Dagblaðið Vísir - DV - 24.08.1996, Síða 27

Dagblaðið Vísir - DV - 24.08.1996, Síða 27
Pröstur Eysteinsson, aðstoðarskógræktarstjóri á Hólasandi, stendur í förunum eftir lúpínusáningarvél. Eins og sjá má er sandurinn alger eyöimörk en lúpínan er að sögn Sveins Runólfssonar landgræðslustjóra alger forsenda þess að græða upp þessa manngerðu eyðimörk, eins og Sigurjón Benediktsson, forystumaður samtakanna Húsgull, nefnir Hólasand. DV-mynd Andrés Arnalds Umhverfismatið á ræktun Hólasands: Afangasigur talsmanna svartrar gróðurvemdar - lúpínan besta og ódýrasta plantan til uppgræðslu Hólasands. segir landgræðslustjóri Verulega harðar deilur hafa verið á síðum DV í vikunni sem er að líða um úrskurð skipulagsstjóra ríkisins varðandi uppgræðslu Hólasands norðvestur af Mývatni. Úrskurður- inn var felldur í kjölfar umhverfis- mats sem gert var að kröfu Náttúru- vemdarráðs. Mörgum flnnst það undarlegt að krafist sé umhverfismats á aðgerðir sem hafa þann tilgang að stöðva frekari eyðingu gróins lands og græða upp eyðimörk en deiluefnið er í raun ein einasta jurt, ala- skalúpínan. Fólk innan samtakanna Húsgulls, sem haft hefur forgöngu um uppgræðslu Hólasands, segir að með umhverfismatinu og úrskurði skipulagsstjóra vegna Hólasands- verkefnisins hafi fjendur lúpinunn- ar og talsmenn svartrar gróður- verndar á íslandi unnið áfangasig- ur. Óskar Magnússon, forstjóri Hag- kaups sem lagt hefur til fjármagn til uppgræðsluverkefnisins, sagði í DV í gær að spurning væri hvort úr- skurðurinn táknaði að skipulagsyf- irvöld teldu það hagfelldara að áhugafólk væri yfirleitt ekki að vasast í landgræðslumálum. 10 ferkílómetra grasrækt - fáránleg kvöð Samkvæmt úrskurði skipulags- stjóra er það meginskilyrði fyrir uppgræðslunni á Hólasandi að ræktað verði 200 metra breitt gras- belti meðfram jöðrum Hólasands, samtals 10 ferkílómetrar. Þetta á að verða eins konar varðbelti til að vama því að alaskalúpínan nái að sá sér út frá Hólasandi og kaffæri kannski gróður í mólendi umhverf- is sandinn og svo ekki síður í gróð- urlendi á bökkum Laxár og um- hverfis Sandvatn. Sveinn Runólfsson landgræðslu- stjóri segir við DV að hætta á að svo fari sé engin. Lúpínan taki sér ekki bólfestu í grónu landi en á þeim stöðum sem hún geti þrifist, á Lax- ársvæðinu og við Sandvatn þar sem gróðurfar er rýrt, sé hún þegar komin fyrir löngu og lúpínan á Hólasandi muni þar í engu breyta. Sigurjón Benediktsson, tannlækn- ir á Húsavík og forystumaður sam- takanna Húsgulls, segir við DV að þessi fyrirskipaða grasrækt um- hverfis Hólasand sé fáránleg. Fyrir utan það að vera vita gagnslaus, vegna þess að engri hættu stafi frá lúpínu á Hólasandi þá verði hún rándýr og enginn af þeim sem styðja vilja ræktunarverkefnið hafi áhuga á að sólunda fé i gagnslausa grasrækt. í grein í Morgunblaöinu í gær segir Sigurjón það með ólíkindum að lögum, sem ætlað er að koma í veg fyrir stórkostieg náttúruspjöll af völdum framkvæmda, skuli með þessum hætti beitt til þess að koma í veg fyrir að eðlileg landgæði verði endurheimt og jarðvegstapi verði snúið i sókn á 130 ferkílómetra manngerðri eyðimörk. Hin ógurlega alaskalúpína Það er því ótti við að lúpína nemi land í gróðurrikinu umhverfis sand- inn sem er forsenda skilyrðisins um grasbeltið mikla. í athugasemdum við uppgræðsluáætlun Landgræðsl- unnar á Hólasandi segir stjóm Nátt- úrurannsóknarstöðvarinnar við Mývatn að Laxá muni breyta veru- lega um svip ef lúpína nær að breið- ast út um bakka og eyjar eða í mó- lendi og við því beri að spoma. Sár- lega skorti á þekkingu á vistfræði og lúpínu, reynslu af sáningu henn- ar og aðferðum við að hafa hemil á útbreiðslu hennar Hvað er það við lúpínuna sem skiptir mönnum í andstæðar fylk- ingar? Spurningunni er ekki auðsvarað en kannski liggur ein- hver skýring á þrasinu um lúpín- una í þeirri þrætubókaríþrótt ís- lendinga að rífast gríðarlega um aukaatriði og gera aukaatriði mála að aðalatriðum. Ekki er ætlunin að skilgreina hér sálarlif íslensku þjóðarinnar út frá þrasi um nýbúa í íslenskri flóm en staðreynd er að alaskalúpínan er Fréttaljós á laugardegi Stefán Ásgrímsson mjög öflug jurt til uppgræðslu á gróðursnauðu landi. Hún er mjög