Dagblaðið Vísir - DV - 24.08.1996, Síða 26
26 á vefnum
LAUGARDAGUR 24. ÁGÚST 1996
Spennandi könnun
Það verður að teljast til tíð-
inda að nú er fyrirhuguð skoð-
anakönnun meðal islenskra
notenda Netsins. Þetta mun
vera fyrsta könnunin sem er
gerð á því hvernig íslendingar
nota sér þessa nýju tækni og
hvaða viðhorf þeir hafa til
hennar. Meðal annars eru
könnuð viðhorf notenda til þess
að nota Netið til að eiga við-
skipti enda er hún hluti af loka-
verkefni Ragnars G. Eiríksson-
ar í viðskipta- og hagfræðideild
Háskóla íslands.
Slóðin á heimasíðu könnun-
arinnar er
http:/forv.itn.is/konnun og þar
er hægt að taka þátt í henni.
Full ástæða er til að hvetja sem
flesta til þess að taka þátt svo
niðurstöður verði sem áreiðan-
legastar.
Ilnnbrot
Óprúttnir tölvuþrjótar brut-
ust nýlega inn á heimasíðu
bandaríska dómsmálaráðuneyt-
isins og breyttu henni þannig
að ósæmilegt þótti. Meðal ann-
ars var hakakross settur á síð-
una og mynd af George Was-
hington, fyrsta forseta Banda-
ríkjanna, var látin segja að síð-
| an væri ólögleg þar sem hún
bryti í bága við lög um velsæmi
á veraldarvefnum. Tilefni þessa
innbrots mun einmitt hafa ver-
ið að mótmæla lagasetningu
sem bannaði dreifingu á
ósæmilegu efni á Netinu.
Bandarískir dómstólar hafa
þegar dæmt að viðkomandi lög
hafi verið í ósamræmi viö mál-
frelsisákvæði bandarísku
stjómarskrárinnar. Hæstirétt-
ur landsins á þó eftir að kveða
upp lokaúrskurð í málinu.
Þessi atburður hefur einnig
vakið upp spurningar um ör-
yggismál á Netinu enda virðast
fáar síður og gögn vera óhult
fyrir óprúttnum tölvusnilling-
um.
Teiknimyndasögur
Á slóðinni http://geociti-
es.com/paris/3887/garfi-
eld.html ræður hinn stór-
skemmtilegi köttur Garfield
ríkjum. Síðan er sérstaklega
skemmtileg fyrir þá sök að þar
má lesa nokkrar teiknimynda-
sögur um Gretti, eiganda hans,
Jón, og hundinn Odda sem stíg-
ur vist ekki í vitið. Á síðunni er
einnig fjöldi tenginga á aðrar
heimasíður teiknimyndaper-
sóna.
Fyrirsætur
Að lokum er rétt að benda
áhugasömum á http://geociti-
ies.com/hollywood/6719/mod-
els.html Skemmst er frá því að
segja aö þar er mikið efni um
fyrirsætur. Bæði má lesa ná-
kvæmar ævisögur og viðtöl, að
ógleymdum öUum þeim heUingi
af myndum sem þarna er.
—
Umsjón
Jón Heiðar Þorsteinsson
I
iHB'aiV.llHM———r
mér að vera með létta síðu með
miklu af upplýsingum í stað þess
að hlaða hana myndurn," segir Jón.
Allt um Liverpool frá
1883
Jón segir á síðunni verði alltaf
nýjar fréttir af gangi mála hjá
Liverpool. Til dæmis má lesa frétt-
ir af hverjum leik sem liðiö spilar
stuttu eftir að honum er lokið. Á
henni verður einnig innra starf Li-
verpool-klúbbsins kynnt af miklum
krafti.
