Dagblaðið Vísir - DV - 24.08.1996, Qupperneq 47

Dagblaðið Vísir - DV - 24.08.1996, Qupperneq 47
X>V LAUGARDAGUR 24. ÁGÚST 1996 afmæli Albert Sigurðsson Albert Sigurðsson, rafvirki, Skarðshlíð 12f, Akureyri, er áttræð- ur í dag. Starfsferill Albert er fæddur á ísafirði og ólst þar upp. Hann varð gagnfræðingur og lauk námi í rafvirkjun 1936 og sveinsprófi 1938. Albert fékk síðan meistararéttindi 1942. Hann vann sem rafvirki á ísafirði til 1939 er hann flutti til Akureyrar þar sem hann hefur átt heima síðan. Albert vann fyrst eftir að hann flutti til Akureyrar hjá Samúel Kristbjarnarsyni og Indriða Helga- syni, 1939-1945, en þá hóf hann störf hjá Rafveitu Akureyrar. Hann vann þar sem eftirlitsmaður raflagna og við ýmis önnur störf til síðustu ára- móta er hann lét af störfum. Albert hefur tekið mikinn þátt í félagsstörfum. Hann var formaður Rafvirkjafélags Akureyrar 1947- 1948. Á yngri árum tók hann mikinn þátt í ýmsum íþróttum. í gegnum árin hefur hann haft mikil afskipti af bridge, skák og hestamennsku. Albert vann að stofnun Skáksam- bands Norðurlands og var fyrsti for- maður þess og gegndi því starfi í þrjú ár. Hann hefur verið kjördæm- is- stjóri skólaskákar frá upphafi á Norðurlandi eystra og hefur verið meira og minna í stjórn Skákfélags Akm-eyrar síðan 1939. Albert var lengi í stjórn Hesta- mannafélagsins Léttis á Akureyri og átti hann góða hesta sem kepptu á landsmótum hestamanna. Albert hlaut gullmerki sjómanna- dags Akureyrar 1967, heiðursskjal og styttu frá hestamönnum og Létti 1975. Hann var heiðraður af Bridge- félagi Akureyrar 1975 og einnig nú í vor er hann lét af störfum hjá félag- inu. Hann var heiðraður af Skák- sambandi íslands 1980, gerður heið- ursfélagi sambandsins 1986 og heið- ursfélagi Skákfélags Akureyrar 1988. Albert fékk réttindi sem alþjóða- skákdómari 1989. Fjölskylda Albert kvæntist 13.3. 1960 seinni konu sinni, Edith Valborgu Þor- steinsdóttur, f. 1.7. 1924. Fyrri kona hans var Guðborg J. Brynjólfsdóttir. Þau skildu 1958. Börn Alberts og Edithar eru: Þórey Helga, f. 17.3.1960. Maki henn- ar er Hafliði Hauksson og eiga þau eitt barn, Guðlaugu Anítu, en Þórey átti áður tvo drengi, Albert og Jón Heiðar Gestssyni. Þau eru búsett á Akureyri. Jón, f. 31.5. 1961. Sambýliskona hans er Kristjana Kristjánsdóttir. Þau eiga eitt barn, Helgu Ösp. Þau eru búsett á Steinhólum í Eyjafirði. Albert á eina hálfsystur, Sigríði Sigurðardóttur, til heimilis að Stór- holti 24 í Reykjavík. Foreldrar Alberts voru Sigurður Þórðarson, f. 18.10. 1892, vélstjóri, og Þórey Albertsdóttir, f. 13.12. 