Dagblaðið Vísir - DV - 24.08.1996, Síða 22
sérstæð sakamál
LAUGARDAGUR 24. AGUST 1996
Sjö barna faðir
Frederick hafði kvænst Cheryl
Berberat þegar hann var átján ára
en hún ári yngri. Á þeim tólf árum
sem síðan voru liðin höfðu þau
eignast sjö börn; Frederick 12 ára,
Sharon Lee tíu ára, Debru Ann níu
ára, Paul átta ára, Roderick sex ára,
Holly Lyn fimm ára og Mary Lou
fjögurra ára.
Frederick brunaliðsmanni fannst
tíminn lengi að líða á leiðinni heim
að húsinu enda hafði hann miklar
áhyggjur af konu sinni og börnum.
Hann huggaði sig hins vegar við að
þau hjón höfðu margrætt hvað gera
skyldi ef svo færi að eldur kæmi
upp á heimilinu.
Þegar húsið kom í augsýn létti
Frederick því hann sá að það var
orðum aukið að húsið stæði í ljós-
um logum. Eldurinn var mun minni
en talið hafði verið þegar tilkynn-
ingin barst. Ljóst var hins vegar að
mikill reykur var innandyra.
Frederick var einn reykkafar-
anna sem fóru inn í brennandi hús-
ið og það var hann sem kom að
Cheryl liggjandi á eldhúsgólfmu.
Var eldur þá kominn í fot hennar.
En þegar hann beygði sig til að taka
hana upp og bera út sá hann að blóð
rann úr sári á brjósti hennar. Þá
varð honum einnig ljóst að hún var
með áverka á hnakka. Hún var lát-
in og hafði verið myrt.
Voðaverk
í angist sinni hélt Frederick úr
eldhúsinu í leit að börnunum en þá
höfðu félagar hans þegar fundið
nokkur þeirra. Var sú aðkoma á
þann veg að þeir treystu sér ekki til
að láta föður þeirra sjá þau og stöðv-
uðu hann. Á meðan þetta gerðist
stóð slökkvistarfíð yfir og gekk það
nokkuð vel þannig að ekki leið á
löngu þar til hægt var að gera sér
grein fyrir hvað gerst hafði.
Reykkafaramir höfðu komið að
hverju barninu á fætur öðm þar
sem það lá bundið og myrt i húsinu.
Höfðu þau verið slegin í höfuðið
eins og móðir þeirra og var ljóst að
vopnið var lykill af því tagi sem not-
aður er við að skipta um dekk á bíl-
um. Fimm barnanna fundust á gólf-
inu í tveimur barnaherbergjum, tvö
vom í baðherberginu og elsta stúlk-
an, Sharon Lee, lá nakin í rúmi Be-
audoin-hjónanna. Var greinilegt að
morðinginn hafði nauðgað henni.
Alls voru likin átta, eða einu
fleira en bömin sem þarna áttu
heima, og nokkra síðar gat Freder-
ick staðfest að áttunda barnið var
frænka Cheryl, Jennifer Santoro,
sex ára, en hún kom oft í heimsókn
til fjölskyldunnar. Hafði hún átt að
sofa þar um nóttina.
Eldsvoðinn sviðsetning
Frumrannsókn leiddi í ljós að
morðinginn hafði reynt að villa um
með því að kveikja í húsinu. Hafði
hann greinilega haldið að mikill
Kah-
Frederick og Cheryl Beaudoin á brúökaupsdaginn.
Lorne Acquin milli tveggja löggaeslumanna.
hann ætla að binda hendurnar á
þeim fyrir aftan bak. Þau héldu að
skemmtilegur leikur biði þeirra en
þegar Lorne hafði bundið þau gekk
hann að hverju þeirra á fætur öðru
og sló þau í hnakkann, að Sharon
Lee undanskilinni. Hann dró hana
með sér upp í svefnherbergið þar
sem hann reif utan af henni fötin og
nauðgaði henni. Að þvi loknu sló
hann hana í hnakkann með
skrúflyklinum.
