Dagblaðið Vísir - DV - 16.09.1996, Síða 4
4
MÁNUDAGUR 16. SEPTEMBER 1996
Fréttir
Lengstu jarðgöng á íslandi opnuð um helgma:
Heildarkostnaður við gong
in um 4,3 milljarðar króna
- Djúpvegur næsta stórverkefni á Vestfjörðum
Frá opnun Vestfjarðaganganna á laugardaginn þar sem Vestfirðingar fögnuðu mestu samgöngubót allra tíma. Fjöldi manns kom til að vera við vígsluna þar
sem samgönguráðherra lýsti göngin formlega tekin í notkun. DV-mynd HK
Fjölmenni var í Tungudal við
Skutulsfjörð í ágætu veðri laug-
ardaginn 14. september við formlega
opnun Vestfjarðaganga. Jarðgöng
þessi eru mikið mannvirki, alls 9120
metrar að lengd. Göngin, sem eru
þau lengstu á íslandi, eru jafnframt
með lengstu jarðgöngum í Evrópu
og þau næstlengstu á Norðurlönd-
um.
Formlega var hafist handa við
sprengingar á göngunum 5. sept-
ember árið 1991 og var lokaspreng-
ingin þann 23. mars 1995. Alls voru
boraðir um 650 km af sprengiholum,
sprengt 2050 sinnum og til þess not-
uð 550 tonn af sprengiefni. Heildar-
rúmmál efnis sem úr göngunum
kom var um hálf milljón rúmmetra
sem að mestu var notað til vega-
gerðar utan ganganna, m.a. í nýjan
veg yfir fjarðarbotninn i mynni
Engidals. Heildarkostnaður við
göngin nemur um 4,3 milljörðum
króna, sem er um 16% hærri upp-
hæð en kostnaðaráætlun hljóðaði
upp á. Meginorsök aukins kostnað-
ar var 2000 sekúndulítra vatnsæð
sem opnaðist í jarðgöngunum í júlí
1993. Sá vatnsleki hefur þó orðið til
þess að nú fá ísfirðingar í fyrsta
sinn hreint og ómengað neysluvatn
og er nú einnig unnið að því að
leggja vatnslögn úr göngunum til
Hnífsdals.
Vígsluathöfnin á laugardaginn
hófst með því að starfsmenn Vega-
gerðar ríkisins, þeir Björgvin Guð-
jónsson og Kristinn Jón Jónsson, af-
hjúpuðu skilti við gangamunnana í
Önundarfirði og Súgandafiröi. Að
loknum ávörpum og kórsöng í
Tungudal klippti Halldór Blöndal
samgönguráðherra á borða sem
strengdur hafði verið þvert á ak-
brautina í gangamunnanum og opn-
aði Vestfjarðagöng það með form-
lega. Síðan var sams konar skilti og
við hina gangamunnana tvo afhjúp-
að i Tungudal af Sveinbimi Vetur-
liðasyni vegaverkstjóra sem átti 50
ára starfsafmæli hjá Veggerðinni í
vor. Að því loknu ók Halldór Blön-
dal jeppa sínum út úr göngunum og
til hófs sem haldið var á Hótel ísa-
firði og voru göngin þá opnuð fyrir
almennri bílaumferð. Við athöfnina
í Tungudal söng Sunnukórinn á ísa-
firði ásamt söngfólki frá Súðavík,
Bolungarvík, Súgandafirði, Önund-
arfirði og Dýrafirði, undir stjórn
Margrétar Geirsdóttur og við undir-
leik Baldurs Geirmundssonar. Sagði
Gísli Eiríksson, umdæmisstjóri
Vegagerðar ríkisins á ísafirði, við
þetta tækifæri að þessi kór væri
táknrænt upphaf að samvinnu fólks
í félags- og tómstundastarfi sem tor-
fær heiði hefði hindrað hingað til og
söng kórinn fyrst lagið Vel er mætt
til vinafundar.
í ræðu við opnunina hvatti Þor-
steinn Jóhannesson, forseti bæjar-
sljómar ísafjarðarbæjar, samgöngu-
ráðherra til að beita sér fyrir því að
áfram verið haldið að byggja upp
samgöngur innan héraðs og út úr
því. Tók Halldór Blöndal undir
þessa áskorun og sagði að fram und-
an væri skref sem yrði að reyna að
stíga til fulls eins fljótt og hægt væri
með því að tengja byggðarlögin fyr-
ir vestan með traustum og góðum
samgöngum við hringveginn. Sagði
hann að Alþingi hefði markað þá
stefnu að Djúpvegurinn hefði verið
tekinn inn sem stórverkefni. Að því
verkefni loknu sagði samgönguráð-
herra að menn sæju það fyrir sér að
Vesturbyggð fengi þær traustu sam-
göngur sem hún þyrfti á að halda.
