Dagblaðið Vísir - DV - 24.08.1996, Qupperneq 14
14
LAUGARDAGUR 24. ÁGÚST 1996 ■ >~\7~
Útgáfufélag: FRJÁLS FJÖLMIÐLUN HF.
Stjórnarformaöur og útgáfustjóri: SVEINN R. EYJÓLFSSON
Framkvæmdastjóri og útgáfustjóri: EYJÓLFUR SVEINSSON
Ritstjóri: JÓNAS KRISTJÁNSSON
Aðstoðarritstjóri: ELÍAS SNÆLAND JÓNSSON
Fréttastjóri: JÓNAS HARALDSSON
Auglýsingastjóri: PÁLL STEFÁNSSON
Ritstjórn, skrifstofur, auglýsingar, smáauglýsingar: ÞVERHOLT111,
blaðaafgreiðsla, áskrift: ÞVERHOLTI 14, 105 RVlK, SÍMI: 550 5000
FAX: Auglýsingar: 550 5727 - RITSTJÓRN: 550 5020 - Aðrar deildir: 550 5999
GRÆN númer: Auglýsingar: 800 5550. Áskrift: 800 5777
Stafræn útgáfa: Heimasíða: http://www.skyrr.is/dv/
Ritstjórn: dvritst@centrum.is - Auglýsingar: dvaugl@centrum.is. - Dreifing: dvdreif@centrum.is
AKUREYRI: Strandgata 25, sími: 462 5013, blaðam.: 462 6613, fax: 461 1605
Setning og umbrot: FRJÁLS FJÖLMIÐLUN HF.
Filmu- og plötugerð: ISAFOLDARPRENTSMIÐJA HF. - Prentun: ÁRVAKUR HF.
Áskriftarverð á mánuði 1700 kr. m. vsk. Lausasöluverð 150 kr. m. vsk., Helgarblað 200 kr. m. vsk.
DV áskilur sér rétt tii að birta aðsent efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds.
Lloyds kemur til bjargar
Félag íslenzkra bifreiöaeigenda hefur unniö þrekvirki
og fengið þekktasta tryggingafélag heimsins, Lloyds, til
að hefja samkeppni við íslenzku fáokunarfélögin í bíla-
tryggingum. Er reiknað með, að tryggingagjöld bíla hér
á landi muni lækka um fjórðung við komu Lloyds.
Þetta er hægt, af því að fimm þúsund af nítján þúsund
félagsmönnum FÍB hafa ákveðið að vera með í sameigin-
legu tryggingaútboði félagsins. Þannig er með samtaka-
mætti hinna smáu hægt að skáka innlendu risunum,
sem allt of lengi hafa misnotað markaðsaðstöðuna.
Búast má við, að fáokunarfélögin reyni að mæta inn-
rás Lloyds með því að lækka iðgjöld bíleigenda. Þau hafa
ráð á því, enda hafa þau haft digra sjóði af viðskipta-
mönnum sínum á undanfórnum árum. Skyndilega munu
þau finna út, að þau hafi efni á að lækka iðgjöld sín.
Hingað til hafa innlendu tryggingafélögin þótzt tapa á
bílatryggingum. Sannleikurinn mun hins vegar koma í
ljós, þegar Lloyds tekur til starfa. Þá mun skyndilega
koma í ljós, að tryggingafélögin hafa hingað til farið með
ósannindi um slæma afkomu sína af bílatryggingum.
Félag íslenzkra bifreiðaeigenda setti sér það markmið
fyrir ári að ná innlendum bílatryggingum niður um
20%. Samkvæmt samningunum við Lloyds, sem nú eru
á lokastigi, mun árangurinn verða nokkru betri, eða
25%. Þetta verða háar krónutölur hjá hverjum og einum.
Enn meira máli skiptir, að FÍB hefur ekki samið við
neitt einnar nætur tryggingafélag, heldur þekktasta
tryggingafélag heims, sem íslenzku tryggingafélögin end-
urtryggja hjá, þegar áhættan verður of mikil. Lloyds hef-
ur því úthald í samkeppni við okurfyrirtækin.
Nú reynir á íslendinga, sem áratugum saman hafa
orðið að sæta skilmálum fáokunarhrings tryggingafélag-
anna. Ýmis dæmi eru um, að við séum þýlyndari en
borgarar í nágrannaríkjunum og látum vaða yfir okkur
án þess að grípa til sameiginlegra gagnaðgerða.
Frægt er, þegar bíleigendur ætluðu um árið í eins
dags akstursverkfaH til að mótmæla hækkun benzín-
verðs. Aðgerðin fór út um þúfur, af því að bíleigendur
voru ekki nógu harðir af sér til þess að standa saman.
Vonandi verður annað uppi á teningnum í þetta sinn.
