Dagblaðið Vísir - DV - 16.09.1996, Síða 10
10
MÁNUDAGUR 16. SEPTEMBER 1996
Spurningin
Eiga karlmenn að taka þátt í
fegurðarsamkeppni?
Antti Putkonen: Það finnst mér
allt í lagi ef einhverja langar til
þess.
Helga D. Magnúsdóttir nemi:
Jahá, og ég ætla að fylgjast með
keppninni um herra ísland.
Sveina Berglind Jónsdóttir nemi:
Auðvitað, ekki síður en við
stelpurnar.
Þröstur Ingólfsson tækjastjóri:
Já, alveg endilega.
Vigfús Markússon sjómaður: Já,
mér finnst það sjálfsagt.
Jón Óðinn Reynisson nemi: Já,
það er allt í lagi.
Lesendur
Súöavíkur- og Flateyrarslysin:
Engum að kenna
- aðeins ein leið úr ógninni
Frá Súðavík. „ ... þar sem snjóhengjurnar bíöa þess að renna yfir fólk og
byggö eftir að vetra tekur.“
Sigurjón Ólafsson skrifar:
Af viðbrögðum sjö einstaklinga í
Súðavík og kröfu þeirra um rann-
sókn á aðdraganda hörmunganna
vegna snjóflóðanna i þeirra heima-
byggð má ráða að mikil sorg er enn
í ranni þessa fólks og það að vonum.
Öll þjóðin sameinaðist i sorg þeirra
sem áttu um sárt að binda á Súða-
vík og Flateyri. Og allt er þetta í
fersku minni. - Nú krefjast ofan-
nefndir aðilar þess að hinum brot-
legu verði refsað samkvæmt lögum
verði sakir sannaðar.
Hvenær verður svona slys rann-
sakað niður í kjölinn? Vitaskuld
aldrei. Hvaða aðferð sem beitt verð-
ur kemur ekkert í ljós sem leiðir til
sektar heillar nefndar, hvað þá ein-
staklings. Það er því ekki til neins
að setja í gang lögreglurannsókn á
orsökum snjóflóðanna á þessum
stöðum. Snjóflóðavarnir koma ekki
einu sinni að gagni fyrir fullt og
fast. Það er aðeins ein leið út úr
ógninni á þessum stöðum - og á ég
þá ekkert frekar við Súðavík eða
Flateyri - að hefia aldrei nýbyggð
framar á þessum stöðum og að fólk
flytjist brott frá þeim byggðarlögum
þar sem svo háttar til að snjóhengj-
umar bíða þess að renna yfir fólk
og hyggð eftir að vetra tekur.
Fólk getur átt sin hús áfram og
notað sem sumarbústaði en það er
glapræði að búa þarna og enginn
getur verið ábyrgur vegna hugsan-
legra slysa í framtíðinni. Fólkið sem
þarna býr er ábyrgt héðan í frá.vilji
það ekki flyfia.
Og nú á að fara af stað með fram-
kvæmdir svokallaðra snjóflóða-
vama á Flateyri. Hlaða á urðar-
veggi utan í fiallshlíð ofan Flateyr-
ar. Ekkert er líklegra en að þeir
skríði fram einn slæman veðurdag-
inn. Og enn ætlar ríkið að ganga í
áhyrgð fyrir uppbyggingu á svona
hættusvæði. Er ráðamönnum ekki
sjálfrátt?
Mannleg mistök og mistök
náttúrunnar verða ekki lögð að
jöfnu en það er óhugnanlegt að ekki
skuli vera hægt að fá fólk ofan af
því að sefiast að þar sem það er í
bráðri lífshættu stóran hluta ársins.
- Era Vestfirðir það gósenlands-
væði að þar verði að haldast byggð
hvað sem á dynur?
Við einir vitum?