1895. Þau eru bæði látin. Ætt Foreldrar Sigurðar voru Þórður Sigurðsson og Hólmfríður Jónsdótt- ir. Þau bjuggu að Austurvöllum á Kjalarnesi. Foreldrar Þóreyjar voru Albert Jónsson járnsmiður og Magnea Guð- ný Magnúsdóttir. Þau voru búsett á ísafirði. Ragnhildur Jónsdóttir Ragnhildur Jónsdóttir, húsmóðir og skattendurskoðandi, Spítalavegi 13, Akureyri, er sjötug í dag. Starfsferill Ragnhildur er fædd á Gautlönd- um í Mývatnssveit og ólst þar upp. Hún hlaut farskólamenntun í Mý- vatnssveit en fór síðan í Alþýðuskól- ann í Reykholti í Borgarfirði. Hún gekk í Malung folkshögskola í Dalarna í Svíþjóð, Snoghöj gymna- stikskole á Jótlandi og Vestfold hus- flidskole í Larvik í Noregi. Ragnhildur vann við vefnaðar- kennslu nokkra vetur. Hún hefur verið húsfreyja í 44 ár. Hún vann í átta ár við eldhússtörf á Kristnes- hæli og sl. 20 ár sem skattendur- skoðandi á Skattstofu Norðurlands- umdæmis eystra á Akureyri ásamt húsmóðurstörfunum. Ragnhildur hefur starf- að í Kvenfélaginu Hlíf á Akureyri um áratuga- skeið auk þess sem hún hefur starfað í Kvenna- deild Slysavarnafélags ís- lands á Akureyri i íjóra áratugi. Fjölskylda Ragnhildur kvæntist 17.10. 1952 JÓni Sigur- geirssyni, f. 14.4. 1900, umsjónarmanni FSA í 25 ár og fyrrv. lögreglu- þjóni. Foreldrar hans voru Sigurgeir Jónsson, bóndi á Helluvaði í Mý- vatnssveit, og Sólveig Sigurðardóttir húsfreyja. Börn Ragnhildar og Jóns: Jón Gauti Jónsson, f. 17.7. 1952, land- fræðingur, kvæntur Helgu P. Brynj- ólfsdóttur, f. 31.8. 1953, textílhönnuði; Geirfinnur Jónsson, f. 5.6. 1955, jarð- eðlisfræðingur, kvæntur Hlíf Sigurjónsdóttur, f. 17.9. 1954, fiðluleikara; Sólveig Anna Jónsdóttir, f. 21.5. 1959, píanóleikari og tónlistokennari, gift Edward F. Frederikjen, f. 10.1. 1944, tónlistarmanni; Herdís Jónsdóttir, f. 11.8. 1962, víóluleikari, gift Steef van Oosterhout, f. 24.8. 1961, slagverksleik- ara. Systkini Ragnhildar: Ásgerður Jónsdóttir, f. 29.5. 1919, kennari, bú- sett i Reykjavík; Sigríður Jónsdóttir Ragnar, f. 26.7. 1922, d. 10.3. 1993, kennari á ísafirði; Böðvar Jónsson, f. 1.7. 1925, bóndi á Gautlöndum í Mývatnssveit. Foreldrar Ragnhildar voru Jón Gauti Pétursson, Gautlöndum í Mý- vatnssveit, f. 17.12. 1889, d. 27.9. 1972, og Anna Jakobsdóttir, f. 11.12. 1891, d. 10.2. 1934, húsfreyja. Jón Gauti var bóndi og oddviti í Mývatnssveit í 50 ár. Ætt Föðurforeldrar Ragnhildar voru Pétur Jónsson, bóndi og alþingimað- ur og ráðherra, búsettur á Gautlönd- um í Mývatnssveit, og Þóra Jóns- dóttir frá Grænavatni. Móðurforeldrar Ragnhildar voru Jakob Jónasson bóndi, Narfastöðum í Reykjadal, og Sigríður Sigurðar- dóttir, húsfreyja. Ragnhildur tekur á móti gestum i Lóni á Akureyri kl. 20.00 að kvöldi afmælisdagsins. Ragnhildur Jónsdóttir. Hjörtína