íslendingar eru íhaldssamir eins og klárinn, sem vill
vera þar sem hann er kvaldastur. Ef kvalarar þeirra í
bílatryggingum lækka iðgjöldin til að mæta nýrri sam-
keppni, munu margir þeirra halda tryggð við kvalarana
í staö þess að flytja sig til þess, sem braut ísinn.
Þannig vilja menn njóta óbeins góðs af framtaki ann-
arra, en kæra sig ekki um að taka sjálfir neinn þátt í
frumkvæðinu. Ef allir hugsuðu svona, væri aldrei hægt
að brjóta neinn ís. Frumkvöðlar gæfust upp og fáokun
héldist með sama hætti og hefðbundin er í landinu.
Tryggingafélögin eru í góðri aðstöðu til að halda
sauðahjörðinni saman. Þau hafa safnað digrum sjóðum í
skjóli fáokunar. Vextirnir einir af sjóðunum nema tíu
þúsund krónum á hverju ári á hvern bíleiganda í land-
inu. Þau lána fólki úr sjóðunum og hafa gert það háð sér.
Ástæða er til að vona, að ekki fari í þetta skipti eins
og stundum áður. Gegn fáokuninni stendur nú þekktasta
tryggingafélag heimsins og öflug samtök bíleigenda.
Uppreisnarliðið hefur því úthald til langvinnra átaka við
eigendur sauðahjarðanna, innlendu tryggingafélögin.
Þetta er eitt bezta tækifærið, sem þjóðin hefur fengið
til að losna á einu sviði úr langvinnri ánauð kolkrabba
og smokkflsks. Nú reynir á hana sem sjaldan fyrr.
Jónas Kristjánsson
Hráskinnsleikur æsist
meðal æðstu manna
Á fundi með fréttamönnum í
Moskvu eftir fyrstu ferð sína til
Tsjetsjeníu fræddi Alexander
Lebed áheyrendur sína á að skip-
un sin til að samræma aðgerðir
stofnana framkvæmdavalds Rúss-
lands til að friða Kákasuslýðveld-
ið væri niðurstaða af refjum inn-
an stjómkerfisins. Ekkert samráð
hefði verið haft við sig og hann
hefði fyrst frétt af skipuninni hjá
ritara sínum.
Framhaldið hefur verið eftir
þessu upphafi. Á hálfum mánuði
hefur komið í ljós að hver höndin.
er upp á móti annarri á æðstu
stöðum í rússneska stjórnkerfinu.
Hver reynir að koma á annan
ábyrgðinni á óforum rússnesks
herliðs í Tsjetsjeniu.
Vitað er í Moskvu að bæði Vikt-
or Tsjernomyrdín forsætisráð-
herra og Anatólí Tsjuhæs, starfs-
mannastjóri Jeltsíns forseta, hafa
horn í síðu Lebeds og allir þrír
hafa augastað á forsetaembættinu
hvenær sem það losnar.
Hörðust er þó rimman milli
Lebeds og Anatólís Kúlíkofskís
innanríkisráðherra en ráðuneyti
hans og hersveitir þess hafa haft
með höndum yfirstjórn hemaðar-
ins í Tsjetsjeníu. Á fréttamanna-
fundi eftir aðra för sína til
Tsjetsjeníu hvatti Lebed til að
Kúlíkofskí yrði vikið frá fyrir af-
glöp og vanrækslu í því hlutverki.
Ekki hafði Lebed fyrr komist að
samkomulagi um vopnahlé við
Aslan Maskhadof, herstjóra
Tsjetsjena, en fram kom skjal með
undirskrift Jeltsíns þar sem skip-
að var fyrir að koma skyldi án taf-
ar á því ástandi í Grosní, höfuð-
stað Tsjetsjeníu, sem þar ríkti fyr-
ir 5. ágúst þegar Tsjetsjenar lögðu
til atlögunnar sem hrifsaði borg-
ina að mestu úr höndum hersveita
Rússa.
Yfirhershöfðingi sveita innan-
ríkisráðuneytisins í Tsjetsjeníu,
Konstantín Púlíkofskí, beið ekki
boðanna og tilkynnti að allsherj-
aratlaga lofthers og stórskotaliðs
að Grosní hæfist að tveim sólar-
hringum liðnum, og væri frestur-
inn veittur svo óbreyttir borgarar
ættu þess kost að forða sér áður
en gereyðingarorusta skylli yfir.
Öryggisráð Rússlands, sem
Lebed veitir forustu, tilkynnti
jafnharðan að vafi léki á að undi-
skrift Jeltsíns á símbréfi með fyr-
irskipuninni ætti sér stoð í raun-
veruleikanum og efni þess væri
ekki í samræmi við fyrri stefnu-
mótun hans.
