hefur á stundum þótt fullhallur undir Framarana. DV-mynd Pjetur Gamlar keppnishetjur úr Val og Fram vinna saman við Suðurlandsbraut: Lærðar rökræður um íþróttir í bland við létt karlaspaug - eigum undir högg að sækja en berum okkur vel, segir Eggert Steingrímsson Framari Sá frægi maður Henson geröi mynd sem prýöir vegg inni á kaffistofu og er afskaplega táknræn fyrir þaö andrúmsloft sem á vinnustaönum ríkir. Hér stendur Bergur Guönason, elstur Valsaranna, fyrir framan myndina meö bik- ar sem þeir félagarnir keppa um í golfi. Þetta er nýr bikar, Hennessy-bikar- inn, því aö Völsurunum tókst aö eignast síöasta bikar meö jafntefli á golf- móti nýlega. DV-mynd Pjetur „Við Framaramir emm hrein- ræktaðir knattspymumenn, Valsar- amir eru að megninu til handbolta- menn og orð þeirra vega mun léttar því að sú íþrótt hefur náttúrlega enga útbreiðslu miðað viö knatt- spyrnu í heiminum þannig að það jafnast fyllilega upp og meira en það. Vígstaðan breytist alltaf öðm hverju. Við Framarar eigum svolít- ið undir högg að sækja af því að við erum í annarri deild en reynum náttúrlega að bera okkur vel. Golfið er það eina sem við keppum í en hitt eru lærðar rökræður," segir Framarinn Eggert Steingrímsson viðskiptafræðingur. Á annarri hæð í húsinu númer 52 við Suðurlandsbraut em nokkur fyrirtæki til húsa þar sem starfa lögfræðingar, viðskiptafræðingar og bókhaldsráðgjafi og allir eru þeir þekktir fyrir frægðarferil úr íþrótt- unum, gamlir keppnismenn í íþrótt- um, fyrrverandi leikmenn í Val og Fram og núverandi áhugamenn um knattspyrnu, handknattleik og golf. Allir em þeir nú félagsmenn í Golf- klúbbi Reykjavíkur. Það eru gömlu kempurnar Rúnar Gíslason og Eggert Steingrímsson, knattspyrnumenn úr Fram, og handbolta- og knattspymumennim- ir Jón Óskar Carlsson og Bergur Guðnason úr Val og Ólafur H. Jóns- son, Stefán Gunnarsson og Brynjar Harðarson úr Val sem ráða ríkjum á Suðurlandsbrautinni. Greinilegt er að þar eru miklir spaugarar á ferð, menn sem vita að hláturinn lengir lífið í bland við alvömna enda njóta þeir félagar þess að ræða íþróttir af miklum þunga í matar- og kaffitímum. Túlkað sem sigur Umræðumar geta, að sögn Egg- erts, orðiö „feikilega fjörugar" á góðri stundu hjá sjömenningunum á Suðurlandsbrautinni og skeggrætt um íþróttirnar. Eggert segir að sporin geti stundum verið þung í vinnuna þegar vígstaðan hjá Fröm- urum sé ekki nógu góð. Þeir félag- amir em þó allir sjóaðir og taka áhugamálin af mátulegri alvöru og snúa í glens. Það sést strax og þeir eru heimsóttir á Suðurlandsbraut- ina. Ein er sú íþrótt sem á hug og hjarta sjömenninganna allra og jafnvel annarra gamalla félaga úr íþróttunum og það er golfið. Golfið er gjarnan til umræðu hjá þeim og fara þeir oft saman að leika þá göf- ugu íþrótt. Þeir eru nýkomnir af golfmóti þar sem gamla mulnings- vélin í Val lék gegn nokkrum fót- boltamönnum úr Fram. Mótið end- aði með jafntefli, 12:12, og segir Egg- ert að í rauninni hafi allir misst glæpinn. Valsararnir hafi þó haldið bikarnum því að þeir unnu mótið í fyrra. Þetta hafi þeir