Dagblaðið Vísir - DV - 24.08.1996, Síða 50
58
&ikmyndir
K V I K M Y 11 A
ÖAISjJYÍiJS
Regnboginn og fl. bíó - Independence Day:
ufi a jorðu ognao
Það er þegar farið að tala um að
markaðssetning á Independence
Day í Bandaríkjunum sé sú snjall-
asta í kvikmyndasögunni og við hér
uppi á klakanum höfum einnig orð-
ið vitni að nýrri tegund markaðs-
setningar. Og sem í Bandaríkjunum
virðist allur tilkostnaðurinn hafa
borgað sig. En með slíkri markaðs-
og auglýsingaherferð sem viðhöfð
hefur verið þarf myndin að standa
undir öllum væntingunum og það
gerir Independence Day að mestu leyti. Hún er þegar hest lætur eitt
mesta sjónarspil kvikmyndanna. En að hluta til er sú mikla aðsókn sem
myndin fékk i Bandaríkjunum því að þakka að Independence Day ýtir
duglega undir þjóðerniskenndina og sjálfsagt verður að fara aftur til
Persaflóastríðsins (sem kemur við sögu í myndinni) til að finna sam-
bærilegan áróður.
Independence Day fjallar um heimsókn geimvera til jarðarinnar og
það er enginn fljúgandi diskur sem lætur sjá sig, heldur er móðurskip-
ið tröllasmíði eða einn fjórði af stærð tunglsins og geimskipin sem send
eru frá því eru 24 ferkílómetrar að stærð og þau nánast hylja þær borg-
ir sem þau eru staðsett yfir. Hetjurnar í myndinni eru allt Bandaríkja-
menn með forsetann sjálfan fremstan í flokki, aðrar þjóðir koma nán-
ast ekkert við sögu þótt sama ógn standi að þeim og það er aðeins í
Bandaríkjunum sem nógu snjallir menn finnast sem geta bjargað jörð-
inni frá því að verða lögð í eyði.
Nú verður að segjast eins og er að Rolands Emerich og félagi hans
Dean Devlin, sem eru ábyrgir fyrir Independence Day, eru mun betri
leiksfjóri og framleiðandi heldur en handritshöfundar. Hugmyndin sem
þeir byrjuðu með um innrás á jörðina er góðra gjalda verð en handrit
jpeirra og kannski sérstaklega samtöl miOi einstaklinga eru oft einstak-
lega haUærisleg og yfirborðsleg. Þessi gaOi vegur samt ekki mjög þungt
þegar aOt hið mikilfenglega sjónarspil í sambandi við innrásina sjálfa
er haft í huga og svo er góð stígandi í atburðarásinni og sá hildarleik-
ur sem boðið er upp á þegar stórborgir heimsins eru sprengdar í loft
upp er mikil upplifun.
TæknOega séð er Independence Day nánast fullkomin, en þeim
snjöllu mönnum bregst þó bogalistin þegar umbreytingin verður á
geimverunni sem flugkappinn kom arkandi með inn í herstöðina. Sú
umbreyting verður nánast óskiljanleg þegar höfð er í huga stærð
ófreskjunnar sem hann arkaði með yfir eyðimörkina.
Þegar upp er staðið er Independence Day langt frá að vera gaUalaus
kvikmynd, og eitt af því sem háir henni er ofleikur flestra leikara. En
fáar myndir hafa samt veitt meiri skemmtun og víst er að maður verð-
ur snortinn í lok myndarinnar þegar mannkynið hefur enn einu sinni
sýnt yfirburði sína.
Leikstjóri: Roland Emerich. Handrit: Roland Emerich og Dean Devlln. Kvlkmyndataka:
Karl Walter Undenlaub. Tónilst: Davld Arnold.
Aöalleikarar: Will Smith, Blll Pullman, Jeff Goldblum, Mary McDonnell, Judd Hirsch,
Randy Quaid, Robert Loggla, Harry Connick Jr. og Vivlca Fox.