Jón hefur samið við félaga sinn á
Netinu, Alex Brown, en hann hefur
gefið Jóni leyfi til þess að taka
fréttir af hans síðu. „Hann er búinn
að gera meira fyrir Liverpool á
þremur árum heldur en félagið
sjálft er búið að gera fyrir aðdáend-
ur sína um víða veröld á ijölda-
mörgum árum. Það er draumur
hans að vera með greinar um alla
leiki sem Liverpool hefur spilað
síðan félagið var stofnað árið 1883
og það er honum reyndar að
takast,“ segir Jón. Á síðu hans
verður allt það markverðasta sem
Alex Brown hefur safnað saman á
sinni síðu.
Knattspyrnutenpingar
úti um allan heim
Heimasíða Jóns hefur verið upp-
götvuð af aðdáendum Liverpool
víða um heim á veraldarvefnum og
margir þeirra eru með tengingar
yfir á síðu Jóns. Þar á meðal er
heimasíöa aðdáendaklúbbs Liver-
pool í Skandinavíu en þar má finna
tengingar yfir í heimasíður Liver-
pool-aðdáenda víða um Norður-
lönd. „Ég er auðvitað þrælánægður
með það en það er galli hjá mér að
ég hef ekki enn þá sett upp síðu
með miklu tengingasafni á aðrar
Liverpool- og knattspyrnusíður út
um allan heim. þessi síða er á leið-
inni,“ segir Jón að lokum.
Slóðin á Liverpool-síðu hans er
www.est.is/Liverpool. Einnig skal
áhugasömum bent á spjallrásina
#Soccer en þar er rætt um knatt-
spyrnu frá öllum hliðum.
-JHÞ
Enska knattspyrnan á sér fjölda
aðdáenda hér á landi og nú er hún
komin á fulla ferð. Á þessu tímabili
verður hægt að fylgjast með deild-
inni á fleiri stöðum en í sjónvarp-
inu, enda búið að setja upp glæsi-
lega íslenska Liverpool heimasíöu.
Þetta mún verða fyrsta íslenska
heimasíðan sem er helguð ensku fé-
lagsliði. Því er óhætt að að kalla
Jón Geir Sigurbjörnsson, höfund
heimasíðunnar og stjórnarmeðlim í
Liverpool-klúbbnum, frumkvöðul á
þessu sviði.
Beinar útsendingar
Það sem helst er nýstárlegt við
þessa ágætu heimasíðu er að þar
eru fyrirhugaöar beinar útsending-
ar á leikjum þessarar leiktíðar á
Java- formi. Þær verða á ensku en
samið hefur verið um að Jón fái
einkarétt á að nota sér þessa þjón-
ustu. Útsendingarnar koma frá
breska fyrirtækinu Internation.
Það var með slíkar útsendingar frá
Evrópukeppninni í sumar. „Ég
fylgdist með þessum útsendingum
og þetta virkar alveg frábærlega.
Útsendingin sem ég sá í tölvunni
var ekki nema þrjár sekúndur á eft-
ir þeirri sem var í sjónvarpinu,"
segir Jón. í slíkum útsendingum
sést völlurinn með öllum tilheyr-
andi línum. Einnig sést boltinn
hreyfast um völlinn en hann tekur
lit þess liðs sem er með hann á
hverjum tíma. Auk þessa má lesa
lýsingu sem er slegin inn um leið
og atburðirnir gerast inni á vellin-
um. Auk þessa geta áhorfendur
skoðað alla tilheyrandi tölfræði og
liðsskipan. „Það má segja að svona
lýsing sé blanda af IRC (eða spjalli)
og sjónvarpsútsendingu. Það eru
alltaf beinar útsendingar á spjall-
inu á rás sem heitir #Liverpoolfc.
Java útsendingin er þó miklu
skemmtilegri enda sér maður hlut-
ina á myndrænu formi,“ segir Jón.
Slíkar útsendingar ættu að geta
komið fótboltaþyrstum aðdáendum
enska boltans vel enda sýna ís-
lenskar sjónvarpsstöðvar langt í
frá alla leiki í enska boltanum.