Lorne sótti nú bensínbrúsa, hellfi
innihaldinu á húsgögnin og kveikti
í. Síðan gekk hann út í bíl og um
hríð virti hann húsið fyrir sér. Loks
hafði honum tekist að koma fram
hefndum á stjúpbróðurnum sem
hann hafði hatað í svo mörg ár.
Slökkviliðsmennimir á nætur-
vaktinni höfðu átt rólega nótt, eins
og svo oft áður, og höfðu látið tím-
ann líða með því að spila á spil. Það
var reyndar engin nýlunda að rólegt
væri á slökkvistöðinni, því bærinn
Prospect í Connecticut í Bandaríkj-
unum er safn íbúðarhverfa og mikl-
ir eldsvoðar þar frekar sjaldgæfir.
En þessa júlínótt áttu þeir sem á
vaktinni vora eftir að verða vitni að
atburði sem þeim liði seint úr
minni.
Klukkan var fjögur þegar kallið
barst. Tilkynnt var að íbúðarhús
við Cedar Hill-götu stæði í ljósum
logum. Örskömmu síðar lögðu
slökkvibílamir af stað með tilheyr-
andi sírenuvæli en það var fyrst þá
sem einn brunaliðsmannanna gerði
sér grein fyrir að hann átti heima í
húsinu sem eldurinn var laus í.
Maðurinn hét Frederick Beaudoin
og stóð á þritugu.
Börnin átta.
um við húsið að kvöldi sama dags.
Konan gat gefið nokkuð góða lýs-
ingu á manninum. Var hún skráð
en síðan var gert boð fyrir Freder-
ick Beaudoin, honum lesin lýsingin
og hann spurður hvort hann kann-
aðist við manninn. Hann kinkaði
kolli og sagði hana geta átt við
stjúpbróður sinn, Lorne Acquin,
tuttugu og níu ára.
Forsagan
Móðir Fredericks hafði dáið þeg-
ar hann var tólf ára en nokkru síð-
ar kvæntist faðir hans á ný konu
sem átti fyrir dreng, Lorne, sem var
þá tólf ára. Drengjunum tveimur
kom aldrei vel saman. Lorne var
ætíð afbrýðisamur út í Frederick,
sem gekk í augun á stúlkunum, en
sjálfur var Lorne óframfærinn.
Hann lagði út á glæpabrautina og
var aðeins nítján ára þegar hann
fékk fyrsta dóminn. Að refsingunni
afplánaðri heimsótti Lome Freder-
ick sem vildi þá ekkert með hann
hafa og sagði Cheryl að hún mætti
aldrei bjóða honum inn fyrir dyr.
Cheryl hafði vorkennt Lome og
ekki verið sammála Frederick sem
hún taldi vantreysta bróður sínum
um of. Hann sagðist þekkja stjúp-
bróður sinn frá fyrri tíð og hafa
góða ástæðu til þess að vilja ekki fá
hann á heimilið, en vildi þó ekki
ræða málið frekar.
Lorne var ekki lengi frjáls. Hann
framdi innbrot og fékk nýjan fang-
elsisdóm. Nokkru síðar fékk hann
svo viðbótardóm fyrir að ráðast á
fangavörð við flóttatilraun.
Handtakan
Þremur dögum eftir morðin sá
lögreglan í Bethny, tvö hundruð
kflómetra frá Prospect, bíl Lomes
Acquin. Hann var handtekinn en
neitaði að vita nokkuð um það sem
gerst hafði á heimili stjúpbóður
síns. Yfirheyrslur yfir honum urðu
fleiri en ein og þar kom að hann
gafst upp á að halda fram sakleysi
sínu og játaði á sig morðin níu.
Lome sagðist svo frá að daginn
fyrir nóttina örlagaríku hefði hann
setið lengi í bfl sínum fyrir framan
hús stjúpbróður síns til þess að
kynna sér aðstæður. Á meðan hefði
hann reykt maríjúana.