Árni Bragason, forstöðum. Rann-
sóknarstöðvar Skógræktar ríkis-
ins, Mógilsá, skrifar:
Jón Gunnar Ottósson ritaði 30.8.
grein í DV sem ber heitið „Við ein-
ir vitum“. Þar fiallar hann um upp-
græðslu Hólasands og ílenda slæð-
inginn Alaskalúpínu (skilgreining
grasafræðings Náttúrufræðistofn-
unar). í greininni vitnar Jón Gunn-
ar í frétt Mbl. 25. 8. og segir: „Hér á
landi virðast menn jafnvel ganga
svo langt að veita villandi upplýs-
ingar um samþykktir á alþjóðlegum
vettvangi til að veita sínum áhuga-
málum brautargengi.“ Greinin í
Mbl., sem Jón Gunnar vitnar til, ber
heitið „Stefnt að sjálbærri þróun“
en þar segir frá erindi mtnu og
Tryggva Felixsonar, deildarstjóra i
umhverfisráðuneyti, á ársþingi
Skógræktarfélags Islands. Eftir
skoðun komumst við að þeirri nið-
urstöðu að allt sé rétt eftir okkur
haft í greininni og sannleikanum
samkvæmt.
Ágæti Jón Gunnar, þú tókst þátt í
Ríóferlinu og segist þekkja alþjóða-
samninga og þá átt þú ekki að geta
lesið frétt Mbl. á þann veg að ég sé
að veita villandi upplýsingar um
samþykktir á alþjóðlegum vett-
vangi. Ég tók ekki þátt í að skála í
kampavíni í Ríó 1992 en ég hef
kynnt mér ýmislegt sem skrifað hef-
ur verið síðan. Vel má þó vera að
kampavínsdrykkjan í Ríó sé skil-
yrði fyrir því að geta sagt „Við ein-
ir vitum.“
Ég er þér sammála um að eyðing
búsvæða er mesta vá fyrir lifríki
heimsins og á það sannarlega við á
íslandi því hér hefur jarðvegs- og
gróðureyðing verið með því mesta
sem þekkist á jörðinni. Velgengni
Alaskalúpínunnar hér segir e.t.v.
meira um bágt ástand gróðurlenda
á íslandi þvi að í heimkynnum sín-
um er hún lítt áberandi. Við þurfum
að skipuleggja landnýtingu og land-
nytjar, vernda verðmæt búsvæði
jurta og dýra, huga að vatnsvernd
framtíðarinnar, græða upp og
styrkja gróður á beitarsvæðum
framtíðarinnar og rækta skóga fyrir
niðja okkar. Við þurfum hvorki
blinda lúpínutrú né trú á svarta
sanda, það sundrar okkur og dregur
athyglina frá sameiginlegum mark-
miðum.
Læknadeilan - upphlaupið
féll um sjálft sig
Kjartan skrifar:
Læknadeilunni er lokið og upp-
hlaup læknanna féll um sjálft sig.
Læknar afsala sér verkfallsréttinum
og vilja ekki framar koma nálægt
samningaþófi. Heilsugæslustöðvar
landsbyggðarinnar standa enn sem
fyrr meira eða minna læknislausar
og svo mun verða áfram. Á Vest-
fiörðum og nokkrum syðri Aust-
fiarða vill enginn læknir hafa bú-
[LÍÍÍilM þjónusta
Aðelns 39,90 mínntan
- eða hringið í síma
550 5000
milli kl. 14 og 16
Eru þá ekki allir sáttir - að kalla? Samningar undirritaðir í karphúsinu eftir 6
vikna karp.
setu til frambúðar nema þeir fái
gull í tá og fram í fingurgóma.
Fréttamenn á ljósvakamiðlunum
gerast nú stimamjúkir við lækna og
spyrja sem svo: Var þetta ekki orð-
inn erfiður fúndur og strangur? -
Já, svaklegt úthald hafa nú læknar;
sitja hátt á annan sólarhring að
karpa þar sem karpa á - í Karphús-
inu.
Og eru þá ekki allir sáttir - að
kalla? Liggur nokkuð annað fyrir en
að bretta upp ermar og fara að
skrifa lyfseðla fyrir öryrkjana og þá
sem orðnir eru reglulegir lyfianeyt-
endur? Jú, það þarf víst að manna
einhverjar stöður. Og þá verður
söngurinn i fréttunum eitthvað á
þessa leið: „Manna stöður, manna
stöður og svo snúa þeir sér í hring.“
I>V
Kröfur unga
fólksins
Sigurgeir skrifar:
Samband ungra sjálfstæðis-
manna hefur nú sent frá sér skila-
boð til fiármálaráðherra eina ferð-
ina enn: Lækkun ríkisútgjalda -
lækkun skulda - lækkun skatta.