Fæddist í september
Jón segir að hann hafi hafið gerð
siðunnar í september síðastliðnum
en hún hafi ekki komist almenni-
lega í gang fyrr en í febrúar. „Ég
tók þetta bara upp hjá sjálfum mér,
vinn alla vinnuna sjálfur og borga
allan kostnað við þessa síðu. Þetta
er stundum þannig að ég kem heim
eftir 12 tíma vinnudag og uppfæri
síðuna. Ég er með allar klær úti
með að fá ferskt og gott efni. Svo
hefur það verið áhersluatriði hjá
Jón Geir Sigurbjörnsson er höfundur íslensku Liverpool-síöunnar, fyrstu íslensku heimasíöunnar sem er helguö
ensku félagsliöi. Slóöin á hana er www.est.is/Liverpool
Enski boltinn nýhafinn:
íslensk Liverpool-síða
- hönnuð af Jóni Geir Sigurbjörnssyni
Bandarísku forsetakosningarnar:
Rafræn barátta
Forsetakosningamar
Bandarikjunum nálgast óðfluga
og þess eru þegar farin að sjást
merki á Intemetinu.
Clinton og Gore
Þeir félagar, Bill Clinton for-
seti og A1 Gore varaforseti, eiga
sér sína heimasíðu á slóðinni
http: //www.cg96.org/ og þar
má skoða stefnumál tvíeykisins
auk þess að lesa um það sem
þeir félagar telja að vel hafi far-
ið á kjörtímabilinu. Á þessari
síðu má einnig lesa um ævifer-
il þeirra beggja. Það vakti
nokkra athygli blaðamanns DV
að mun meira var talað um A1 Gore
varaforseta en Bill Clinton sjálfan.
Dole og Kemp
Nú eftir flokksþing repúblikana
virðist sem kosningabarátta Bobs
Doles hafi öðlast nýjan kraft en hún
þótti fara nokkuð hægt af stað.
Hundur Bobs Doles, Leader, á auövitaö stna
heimasíöu.
Heimasíða Doles og varaforsetaefn-
is hans, Jack Kemp, er á slóðinni
http: //www.dole96.com og er nokk-
uð veglegri en heimasíða Clintons
og Gores. Þar má meira að segja
„rifja upp æskuminningar” með
Dole og skoða gamlar myndir úr
æsku hans. Áhugasamir geta einnig
skoðað heimasíðu Leaders en
hann er hundur Bob Dole.
Slóðin þangað er http:
//www.firstdog.com/ og því
má ekki gleyma að hægt er að
skoða upplýsingar mn stefnu-
mál gömlu kempunnar á síð-
unni.
Aðrir frambjóðendur Tveir
aðrir flokkar eiga sér fram-
. Þaö eru Frjáls-
hyggjuflokkurinn, en forseta-
frambjóðandi þess flokks er
Harry Browne, og Endurbóta-
eigin flokkur Ross Perrots. Slóðin
á heimasíðu frjálshyggju-
manna er http://www.lp.org/
en Endurbótaflokksins
www.reformparty.org og það verður
að segjast að heimasíða frjáls-
hyggjumanna virðist í fljótu bragði
vera sú málefnalegasta af öllum op-
inberum heimasíðum þeirra sem
keppa um valdamesta embætti
heims. -JHÞ
Vefrit íTÍ
Metna*arfullir nemendur í
Tækniskóla íslands gefa út vef-
riti> Útmk http://www.ti.is/utmid
Val Kilmer
Hann leikur í nfrri mynd um Dfrl-
inginn sem einhverjir muna
kannski eftir. http//www.pictureso-
or.com/index/male/vk.html
Far Side
Ávalltjraust. http://www.geociti-
es.com/paris/33877l...
Jeltsín
Er a> fara fyrir honum eins og
RCissakeisurumí'httpV/www.ahg-
". .. . elfire.com/pages2/
romanov/index.html
Breska
konungsfjölskyldan
fiarf a> gæta meira hófs í lifí
nlnum. Sjar'minn er líka Iðnguí
inn af henni. http//arachnid.<>
fn.cf.ac.uk/places/uk.html
Kannabis
ifi> upp me> rótum (Hafnáfflr>i
inda varasamt fíkniefni. hjtp:
//www.agofa.stm.it/Á.Biag-
otti/home.html