Um sjöleytið hefði hann séð Fred-
erick fara að heiman. Þá hefði hann
hringt dyrabjöllunni. Cheryl hefði
komið til dyra og boðið sér inn.
Skömmu síðar hefði hún boðið hon-
um mat. Á eftir hefði hann farið út
í garð að leika við bömin.
Lorne sagði að hjá sér hefði vakn-
að löngun til að eiga mök við Sharon
Lee þótt hún væri aðeins tíu ára.
Hún hefði verið laglegust af stúlkun-
um og lifandi eftirmynd föður síns.
Atburðarásin í húsinu
Þegar bömin voru hætt að leika
sér i garðinum fóra þau inn. Þá
gekk Lorne fram í eldhús, sló mág-
konu sína í höfuðið og rak hníf í
brjóst hennar. Hún lést samstundis.
Bömin höfðu hins vegar ekki hug-
mynd um það sem gerst hafði í eld-
húsinu þegar Lorne lagði til við þau
að þau færu í „fangaleik". Sagðist
Málalok
Líkskoðun leiddi i ljós að í það
minnsta þrjú barnanna höfðu enn
verið á lífi þegar Lorne kveikti í
húsinu, þrátt fyrir mikla áverka. En
þau köfnuðu í reykhafinu.
Ákæra var gefin út á hendur
Lorne Acquin og kom málið fyrir
rétt í Waterbury. Geðlæknar voru
meðal þeirra sem kallaðir voru tfl.
Voru þeir beðnir að skýra hvað
búið hefði getað að baki þessu mikla
voðaverki. Var það samdóma álit
þeirra að um hefði verið að ræða
djúpstæða afbrýðisemi sakbornings-
ins og hatur hans í garð stjúpbróð-
ur síns. Lome hefði mistekist að
koma undir sig fótunum í lífinu en
stjúpbróður hans ekki. í raun væri
um að ræða fyrirbæri sem í sálfræð-
inni væri þekkt sem Kain Abel-hefl-
kennið en nafnið vísar til sögunnar
í Biblíunni. Þá töldu geðlæknarnir
að ástæðan tfl þess að Lorne nauðg-
aði Sharon Lee hefði í raun ekki átt
mikið skylt við kynhvöt heldur það
sem komið hefði fram í fyrstu frá-
sögnum sakborningsins sjálfs, það
að honum fannst stúlkan eftirmynd
föður síns. Lorne hefði því í raun
verið að svívirða ímynd hans.
Eftir framburð sérfræðinganna
tóku fjölmiðlamenn að nefna glæ-
pina sem Lome var saksóttur fyrir
„Kain- og Abelmorðin“ og undir því
nafni hefur málið verið þekkt vestra
síðan.
Þann 19. október 1979 var Lorne
Acquin dæmdur í nífalt ævflangt
fangelsi en að auki fékk hann tutt-
ugu ára dóm fyrir íkveikjuna. Ljóst
var því að hann myndi ekki lifa það
að fá frelsið.
Faöir Jennifer.
Brunnin húsgögn viö hús Beau-
doin-hjónanna.
eldsvoði myndi þurrka út öll um-
merki um morðin. Eldurinn hafði
hins vegar ekki breiðst út með þeim
hraða sem hann hafði gert ráð fyrir.
Morðin níu voru mesta
fjöldamorð sem sögur fóru af í
Connecticut og í byrjun hafði rann-
sóknarlögreglan ekki margar vís-
bendingar. Þótt hundruð manna
væra yfirheyrð strax daginn eftir
kom ekkert fram sem bent gat til
þess hver verið hafði að verki. En
tveimur dögum síðar gaf nágranna-
kona sig fram þegar hún minntist
þess að hafa séð ungan mann sitja í
bil fyrir framan hús Beaudoin-hjóna
daginn fyrir ódæðið. Þá taldi konan
að hún hefði séð manninn í garðin-
Abelmorðin
og