Jeltsín lét ekki frá sér heyra,
enda farinn frá Moskvu í rétt eina
hvíldardvölina en starfslið hans
bar á móti því að athugasemdir
Öryggisráðsins ættu við rök að
styðjast.
En Lebed lét verkin tala eins og
fyrri daginn. Hann hélt rakleitt til
Grosní og fékk því komið til leið-
ar að rússneska herstjórnin hætti
loftárásum sem hófust að morgni
sama dags, sólarhring fyrr en boð-
að var í hótun Púlíkofskís. Hlaut
Erlend tíðindi
Magnús Torfi Ólafsson
hann við það stuðning Igors Rod-
inofs landvarnaráðherra sem
hlaut embættið fyrir atbeina
Lebeds.
Rodínof vítti Púlíkofskí fyrir að
ætla að grípa til aðgerða í heimild-
arleysi. Var þar kominn opinber-
lega fram klofningurinn sem lengi
hefur verið vitað um milli Rúss-
landshers og hersveita innanríkis-
ráðuneytisins í aögerðum í
Tsjetsjeníu. Skömmu síðar var til-
kynnt að Púlíkofskí hefði verið
færður til annarra starfa.
Þegar þetta er ritað er Lebed
nýkominn til Moskvu úr þriðju
ferðinni til Tsjetsjeníu með undir-
ritað samkomulag um vopnahlé
sem er virt í svipinn. Jafnframt
kveðst hann hafa óskað eftir fundi
með Jeltsín til að leggja fram til-
lögu um grundvöll varanlegrar
friðargerðar í Tsjetsjeníu sem
hann hafi heitið að færa svo leið-
togum Tsjetsjena í dag, laugardag.
Meðan Lebed var að ganga frá
vopnahléssamkomulaginu í
Tsjetsjeníu kom Jeltsín fram í
sjónvarpi í fyrsta skipti frá emb-
ættistökunni fyrir hálfum mán-
uði. Aðalerindi hans var að skút-
yrða Lebed fyrir að efna ekki
kosningaloforð um að friða
Tsjetsjeníu, hefði hann til þess
vald. Nú hefur hann fengið valdið,
en árangurinn lætur á sér standa,
sagði forsetinn.
Skrifstofa Jeltsíns tilkynnti í
gær að enginn fundur hefði verið
ákveðinn með forsetanum og
Lebed. Sá síðarnefndi kvaðst
halda áætlun um Tsjetsjeníuferð í
dag hvað sem því liði. Hráskinns-
leikurinn í Kreml hélt því áfram.
Alexander Lebed lætur fara vel um sig í bíl sínum að lokum samninga-
fundi um vopnahle í þorpinu Novíé Atagí suður af Grosní.
Símamynd Reuter
skoðanir annarra
Dole litlaus
„Þeir sem dást aö persónuleika Bobs Doles og
j hugrekki og eru auk þess kunnugir útsjónarsemi
í hans og svörtum húmor í samræðum geta ekki ann-
að en hrist höfuðið daprir yfir hve honum mistekst
að koma leiðtogahæfileikum sínum til skila í ræðu-
höldum. Hröð atburðarás á fyrstu þremur dögum
flokksþings repúblikana gerði að verkum að litlaus,
j klukkustundarlöng ræða hans lokakvöldið virtist
enn litlausari og lengri. Ræöan var svo innihalds-
rýr og full af mótsögnum að hún gróf nánast undan
orðstír hans sem heiðarlegs manns.“
Greinarhöfundur í Washington Post 20. ágúst.
Stöðvið bílþjófana
„110 bílum er stoliö dag hvern. En hægt er að
setja startlás í bíla fyrir tiltölulega lágt verð og
hindra þannig að þeim verði stolið. í fyrra kröfðust
tryggingafélögin þess að 5000 eigendur lúxusbíla
létu setja slíka lása í bíla sína. í framhaldinu var
nær hætt að stela lúxusbílum. Því þykir furðulegt
að tryggingafélögin skuli ekki fyrir löngu hafa gert
sömu kröfur til annaira bíleigenda."
Úr forystugrein Jyllands Posten 15. ágúst.
Misheppnuð tilraun
„Á tveggja ára tilraunatímabili hafa einungis
fjögur af hverjum 20 fórnarlömbum ofbeldismanna
fallist á að hitta kvalara sína á vegum svonefnds
sáttaráðs. Því verður ekki vísað á bug að í sumum
tilfellum getur það haft jákvæðar afleiðingar í för
meö sér að fórnarlamb hitti kvalara sinn. En að
hinn slaki árangur ráðsins hafi leitt til útvíkkunar
á starfi þess og samkomulags um að glæpamenn fái
afslátt af dómi mæti þeir til slíkra funda er alveg út
í hött.“
Úr forystugrein Jyllands Posten 20. ágúst.