túlkað sem nokkum sigur þrátt fyrir jafnteflið. Jón Úskar þótti hallur undir Fram Það er oft glatt á hjalla á Suður- landsbrautinni, mikið glens og grin gert að sjálfum sér og öðrum eins og vera ber. Einn Valsarinn, Jón Ósk- ar Carlsson handboltakappi, á til dæmis peysu sem er til helminga Valspeysa og til helminga Fram- peysa en hana eignaðist hann á golf- móti á Akureyri í fyrra. Eggert seg- ir að þá hafi Valsmennirnir verið farnir að hafa áhyggjur af því að Jón Óskar væri ekki hreinræktaður Valsari og jafnvel talið hann hallan undir Fram. „Pabbi hans var Framari og hefur aldrei gefið sig neitt í því þó að strákurinn hafi verið að bulla eitt-' hvað. Svo gerðist það við verðlauna- afhendinguna fyrir norðan að það hafði veriö gerð svona peysa, biá og rauð til helminga. Henson gerði þessa peysu og þetta var Jón Óskar klæddur í,“ útskýrir Eggert. Halda hópinn í golfinu Sjömenningarnir halda mikið hópinn ásamt fleiri gömlum íþrótta- mönnum, bæði úr mulningsvélinni í Val, sem svo var kölluð vegna sig- urgöngu liðsins á áttunda áratugn- um, og knattspymunni í Fram, til dæmis Ásgeiri Elíassyni, Jóhannesi Atlasyni og Ágústi Guðmundssyni, og leika árlega um Hennessy-bikar- inn. Þeir hafa ekki hætt íþróttaiðk- un þó að allir hafi þeir lagt skóna á hilluna og leika bara golf. Þeir keppa bæði saman og í smærri ein- ingum, hafa farið saman til Skot- lands en þá fóm fjórir Valsmenn og fiórir Framarar og kepptu um skjöldinn „Rusty Nail“, ryðgaða naglann. Iþróttaumræðurnar við Suður- landsbrautina einskorðast af um- ræðum karlpeningsins þó aö nokkr- ar konur vinni á hæðinni. Eggert segist vorkenna konunum svolítið því að „þær kremjast svolítið undir í þessu iþróttakjaftæði". Ólafur H. skýtur inn í að hann furði sig oft á því umburðarlyndi sem konurnar sýna þegar rætt er um íþróttir og þá sérstaklega þegar rætt er um golf. Táknræn mynd i frá Henson Athygli vekur að inni á kaffistofu | sjömenninganna er mynd, sem Hen- son, sá landsþekkti maður Halldór Einarsson, gerði og er hún vissu- lega vel við hæfi. Henson, sem einnig framleiddi Vals- og Fram- peysuna hans Jóns Óskars, lét ramma myndina inn og gaf sjömenningunum þegar þeir fluttu inn í þetta húsnæði. Á grænu grasi eru fótbolti, handbolti og golfkúla og svo halda Valsari og Framari í bikarinn. Óneitanlega táknræn mynd, að minnsta kosti hvað varðar þennan vinnustað. „Þetta var bara grín af því að þeir voru að opna sameiginlega skrif- stofu og eru annars vegar Valsarar og hins vegar Framarar. Mér fannst ég verða að gera mynd þar sem fram kæmu þeirra áhugamál, sem eru mjög einhæf eða íþróttir. Þeir ( taka höndum saman sinn hvorum megin við bikarinn og eru sameig- inlegir sigurvegarar," segir Henson. i Hann útskýrir að upprunalega hafi Valsarinn og Framarinn verið látnir svífa í ,lausu lofti því að sjömenningarnir séu alltaf að rífast um hver þeirra sé stærstur og best- ur. Hann hafi því neyðst til að mála undir þá sandhóla og þar með hlýt- ur það deilumál að vera endanlega útkljáð. -GHS

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.