Dagblaðið Vísir - DV - 24.08.1996, Blaðsíða 32
LAUGARDAGUR 24. ÁGÚST 1996 DV
Hans-Martin Moser frá Þýskalandi er ástfanginn af íslandi:
Fór í hjólaferðalag
á Vatnajökul í sumar
-ásamt félaga sínum - undirbúningurinn tók tvö ár
DV
„Við urðum að selflytja farangur-
inn, ganga með hjólið og fara svo aft-
ur sömu leið til baka til að sækja far-
angurinn sem við vorum með á
kerru. Við urðum þvi að fara sömu
leiðina þrisvar sinnum, fyrst með
hjólið og svo til baka til að sækja dót-
ið okkar. Okkur sóttist því ferðin
seint fyrstu fimm dagana. Á sjötfa
degi festum við kerruna við hjólið
hans Widmars og hann ýtti öllu sam-
an áfram um leið og hann steig
hjólið," segir hann.
Hans-Martin Moser fór í sjö
daga hjólaferðalag á Vatna-
jökli í sumar ásamt félaga
sínum frá Þýskalandi. Ferð-
ina undirbjuggu þeir félagar
í tvö ár.
DV-mynd GS
Voru að hita te
Síðustu nóttina á Vatnajökli
fengu Widmar og Hans-Martin
heimsókn af tveimur flugbjörgunar-
sveitarmönnum, sem höfðu áhyggj-
ur af því hversu seint þeim sóttist
ferðin og óttuðust að eitthvað hefði
komið fyrir. Hans-Martin segir þó
að allt hafi verið í stakasta lagi, þeir
hafi verið að sjóða sér te þegar
mennirnir komu. Flugbjörgunar-
sveitarmennirnir hafi svo bent
þeim á bestu leiðina niður þó að
hún hafi síðan reynst seinfarin
vegna veðurs.
„Að morgni síðasta dagsins var
snjóstormur og erfitt að fylgja för-
unum eftir snjósleðana, sem flug-
björgunarsveitarmennirnir höfðu
komið á. Þennan dag var yfirborð
jökulsins þó frosið og þá gátum við
hjólað í fyrsta og síðasta skipti á
jöklinum, alls um 12 kílómetra. Þá
fór að rigna og eftir því sem neðar
dró varð erfiðara að ganga í snjón-
um. Alls gengum við 98 kílómetra á
jöklinum en hjóluðum aðeins þessa
12,“ segir Hans- Martin.
Ferðalag Þjóðverjanna tók sjö og
hálfan dag eða helmingi skemmri
tíma en vonir stóðu til enda breyttu
þeir ferðaáætlun sinni og fóru aðra
leið yfir jökulinn en stefnt var að.
Þegar niður var komið skildu leiðir,
Widmar stoppaði í Landmannalaug-
um til að hitta bróður sinn og Hans-
Martin tók rútuna til Reykjavíkur
enda hafði hjólið hans bilað.
Báðir eru þeir Widmar og Hans-
Martin miklir íslandsvinir. Wid-
mar stundar nám í sögu í Heidel-
berg og Hans-Martin, sem segist
vera „ástfanginn af íslandi," stund-
ar þar nám í landafræði. Báðir
kunna þeir svolitla íslensku þó að
ekki hafi þeir beinlínis stundað ís-
lenskunám. Þeir hafa bara reynt að
læra sem mest á ferðum sínum hér.
Þurfa að jafna sig
Hans-Martin hefur áður
vakið athygli en í fyrra birt-
ist við hann viötal í DV um
rannsóknir hans á Miðbæ
Reykjavíkur til lokaprófs
við háskólann í Heidel-
berg. Niðurstöður þeirr-
ar rannsóknar hafa
birst í bók og hefur
Hans-Martin gefið
Borgarskipulagi eitt
eintak.
-En hverju taka
félagamir upp á
á íslandi?