Páll Sigurjónsson, forstjóri ístaks,
talaði fyrir hönd fyrirtækjasam-
steypunnar Vesturíss. Sagði hann í
sinni ræöu að fýrsta verk sitt sem
verkfræðings fyrir 36 ámm hefði
verið að koma fljúgandi til ísaljarð-
ar til að kanna lausnir fyrir vatns-
veitu á ísafirði og mæla fyrir nýju
félagsheimili í Hnífsdal. Hann sagð-
ist ekki hafa getað gert mikið við
vatnsveituna þá, en komist að raun
um að þar væri ekki allt eins og
best væri á kosið. „Betra seint en
aldrei," sagði Páll því sér sýndist að
nú hefði hann lokið þessu verki
með því að stuðla að því að leysa
vatnsvandamál ísfirðinga endan-
lega og átti þar við vatnið sem virkj-
að hefur verið fyrir vatnsveituna úr
fossinum mikla sem opnaðist í jarð-
göngunum 1993. Þá sagði PáÚ að
Vesturís hefði ákveðið að gefa Vega-
gerðinni og setja upp við alla ganga-
munnana ártalið 1996, en það sé ár-
tal sem lengi verði minnst vestra
sem eins hins merkasta árs í sögu
samgangna og vegamála á Vestfjörð-
um.
-HK
Dagfari
Ráðherrann leysti deiluna
Hún var staðföst, hún Ingibjörg,
þegar fréttamaður Stöðvar tvö
gekk á hana. Hún lét ekki vaða yfír
sig, ráðherrann, þótt fréttamaður-
inn reyndi margsinnis að spyrja
hana álits á þeim orðrómi að innan
þingflokks Framsóknarflokksins
heyrðust raddir um að hún réði
ekki við embættið.
„Mér flnnst að þú eigir að spyrja
þá heimildarmenn um það sem
þeir hafa að segja,“ sagði heilbrigð-
isráðherra. „En hvað segir ráðher-
ann um það?“ spurði fréttamaður-
inn.
„Mér finnst að þú eigir að spyrja
þá sem það segja,“ sagði Ingibjörg.
„Er ráðherrann þá að mótmæla
því að innan Framsóknarflokksins
séu efasemdir um getu ráðherrans
til að sitja í ráðherrstólnum?"
„Mér finnst að þú eigir að spyrja
þá sem það segja," sagði Ingibjörg
heilbrigðisráðherra. Og jafnvel
þótt hún hafi verið nýkomin frá
Kýpur, sólbrún og litprúð, mátti
sjá það á sjónvarpsskerminum að
hún skipti litum af geðshræringu.
Sólbrúnkan varð dreyrrauð.
Tilefni þessara orðaskipta var
utanferð Ingibjargar með syni sín-
um og fjölskyldu til Kýpur í miðri
læknadeilunni. Þá vildi nefnilega
svo heppilega til að deilan leystist,
þá loks að ráðherrann hvarf af
vettvangi.
Fréttamönnunum á Stöð tvö
þótti það meiri frétt að deilan
skyldi leysast að Ingibjörgu fjar-
staddri heldur en að deilan skyldi
leysast.
Hér var sem sagt allt í kaldakoli
í heilsugæslunni og mikil mildi að
ekki skyldi verða stórslys vegna
fjarvista lækna frá sínum vinnu-
stöðum. Stöðvar tvö mönnum þótti
það ekki tíðindi að málið skyldi
leitt til lykta, heldur að það skyldi
leitt til lykta þegar ráðherrann fór
frá.
Og það sem var enn þá mark-
verðara í þeirra augum var að ein-
hver þingmaður í Framsóknar-
flokknum skyldi missa það út úr
sér að sennilega hefði deilan verið
í hnút vegna þess að Ingibjörg réð
ekki við að leysa hana.
Ef þetta er rétt var það auðvitað
mikið snjallræði hjá Ingibjörgu að
tak sér frí til að deilan leystist og
kannski var það ástæðan fyrir því
að deilan leystist og þá er það Ingi-
björgu að þakka að deilan leystist.
Þannig að Framsóknarflokkur-
inn ætti miklu fremur að hæla
Ingibjörgu fyrir þá sijómvisku að
hverfa á braut til að deilan leystist.
íslendingar hafa langa reynslu af
ráðherrum sem aldrei fara í frí og
eru sífellt að þvælast fyrir og halda
að þeir séu ómissandi. Það var
kominn tími til að þjóðin eignaðist
ráðherra sem skilur að hún gerir
best gagn með því að halda af landi
brott og skilja þrætumálin eftir til
að leysa sig sjálf. Það var guðs-
þakkarvert að Ingibjörg skyldi
þiggja boðið til Kýpur og að hún
léti ekki læknadeiluna aftra sér
för.
Voru ekki læknarnir sjálfir
löngu farnir úr sínum störfum og
ekkert leystist við það? Þegar Ingi-
björg fór ein og tók son sinn með,
leystist deilan við læknana á ör-
skammri stund! Hvað vilja menn
meir? Þingmenn Framsóknar-
flokksins verða að skilja að þeir
hafa góðan ráðherra með gott tíma-
skyn og fréttamenn Stöðvar tvö
eiga að hætta að angra Ingibjörgu
'með spumingum sem henni eru
óviðkomandi af því að Ingibjörgu
er óviðkomandi hvemig deilan við
læknana leystist, af því að aðalat-
riðið er að deilan leystist. Og það
fyrir hennar tilstilli með því að
vera ekki heima þegar deilan leyst-
ist. Dagfari