Hilmar Karlsson
Háskólabíó - Auga fýrir auga:
Þegar réttarkerfið bregst
Ekkert réttarkerfi í heiminum er
án galla og þegar yfirvaldinu verður
á í messunni í formsatriðum eru
snjaUir lögfræðingar ekki seinir á
sér að nota sér veikleikann sem
skapast og þá er ekki verið að spyrja
hvort skjólstæðingurinn sé sekur
eða saklaus. Tækifærið sem skapast
er nýtt til hins ýtrasta og skjólstæð-
ingurinn sleppur við dóm. í Auga
fyrir auga (Eye for an Eye) er það
einmitt veikleiki réttarkerfisins sem
verður til þess að meintum morðingja er sleppt út á götu þar sem hann
getur stundað iðju sína áfram.
í ágætu byrjunaratriði fylgjumst við með því þegar móðir verður
vitni að morði á dóttur sinni gegnum símann. Þetta er sterk og áhrifa-
mikil byrjun en því miður tekst ekki nógu vel að fylgja henni eftir. Um
leið og morðinginn er fundinn dofnar yfir myndinni og þaö tekst ekki
nógu vel að nýta ógnvekjandi útlit Kiefers Sutherlands í hlutverki
morðingjans til að skapa spennu.
Þegar réttarkerfið bregst móðurinni tekur hún upp á því að fylgja
morðingjanum eftir upp á eigin spýtur en þótt Sally Field sé góð leik-
kona og eigi að ráða við þetta erfiða hlutverk þá nær hún aldrei tökum
á persónunni og athafnir hennar verða þvi aldrei trúverðugar. Ekki
fær hún heldur mikla hjálp frá Ed Harris sem leikur eiginmann henn-
ar. Þessi sterki leikari, sem við sáum síðast í eftirminnilegu hlutverki
í The Rock, er eins og illa gerður hlutur sem er fyrir öllum.
John Schlesinger hefur gert góðar sakamálamyndir (The Day of the
, Locust, Marathon Man, Pacific Heights) og hefði átt að geta gert betur
en hann gerir hér. Það vantar að þétta of margar holur sem myndast á
milli ágætra atriða sem standa vel fyrir sínu sér á báti en koma ekki
vel út í heildarmyndinni.
Lelkstjóri: John Schleslnger. Handrlt: Amanda Sllver og Frank Jaffa. Kvikmyndataka:
Amlr M. Mokri. Tónllst: James Newton Howard.
Aöalleikarar: Sally Fleld, Klefer Sutherland, Ed Harrls, Beverly D'Angelo og Joe Man-
tegna.
-HK
LAUGARDAGUR 24. ÁGÚST 1996 J£>’
Eraser í Sam-bíóunum:
Verjandi vitnanna
Handritið að Eraser
var nánast skrifað utan
um Arnold Schwarzen-
egger og hefði hann
ekki viljað leika i kvik-
myndinni þá hefði sjálf-'
sagt engin Eraser orðið
til, að minnsta kosti ekki
í þeirri mynd sem hún
kemur nú fyrir sjónir al-
mennings. Framleiðandinn,
Arnold Koppelson, segist hafa
gengiðið með þá hugmynd í mörg
ár að gera kvikmynd þar sem hið
svokallaða vitnaprógramm Banda-
ríkjastjórnar væri þemað, en það
lýsir sér í því að vitni er lofað
vernd, jafnvel nýju nafni, ef það
vitnar gegn stórglæpamönnum.
Koppelson er enginn nýgræðingur í
gerð stórmynda, meðal mynda sem
hann hefur framleitt má nefna
Platoon, The Fugitive, Falling
down, Outbreak, Out for Justice og
Seven. Myndir hans hafa halað inn
yfir einn milljarð dollara. Hann seg-
ir að þrátt fyrir margar stórar
myndir sé Eraser sú stærsta sem
hann hefur haft umsjón með.