Tómasdóttir húsmóðir, Bjarnastöð- um, Skagafirði, er níræð á morgun. Starfsferill Hjörtína ólst upp á Spáná í Unadal hjá for- eldrum sínum og síðar í Garðshorni á Höfða- strönd. Hún stundaði barnaskólanám í þrjá vetur, fyrst á Hofsósi og síðan í heimakennslu. Hjörtina fermdist 13 ára og fór þá strax að vinna fyrir sér, fyrst á Þverá í Blönduhlíð og síðan á Frostastöðum í sömu sveit. Þar kynntist hún mannsefni sínu, Márusi Guðmundssyni. Hjörtína og Márus hófu búskap á Ystu-Grund í Blönduhlíð og bjuggu þar allt til árs- ins 1944 er þau keyptu Bjamastaði í Blönduhlíð og fluttu þangað. Sam- búð þeirra hjóna var góð og eignuð- ust þau sjö börn. Þau hjónin stund- uðu búskapinn allt þar til er Márus lést árið 1982. Hjörtína býr enn á Bjarnastöðum ásamt Tómasi syni sínum. Hún les mikið sér til fróðleiks auk þess að prjóna og sauma út handa afkom- endum sínum. Fjölskylda Hjörtína giftist 9.5. 1926 Márusi Guðmundssyni, f. 25.7.1902, d. 18.11. 1982, bónda. Foreldrar hans voru Guðmundur Jónsson bóndi og k.h., Hjörtína Tómasdóttir. Salbjörg Jónsdóttir. Þau bjuggu á ýmsum stöðum í Fljótunum. Börn Hjörtínu og Márasar: Hjörtína Hall- dóra, f. 17.6. 1925, gift Ingólfi Sigmarssyni og eiga þau tvo syni; Guð- mundur, f. 1.6. 1928, kvæntur Nönnu Regínu Hallgrímsdóttur og eiga þau fimm börn; Hermína Sigríður, f. 1.3. 1930, gift Þorsteini Sigurðssyni; Sigurbjörg, f. 6.5. 1933, gift Sveini Hjálmarssyni og eiga þau sjö börn; Tómas Ingi, f. 26.7. 1937, fráskilinn og á þrjú börn; Þrúður, f. 14.5. 1939, gift Ágústi Björnssyni, og Salbjörg, f. 29.9. 1945, gift Bjarna Gíslasyni og eiga þau fimm börn. Ætt Systkini Hjörtínu: Sigríður, f. 11.6. 1903, d. 5.1. 1986, húsmóðir í Reykjavík; Elín Helga, f. 11.12. 1904, d. 6.12. 1975, húsmóðir í Reykjavík; Kristjana Guðrún, f. 2.12. 1908, d. 25.11.1975, húsmóðir á Hofsósi; Ingi- björg Halldóra, f. 28.10. 1911, hús- móðir á Brenniborg i Skagaflrði; Magrét, f. 12.10. 1914, húsmóðir i Reykjavík, og Ástvaldur Óskar, f. 31.8. 1918, bóndi í Skagafirði. Foreldrar Hjörtínu voru Tómas Geirmundur Björnsson bóndi og Ingileif Ragnheiður Jónsdóttir hús- móðir. Þau bjuggu lengst af á Spáná í Unadal og Garðshorni á Höfða- strönd. Þórir Gunnarsson Þórir Gunnarsson, veitingamaður og aðal- ræðismaður í Prag, er fimmtugur í dag. Fjölskylda Þórir kvæntist Ingi- björgu Jóhannsdóttur 15.6. 1974. Foreldrar hennar eru Jóhann Kjartansson, f. 5.2. 1921, d. 29.4.1991, versl- unarmaður og Soffía Þórir Gunnarsson. Bjarnadóttir, f. 8.11. 1924. Börn Þóris og Ingibjargar eru Gunnar Egill, f. 15.12.1974, háskóla- nemi, unnusta hans er Bríet Guð- mundsdóttir frá Grenivík, og Soffía Rut, f. 9.5. 