Hans-Martin segir
ekkert sérstakt sé
í bígerð á þessari
stundu enda þurfi
þeir að jafna sig eftir
ævintýraferðalagið á
Vatnajökli enda viður-
kennir hann að það hafi
verið erfitt. Hann segir þó
að ferðalögum þeirra um ís-
land sé alveg örugglega ekki
lokið og játar að vera strax far-
inn að velta fyrir sér næstu ferð.
-GHS
Þar sem hluti textans féll niður í
síðasta Helgarblaði DV vegna
tæknimistaka er viðtalið nú endur-
birt.
„Við vorum á ferð á hjólum á Kili
fyrir þremur árum og sáum ekki út
úr augunum fyrir þoku í þrjá daga
og hitinn var aðeins ein gráða. Svo
sáum við Langjökul við sjóndeildar-
hringinn og sólin skein svo fallega á
hann og þá sagði Widmar að næst
þegar við færum í hjólaferðalag
myndum við ekki hjóla á götunni
heldur á jöklinum. Þar væri alltaf
sól,“ segir ferðalangurinn og ís-
landsvinurinn Hans-Martin Moser
frá Þýskalandi, 28 ára.
Þetta er fjórða ferð Hans-Martins
til íslands en hann kom hingað fyrst
árið 1991 og ferðaðist þá á hjóli vítt
og breitt um landið. Fyrir fjórum
árum kynntist hann hér á landi fé-
laga sínum, Widmar König, 29 ára,
og með þeim tókst náinn vinskapur.
Widmar hefur komið þrisvar tU ís-
lands og þeir félagamir hafa ferðast
saman um landið. Hans-Martin seg-
ist í fyrstu hafa talið Widmar galinn
en við nánari umhugsun hafi sér lit-
ist vel á hugmyndina. Þeir hafi því
drifið sig i hjólaferðalag á Vatna-
jökli í sumar.
tal DV við fimm íslendinga sem
fóra í hjólreiðaferðalag yfir Vatna-
jökul fyrir fimm árum.
Breyttu fyrstu
áætlun sinni
Fyrstu áætlanir Hans- Martins og
Widmars voru að fara frá Snæfelli í
austri að Gnmsvötnum og Köldu-
kvíslarjökli og niður af jöklinum við
Landmannalaugar. Þessari áætlim
hafi þeir orðið að breyta því að sum-
arið hafi verið óvenjuheitt á íslandi í
sumar og ferðin gengið seint. Á jökl-
inum hafi þeir ákveðið að breyta
stetnu og fara um 60 kílómetra
leið að Breiðubungu
að Skála- .
Fjárfestum
í græjum
„Fyrir tveimur árum fórum við
að undirbúa ferðalagið með því að
lesa um fólk sem hafði farið á jökla
og dvalist þar, kynntum okkur
nauðsynlegan útbúnað og fjárfest-
um í honum og lærðum hvemig
ætti að fara með áttavita og aðrar
græjur," útskýrir Hans-Martin.
Hann segir að þeir hafi komið sér í
samband við Slysavamafélagið og
síðar flugbjörgunarsveitina og það-
an hafi þeir fengið staðsetningar-
tæki til að hafa með sér á jökulinn
þannig að hægt yrði að fylgjast með
ferð þeirra og sjá hvemig þeim mið-
aði.
Hans-Martin segist einnig hafa
fengið gögn frá Veðurstofunni til að
geta áætlað veður og gert sér grein
fyrir aðstæðum á jöklinum á þess-
um árstíma. Þannig hafi hann reynt
að skipuleggja ferðalagið sem allra
best. Hann segist svo hafa lesið við-
Til Landmannalauga
■ Fyrsta áætlun
----► Reyndin
Köldukvíslarjökull
Grímsvötn
Egilssta
Snæfell
Breiðabunga .
V
. Skála-
fellsjökull
Jokulsarlon
fellsjökl
og þaðæ
niður a
jöklinurr,
við Jök
ulsárlón.
Þeir von
uðust til ac
geta hjólac
á jöklinun
á nóttunn
þegar yfir
borðið vær:
frosið en oi
heitt hafi ver-
ið í lofti.
'trjiiiJiJii
Til Reykjavíku