Ekki er vitað um nákvæman
kostnað við gerð Eraser, en þó er
talið að kostnaðurinn hafi verið vel
Eraser, sem Sam-bíóin hafa tekið
til sýningar, er nýjasta kvikmynd
Arnolds Schwarzeneggers sem enn
eina ferðina leikur bjargvættinn.
Nú er hann lögreglumaðurinn John
Kruger, sem hefur það eitt verkefni
að verja þau vitni sem Bandaríkja-
stjórn þarf á að halda til að geta lög-
sótt stórglæpamenn. Hann fær það
verkefni að vernda Lee Cullen, sem
sá það sem hún mátti ekki sjá, gaf
sig fram við FBI, sem klúðraði mál-
inu og nú eru glæpasamtök, sem
hafa komið sér fyrir á æðstu stöð-
um, á eftir henni, þannig að Kruger
má hafa sig allan við að vernda
hana. Eina ráðið til að verja hana er
að eyða öllum ummerkjum um að
hún sé til og búa til nýja manneskju
og það er verkefni Johns Krugers.
En þrátt fyrir alla varúð komast eft-
irleitarmennirnar á spor hennar;
það þýðir aðeins eitt að einhver af
nánustu samstarfsmönnum Krugers
er svikari.
Auk Arnolds Schwarzeneggers
leika í myndinni James Caan, Va-
nessa Williams, James Coburn og
Robert Pastorelli. Leikstjóri er
Charles Russell, sem síðast leik-
stýrði hinni vinsælu mynd The j
Mask, með Jim Carrey í aðalhlut- 1
verki. 1
Sagan sniðin að
Schwarzenegger
fram að byssur á borð við þær sem
eru í Eraser séu í fæðingu í full-
komnustu vopnasmiðjunum.
Það atriði í myndinni sem er
kannski fjærst raunveruleikanum
en er samt mjög í anda við það sem
gert er í stórmyndum nú er atriðið
þegar Schwarzenegger stekkur út
úr flugvélinni, búinn að henda fall-
hlífinni á undan sér, nær fallhlíf-
inni og setur hana á sig áður en
hann lendir á jörðinni. Segja má að
álíka atriði hafi verið í James Bond
myndinni Goldeneye, en það er
sama hversu oft slík atriði eru gerð,
það fer alltaf fiðringur um áhorfend-
ur við slík atriði þegar þau eru vel
gerð, eins og raunin er í þessum
dýru kvikmyndum nútímans. Þess
má geta að Schwarzenegger notaði
ekki áhættuleikara i þessu atriði,
gerði allt sjálfur, þótt það fylgdi
nú ekki að stökka fallhlífarlaus
út úr flugvélinni, tæknimenn
sáu um þá hluti. Það tók
heila viku að filma atriðið
og eru víst flestir á því að
það hafi verið þess virði.
Eraser var tekin að
mestu í New
York og ná-
grenni og í
Los
Angel
HK
yfir 100 milljónir dollcira og að hún
sé dýrasta kvikmynd sem sýnd er á
þessu ári.
Framtíðarvopnin
Þeir sem eiga eftir að sjá Eraser
taka eflaust eftir vopnunum sem
notuð eru. Nú er Eraser ekki beint
framtíðarkvikmynd, en vopnin sem
notuð eru eiga ekki tilverurétt í
raunveruleikanum. Um er að ræða
fullkomin nútímavopn að viðbætt-
um röntgengeislum og miðunarút-
búnaði sem leitar uppi fómarlamb-
ið. Þetta er sama tækni og flug-
skeyti búa yfir nema nú er sýnilegt
í gegnum kíki þegar leitin að fórn-
arlambinu fer fram. Koppelson og
fleiri vilja
halda
Vanessa Williams leikur vitnið
Lee Cullen sem Kruger verndar.
James Caan leikur yfirmann Krugers. Hann er hér á myndinni ásamt Schwarzenegger.