harðger og rótfestist tryggilega í næringarsnauðum jarðvegi, þolir umhleypinga vel og vex í þéttum breiðum sem verður til þess að upp- blástur stöðvast. Þá framleiöir hún köfnunarefni og myndar þannig smám saman næringarríkan jarð- veg sem annar gróður þrífst í. Þannig víkur hún smám saman fyr- ir öðrum gróðri eftir því sem tímar liða. „Minkur" eða bjargvættur Andstæðingar lúpínunnar telja lúpínuna skaðvald í íslensku gróð- urríki. Þessi erlenda, aðkomna og aðsópsmikla jurt spilli hinu smá- vaxna og á stundum lítt sýnilega gróðurríki landsins og gerbreyti ásýnd þess til hins verra. Orð eins og minkur í íslensku flómnni heyr- ast gjaman í þessu sambandi. Fylgjendur lúpínunnar benda hins vegar á kosti hennar við að rækta upp gróðursnauð eða gróður- laus svæði og Landgræðslan, skipu- leggjandi og framkvæmdaaðili upp- græðslu Hólasands, segir í greinar- gerð vegna umhverfismatsins um- deilda að sjálfgræðsla melajurta á Hólasandi sé svo hægfara að þær nái ekki að hefta jarðvegseyðingu. Því valdi skortur á fræuppsprettum, næringarskortur í jarðvegi auk mikilla frosthreyfinga sem drepi ungplöntur á fyrsta vetri. Sáning lúpínu er talin eina aðferðin sem hægt sé að beita við að klæða 13.000 hektara lands á 30 áram, án þess að það kosti hundruð milljóna. Lúpínu þurfi ekki að sá nema í hluta svæð- isins en síðan sái hún sér sjálf. Umhverfismat á endurheimt landgæða Mat á umhverfisáhrifum skal fara fram samkvæmt lögum þegar farið er í stórframkvæmdir sem fyr- irsjáanlega munu breyta umhverfi og landkostum og hugsanlega gætu spillt umhverfi, svo sem þegar reist er nýtt álver, fljót em virkjuð og raforkuver reist. Ekkert er hins veg- ar um það í lögunum um að um- hverfismat skuli fara fram þegar fyrirhugað er að rækta upp ógróið land til að stöðva sandfok og gróður- eyöingu en slíkt verður 1 hugum flestra seint talið til landspjalla. Möguleiki er hins vegar bundinn í þessi lög að hver sá sem telur aö fyrirhuguð framkvæmd muni hafa umtalsverð umhverfisáhrif geti til- kynnt þann grun sinn til umhverfis- ráðherra og krafist umhverfismats og ákveður ráðherra síðan hvort svo verður gert eða ekki. Endurheimt Hólasands Hólasandur hefur ekki alla tíð verið eyðimörk því að á fyrri öldum var þarna gróið land, eins og raun- ar bæöi Mývatnsöræfi og Hólsfjöll vom að stóram hluta. Gróðurfars- fræðimenn telja að það séu einkum umsvif manna, sérstaklega eldivið- arþörf þeirra og þörf fyrir bithaga fyrir búfé, sem hafi eytt gróðrinum um aldirnar, auk þess sem náttúru- leg áhrif hafi þar einnig lagst á sveif, bæði breytingar á veðurfari, eldsumbrot og jafnvel kvikuhreyf- ingar neðanjarðar sem breyttu grunnvatnsborði. Telja verður að landsmenn séu vel flestir sammála um það mark- miö að stöðva uppblástur og land- eyðingu og einmitt í Skútustaða- hreppi er mikið verk að vinna í þessum efnum. Gríðarlegt magn af sandi berst með vindum sunnan af miðhálendinu inn yfir Mývatnsör- æfi sem ógnar hinu gróna landi, sér- staklega austan Mývatns. Nú hefur tekist samkomulag milli Land- græðslunnar og landeigenda í Skútustaðahreppi um að friða Mý- vatnsöræfi og girða þau af en frá þessu var sagt í frétt DV sl. vor. Ein sandtungan af miðhálendinu feykist sunnan að milli Bláfjalls og Sellandafjalls og stefnir til Dimmu- borga og mun fyrirsjáanlega færa þær í kaf, verði ekkert að gert. Ein- mitt þessa dagana er veriö að setja girðingu niður við norðurenda þess- arar sandtungu og verður sáð innan hennar til að stöðva frekari framrás sandsins og koma í veg fyrir að hann kaffæri helstu náttúruperlu landsins. Að sögn Sveins Runólfssonar landgræðslustjóra hefur náðst full sátt við bændur í Skútustaðahreppi um þessar girðingar og friðunarað- gerðir sem raunar era algerar nauð- varnaraðgeröir gegn framrás sands- ins og landeyðingarinnar. Hluti þess samkomulags er upp- græðsla Hólasands og samstarfs- nefnd Landgræðslunnar og bænda telur að Hólasandsuppgræðslan sé forgangsverkefni því að með þvi að endurheimta gróðurþekju, og þar með beitarland á Hólasandi, skapist langþráð svigrúm til að einhenda sér í stórverkefnið endurheimt gróðurþekju á Mývatnsöræfum. -SÁ 1

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.