Mér sýnist sem hér séu einfald-
lega kröfur unga fólksins í land-
inu. En það mega ungir sjálfstæð-
ismenn eiga að þeir hafa farið fyr-
ir öðru ungu fðlki með heilbrigðar
skoðanir og skilaboð til sfiórn-
málamanna og þá fyrst og fremst
til þeirra stjórnmálamanna sem
standa þeim næst. Ráðherra Sjálf-
stæðisflokksins. Og það er rétt hjá
SUS-urum: Skuldsetning ríkisins
er einfaldlega atlaga að ungu fólki
og tækifærum þeirra í framtíð-
inni.
Smugan bregst
hrapallega
Ari hringdi:
Ég var að hlusta á erlendar út-
varpsstöðvar og náði m.a. fréttum
í norskri útvarpsstöð. Ég lagði við
hlustir þar sem ég heyrði minnst
á veiðar í Smugunni. Sagt var að
þarna væru nú 23 íslensk skip og
mun færri skip en endranær. ís-
lensku skipin reiknuðu með að
veiða þarna um 50 þúsund tonn en
hafa ekki enn veitt nema um
helming þess afla. Því má segja að
Smuguveiðar hafi hrapallega
brugðist. Það er þungt högg fyrir
íslenskar útgerðir og sjómenn sem
lögðu allt sitt á Smuguveiðamar.
Nú þarf að
sækja að
Tyrkjum
Lára skrifar:
Af síðustu fréttum frá Tyrk-
landi að dæma er sú von brostin
að Sophia Hansen fái umgengnis-
rétt við dætur sínar. í 42 skipti
hefur fyrrverandi eiginmaður
Sophiu brotið þennan rétt sem
hann var dæmdur til að hlíta. Nú
þarf heldur betur að sækja að
Tyrkjum á grundvelli milliríkja-
samskipta. Nú dugar ekkert
minna en að hóta stjómmálaslit-
um við Tyrkland sjái ekki þarlend
stjórnvöld til þess að Sophia fái að
njóta síns réttar eins og til er
dæmt þar í landi af löglegum dóm-
stóli.
Fjáröflun frá
Bessastöðum?
Óskar Sigurðsson hringdi:
Þótt forsetaframboð vegna nú-
verandi forseta skilji eftir sig um
18 miiljóna króna skuldir er ekki
nokkur hæfa að fiáröfiun vegna
þeirra tengist forsetaebættinu.
Hvað svo sem lögmaður forsetans
segir hljóta það að vera velunnar-
ar og stuðningsmenn forsetafram-
boðs núverandi forseta sem greiða
þessar skuldir. Þær verða ekki
settar á markaðstorg fyrir al-
menning.
ísland hreint
og ómengað
Edda Hákonardóttir skrifar:
Við höfum haldið landinu
hreinu. Við höfum okkar virkjan-
ir í stað kjarnorkuvera, rennandi
kalt vatn í hverju húsi í stað þess
að þurfa í búð til að kaupa vatn.
Hitaveitu með rennandi vatni í
ofhum í staðinn fyrir gas. Að ekki
sé nú minnst á hreina loftið. - Við
ættum að halda okkar stefhu. Ger-
ið ykkur grein fyrir hve mengun-
in er mikil erlendis. Loftið er svo
þykkt, t.d. í París, að það má
skera. Ég var þar í viku í sumar -
og þessar sífelldu vatnskaupaferð-
ir ... Ég get ekki hugsað mér að
búa í neinu öðru landi en íslandi
sem er besta land í heimi, enda •
eru útlendingar farnir að skilja
það og sækja hingað. En þeir
mega ekki koma með stóriðju,
hvorki álver né olíuhreinsunar-
stöð. Svo einfait er það.