Dagblaðið Vísir - DV - 16.09.1996, Síða 5
MANUDAGUR 16. SEPTEMBER 1996
5
dv____________________________________________________________________________________Fréttir
Vélsmiðjan Stál hefur staðið af sér kreppuna:
Starfrækt undir sömu
kennitölu í tæpa hálfa öld
JÁBBADMMDU!
-Já nú ergaman því allar haustvörumar streyma inn.
Sjáid til dæmis þennan frábæra sænska sófa sem allir
myndu vilja hafa í stofunni hjá sér. Hvernig væri nú ad
líta til okkar og prófa þennan þægilega sófa ?
Joker: Leður á slitflötum og margir leðurlitir.
Við opnum kl.9 Mánud.-Laugard.
Joker2ja sæta sófi kr. 56.660,- 3ja sæta sófi kr. 71.860,-
Joker sófasett 3-1-1 kr. 154.780,- sófasett 3-2-1 kr. 169.980,-
Joker 6 sæta hornsófi kr. 159.980,-
Vid bjóóum upp á húsgögn fyrir
öll herbergi heimilisins.
Sparadu þér sporin og komdu
í stærstu húsgagnaverslun
landsins. Stg/'a,s!fureða
goð greiðslukjor
Verid velkomin
V/SA
HÚSGAGNAHÖLLIN
Bíldshöfði 20 -112 Rvík - S:587 1199
„Það eru ekki mörg fyrirtæki eft-
ir i þessum bransa sem ekki hafa
skipt um kennitölu einhvern tím-
ann. Sumir eru búnir að fara
þrisvar kollsteypu," segir Theodór
Blöndal, framkvæmdastjóri hjá Vél-
smiðjunni Stáli á Seyðisfirði, sem er
með alla almenna þjónustu í máim-
smíði og rekur slipp sem getur tek-
ið við allt að 40 metra löngum skip-
um. Vélsmiðjan hefur verið í rekstri
allar götur síðan 1948 en ekki alitaf
siglt lygnan sjó.
„Þetta hefur verið mjög erfiður
rekstur á köflum, því er ekki að
neita. Það er þó bjartara framund-
an. Við erum bjartsýnir á framtíð-
ina í þessari grein,“ segir hann.
í flskvinnslu hjá Borgey:
Verbúðarlífið er
skemmtilegt
- segir Ragnhildur
DV, Höfin í Hornalirði:
„Þetta er ágætisvinna og verbúð-
arlífiö er skemmtilegt," segir Ragn-
hildur Guðmundsdóttir, tvítug
Grindavíkurmær, sem vinnur við
lausfrystingu á kola og tindabikkju
hjá Borgey hf. á Höfn í Homafirði.
Ragnhildur segist hafa starfað und-
Guðmundsdóttir
anfarin 6 ár á Höfn og þar sé næg
vinna. Hún segist því ekkert vera á
föram.
„Ég er búin að vera héma síðan
ég var 14 ára. Það er meiri og jafn-
ari vinna hér en í Grindavík svo er
svo gott að vera hér,“ segir Ragn-
hildur.
-rt
Ragnhildur Guðmundsdóttir viö lausfrystinn. Hún segir gott aö vera á Höfn
og er ekkert á förum. DV-mynd ÞÖK
Vélsmiðjan, þar sem starfa um 30
manns, er með verkefni úti um allt
land. Þar má telja einstök verkefni á
sviði skipasmíða og viðhalds, verk-
efni fyrir Reykjavíkurborg, meng-
unarvamabúnað fyrir nýju loðnu-
bræðsluna í Helguvík auk ótal til-
fallandi verkefni á Austfjörðum.
Theodór segir að vélsmiðjan sé í
samkeppni við verkstæði sem rekin
era innan fyrirtækja.
„Við eram í mjög erfíðri sam-
keppni við frystihúsaverkstæði. Við
höfum þó haft mikið af verkefnum,"
segir Theódór. -rt
Vélsmiðjan Stál á Seyöisfiröi hefur veriö rekin undir sömu kennitölu síöan
áriö 1948. Fyrirtækiö hefur oft komist í hann krappan á þessari tæplega hálfu
öld en alltaf náö að rétta úr kútnum. Hér má sjá, frá hægri, Theodór Blöndal
framkvæmdastjóra, Pétur Blöndal, einn stofnenda fyrirtækisins, Ástvald
Kristinsson, annan stofnanda, og Guöjón Sigurðsson verkstjóra.
DV-mynd ÞÖK
Láttu freistast...
Mjólkursúkkulaði
Súkkulaði veitir ánægju