1977, nemi. Systkini Þóris eru: Helgi Gunn- arsson, starfar hjá Orkustofnun, kvæntur Jónu Ágústsdóttur versl- unarmanni; Katrín Kristín Gunn- arsdóttir, gift Helga Eiríkssyni raf- virkja; Gunnar Örn Gunnarsson bakari, kvæntur Helgu Gústafsdótt- ur; Sæmundur Gunnarsson mynd- listarmaður, kvæntur Estivu Ein- arsdóttur. Foreldrar Þóris: Gunnar Helga- son, f. 30.9. 1922, rafvirki, og Elín Þórðardóttir, f. 28.3. 1922, d. 20.5. 1988. Sambýliskona Gunnars er Þóra Ólafs- dóttir. Foreldrar Gunnars voru Helgi Guðmunds- son, verslunarmaður, og Kristín Óladóttir, frá Stakkhamri í Staðar- sveit. Faðir Kristínar var Óli Jónsson, bóndi á Stakkhamri, faðir Sig- urðar Ólasonar hrl. Sig- urður var faðir Þórunnar Sigurð- ardóttur leikara og Jóns Sigurðar- sonar, lektors við Samvinnuskól- ann. Bróðir Kristínar Óladóttur var einnig Ágúst, afi Sturlu Böðvarsson- ar, alþingismanns, og Tómas, faðir Torfa Tómassonar, verslunar- manns. Foreldrar Elínar Þórðardóttur voru Þórður Þórðarsson og Katrín Pálsdóttir, bæjarfulltrúi í Reykja- vík. Bróðir Elínar er Kári Þórðar- son, fyrrv. rafveitustjóri í Keflavík, faðir Elínar Káradóttur, ráðskonu á Bessastöðum. Þórir og Ingibjörg búa í Prag og taka á móti gestum á heimili sínu á afmælisdaginn. 111 hamingju með afmælið 25. ágúst 90 ára Þórður Sigui-ðsson, Seljalandsvegi 30, ísafírði. 80 ára Vigdís S. Ólafsdóttir, Lindargötu 61, Reykjavík. 75 ára Ármann Sigurðsson, Hringbraut 7, Hafnarfirði. Ósk Filippía Þórsdóttir, Karlsbraut 26, Dalvík. Sigdór Sigurðsson, Sólvangsvegi 1, Hafnarfirði. 70 ára Sif Áslaug Johnsen, Holtagerði 65, Kópavogi. Guðrún Sigurgeirsdóttir, Skarphéðinsgötu 4, Reykjavík. Óskar Nikulásson, Grettisgötu 12, Reykjavík. Elsa Björnsdóttir, Hvanneyrarbraut 51, Siglu- firði. 60 ára Ingvar Kristinn Guðnason, Hlíö, Hólahreppi. Sigurður Briem, Markarflöt 27, Garðabæ. Þórir Þórðarson, Ki-inglunni 75, Reykjavík. Sigrún Ágústsdóttir, Túngötu 16, Grindavík. Esther Æ. Jónsdóttir, Flétturima 15, Reykjavík. 50 ára Anna Fríða Winther, Sæbraut 11, Seltjarnarnesi. Anna Birna Benediktsdótt- ir, Hlíðartúni 35, Hornafirði. Guðbjörg Kolbeinsdóttir, Hamarsholti, Gnúpverja- hreppi. Guðrún Sólveig Grétars- dóttir, Brekkubæ 3, Reykjavík. Kristbjörg Sigurðardóttir, Víðihlíð 22, Reykjavík. 40 ára Aðalheiður Hrönn Guð- mundsdóttir, Hátúni lOa, Reykjavík. Jónfríður Valdis Bjarna- dóttir, Mosabarði 15, Hafnarfirði. Gunnar Jónsson, Hátúni lOa, Reykjavík. Kristbjörn Jónsson, Mávahlíð 46, Reykjavík. Hlöðver Helgi Gvmnarsson, Bólstaðarhlíð 60,Reykjavík. Ágúst Ágústsson, Lyngbergi 9, Hafnarfirði. Þröstur Jónasson, Sílalæk 1, Aðaldælahreppi.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.